Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 29.01.1976, Qupperneq 10

Dagblaðið - 29.01.1976, Qupperneq 10
10 Pagblaðið. Fimmtudagur 29. janúar 1976. BIABIB frjálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Svcinn H. Eyjólfsson Kitstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Hitstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason iþróttir: Hallur Simonarson llönnun: Jóhannes Heykdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Atli Steinarsson. Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur SigurOsson, Ilallur Ilallsson, Helgi Pétursson, Katrln Pálsdóttir, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson. .Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson 'Augiýsingastjóri: Asgeir Hannes Eiriksson ‘Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ilitstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af- grciðsla Þverholti 2, simi 27022. Fórn fyrir lítið Viðskiptaráðuneytið fórnar miklu fyrir litið, þegar það nú afnemur frjálsan innflutning á kexi og brauð- vörum og gerir hann háðan innflutn- ings- og gjaldeyrisleyfum. Þarna er verið að brjóta eina meginregluna i efnahagsmálum okkar. Innflutningurinn á þessum vörum nam rúmlega 300 milljónum króna á siðasta ári. Þetta er litið brot úr prósenti af heildarinnflutn- ingnum. Góðu heilli hafa rikisstjórnir nú i rúman áratug lagt áherzlu á viðskiptafrelsi, með nokkrum undan- tekningum þó. Frjáls verzlun hefur verið leiðarljós- ið og hún jafnt og þétt aukin á þessu timabili. Jafn- vel mörgum sósialistum var farið að skiljast, að hag neytenda var bezt borgið, ef verzlunin var frjáls. Þessi þróun varð viðs vegar um heim. ís- lendingar, sem höfðu hokrað við haftabúskap, réttu úr kútnum og fylgdust með þróuninni. Stærstu skrefin voru stigin i tið viðreisnarstjórnarinnar. Viðskiptalif á íslandi varð að þola eldskirn hafta- pólitikurinnar á árunum eftir striðið. Svo fór, að fólki úr öllum flokkum ofbauð ofurvald kommissara stjórnmálaflokkanna, sem völsuðu með leyfin. Þjóðin fagnaði, þegar þessu var breytt. Sumir stjórnarandstæðingar hafa að undanförnu krafizt nýrrar haftastefnu. Menn hafa sagt að meira en góðu hófi gegndi væri flutt inn af ýmsum vörum. Sjálfstæðismenn i rikisstjórn stóðu gegn höftunum, en sú andstaða virðist vera farin að bila. Við búum við mikinn gjaldeyrisskort, en stjórn- völd ráða, þegar til lengdar lætur, yfir nógum leið- um til að bæta gjaldeyrisstöðuna, ef að þvi væri keppt sem aðalatriði. Mestu skiptir, að almenning- ur fái sjálfur að ráða, hvernig hann ver peningun- um sinum. Þau völd eiga ekki að vera i höndum pólitískra kommissara. Engum manni á að fá þau völd að úrskurða eftir sinu höfði, hvað sé óþarfi og hvað ekki af þvi, sem fólkið vill kaupa. Fólkið á að ráða. Það er látið i veðri vaka af fylgjendum nýrrar haftastefnu, að islenzkur iðnaður muni graeða á höftum. Þetta er alrangt, enda fyrir löngu viður- kennt af forystumönnum iðnaðarins. Iðnaðurinn hefur verið i öskustó, en stöðu hans á að bæta með öðrum leiðum en höftum. Iðnaðurinn þrifst bezt og eðlilegast við verzlunarfrelsi. Stjórnvöldum væri nær að koma til móts við óskir iðnaðarins á öðrum sviðum i stað þess að kasta til hans ruðum einum. Menn óttast, að haftastefnan kunni að halda inn- reið sina. Byrjað sé i litlu, með kex og brauðvörur, en með þvi sé verið að „viðra” það, sem siðar komi. Þessi ótti er vonandi ástæðulaus. Til þess verður að ætlast, að ráðamenn þjóðarinn- ar standi við fyrirheit sin og hafi verzlunarfrelsi i heiðri. Það virðist beinlinis kjánalegt að fórna þessari meginreglu til að geta sparað nokkrar milljónir i innflutningi á kexi og brauðvörum. Þarna er fórnað fyrir litið. Tímamót í baróttu Bandaríkjamanna gegn eiturlyfjum: Bandarísk-mexikönsk herferð gegn opíum. valmúarœkt í Mexikó Um langa hrið hefur megnið af þvi heróini sem eiturlyfja- neytendur i Bandarikjunun nota komið frá Mexikó og hafa stjórnvöld þar til þessa verið mjög ósamvinnuþýð við banda- risk yfirvöld um að komast fyrir meinið. Nú hafa þau hins vegar fallizt á nána samvinnu við Bandarikjamenn, að nota jurta- eyðingarefni á ópium-valmúa- ekrurnar og einnig að notfæra sér gervitungl Bandarikja- manna til að finna valmúaakr- ana. Siðustu þrjú árin hefur heróin frá Mexikó einu verið i meiri- hluta á Bandarikjamarkaði og samkvæmt upplýsingum bandariskra yfirvalda mun söluverðmæti þess árlega nema, eða hafa numið, á milli 12 og 18 þús. dollurum. Annars kemur heróin aðallega frá Tyrklandi og SA-Asiu. Bandarikjamönnum hefur reynzt vonlaust að gæta landa- mæranna við Mexikó, enda eru þau 3.200 km löng og hálf milljón manna fer um þau á viku hverri. Þvi er baráttunni nú beint gegn uppsprettunni sjálfri, valmúaökrunum i Mexi- kó. A siðasta ári varð mexi- kanska hernum talsvert ágengt með aðstoð 40 bandariskra þyrilvængja og sérfræðinga i jurtaeyðingu. Eldri aðferðir Mexikana, að ganga um akrana með stangir og slá fræin af jurt- unum, hafa ekki reynzt vel. Þingmaðurinn Charles B. Rangel frá New York hefur kannað þessar aðferðir og segir þær ekki árangursrikar vegna landshátta á þeim svæðum sem valmúinn er einkum ræktaður. Yfirvöld, sem berjast gegn eiturlyfjum, segja að hernum hafi ekki tekizt að eyðileggja um tortima hvorki meira né minna en 6.500 hekturum af ópium-valmúaökrum. Bandarisk yfirvöld segja að það dugi að visu ekki til að draga verulega úr heróinneyzlu i Bandarikjunum en segja einnig að takist mexikanska hernum að eyða 60 til 70% fram- leiðslunnar hafi hann gert vel. Fyrsta mánuðinn eftir að þessar aðferðir voru teknar upp fyrir jól var 250 hekturum af ópium-valmúaökrum eytt. Það er þó talið litið brot af heildar- landflæminu sem valmúi er ræktaður á i Mexikó. Eyðingin var þó fimmföld á við sama timabil i fyrra. Til samanburðar má nefna að aðgerðir yfirvalda i Bandarikj- unum til þess að komast að rótum annars eitursmygls til landsins með þvi að eyðileggja flugvelli smyglara nálægt landamærunum og leita uppi blöndunarstöðvar hafa ekki borið likt því eins mikinn árang- ur og áðurnefndar aðgerðir. Upplýsingar um magn heró- ins sem komið hefur árlega til Bandarikjanna frá Mexikó eru ekki nákvæmar en nefndar eru tölurnar sjö til tiu tonn á ári. Bandarikjamenn styrkja mjög þá herferð sem nú stendur yfir i Mexikó og er fjöldi banda- riskra sérfræðinga i Mexikó til að þjálfa og kenna heimamönn- um. Siðasta ár eyddu Bandarikja- menn um 65milljónum dollara i baráttuna gegn eiturlyfjum, uppruna þeirra, sölu, dreifingu og neyzlu og þar af munu um 20% renna til baráttunnar i Mexikó sem nú er loks orðin raunhæf eftir mikinn þrýsting Bandarikjamanna og ótrúlega langa mótstöðu Mexikó- manna. nema um 45% framleiðslunnar i fyrra með þessum aðferðum, en til þess að skortur verði áþreif- anlegur á bandariska heróin- markaðinum telja þau nauðsyn- legt að eyðileggja a.m.k. 50% framleiðslunnar. Vandamálið til þessa var að mexikanskur yfirmaður aðgerðanna var mjög á móti þeim aðferðum að nota jurtaeyðingarefni sem dreift er úr flugvélum. Máli sinu til stuðnings benti hann á mis- notkun þess háttar efna i Viet- nam-striðinu og ásakaði Banda- rikjamenn fyrir það. 1 nóvembersl. féllst hann loks á hugmyndina eftir að umfangs- miklar tilraunir með hugsanleg efni höfðu verið gerðar og niður- stöður lágu fyrir. Sum efnin reyndust skaðleg fyrir annan góður en loks stóðst svo mexi- kanskt efni, Gramoxone, allar kröfur, og verður það efni notað i framtiðinni að öllu óbreyttu. Þá hafa mexikönsk yfirvöld einnig fallizt á þá hugmynd að nýta gervitungl Bandarikja- manna til að finna akrana sem einkum eru i fjallahéruðum þar sem erfitt er að komast að þeim og einnig að finna þá. Yfirmaður aðgerðanna af hálfu Mexikó, Ojeda, sagði að á næstu þrem mánuðum hygðist hann með þessum nýju aðferð- t Lögin eru leikreglur þjóð- félagsins. Lögin ættu jafnan að spegla hugusnarhátt og skoðanir fólksins i landinu og vera i sam- ræmi við réttlætisvitund þess og rikjandi aðstæður i þjóðfélaginu. Lög eru mannanna verk, byggð á skoðunum og mati löggjafans á hverjum tima, og oftast hafa lagafyrirmæli trúlega fullnægt framangreindum skilyrðum, þegar þau voru sett, þótt margar undantekningar finnist frá þeirri reglu. Við breyttar þjóðfélags- aðstæður og breyttan hugsunar- hátt er nauðsynlegt að breyta leikreglunum. Sé það ekki gert, geta lögin virkað öfugt við það, sem til var ætlazt i upphafi — skapað ranglæti i stað réttlætis — eða það, sem algengara er: hætt er að fara eftir þeim. Þau verða dauður bókstafur, sem kallað er. Þau hefur dagað uppi eins og nátttröllin, sem sagt er frá i þjóð- sögunum. Mýmörg dæmi eru um slik lagaboð, sem ,,dagað hefur uppi”, sem eiga ekki lengur við vegna breyttra þjóðfélags- aðstæðna og sem hætt er að beita. I lagasafni okkar úir og grúir af fyrirmælum, sem þannig er ástatt um. Þau elztu eru allt frá 13. öld svo sem kaflar úr Kristin- rétti Arna biskups Þorlákssonar og kaflar úr Jónsbók. Frá siðari öldum er að finna i Lagasafni fjölmörg ákvæði einkum úr Kirkjurétti, sem fyrir löngu eru „dauður bókstafur” og enginn litur lengur á sem gildandi lög, enda striða mörg þeirra gegn réttar- og siðgæðisvitund nútima- manna. Þessi gömlu og úreltu lagaboð spegla að visu skoðanir þáverandi valdhafa og löggjafa og eru að þvi leyti merkilegar réttarsögulegar og sögulegar heimildir. Þessum úreltu og dauðu laga- fyrirmælum er haldið að formi til i löggjöfinni og þau talin til giid- andi, islenzkra laga — að þvi er virðist — af gömlum vana og af þvi að þau hafa formlega ekki verið úr gildi numin. Allt fram til ársins 1962 voru hér gildandi erfðalög, sem að stofni til voru margra alda gömul, þ.e. „Erfðaskipunin” svo- nefnda frá árinu 1850, en sam- kvæmtþeim gátu „útarfar”, fjar- skyldir ættingjar arfleifanda allt að niðjum langafa- og langömmu- foreldra tekið arf, þegar skyldu- erfingjum, maka og niðjum og nærskyldari ættmennum var ekki til að dreifa. Þegar erfðareglur gátu leitt til þess, aö eftirlátnar eigur manns' dreifðust mjög, og oft kom litiö I hlut hvers erfingja. Arfsskipti reyndust oft erfið og kostnaðarsöm. Ein alvarlegasta afleiðing þessara reglna var, að fasteignir komust i eigu margra,

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.