Dagblaðið - 29.01.1976, Síða 23
Pagblaðið. Fimmtudagur 29. janiiar 1976.
Ci
Utvarp
23
Sjónvarp
i
Útvarpið i fyrramálið kl. 10,05:
„Spjallað við bœndur
Heimaslátrun
##
stórgripa og
sala beint
til neytenda
„Okkur berast mikið af bréf-
um, en ég ætla að taka fyrir bréf
frá bónda i sambandi við
heimaslátrun stórgripa og sölu
beint til neytenda,” sagði Arni
Jónasson erindreki Stéttarsam-
bands bænda sem sér um þátt-
inn Spjallað við bændur að
þessu sinni.
Neytendur hafa mikiö sótzt
eftir að kaupa kjöt af stórgrip-
um beint af bændum. I fyrsta
lagi er það lögbrot, kjötmats-
maður er ekki búinn að meta
gæði kjötsins, i öðru lagi á þá
eftir að borga stofnlánadeildar-
gjald og búnaðarmálasjóðs-
gjald. t þriðja lagi á eftir að
borga söluskatt og i fjórða lagi
má gera ráð fyrir að kjötsalan
sé ekki talin fram til skatts.
Árni sagði að áður fyrr heföu
húsmæður mikið hringt til Stétt-
arsambandsins og spurt um
verö á kjöti. Það hefði nú
minnkaö mikið enda er ekki
hægt aö segja til um verð kjöts
án þess að kjötmatsmaður sé
búinn að meta gæði þess.
Nautakjötsverð til bænda er i
tiu verðflokkum. Lægsti flokk-
urinn er á 141 krónu og 85 aura
en sá hæsti á 407 krónur og 18
aura. Lægstu flokkarnir eiga aö
fara i vinnslu. EVI
Arni Jónasson erindreki ræðir um heimaslátrun stórgripa og er
harðorður um sölu beint til neytenda. DB-mynd Bjarnleifur
Útvarpið kl. 19,45:
DAUÐADANSINN EFTIR STRIND-
BERG Á DAGSKRÁNNI í KVÖLD
August Strindberg fæddist i
Stokkhólmi árið 1849 og dó þar
1912. Hann lauk stúdentsprófi
árið 1867 og lagði stund á
læknisfræði um nokkurt skeið.
Siöan varö hann kennari og hóf
nám i leiklist.
Hann var blaðamaður i Stokk-
hólmi i nokkur ár og starfaöi viö
Konunglega bókasafnið
1874—82. Alls skrifaöi hann
nærri 60 leikrit og auk þess
skáldsögur, ljóð og æviminning-
ar.
Hugur hans var sfieitandi,
hann fannn aldrei friö og bar
það að lokum likamann ofurliði.
Einkalif hans var mjög storma-
samt. Hann kvæntist þrem kon-
um en skildi við þær allar.
August Strindberg beitti sér-
stakri tækni i leikritun sinni og
margir yngri rithöfundar hafa
bæði meðvitað og ómeðvitað til-
einkað sér aðferðir hans við
uppbyggingu leikrita.
Þótt hefur ákaflega erfitt að
meta Strindberg svo viöunandi
sé. Hann hefur ymist verið of-
metinn eða vanmetinn.
Útvarpið hefur áður flutt leik-
rit eftir Strindberg. Þau eru:
Fröken Júlia, árið 1938, Páskar,
árið 1956, Faðirinn árið 1959,
Brunarústir árið 1962 og Kröfu-
hafar árið 1965. Auk þess hafa
verið flutt brot úr Draumleik.
—A.Bj.
Þorsteinn Gunnarsson, Helga
Bachmann og GIsli Halldórsson
I hlutverkum sinum i sýningu
Leikfélags Reykjavíkur á si.
ári.
það sem af er þessum vetri.
Meðal þeirra leikrita sem flutt
hafa verið eru mörg sem hafa
skapað sér fastan sess i heims-
bókmenntunum.
Leikritið sem flutt er i kvöld
kl. 19.45 er einmitt eitt af þess-
um „heimsbókmenntaleikrit-
um”, Dauðadansinn eftir
Strindberg. Leikritið er i þýð-
ingu Helga Hálfdánarsonar og
leikstjóri er Helgi Skúlason.
Þessi upptaka var gerð hjá
Leikfélagi Reykjavikur en
Dauöadansinn var sýndur i
Iðnó á sl. ári.
Leikendur eru Gisli Halldórs-
son, Helga Bachmann, Þor-
steinn Gunnarsson, Asdis Skúla-
dóttir og Þóra Borg. Sveinn
Einarsson þjóðleikhússtjóri
flytur formálsorð.
Dauðadansinn gerist i af-
skekktu strandvigi og lýsir fyrst
og fremst samskiptum Edgars
höfuðsmanns og Alisu konu
hans. Edgar fær oft veikinda-
köst og heldur þá að hann sé að
deyja. Alisa kona hans þjáist af
einmanakennd á þessum inni-
lokaða stað, þar sem ritsiminn
er eina sambandið við umheim-
inn. Kurt sóttvarnarstjóri er
eins og ofurlitill andblær frá
öðrum heimi, en örlögin láta
ekki að sér hæða. Ritsiminn
flytur ekki alltaf góðar fréttir.
Ekki er hægt að segja annað
en að útvarpið okkar hafi flutt
landsmönnum bæöi áhugaverð
og jafnframt skemmtileg leikrit
Edgar höfuðsmaður og Aiisa
kona hans, Gisli Halldórsson og
Helga Bachmann.
^ Útvarp
13.00 Á frivaktinni. Margrét
Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Spjail frá Noregi.
Ingólfur Margeirsson talar
við dýralæknana Eggert
Gunnarsson og Þorstein
Ólafsson um dýralækningar
ytra og heima.
15.00 Miðdegistónieikar
Loránt Kovács og
Filharmoniusveitin i Györ
leika Flautukonsert i D-dúr
eftir Haydn, János Sándor
stjórnar: Erna Spoorenberg
og hljómsveitin St.
Martin-in-the-Fields flytja
„Exultate Jubilate”
mótettu fyrir sópran og
hljómsveit (K165) eftir
Mozart, Neville Marriner
st jórnar/Pierre Fournier og
Ernst Lush leika á selló og
pianó Italska svitu eftir
Stravinsky um stef eftir
Pergolesi.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
Tónleikar.
16.40 Barnatimi: Guðmundur
Magnússon stjórnar. Eldgos
og náttúrufyrirbæri. Flytj-
andi ásamt stjórnanda Þóra
Jónsdóttir.
17.30 Framburðarkennsla i
ensku.
17.45 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 „Oolit”, eftir ungverskí.
tónskáldið Miklos Maros.
Maros-sveitin i Stokkhólmi
leikur, höfundur stjórnar.
19.45 Leikrit Leikfélags
Reykjavikur: „Dauöadans”
eftir August Strindberg.
Þyðandi: Helgi Hálfdánar-
son. Sveinn Einarsson þjóö-
leikhússtjóri flytur formáls-
orð. Leikstjóri : Helgi
Skúlason. Persónur oe
leikendur: Edgar: Gisli
Halldórsson. Alisa: Helga
Bachmann. Kúrt: Þorsteinn
Gunnarsson. Jenný: Asdis
Skúladóttir. Gömul kona:
Þóra Borg.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: ,,t verum” sjálfsævi-
saga Theódórs Friðriksson-
ar. Gils Guðmundsson les
siðara bindi (12).
22.40 Létt músik á siðkvöldi.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.