Dagblaðið - 10.02.1976, Page 14

Dagblaðið - 10.02.1976, Page 14
14 Það er mikið að gera hjá krökkunum í handavinnutímum. Það er rýjað, saumað út, málað og smíðað. Það er hringt frá skólayfirvöldum og spurt: „Hvernig stendur.á því að barnið þitt kemur ekki í skóla?: Svarið er: „Barnið mitt er vangefið. ” Þá er ekkert meira spurt og maður veit ekkert hverju á að svara vangefna barninu sínu, þegar það spyr: „Hvenær á ég að byrja í skólanum, mamma?” Þessa sögu og aðrar álíka geta margir foreldrar vangefinna sagt þér, því að þeir vangefnu passa ekki inn í „kerfið”. Við lögðum leið okkar inn í Lyngás, dagheimili fyrir vangefna og fengum að sitja fund nokkurra mæðra sem komið hafa saman með Margréti Margeirsdóttur félags- ráðgjafa hálfsmánaðarlega síðan í nóvember. Fyrst ræddum við aðeins við Hrefnu Haraldsdóttur sem verið hefur forstöðukona heimilisins síðast- liðin fimm ár. Það þarf að mennta hina vangefnu „Fólk þarf að gera sér meiri grein fyrir því að það þarf að mennta vangefna, því fyrr sem byrjað er á því, því meiri árangur fæst,” segir hún. Hún segir að yngsta barnið í Lyngási sé nú tveggja ára. Það sé mjög gott að vangefin börn ekki síður en önnur venjist því að umgangast aðra en heimilisfólkið. „En ég er því fyrst og fremst hliðholl að þau van- gefnu fari fyrst inn á dagheimili fyrir heilbrigð börn — þau sem geta. — Vonandi verða líka í framtíðinni byggðir leikskólar vangefinna við hlið venjulegs leikskóla, eins og gert hefur verið í Múlaborg fyrir fatlaða. Þá geta börnin haft sameiginlega úitivist og verið saman í hópleikjum í stóru sölunum, sem nú eru hafðir innan veggja nýbyggðra barna- heimila. Starfið bæði skemmti- legt og lifandi, en líka erfitt. „Ég myndi segja að þetta starf hér sé skemmtilegt og lifandi en líka stundum dálítið erfitt. Erfiðast vegna þess að í raun og veru eru vangefnu börnin allt of einangruð og ekki tekið tillit til þeirra í uppbyggingu skólakerfisins. Hvar eru til dæmis verkefni við þeirra hæfi að finna í Skólavöru- búðinni? Skemmtilegt vegna þess að maður umgengst margt fólk og hve foreldra- samstarfið er skemmtilegt og lifandi. Ég má til með að koma því að hvað það hefur mikið breytzt síðan Margrét Margeirsdóttir fór að vinna að því að koma þessum öflugu for- eldrasamtökum á. Það hefur létt starfið bæði hjá starfsfólki hér og á foreldrunum.” Og Hrefna segir okkur, að nú sé líka betra að fá menntað fólk í þessa starfsgrein en áður, fleiri þroskaþjálfa, fleiri kennara og svo framvegis. Þessi dama sleppir ekki nálinni, þótt Bjarnleifur smelli af einni jnynd. Hún er líka búin að smíða ruggustólinn og sauma púðana í hann. Dagblaðið. Þriðjudagur 10. febrúar 1976. „Hvenœr ó ég að byrja í skóla, mamma?" DAGHEIMILIÐ LYNGÁS HEIMSÓTT 0G RÆTT VIÐ NOKKRAR MÆÐUR HINNA VANGEFNU Þau spiluðu af hjartans lyst og sumir á fieira en eitt hljóðfæri í einu. Enginn kennari er núna að kenna á hljóðfæri vegna plássleysis. Það er Hrefna Haraldsdóttir forstöðukona Lyngáss sem situr þarna með krökkunum lengst til vinstri. Lyngás eins og Bjarkarás er starfræktur af Styrkarfélagi vangef- inna en styrktur af ríkinu. Lyngás var opnaður fyrir 15 árum síðan, en var aðeins tekinn í notkun að litlu leyti. Þar voru aðeins 6 börn í fyrstu. Nú eru þar 42 og yfirfullt, því gert er ráð fyrir 36 börnum á heimilið. Börnin eru sótt í leigubílum á morgnana kl. 8.30 og farið er með þau heim kl. 4.30. Þau dvelja í Lyngási fimm daga vikunnar. Vantar samræmt heildarkerfi „Það sem fyrst og fremst vantar er samræmt heildarkerfi. Greiningar- stöð, dagheimili, skóla, fjölskyldu- heimili og hálfverndaða og verndaða vinnustaði,” segir Margrét Margeirs- dóttir er við beinum spurningum að henni. Hún bendir einnig á að í stað þess að hafa stofnanir eða hæli fyrir þá vangefnu mætti svo sannarlega fullt eins styrkja foreldrana í því að hafa börnin sín heima. Barnaörorka er rúmar 10 þús. kr. á mánuði. Ef börn eru á Kópavogs- hælinu kostár það 2.400 kr. á dag eða 72.000 á mánuði. 5.800 kr. á sjúkra- deildinni á dag eða 174.000 a rhánuði. ixvcnug er líf mæðra sem eiga vangefin börn? Arnheiður: Lítið hægt að lyfta sér upp. En hvernig er lífið á þeim heimilum,þar sem vangefið barn er? Og hvernig er líf þeirra mæðra, sem eiga slík börn? „Það er auðvitað afar lítið um að maður geti farið nokkuð út til að lyfta sér upp,” segir Arnheiður. Hún er ekkja og á sex uppkomin börn, það sjöunda er tólf ára telpa, sem er Þær eru að læra að þekkja litina og að telja með þessum pússluspilum sem hjálpartæki, þessar tvær hnátur. Elísabet Kristinsdóttir sérkennari segir að þeim fari vel fram. mongólíti. Arnheiður flutti í bæinn til þess að geta verið nálægt telpunni sinni. Flest börn hennar búa úti á landi. Því er erfitt að fá pössun. „Ég hef mikið ofan af fyrir telpunni minni með því að lesa fyrir hana, en hún vill auðvitað hafa tilbreytingu eins og aðrir. Hún er dugleg að leika sér með brúðurnar sínar og að byggja úr legókubbum,” segir hún. Hún lifir á ekknastyrknum og svo átti hún svolitlar eignir. Það var eingöngu góðvild forstöðu- konunnar að þakka að það var hægt. Síðar ætlaði ég að koma honum á gæzluvöll, en það var útilokað. Raunar get ég ekki ásakað neinn fyrir að geta ekki haft hann, því að hann fær krampa, þannig að maður Ragnheiður: „Get ekki ásakað neinn fyrir að geta ekki passað hann „Drengurinn minn, einkabarnið mitt er 14 ára og vangefinn,” segir Ragnheiður. „Hann er búinn að vera hér í Lyngási síðan 1970. Áður var hann alvcg heima fyrir utan háift ár,þegar við hjónin gátum komið honum á leikskóla í Holtaborg. Ég ætla að kyssa þig bless. , Já, þau eru ekki spör á blíðuna héma,” segir Hrefna.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.