Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 03.03.1976, Blaðsíða 24
Forsœtisráðherra: 100 MÍLUR FYRIR BRETA Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra sagði í Kaupmannahöfn í gær að íslendingar kynnu að samþykkja tii bráðabirgða, að Bretar mættu veiða upp að 100 mílna mörkum, að því er segir í fréttaskeyti frá frétta- stofu Reuter. Forsætisráðherra sagði blaðamannafundi að það skilyrði fyrir öllum viðræðum, að öll skip brezka flotans yrðu á brott úr 200 mílna landhelgi. 4 Þá sagði hann, að kröfur Breta um veiðar vrðu að verða raunhæfari en verið hefur. íslendingar hefðu orðið fyrir miklum vonbrigðum með fund for- sætisráðherra í Lóndon. -HH. 8 . HERSKIPA- VERNDIN AÐ VERÐA AÐ ENGU — togaraskip- stjórarnir ókveðnir í oð veiða ó eigin spýtur Brezkir togaraskipstjórar við ísland eru nú ákveðnir í að veiða á eigin spýtur, án verndar herskipanna, eftir að þrjú varðskip hröktu 26 togara í hnapp á ekki stærra svæði en 2x4 mílur. Greinilegt er að togaraskipstjórarnir brezku eru orðnir efins um gildi her- skipaverndarinnar. Svæði það sem brezki flotinn ákvað að nú skyldi vera verndarsvæði fyrir togaraflotann var stækkað um 30 mílur, en það þýðir í reynd minni vernd, og ábyrgist brezki flotinn nú ekki að neitt herskip verði í nánd við togarann ef varðskip nálgast. Brezka freigátan Yarmouth, sem skemmdist allmikið í árekstri við varðskipið Baldur á laugardaginn. kom í gær til hafnar í Rosyth í Skotlaudi Skipstjóri freigátunnar Michael Jones hélt skömmu seinna blaðamannafund. Sagði hann þar að Baldur hefði hvorki breytt stcfnunni né dregið nokkuð úr hraða þegar herskipið nálgaðist. Einnig bar skipstjórinn það upp á skip- herra Landhelgisgæzlunnar að svona heguðuð þeir sér aðeins þegar enginn fréttamaður væri í grenndinni, hvorki um borð í viðkomandi varðskipi né að fylgjast með atbyrðunum úr flugvél. -BH- Eins og sjá má, er dráttarvélin illa farin ettir að hún hatöi verið ræst og síðan bakkað fram af veggnum. DB-mynd: SV.Þorm. SKEMMDARVERK HJA GL0BUSI — fflctoð víð tvœr dróttorvélar og önnur stórskemmd, — öryggishús sannoði gildi sitt N^kkrar dráttarvélar af Zetorgerð eru þarna á lóðinni. Skemmdarvarg- arnir höfðu brotizt inn í aðra dráttar- vél og reynt að ræsa hana, en ekki» tekizt. „Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti, sem pörupiltar brjótast inn á lóðina hjá okkur og leika sér að dráttarvélunum,” sagði Kristján Þórðarson, einn af stjórnendum Glób usar. — Brotizt var inn á lóðina í gærkvöld og einni dráttarvélinni ekið fram af steinvegg. Kveikjulásinn hafði verið tengdur saman og vélinni síðan bakkað fram af. en þó sést alltaf ein og ein, sem er húslaus. Tæplega hafa skemmdar vargarnir þó setið inni, þegar þeír létu dráttarvélina dúndra framaf. Af myndinni má sjá, að öryggishús dráttarvélarinnar hefur ótvírætt sannað gildi sitt. Mjög algengt er orðið að slík hús séu á dráttarvélum, Er DB fór í prentun í morgun höfðu skemmdir á dráttarvélunum ekki verið kannaðar, en eftir mynd- inni að dæma eru þær töluverðar. — ÁT — Alþýðublaðið fœr finni" húsakynni ## . O 71 /mM/M >*íwapSB’- ■ „Það er verið að breyta öllum innréttingum. Því lykur í dag, og blaðið kemur aftur út á morgun,” sagði Árni Gunnarsson, hinn ný- skipaði rilstjóri Alþýðublaðsins, í morgun. Blaðið hefur ekki komið út síðan fyrir verkfall vegna breytinga á húsakynnum. „Það er verið að mála allar ritstjórnarskrifstofurnar, rífa niður milliveggi og breyta herbergja- skipun,” sagði Árni. „Búið er að vcggfóðra. Þá vantar loftræstingu.” Árni var spurður, hvort miklar breytingar yrðu á starfsliði. „Ekki ennþa,” sagði Árni, „en reikna má með, að einhverjar lagfæringar verði gerðar.”. -HH. Verkakonur ó Akranesi harðar: „LÁTUM ÚTGERÐARMENN EKKI K0MAST UPP MEÐ MÚÐUR" — sögðu þœr og stöðvuðu vörubíl „Við ætlum ekki að láta útgerðar- menn komast upp með neitt múður,” sagði Gréta Gunnarsdóttir, ritari kvennadeildar verkalýðsfélags Akra- ness, í viðtali við Dagblaðið í morgun. „Samstaðan meðal okkar eykst með hverri raun.” Verkfallsverðir kvennadeildarinnar urðu varir við það í gær, að verið var að skilja loðnuhrogn. Létu þær það af- skiptalaust, enda hafa karlmenn að öllu jöfnu unnið þau störf. En er þeirætluðu /rjálst, úháð dagbl&ð Miðvikudagur 3. marz 1976. Samið í nótt ó Snœfellsnesi Samningar tókust í nótt um sérkröfur sjómannafélaganna á Snæfellsnesi. Kristján Helgason, ritari Verkalýðs- félagsins Jökuls, Ólafsvík, sagði í morgun, að það væri von allra, að menn gætu nú farið að veiða. Atkvæða- greiðsla verður í félögunum í dag, og verða þá um leið greidd atkvæði um heildarsamningana í sjómannadeilunni. -HH. Allt ó síðasta snúning með frystingu loðnunnar Eins og við mátti búast var mjög góð loðnuveiði í gær á miðunum undan Reykjanesi. 39 bátar tilkynntu 10.500 tonna afla, sem landað var á Faxa- flóahafnir og í Nordglobal. í nótt var hins vegar enginn afli, enda stormur á miðunum og lágu flestir bátanna í vari. Að sögn loðnunefndar er loðnan enn frystingarhæf en það má ekki tæpara standa. Er hún mjög smá og þrogn orðin 20%. Hefur smæðin auðvitað töluverðan verðmismun í för með ser. -HP. Akureyri: Skólabörn í öskudagsskapi Það er heldur óvenjulegt að heyra glymjandi söng, er blaðamenn hringja í lögregluna til að spyrjast fyrir um atburði næturinnar. Þannig var það þó, er DB ræddi við lögregluna á Akureyri í morgun. Hópur barna úr Barnaskólanum á Akureyri stóð fyrir utan lögreglu- stöðina og söng hástöfum Fyrr var oft í koti kátt. Og ekki nóg með það, — tveir hópar í viðbót biðu eftir því að komast að til að skemmta lög- reglunni. Þetta er árviss siður skólabarna á Akureyri. Þau eiga frí í skólanum á öskudag og gera þá ýmislegt sér til skemmtunar, svo sem að syngja fyrir utan hús, slá köttinn úr tunnunrii og að sjálfsögðu að hengja poka á grandalausa bæjarbúa. — ÁT — sér að fara að pakka loðnunni til fryst- ingar, gripu konurnar í taumana og stöðvuðu allar frekari framkvæmdir. Seint í gærkvöldi urðu þær svo varar við, að verið var að lesta bíl úr Borgar- nesi loðnu og umbúðum og átti að flytja allt sanian í frystihúsið þar. Tóku þær til óspilltra málanna, lögðu bílum sínum umhverfis vörubílinn og lokuðu þannig veginum. í morgun var verið að afferma bílinn — HP. Óheppnir þjófar i Kópavogi: URÐU AÐ SKILJA BÍL SINN EFTIR Á INNBR0TSSTAÐ Þeir hafa væntanlega verið heldur lúpulegir, mennirnir, sem komu á lögreglustöðina í Kópavogi laust fyrir miðnættið í nótt til að vitja um bíl sinn. Þeir höfðu nefnilega nokkru áður reynt að stela afturljósum af bifreið, sem stóð á móts við Nýbýlaveg 4. Lögreglan kom að þeim við iðju sína, svo að þeir urðu að grípa til tveggja jafnfljótra og skilja bílinn eftir. Kópavogslögreglan tók bíl þjófanna í sína vörzlu, en til að missa hann ekki alveg, urðu þeir að gefa sig fram á lögreglustöðinni. — Þjófunum var sleppt að lokinni yfirhevrslu. -ÁT- i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.