Dagblaðið - 06.04.1976, Side 11
DAGBI.AÐIÐ l>KH)Jl'I)A(!l'K (>. AI’KÍI. 1!)T(>.
hjá drengjum og stúBcum
Þeir. sem á annað borð eitt-
hvað velta fyrir sér lestri barna
og unglinga, og bókmenntum
f.vrir börn, reyna gjarnan að
finna svar við spurningunni:
Hvað er það sem börn og
unglingar vilja eiginlega helst
lesa? Erlendis hafa verið
gerðar margar rannsóknir á
þessu efni. En það er hreint
ekki svo létt verk, því val barna
helgast að verulegu leyti af
hverju þau hafa aðgang að
annars vegar, og hins vegar
hvað þau halda að sé ætlast til
að þau lesi. Engu að síður gefa
þessar rannsóknir nokkuð
skýra niynd af hverskonar bæk-
ur börn kjósa sér á hinum
ýmsu aldursstigum, og einnig
sýna þær svo ekki verður um
villst að drengir og stúlkur hafa
ólikan smekk.
Eg veit ekki til að hérlendis
hafi verið gerðar nokkrar rann-
sóknir á lestrarvenjum barna
og unglinga. ef frá eru taldar
rannsóknir dr. Símonar J.
Ágústssonar. En niðurstöður
þess hluta þeirra sem fjallar
um frjálsan lestur barna og
unglinga eru ekki komnar út.
Þar sem mismunur kynjanna
og/eða mismunun kynjanna
hefur verið ofarlega á baugi
m.a. af afloknu kvennaári,
langar mig að greina lítillega
frá því sem komið hefur fram í
rannsóknum á þessu sviði og
mér þykir markvert.
í upphafi vil ég benda á, að
þó greinilegur munur sé á
smekk drengja og stúlkna,
segir það ekkert um eðlislægan
mun k.vnjanna, því börn eru
þegar á unga aldri mótuð af
væntingum umhverfisins varð-
andi kynhlutverk.
Þegar meta á niðurstöður
rannsókna varðandi smekk
barna á lestrarefni, er nauðsyn-
legt að hafa i huga þá fjöl-
mörgu þætti, sem til samans
móta þau sem einstaklinga og
um leið venjur þeirra, smekk
og áhugamál. Um leið er vert að
hafa i huga að höfundar barna-
bóka semja bækur sínar oft út
frá einhverjum uppeldislegum
markmiðum, sem þeir ýmist
móta sjálfir eða eru til staðar í
samfélaginu. Þessi markmið.
sem sum eru óljós eru mörg og
oft mjög mótsagnakennd.
Dæmi:
1. Barnabækur eiga að gefa
raunsæja mynd af því sam-
félagi sem þær fjalla um.
2. Barnabækur eiga að vera
hvati að jákvæðum þjóð-
félagslegum breytingum.
3. Barnabækur eiga að hjálpa
til að aðlaga barnið að sam-
félaginu.
Fleiri dæmi mætti nefna.
Flestar athuganir á lestrar-
venjum barna. sem ég hef séð,
sýna að verulegur munur er á
smekk drengja og stúlkna
þegar við 9 ára aldur. Þær sýna
jafnframt að hluti stúlkna kýs
bækur sem eru flokkaðar sem
strákabækur en engir strákar
kjósa sér stelpubækur. Sumir
athugendur geta sér þess til að
skýringin á þessu geti verið sú,
að hlutverk konunnar í þjóð-
félaginu er nú að breytast, og
stúlkur því frjálsari í vali sínu.
Þetta styður m.a. finnsk rann-
sókn, sem sýndi að mismunandi
áhugi barna á lestrarefni
mótaðist að verulegu leyti af
því, hvað drengir og stúlkur
héldu að væri „passandi” fyrir
þeirra kynhlutverk. Og í hverju
felst svo þessi munur? Hvað er
sérstakt við drengjabækur og
hvað einkennir stúlknabækur?
Hér er alstaðar átt við bækur
sem börnin velja sér sjálf og
Bók
menntir
láta í ljós ánægju með. Dæmi-
gerðar stúlknabækur sækja
gjarnan efnivið sinn i hið dag-
lega líf, heima og í skóla. Aðal-
persónurnar eru gjarnan
stúlkur. í dæmigerðum stráka-
bókum, verða heimili og skóli
hverfandi þættir I efniviði
sögunnar. Bækurnar segja frá
spennandi ævintýrum, hetju-
dáðum úti í hinum stóra heimi.
Aðalpersónurnar eru myndar-
drengir sem eru í senn gáfaðir
og hugrakkir. Börn, sem orðin
eru 10 ára, gera þær kröfur til
bóka að þær séu innan ramma
raunveruleikans, að þær geti
verið sannar, þrátt fvrir að þær
séu ótrúlegar,
Niðurstöður allra þessara
rannsókna hafa gefið þeim sem
velta fyrir sér eðlisláigum og
tillærðum mun kynjanna mikið
efni til að vinna úr. Þær hníga
allar í þá átt að í menningar-
samfélagi Vesturlanda sé
greinilegur munur á smekk
og áhugarnálum drengja og
stúlkna. Það sem styrinn stend-
ur um er að hve miklu leyti
(etv. öllu) samfélagið eigi þátt í
að skapa þennan mun.
Hvað sem því líður virðast
þær kenningar Parsons stand-
ast að hlutverk konunnar (og
þar með konan sjálf?) einkenn-
ist af næmleika á fólk, og sam-
bandi milli fólks og tilfinninga-
líf spili stóra rullu, en að karl-
menn séu meira uppteknir af
athöfnum og ytri veruleika.
Að lokum: Sjálf er ég sann-
færð um að ríkjandi hefðir í
þjóðfélaginu hafa afgerandi
áhrif á hvaða þættir verða ráð-
andi í fari karla og kvenna og
skapa þar með k.vnhlutverka-
skiptingu. Ég er einnig sann-
færð um að það er í senn æski-
legt og óhjákvæmilegt að jafnt
konur sem karlar taki hlutverk
sín í þjóðfélaginu upp til gagn-
gerðs endurmats. Hingað til
hefur verið viss tilhneiging í þá
átt að konur gangi inn i hið
viðurtekna hlutverk karla. Þess
hefur einnig gætt að hið hefð-
bundna hlutverk kvenna væri
lítils metið. Ef konur jafnt sem
karlar eiga að öðlast
meira frelsi til að vclja sér hlut
verk í þjóðfélaginu, þýðir það
að bæði kynin þurfa að læra
nokkuð hvort af öðru.
Ég er sannfærð um að sú
veröld sem birtist í bókmennt-
um á sinn þátt í að móta þau
hlutverk sent karlar og konur
ganga inn í. Ég held að það sé
æskilegt að uppalendur séu
meðvitaðir um hvaða öfl eru að
verki i að móta börn þefrra sem
einstaklinga. Ef þau geta rætt
opið um það við þau, þá er
líklegt að börnin verði frekar
þess megnug að taka afstöðu og
velja sér hlutskipti í lífinu.
Um ólíkan bókmenntosmekk
andhelginni
sögu. En hinn raunverulegi
övinur Breta i þessum efnunt
eru ekki íslendingar heldur
Efnahagsbandalagið,, því við
inngönguna í það urðu Bretar
að undirgangast þá kvöð, að
hinar meðlimaþjóðirnar rnegi
fiska upp að 12 mílum við
strendur þeirra og innan nokk-
urra ára upp að 6 mílum, og
skiptir þá ekki máli, hvort
Bretar sem þjóð eru með 200
milna efnahagslögsögu eða
ekki. Því liggur algjörlega aug-
Ijóst fyrir, að stefna brezku
ríkissljörnarinnar gengur i mót
brezkum þjóðarhagsmunum og
þvi ekkert annað að gera en
taka upp nýja stefnu, stefnu
íslands í landheigismálum.
Blöðin eru yfirleitt snútn á
móti brezku rikisstjórninni.
ITN sjónvarps.stoðfB skýrir
málefnalega frá fréttum. Ein-
göngu BBC af stórum fjölmiðl-
um er undir stjórn ríkis-
stjórnarinnar, en liggur undir
mjög vaxandi gagnrýni. Þetta
er ástandið a heimavígstöðvun-
um, sem eru að bresta í hönd-
um brezku rlkisstjórnarinnar.
En hvornig er ástandið á
hinum raunverulegu vigstöðv-
um? Brezki flotinn er ím.vnd
hugprýði og siðgæðis i mann-
legum samskiptum i hugum
flestra Breta. mikið af þjöðar-
stolti Breta er tengt honum og
ljömi stendur í kringum hann
og sögú hans i vitund brezku
þjóðarinnar. Því tekur brezku
þjóðina sárar en orðum taki að
sjá Hinn konunglega flota í of-
beldisaðgerðum gagnvart vopn-
lausu smáriki, i framkv. svo
svívirðilegum að varnarmála-
ráðuneytið verður að gripa til
þess ráðs að re.vna að hylja að-
gerðir flotans Ivgaveg. því
■þrezka ríkisstjórnin treystir sér
ekki að koma hreinl fram og
segja blátt áfram frá því,
hvernig Ilinum konunglega
flota er beitt. Þetta er slík
niðurlæging og sorg fyrir
stóran hóp brezku þjóðarinnar,
að jafnvel þótt þö nokkuð af
þorski kæmi á móti er hann
einskis virði móti þeim verð-
mætum sem eru að glatast og
þeirri smán, sem HinnJsonung-
legi brezki floti hefur' orðlð
fyrir og er að verða fyrir.
En varnarvopnið er fundið
gegn freigátunum brezku.
Skuttogarinn Baldur, sem
Auðunn Auðunsson skipstjóri
benti fyrstur manna á að taka
ætti í Gæzluna í sept. síðast-
liðnum. hefur sýnt sig vera með
Kjallarinn
Pétur Guðjónsson
slikan styrkleika i afturhornum
skrokksins að hann hefur náð
að gera ósjófærar tvær frei-
gátur á nokkrum dögum. Ekki
leikur minnsti vafi á því, að
Hinn konunglegi floti fékk
fyrirskipanir að ráðast að
Baldri og orsaka á honum alvar-
legar skemmdir. eftir að sýnt
var að fleiri slíkir togarar áttu
að takast í notkun í Gæzluna.
Það átti að sýna og sanna að það
þýddi ekkert fyrir Islendinga
að hafa þessi skip í Gæzlunni.
En árangurinn af þessum
brezku aðgerðum er einfald-
lega sá. að sýna okkur og sanna,
„að Baldur ristir upp skrokkinn
á freigátunum eins og niður-
suðudósir." svo notuð séu orð
freigátuskipherrans er varð
fyrir seinni ristunni. er hann
kom í höfn i Bretlandi. Nokkrir
skuttogarar til viðbötar í Gæzl-
una geta einfaldlega gert allar
þær brezkar freigátur er
reyna ásiglingar ósjófærar. A
þennan einfalda máta er brezki
flotinn gerður óstarf-
hæfur. Þvi er ánægjulegt til
þess að vita að nú skal öðrum
Baldri bætt við Gæzluna en
taka ætti undir öllurn kringum-
stæðum fleiri til varnar land-
helginnar.
Staðan í dag er því örugglega
sú. að Bretar eru búnir að tapa
deilunni við okkur. tímaspurs-
mál er bvenær þeir verða að
hætta þessum heimskulegu að-
gerðum sinum á islenzkum haf-
svæðum. Þvi er stóra málið í
dag að endurheimta þýzku
samningana og forða því
þjóðarslyst. • sem þeir
samntngar voru. Ríkustu
iðnaðarþjóð heimsins. Þjóðverj-
um, var gefið af aflahlut. sem
ekki var til skiptanna, hvorki
meira en né minna en 120.000
tonn á tveimur árum að verð-
mæti ekkt undir 12 milljörðum
króna þótt ekki sé reiknað með
meira verði en kr. 100 pr. kg i
útfluttum verðmætum. Nú eru
tillögur uppi um að banna allar
togaraveiðar Islendinga
ákveðið tímabil á þessu ári. Það
getur þvi komið upp sú staða
um mitt sumar í sumar að
íslenzkir sjómenn verði að fara
um borð í þýzka togara til þess
að stunda togveiðar á íslands-
miðum. Af þessu sést, hverslags
voðaverk þýzku samningarnir
voru. Akveðni og úthald í deil-
unni við Breta nú færir okkur
því ekki aðeins sigur á Bretum
heldur einnig endurheimt
þýzku samninganna. Þeir falla
sjálfkrafa réttindalega niður
1. mai næstkomandi. ef ekki
verður samið við Breta og
bókun 6 verður ekki komin til
framkvæmda. Þetta er stærsta
mál íslenzku þjóðarinnar í dag.
En þjóðin verður nú að halda
vöku sinni. því nú alveg á
næstu dögunt verður knúið fast
á með að beygja íslendinga.
timinn er að renna út úr hönd-
unum á andstæðingum okkar.
Bretar verða að leggja fram
forntlega kröfur hjá Efnahags-
bandalaginu gagnvart sinni
eigin landhelgi. sem þeir geta
ekki gert, því þeir ætla fyrst að
knýja tslendinga til samninga
og heimta svo sér sjálfum til
handa, sem þeir neita
íslendingum um. Staðfestist
þetta í fréttum í morgun. en
forsiðufrétt í Morgunblaðinu
segir frá tillögu 100 brezkra
ihaldsþingmanna. sem heimta
stóra landhelgi Bretum til
handa. Allt þetta hangir saman
og leysist sjálfkrafa íslending-
um í vil eingöngu ef forusta
okkar hefur úthald og
baráttuþrek. Pétur Guðjónsson
forstjóri.
-