Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 1
2. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 13.APRÍL 1976 — 84.TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 2, SÍMl 27022.
——
Þrjú systurskip hafa farizt
„Átti búgt með að trúa mínum eigin augum",
— sagði skipstjórinn 6 Hrafni Sveinbjarnarsyni sem
bjargaði sex af útta manna úhöfn Álftanessins
Vitaö er um að minnsta kosti
þrjú af átta skipum, smíðuð
eftir sömu teikningu og
Álftanesið er hafa farizt. Árið
1960 hvarf Rafnkell GK í
línuróðri á vertíðinni. Fyrr í
vetur fórst Hafrún, suður af
Reykjanesi, að því er talið er.
Bæði þessi skip virðast hafa
sokkið skyndilega, þar sem
neyðarkall heyrðist aldrei frá
þeim.
„Ég hafði veitt Alftanesinu
athygli í um það bil hálfa
klukkustund, þar sem báturinn
sigldi rétt á undan okkur á
landleiðinni i átt til Grinda-
víkur, þegar honum hvolfdi
skyndilega rétt vestan við
svonefnt Hópsnes, um það bil
þrjár mílur frá landi,” sagði
Pétur Guðjónsson, skipstjóri á
Hrafni Sveinbjarnarsyni II. frá
Grindavík, en hann og
skipverjar hans björguðu sex af
átta manna áhöfn Álftanessins.
„Þótt ekki væri mjög hvasst
eða slæmt sjólag, — aðeins
krabbakvika, þá fannst mér
Álftanesið byltast mikið á
bárunum og ég hugsaði að mér
myndi ekki vera alveg rótt
innanbrjósts væri ég þar um
borð. Samt átti ég bágt með að
trúa mínum eigin augum, þegar
Álftanesið lyftist skyndilega á
öldufaldinum og hvolfdi svo
snöggt sem hendi væri veifað,”
sagði Pétur skipstjóri.
Sjá nánar i baksiðufrétt
Páskuungar
koma í heiminn
skilað verður svo aftur í Mos-
fellssveitina þegar kennslu
lýkur fyrir páska.
DB-mynd. Björgvin
Það er ekki á hverjum degi sem
börnunum i Barnaskóla Garða-
bæjar gefst tækifæri til að
fylgjast með því þegar hænu-
ungar skríða úr eggi. En skóia-
stjórinn bætti úr því og fékk að
láni hjá Jóni á Reykjum nokk-
ur egg. Lauk útungun þeirra í
skólanum. Þetta kunnu börnin
vel að meta enda hefur verið
stöðug ásókn ailra barnanna í
að fylgjast með ungunum sem
Geirfinnsmálið:
Gœzlufangi
fékk byssusendingu
Rannsóknarlögreglan hefur
nú lagt hald á tvær skammbyss-
ur sem fundust i pakka
merktum einum þeirra fjög-
urra manna, sem í gæzluvaró-
haldi sitja vegna rannsóknar-
innar á hvarfi Geirfinns Einars-
sonar. Mun maðurinn hafa
skýrt frá því að hann hafi orðið
sér úti um þessar byssur er
hann var á ferð i Bandaríkj-
unum sl. haust.
Ekki hefur verið skýrt frá
því iivor! jiakkinn var fluttur
hingað til lands í pósti, e;i þó er
það talið ólíklegt. Enn síður
liggur nokkuð fyrir um það
hvað fvrir manninum vakti
með þessu tiltæki, en talið er að
um það bil helmingur allra fjöl-
skyldna i Bandarikjunum hafi
skotvopn á heimilum sínum.
Þrátt fyrir ýmsar reglur um
kaup og sölu skotvopna þar,
sem þó eru mismunandi eftir
rikjum, er talið tiltölulega auö-
velt að afla þeirra.
—BS
Ástœða til að kanna björgunarútbúnað
skipa betur
- segir framkvstjóri SVFÍ
„Bjarghringir og gúmbjörg-
unarbátar eru yfirleitt ekki
þannig útbúnir að þeir fljóti
upp ef slys ber að höndum,"
sagði Hannes Hafstein fram-
kvæmdastjóri SVFÍ, í viðtali
við DB í morgun. „Þetta atriði
þyrfti vafalaust að athuga
betur."
Alltaf er hætta a því að þó að
bjarghringir losni frá skipum
festist þeir í rekkunum sem
þeir eru staðsettir í.
Gúmbjörgunarbátar eru
yfirleitt geymdir í kistum eða
rekkum og losna ekki, nema ef
brotsjór brýtur umbúnaðinn.
„Eg minnist þess ekki að það
hafi komið til tals að breyta
umbúnaðinum,” sagði Hannes,
,,en Álftanesslysið gefur fyllsta
tilefni til slíks. Slys eru hins
vegar svo mismunandi að
útbúnaður, sem kemur að
notum í einu sjóslysi, hentar
ekki í öðru."
Álftanesið var smíðað i
Austur-Þýzkalandi árið 1957.
Alls komu um tíu skip sömu
gerðar til landsins. Álftanes er
þriðja skipið af þesari gerð sem
ferst. Rafnkell fórst í Miðnes-
sjó árið 1960 og Hafrún frá
Eyrarbakka fórst fyrir rúmum
mánuði á svipuðum slóðum og
Álftanesið.
„Eg trúi því ekki að þessir
bátar séu neitt varhugaverðari
en önnur skip,” sagði Hannes
Hafstein. „Þeir hafa dugað vel í
um tíu ár, svo að þessir skaðar
eru vafalaust einskær
tilviljun.” -ÁT-
SKEMMDARÆÐI í HÚSI I ÞINGHOLTUNUM Us. 8