Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUK 13. APRÍL 1976. N Sjáðu sóma þinn Bretadrottning í að stoðva níðingsverkin! Kristinn Traustason skrifar: • „Sjórinn, og það sem hann gefur af sér, er undirstaða íslenzks þjóðfélags. Því er mikilvægt fyrir íslendinga að varðveita þessa auðlind, því al'.t sem tekið er af lætur á sjá nema í hófi sé gert. Við íslendingar höfum ekki borið nógu mikla virðingu fyrir þeim verðmætum sem sjórinn hefur að geyma og ekki síður á þetta við um Breta. Meðal annars vegna þessa höfum við íslendingar orðið að færa út fiskveiðilögsögu okkar í 200 mílur. Bretar hafa ekki virt þessa útfærslu. Þeir hafa haft í frammi ofbeldi og níðingsverk svo að með eindæmum er. Frammi fyrir hinum stóra heimi láta þeir líta svo út sem á þá sé ráðizt — þeir séu ofbeldi beittir. En hvaða heilvita manni dettur í hug, að varðskip, tæplega 1000 tonn, ráðist á margfalt stærra skip? Skip sem eru búin fallbyssum, eldflaugum, djúpsprengjum og hvað þetta nú allt heitir. Að ekki sé minnzt á ganghraða skipanna. Litlu íslenzku skipin sem hafa aðeins um helming ganghraða hinna brezku dreka. Lítill byssubátur með gamla byssu gegn fallbyssum brezka heimsveldisins! Svo bera áróðursmeistarar brezka heimsveldisins þessa vitleysu á borð fyrir brezkan almenning. Halda þeir virkilega að almenningur í Bretlandi trúi þessu? Ef svo er þá er brezk alþýða illa að sér og dómgreind lítil. Því finnst mér að þar sem forfaðir Bretadrottningar er norrænn maður og hafði búsetu á Norðurlandi þá ætti drottning að sjá sóma sinn í því að stöðva ofbeldisverk flota „hennar hátignar” á íslandsmiðum.” RUKKURUM Karen Gestsdóttir úr Kópavogi hringdi: „Nú fyrir skömmu fór ég snemma að sofa eftir erilsaman dag. Þegar ég er rétt að festa svefn hringir dyrabjallan. Ég hrekk upp og fer til dyra og haldið þið ekki að rukkari frá innheimtudeild Ríkisút- varpsins hafi staðið þarna í dyragættinni og klukkan orðin 10. t annað sinn var komið að rukka mig frá sömu stofnun og þá á laugardagskvöldi um hálf áttaleytið. Eru það fyrirmæli innheimtudeildarinnar til starfsmanna sinna að ganga í hús á þessum tíma? Þegar ég Einkennileg verðlagning: H vers vegna er dýrara að kaupa í meira magni? bað viðkomandi starfsmann um skilríki til að sanna mér að hann væri frá innheimtudeildinni, þá átti hann þau ekki til. Eftir þær sögur sem heyrzt hafa um misnotkun á slíkum innheimtu- aðferðum sem þessari getur maður ekki annað en orðið dálítið tortrygginn. Mér er næst að halda að fæstir greiddu tugi þúsunda einhverjum sem kæmi með reikning án þess að vera vissir um að upphæðin færi þá á réttan stað.” Dagblaðið hafði samband við Axel Ó. Ólafsson hjá innheimtudeild Ríkis- útvarpsins. Hann kvaðst leiður yfir því ef starfsfólk raskaði ró viðskiptavina stofnunarinnar. Æskilegt væri að innheimtufólk færi ekki í hús eftir kl. 9 á kvöldin og það hefði þeim verið beint á. Innheimtumenn hafa gíróseðla ásamt kvittanahefti frá stofnuninni undir höndum og það ætti að vera nægilegt. Fólk getur svo auðvitað snúið sér beint til stofnunarinnar og greitt sína reikninga ogkomizt þáhjá öllum heimsóknum. Rósinkrans’hringdi: „Eg brá mér inn í verzlun fyrir stuttu og keypti kaffipoka frá Melitta. Það er nú ekkert sögulegt i sjálfu sér en ef verðið er uthugað er annað uppi a teningnum. í öðrum pakkanum voru 40 stykki og hann kostaði 190 kr., en í hinum voru 100 stykki og hann kostaði 870 kr. Það er nærri helmings munur á hverjum poka. Maður hefði haldið að það væri ódýrara að kaupa i meira magni. Þegar ég l að urn skýringar á þessum mun var mér sagt að sá dýrari hefði komið með flugi en hinn með skipi. Ilvers vegna í ósköpunum eru verzlanir að flytja vöruna í flugi ef það þarf að muna helntingi fyrir neytendur? Er hægt að gefa þessa skýringu í tíma og ótíma? Hvernig geta neytendur vitað að svo sé? Mér finnst að verzlanir verði að hugsa svolítið um hag viðskiptavina sinna. Eg vildi að lokunt skora á innflyijcndur að hafa þetta í huga og panta ekki vöru í flugi nema mikið liggi við." Hringið i síma 83322 kl. 13-15 eða skrifið Raddir lesenda Dagblaðið Síðumúla 12 Reykjavik - ^ ENGINN SVEFN- FRIÐUR FYRIR Spurning dagsins Lestu erlend blöð? Anna Hallgrímsdóttir af- grciðslustúlka: Nei, yfirleitt geri ég lítið af því. Ég skoða þó stundum útlend blöð ef ég kemst einhvers staðar í þau. Arngrímur F. Ólafsson verkamaður: Nei, alls engin, þó lítur maður stundum í þau þegar maður sér þau á læknastofum eða rakarastofum. Jóna Ragnarsdóttir skrif- stofustúlka: Nei ég geri nú lítið af því, það er helzt ég lesi grín- og poppblöð eða þessháttar. Helgi Þorkelsson sjómaður: Já, en mjög lítið af því, það er þá helzt dönsk blöð sem ég kaupi af og til og þykja mér þau ekki dýr miðað við íslenzk. Hallbjörn Oddsson afgreiðslu- maður: Nei, ekki útlend blöð. Hinsvegar les ég afar mikið af íslenzkum blöðum daglega. Helga Rósa Seheving símamær: Nei, ég má aldrei vera að þvi. Það er helzt ef ég þarf að biða einhvcratitaðar að ég hef tíma til að lesa þau.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.