Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. APRtL 1976. Onnur veröld" frumsýnd Mosfellssveit í kvöld 2389 kærur voru vegna ölvunar viö akstur á árinu 1975 en voru 2306 árið áður. Aukning var því 0,4%. Þetta er minnsta auknine milli ára frá því 1968—69. í Reykjavík og þjóðvegaeftirliti fækkaði kærum úr 1151 í 1087. Af Stefán Tryggvason. Kristján Þorgeirsson og Steinunn Júliusdóttir í hlutverkum sínumn í „()nnur veröld” sem afturelding í Mosfells- sveit frumsvnir í kvöld. Ölvaðir ökumenn ollu 5 dauðaslysum Ölvaðir ökumenn áttu aðild að 39 sl.vsum með meiðslum eða dauða eða 7,7 af hundraði af þeim 507 slysum sem urðu á síðasta ári. Af þessum 39 slysum urðu 5 dauðaslys þar sem 5 menn létust. Samtals slösuðust 52 í þeim slysum sem ölvaðir ökumenn áttu aðild að. 25 hlutu meiriháttai meiðsli, 22 minniháttar og 5 lét ust. í 10 tilvikum var hinn ölvaði ökumaður réttindalaus. Hippar og eiturlyf koma við sögu í leikritinu ..Önnur veröld” sem Unginennafélagið Aftur- elding sýnir að Hlégarði í kvöld. i Leikritið er eftir finnska rit- höfundinn Inkiri Kilpinen og er sýning Aftureldingar frumsýning á verkinu hérlendis. Leikstjóri er Sigríður Þorvalds- dóttir en leikendur eru tólf talsins, allir áhugafólk úr Mosfellssveit. íslenzka þýðingu leikritsins gerði Kristín Mantyla. Stærstu hlutverkin eru í höndum Láru Bjarnadóttur og Stefáns Tryggvasonar. Talsverð ölvun í 2389 ökumönnum, sem voru kærðir, reyndust 1403 eða 58,7 af hundraði vera með meira en 1,33 pro mille eða meira áfengismagn í blóði. Þessi hlutfallstala fer sí- fellt hækkandi. 319 kærur eða 13,4% voru felldar niður þar sem áfengismagn í blóði ökumanna var undir lágmarki. Flestir öku- mannanna voru teknir í ágúst- ntánuði, samtals 266, en fæstir i desember, 133. —HH Hafnarfirði um helgina Nokkur ölvun var í Hafnar- firöi um helgina, og þá meiri á föstud.kvöld og nóttina á eftir heldur en á laugardögum eins og svo algengt er nú orðið víða. Voru teknir þar 10 menn fyrir meinta ölvun við akstur sem mundi vera afar há tala miðað við svæði og fólksfjölda Hafnarfjarðarlögreglunnar. I Re.vkjavík voru til saman- burðar teknir unt þessa helgi „ekki nema” 13 ökumenn fyrir meinta ölvun við akstur. —BH Alls munu koma hingað um 50 manns frá Grænlandi. Vonandi hamla ekki illveður flugsamgöngum við Grænland. Margir þátttakenda koma frá Holsteinsborg sem er á vesturströndinni. Ljósm. A. J. Hópur Grœnlendinga vœntanlegur í heimsókn eftir póska VERKAMANNABÚSTAÐIR í SEUAHVERFI REYKIAVIK UMSOKNIR Stjórn verkamannabústaöa í Reykja- vík óskar eftir umsóknum um kaup á 308 íbúöum, sem nú eru í byggingu í Seljahverfi í Reykjavík. íbúóir þessar, sem byggðar eru samkv. lögum um verkamannabústaði frá 12. maí 1970, verða tilbúnar á tímabilinu júni 1976—okt. 1977. Umsóknareyðublöó ásamt upplýsingum um verð og skilmála veróa afhent á skrifstofu Húsnæðis- málastofnunar ríkisins Laugavegi 77 og skal umsóknum skilað þangað fyrir mánudaginn 2. maí 1976. SÝNING ÍBÚDA íbúðirnar úr þessum byggingaráfanga verða til sýnis að Teigaseli 11. laugard. sunnud. mánud. þriöjud. miðvikud. 10. apríl kl. 14—22 11. apríl kl. 14—22 12. apríl kl. 18—22 13. apríl kl. 18—22 14. apríl kl. 18—22 „Það er feikna mikið sem stendur til hjá okkur með undirbúning fyrirhugaórar Grænlandsviku dagana 24. apríl til 2. maí,” sagði Maj-Britt Imnander, forstjóri Norræna hússins í viðtali við Dagblaðið. „Það hefur lengi staðið til að þessi vika yrði haldin en ýmsar ástæður Iágu til þéss að ekki var hægt að hefja undirbúninginn fyrr en seint. Það liggur raunar ekki enn fyrir fullsamin dagskrá en ráðgert er að átta þátttakendur komi frá Grænlandi. Eru það bæði listamenn og fyrirlesarar. Einnig eru væntanlegir tveir efstu bekkir Kennaraháskólans I Godtháb ásamt kennara og skólastjóra sínum, Ingmar Egede. Hann er raunar fyrsti Grænlend- ingurinn sem gegnir þessu starfi. Segja má að Norræna húsið verði allt undirlagt af Grænlands- vikunni. Þar verður bókasýning með mörgum fágætum og merkum grænlenzkum bókum, sem Iánaðar eru frá grænlenzka landsbókasafninu. Á list- sýningunni verður grafík, málverk, teikningar og höggmyndir. Einnig verður list- iðnaðarsýning sem verður jafn- framt sölusýning þar sem fólki gefst kostur á að kaupa grænlenzka muni. Þá sendir Grænlands- verzlunin einnig grænlenzk matvæli sem verða á boðstólum í kaffistofu hússins. Nokkrir tslendingar taka þátt í dagskránni: Þór Magnússon þjóð- minjavörður, sr. Kolbeinn Þorleifsson. sem er sérfræðingur í íslenzka trúboðinu á Grænlandi, Ólafur Halldórsson handritasér- fræðingur. Friðrik Einarsson læknir og fl. Einnig hafa Árni Johnsen og Einar Bragi unnið að undirbúningnum. Kennaraháskóli íslands mun taka á móti grænlenzkum nemendum og eru fyrirhugaðar stuttar ferðir utn nagrennið. Mun vérða kappkostað að gera heimsókn Grænlendinganna sem allra eftirminnilegasta. Þetta er heilmikið ferðalag fyrir þá. suntir hverjir verða að leggja af stað heiman að frá sér á föstudaginn langa en allir mætast i Syðra- Straumfirði og ætlunin er að hóp- urinn komi til Islands þriðjudag- inn 20. ap.ril. Norræna húsið verður opiö daglega til kl. 23 á meðan á Græt'.landsvikunni stendur og tnargt mn að vera. bæðí kvik- mvndasýningar og fvrirlestrar. A. B.i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.