Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1976. ímyndunaraflinu er gefinn laus taumur. Sögurnar fjalla að verulegu leyti um afstöðuna á miðöldum til k.vnlífsins og manneskjunnar. Segja má að boðskapur saenannaog þá jafn- framt myndarinnar sé sá að kynnautnin og svölun hennar færi manninum einungis ánægju þótt stundum geti hún að vísu staðið í nánum tengsl- um við dauðann. Kantara- borgarsögurnar eru spreng- hlægileg mynd og verður eng- inn svikinn sem fer í Tónabíó til að eyða tímanum. Þess má svo að lokum geta að Pasolini var myrtur af kynvillingi i ' vetur en hann var sjálfur kyn- villtur sem kunnugt er. Sérkennilegasti og jafnframt skemmti- legasti karakter myndarinnar. Hann minnir ónei 'ega á meistara Chaplin, ekki satt? Verkfræðingurinn fer í kirkjugarðinn til að sannfæra sjálfan sig um að fórnardýrið sem hann hafði ætiað að hjáipa yfir í ríki dauðra hafi komist þangað hjálparlaust. Henning Jensen. ar. Hún hafði svo aftur stútað karlinum sinum sökum þessa. Flóttinn,eins og mynd þessi kallast í auglýsingum bíósins.er þokkalegasta mynd. Aó vísu má segja að hún sé nokkuð lang- dregin á köflum en það má vera sökum þess að hún er gerð eftir metsöluskáldsögu Marilyn Dur- ham og hafa aðstandendur myndarinnar eðlilega verið nokkuð ijundnir af sögunni. Persónusköpun og leikur er góður, tæknivinna er vel af hendi leyst og myndin er fallega og skemmtilega tekin. Það er nokkuð um það að lands lag er notað til að lýsa hugai ástandi persónanna sem í la. is laginu eru og er auðsætt a<) leikstjórinn hefur nokkuð kynnt sér myndir Johns Fórd en hann er sá maður sem að mínu viti hefur náð hvað lengst í notkun landslags sem hugar- ástandslýsingar. Myndin er sennileg og er það ekki svo lítið i öllu þessu flóði ótrúlegustu vestra með ofurmennum i aðal- hlutverkum. Hérna de.vja menn ef þeir eru lámdir í nýrun og þykir engum mikið. Semsagt mynd sem er vel þess virði að sjá hana 15 <$% Leiklist Þjoðleikhusið: FIMM KONUR eftir Bjorg Vik Þýðandi: Stefán Baldursson Lýsing: Kristinn Daníelsson Leikmynd og búningar: Þorbjörg Höskulds- dóttir. Leikstjóri: Erlingur Gíslason Það er dálítið einkennilegt að vera jafn-ósáttur og mér finnst ég vera við leikrit Bjargar Vík — svo hugtækt verk sem það á sinn hátt er. Að vísu get ég borið fram að ég hygg alveg skýrar aðfinnslur að sýningunni, mistökum sem á henni hafa orðið og verið hefði auðvelt úr að bæta í tíma. Það var í fyrsta lagi áreiðanlega misráðið að færa sýninguna úr Leikhúskjallaranum, þar sem hún var upphaflega áformuð, upp á stóra svið leikhússins. Fimm konur er ofur einfald- lega leikrit sem þarf á ,,intímu" umhverfi að halda, mundi komast miklu betur fram í þeim námunda við áhorfendur sem af sjálfu sér verður á kjall- arasviðinu. Á stóra sviði og sal Þjóðleikhússins er hætt við að týnist. að mestu niður það áhrifamagn sem liggur í lát- lausu hversdagsraunsæi leiks- ins, raunsæi látbragðs og svip- fars frekar en neins sem sagt er á sviðinu, myndist aldrei það nána samband leikenda og áhorfenda sem á þarf að halda til að maður trúi leiknum til hlítar. í öðru Iagi finnst mér einkennilega misráðið í tvö hlutverk í sýningunni. Það er að vísu ánægjuefni að sjá Kristínu Önnu Þórarinsdóttur aftur á sviði eftir alltof langt hlé. En hennar tauganæma persónugerð og leikmáti er á einhvern hátt alveg fjarlæg persónunni sem hún á að lýsa: hinni dulu sterku konu, málar- anum Elínborgu. Á henni er aðeins einn veikur blettur, ást og traust hennar á manninum sínum, og auðvitað tekst þeim læðunum, vinkonum hennar, að læsa klónni í hana einmitt þar sem von er að blæði. Það var bara allt önnur kona sem stödd var á sýningu Þjóðleikhússins. Hitt má ætla að Kristín Anna hefði notiðsín til muna betur í öðrum hlutverkum í leiknum, kannski sem Sif, ef ekki væri alltof mikil eftirsjá að Sigríði Þorvaldsdóttur úr því, kannski í hlutverki Lillýar, eiginkonu og kúguðu móður. Heyra ekkert, sjá ekkert, segja ekkert Bryndís Pétursdóttir vekur einatt hlátur í hlutverkinu með þess skoplegu tilsvörum. En einhvern veginn finnst mér hún ofvaxin hlútverkinu að aldri og atgervi: aumingja Lillý er hvorki eins stór og sterk og Bryndís. Það held ég sé ekki aðfinnsla að leik Bryndisar þótt sagt sé að Lillý sé annarskonar kvengerð en hér kom fram. Bryndísi finn ég hins vegar að ég man furðu vel sem borgara- lega frú í sjónvarpinu nýskeð og kvenskratta nokkurn í leik- þætti eftir Svövu Jakobsdóttur í kabarettsýningunni Ertu nú ánægð kerling um árið. Þá er komið að meiri ánægju- efnum á sýningunni: þremur skörulegum kvenlýsingum sem hver á sinn hátt verða alveg trúverðugar. Margrét Guð- mundsdóttir er Hanna sem lík- lega má heita „hetja” leiksins: fráskilin frú að berjast við að standa ein og sjálfstæð, án halds og trausts í manni og börnum og fyrirskrifuðu kven- hlutverki. ,,Heyra ekkert, sjá ekkert, segja ekkert”: það er þetta hlutskipti konunnar í borgara- legu .samfélagi sem Hanna og þær stöllur rísa upp í gegn. Hanna vill sjálf fá að vera til og starfa og lifa, sjálfstæð mann- eskjan. Það er dýrt, en tilvinn- andi. Hvað það kostar að semja sig að kröfunum má ráða af dærni Önnu Maríu: Bríetar Héðinsdóttur. Undir niðri sléttu og felldu yfirborðinu er hún innilukt í ófullnægju sinni, einhvers konar blóðsuga á manni sínum, vinkonum og trú- legast elskhuganum líka. Og loks er það Sif. sú sem raun- verulega er frjáls, ógift, barn- laus starfskona — einmana, umkomulaus og án tilgangs í lífinu. Sigríður Þorváldsdóttir getur lengi komið manni á óvart: þessi næma rauntrúa kvenlýsing var perla i sýning- unni. Frelsið getur lika verið bæklun: kannski það sé ekki tii nema fyrir uppreisn. Þá er lika frelsis von. Það sýnir Lillý, er í leikslokin hefur ákveðið að ala ekki sitt fimmta barn. Frelsið er fóstureyðing. Frelsið er skilnaður. Að mestu hefur láðst hér að ofan að geta efnisins í leiknum. Það er fljótgert. Þær fimm vin- konur og fornar skólasystur, konur á fertussaldri hittast Kristín Anna Þórarinsdóttir leikur hiutverk Elinborgar listakonu sem er að heiman frá sér hálft árið. Ljósm. Db — Bjarnleifur. heima hjá Hönnu, hafa lokið við að borða saman þegar leik- urinn byrjar, drekka fram á kvöldið. Eftir því sem á líður og lækkar á könnunni fer að rifa i það sem undir býr fáguðu og felldu yfirborði miðaldra mið- stéttarkvennanna: óhamingju, ófullnægju sem af viðteknu kvenhlutverks- og kynferðis- munstri leiðir sem þær búa við. Leikurinn fjallar um frelsi og ófrelsi — eins og þau mál horfa við miðaldra konum í norskri millistétt, t.d.einhvers staðar í úthverfi Oslóborgar, konur sem allténd dreymir til að skera sig úr fylkingi’ sinna gráu mæðra aftur í óendanlegan hversdags- leikann. Viðfangsefnið er stétt- og staðbundið, og það er tísku- efni í skandinavískri velferð. En það er ekki ómerkt fyrir það. Sigriður Þorvaldsdótlir, Bryndís Pétursdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Margrét Guómundsdóttir og Briet Héðinsdóttir í hlut- \ verkum sínum. J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.