Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞKIfi.IUDAGUR 13. APRÍL 1976. Erlendar fréttir i REUTER i „Sýrlendingar reiðubúnir að verja kúgaða í Líbanon" — segir Assad Sýrlandsforseti Assad Sýriandsforseti og Suleiman Franjieh, forseti Libanon — en m.a. um hann hefur borgarastyrjöldin staöiö undan- fama mánuöi. Hafez Al-Assad Sýrlands- forseti sagði í gærkvöld að Sýrlendingar væru reiðubúnir að halda inn í Líbanon til að verja hina kúguðu þar, burtséð frá trúarskoðunum þeirra. i ræðu sem forsetinn flutti á þingi byltingarsinnaðrar æsku í höfuðborginni Damaskus og útvarpað var beint, sagði forsetinn: ,,Bæði múhameðstrúarmenn og kristnir menn í Sýrlandi eru reiðubúnir til að fara til Líbanon og verja hina kúguðu þar. Ég vil að þeir blóðþyrstu séu fullkomlega vissir um að ekkert mun valda okkur kinnroða,” sagði forsetinn enn fremur. „Við erum hlynntir því að bardögum verði hætt og leggj- umst gegn öllum tilraunum til að auka á stríðsreksturinn eða halda honum áfram.” Yfírlýsing CIA-forstjórans: CIA mun halda áfram að skipta um ríkisstjórnir ef nauðsyn krefur George Bush, hinn nýi yfirmaður bandarísku leyni- þjónustunnar CIA vill ekki þvertaka fyrir að CIA muni í framtíðinni beita sér fyrir að- gerðum til að skipta um stjórn- ir í erlendum ríkjum. Bush flutti í gærkvöld ræðu á kvöldverðarfundi bandarískra kaupsýslumanna úr viðskipta- deild Harvard-háskóla. Þar var þeirri spurningu beint til hans hvort CIA m.vndi, undir hans stjórn, reyna að gera breyting- ar á erlendum ríkisstjórnum. Spyrjandinn minnti á fall Allendes í marxistastjórnar Chile 1973. Bush svaraði því til, að „í fortíðinni hafi verið ákveðin óæskileg atriði, sem ég held að ættu ekki að endurtaka sig." Hann vildi aftur á móti ekki útiloka slíkar aðgerðir í fram- tíðinni, því „hvert tilfelli þyrfti að skoða í eigin ljósi. Land okkar þarfnast leyniþjónustu erlendis og þeirra aðgerða, sem þörf krefur á hverjum tíma.” Bush sagði leyniþjónustuna hafa breytt starfsháttum sínum töluvert að undanförnu vegna þeirra miklu fréttaleka, er orðið hafa. Vegna þessa leka héldu nú ýmsir aðilar, er til þessa hefðu veitt CIA ýmsa aðstoð og fyrirgreiðslu, að sér höndum. CIA-forstjórinn sagði einnig að leyniþjónustan hefði bjargað lífi að minnsta kosti eins erlends leiðtoga, en hann útskýrði ekki nánar við hvern hann átti. George Bush, forstöðumaður bandarisku leyniþjónustunnar, CIA, hefur lýst því yfir, að þeir muni halda áfram fyrri starfs- háttum, en þó á ekki cins áber- andi hátt. Filippínsku fíugrœningjarnir: Fóru frá Karachi í morgun Orðnir þreyttir og viðutan Filippseyingarnir þrír, sem rændu farþegaflugvél á innan- landsflugi yfir suðurhluta eyjanna, héldu áfram ferð sinni frá flugvellinum í Karachi í. morgun í farþegaþotu af gerðinni DC-8. Eru þeir enn vopnaðir, en sagðir þreyttir og viðutan. Þar miðuðu þeir byssum sinum að gíslunum tveimur, sem hafa verið um borð upp á síðkastið og biðu meðan 300 þúsund dollara lausnargjaldi var komið fyrir í vélinni. Að sögn flugvallarstarfsmanna, þar sem vélin lenti í gærkvöldi til þess að taka eldsneyti, hefur flug- stjórinn fengið leyfi til þess að lenda á flugvellinum við Benghazi í Lýbiu. Sögðu þei'r ennfremur, að flugræningjarnir hefðu virzt mjög þreyttir og ruglaðir. „Einn þeirra rétt stóð á fótunum, hálf- sofandi, með skammbyssu í ól um úlnliðinn”. Rétt áður en flugræningjarnir skipuðu flugstjóranum að hefja velina til flugs, tilkynntu þeir, að höfð yrði viðkoma á Bahrain og í Aþenu, á leiðinni til Lýbíu. Ekki vissu menn gjörla, hvers vegna horfið hefði verið að því ráði, þar eða flugvélin hefði nægilegt eldsneyti til þess að fljúga til Lýbí u í einum áfanga. Þessari vél rændu Filippseying- arnir í innanlandsflugi yfir suðurhluta eyjanna. A flugvellin- um í Manila fengu þeir lang- fleygari flugvél til umráða og nú eru þeir á leiðinni til Lýbíu í henni, með 300 milljón dollara iausnargjald fyrirgísla. Stórsigur kommúnista og PLO í kosningunum á Jórdanbökkum Palenstinskir þjóðernissinnar og vinstri sinnaðir Arabar unnu fjölmörg ný þingsæti í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum, sem haldnar voru á herteknu svæðum Geðheilsa Patty athuguð nánar — áður en dómur er kveðinn upp Bandarískur alríkisdómari ákvað í gær að bíða i þrjá mánuði með að fella dóm yfir Patriciu Hearst, svo hægt væri að kanna geðheilsu hennar nánar. Hann lét hins vegar ekki hjá líða að kalla bankaránið, sem Patty tók þatt i fyrir tveimur árum, bæði „grimmdarlegan og ofbeldiskenndan" glæp. Dömarinn, Oliver Carter. úrskurðaði að Patricia skyldi næstu 90 daga sæta meðferö og athugunum í „opinberri stofnun” — sent talin <r vera geðsjúkrahús i San Diego. Að þeim tíma liðnum myndi hann kveða upp dóm sinn. Af tæknilegum ástæðum kvað Carter upp 25 ára fangelsisdóm yfir Patty, en sagðist örugglega myndi ntilda dóminn er geðskýrslur bærust. Ilann gaf i skyn, að hún kynni að fara frjáls ferða sinna að þeint tima liðnum. ísraelsmenna á vesturbakka Jórdanárinnar í gær. Niðurstöður talninga sýndu, að frambjóðendur, sem hliðhollir eru PLO og frambjóðendur kommúnistaflokka höfðu unnið sigur í nokkrum þýðingarmiklum bæjum og héruðum. Mestar breytingar urðu á bæjarráðinu í Hebron í suður- hluta landsins, þar sem fulltrúar þessara stjórnmálaflokka fengu hreinan meirihluta. Því hafði þá verið stjórnað í 30 ár af Sheiknum Mohammed el Jaabari, sem bauð sig ekki fram í þetta sinn. Hinn vinsæli kristni borgarstjóri í Bethlehem, Elías Freij, var endurkjörinn, en þar tóku kommúnistar og þjóðernissinnar sæti í borgarráði í fyrsta sinn. fínn starfsmanna Hughes sakaður um nafnfölsun - gat auðkýfingurinn ekki lengur haldið á penna? Einn framkvæmdastjóra bandariska stórfyrirtækisins Summa Corporation. sem var í eigu Howards heitins Hughes, hefur verið ákærður í Acapulco í Mexikó fyrir að falsa undirskrift Hughes á innflytjendaskilriki. Framkvæmdastjórinn, Clarence Albert Waldron, var formlega ákærður á laugar- daginn, en þá hafði hann verið í haldi í rúmlega 72 klukkustundir. Hann er 41 árs. Waldron var gripinn ásamt tveimur öðrum háttsettum starfs- mönnum Summa Corporation í Prinsessuhótelinu í Acapulco, þar sem Hughes hafði búið með leynd tvo síðustu mánuði lífs síns. Haft er eftir lögreglunni í ^Acapulco að Waldron muni korna fyrir rannsóknardómara innan skamms. Þá verður tekin ákvörðun um hvort ákæran gefur tilefni til réttarhalda og í framhaldi af því, hvort Waldron verður látinn laus gegn tr.vggingu. Waldron er sakaður um að hafa falsaðundirskrifthúsbónda síns á ferðamannakort. sem farþegar til Mexikó f.vlla út skömmu áður en þeir stíga þar á land. Lögreglan segir engan vafa leika á því að Hughes hafi komið til landsins þennan umrædda dag. 11. febrúar. en ástæðan fvrir nafna- fölsunininni er ekki ljós. Menn láta sér nú helzt detta í hug. að hann hafi einfaldlega ekki verið fær um það lengur að halda á penna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.