Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1976. SUMIR DREKKA Sin BRENNIVÍN Á MEÐAN ÞEIR BÍÐA VORSINS Venjuleg helgi eftir Þorstein Morelsson var sérdeilis gott leikrit, segir lesandi Guðný Gunnarsdóttir skrifar: ,,A fimmtudaginn var flutt nýtt íslenzkt leikrit í útvarpinu, Venjuleg helgi, eftir Þorstein Marelsson prentara. Það er sann'arlega gaman að geta skýrt frá því að manni hafi fallið vel við eitthvert nýtt ís- lenzkt verk. Það er nefnilega svo oft að slík verk vilja fara fyrir ofan garð og neðan. Þau eru stundum svo háfleyg þessi íslenzku leikrit. Trúlega nefur margur þekkt sjálfan sig í einhverjum atrið- um þessa leikrits, — eða kann- azt við hlutina frá öðrum. Loikurinn var alveg frábær- lega góður hjá öllum sem léku en leikstjórnin var í höndum Þorsteins Gunnarssonar. Ef svona leikrit geta ekki vakið fólk til umhugsunar um fánýti þess að drekka brennivín um hverja helgi og vera sífellt á veitingahúsum, þá veit ég ekki hvað getur gert það. Mér er ekki grunlaust um að vorið komi seint hjá sumum sem þykjast alltaf vera að bíða eftir því og drekka sitt brenni- vín á meðan þeir bíða... Hvers vegna ætli gagnrýn- endur blaðanna skrifi aldrei gagnrýni um íslenzk verk sem flutt eru í útvarpinu? Þeir eru alveg ólatir við að láta frá sér heyra þegar eitthvað gerist í sjónvarpinu?” Sigmundur Örn Arngrímsson og Margrét Helga Jóhannsdóttir fóru frábærlega vel með hlutverk sín. Raddir lesenda VIÐ HOFUM ENGIN EFNIA ÞVI AÐ HORFA Á VARÐSKIPIN OKKAR EYÐILOGD — sýnum Bretum tennurnar! Sæfari skrifar: „Flestir kannast við söguna af gömlu konunni, sem sagði: „Já, þeir hætta víst ekki fyrr en þeir drepa einhvern”, en þá hafði síðari heimsstyrjöldin staðið um hrið. Með sömu þróun í ásiglingar- hernaði í hinu svonefnda þorskastríði hlýtur að koma að því að stórslys og mannskaði verði, þar eð óvinurinn gerist æ aðgangsharðari með hverjum deginum sem liður. Mér er ekki kunnugt um að skotvopnum hafi verið beitt í þessu stríði, að því undanskildu þegar Helgi Hallvarðsson sendi Lloydsman eina eða tvær kúlur daginn góða í mynni Seyðisfjarðar. Vopnabúnaður okkar sýndi þá hvers hann er megnugur og er það kannski vel þegar vopnlaus dvergþjóð á í höggi við eitt af mestu herveldum heimsins. Mikið hefur verið rætt og ritað um eflingu Landhelgis- gæzlunnar en þar er víst við ramman reip að draga þar sem þjóðin er blönk og vel það. Það verður ekki rætt nánar hér. En það eð Bretar virðast leggja höfuðáherzlu á að sigla á og laska, ef til vill sökkva, varðskipum okkar, hvers vegna er þá nákvæmlega ekkert gert til þess að verja þau þessum ásiglingum? Nú er það augljós staðreynd að brezku freigáturnar eru veikbyggðar blikkdósir en varðskipin okkar sterkbyggð skip enda smíðuð til að standast átök við hið óblíða Norður-Atlantshaf. Eg vil því eindregið beina þeirri tillögu minni til forráðamanna Land- helgisgæzlunnar að láta sjóða nokkrar góðar stáltennur utan á skrokk og/ eða þyrluþilför varðskipanna. Við skulum svo sjá hvort kokkteilstrákar hennar hátignar hugsa sig ekki um tvisvar áður en þeir stofna til náinna atlota við varðskipin. Við verðum að reyna að gera eitthvað til að stöðva þessar ásiglingar. Við höfum engin efni á að horfa aðgerðarlausir á þessi fáu varðskip okkar eyðilögð á þennan hátt. Það er einnig fleira sem lætur á sjá og það eru áhafnir varðskipanna og þá sérstaklega stjórnendur þeirra. Það getur hver og einn sett sig í spor skipstjóra sem gengur örþreyttur til náða, eftir þau átök sem eiga sér stað á miðunum, vitandi það að allt í kring eru þrælvopnaðir vígdrekar, með það aðalmarkmið að sigla skip hans og áhöfn niður. Oft heyrist þvi hampað, að Bretar séu að bila á taugum. Hvílík endemis vitleysa. Það er Þessi mvnd sýndir skemmdir á Þór eftir átök við Breta á miðunum. „Þaö er ekki hægt að líða þessar ásiglingar lengur og aðgerða er þörf strax,” segir iesandi. alkunna að einmitt Bretar eru þekktir f.vrir þrautseigju, enda átt i stórstyrjöldum allar götur aftan úr grárri forneskju og fram á þennan dag Menn ættu þvi ekki að blekkja sjálfa sig og aðra með sliku hjali. Að endingu. Það má vel vera að hugmyndin um iennurnar veki einhverjum bros svo einföld sem hún er. En ég vil benda hinum sama á lítið dýr, sem nefnist broddgöltur, en vegna brodda sinna stenzt hann árásir margfalt stærri dýra. Einnig má taka klippurnar góðu sem eru einfalt verkfæri en einsdæmi í veraldarsögunni. Við vinnum ekki þorska- stríðið með vopnum en við eigum möguleika á að vinna það með heilanum, klippunum og tönnunum. Uppboðið í Toll- stöðinni — óónœgja meðal fólksins sem sótti það, segir einn sem var viðstaddur G.S. hringdi: „Fyrir skiimmu fór ég á uppboð sem haldið var i Tollstöðinni í nýju húsakynnunum þar. Þarna var samankominn nokkuð stór hópur l'ólks, kannski meira af forvitni en til að kaupa einhver óskiip. Þegar l'arið var að bjóða hlutina upp þa koniu tillioð frá fólki úti i saltntm en þau voru næstum alltaf yfirboðin af manni setn stóð vtð hlið uppboðshaldarans. petta skap- aði mikla óánæg.in og lólkið spuiðt 'lr.; |>i ,>si maður v.efi sem keypti allar þessar viirur. Það virlist ekki skipta máli hvort þetta voru gjafavörur, búsáhiild eða annað. Svar við spurningu fólksins fékkst og okkur var sagt að maðurinn væri á vegurn Innkaupa- stofnunar rikisins. Hvað ætli þessi stofnun geri við gjafa- vörur? Var kanns’ki verið að sprengja upp verðið á öllum lilutunum sem þarna voru og tókst ekki betur til en svo að þeir sátu uppi með allt saman?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.