Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1976. Himneskur fríður Miklar og vandlega skipulagðar hópgöngur stuðningsmanna Hua Kuo-feng, núverandi forsætisráðherra í Kina, hafa verið farnar að undanförnu í Pcking. Eiga þær að vega upp á móti mótmælum um 100 manna á Torgi hins himneska friðar snemma í síðustu viku, sem urðu til þess að Teng aðstoðarforsætisráðherra var vikið frá. Myndin er frá þeim atburðum. Sádi-arabísk herflugvél lenti óvœnt í Tel Aviv — með bilaðan Herflugvél frá Sádi Arabíu, sem flaug inn í loflhelgi Israel með bilaðan áltavita og var ncydd til að lenda f Tel Aviv, mun fá að fara þaðan I dag. Flugvélin, sem er af gerðinni Herkúles, var á venjulegu flugi frá Damaskus til Riyahd með 25 hermenn, sex almenna borgara og fimm manna áhöfn, þar af þrjá Bandaríkjamenn. tsraelsmenn segja, að þeir hafi komið að vélinni nálægt landa- áttavita mærum Líbanon, þar sem hana hafði borið rúmlega 240 km af leið sinni, sem upphaflega lá yfir Jórdaníu. Tvær herþotur úr flugher tsra- el neyddu flutningavélina til þess að lend? á Ben Gurion flugvellin- urn við in Aviv, en síðar var hún flutt til nærliggjandi herflug- vallar. Öryggisverðir, sem yfir- heyrðu farþega og áhöfn vélar- innar, sögðu, að svo virtist sem hér hefði bara verið um mistök að ræða. Bandaríkjamennirnir, sem látnir voru sendiráðsfulltrúum í té, sögðu við yfirheyrslur, að þeir væru starfsmenn Lockheed verk- smiðjanna, sem framleiða vélar þessar og hefðu þeir verið að þjálfa flugmennina. Kornið hefði í ljós, að áttavitinn væri bilaður. Að sögn sjónarvotta, voru Arabarnir taugaóstyrkir í fyrstu en hresstust von bráðar við, er þeim voru bornar kökur og appelsín og boðin gisting í her- búðumvið flugvöllinn, þar til þeir fara í dag. MARÍA PSRON FYRIR HCRRÉTT VÍGNA MIKILLA FJÁRSVIKA Að sögn ráðamanna innan argentínska hersins mun María Peron, sem rekin var frá vóidurn fyrir skömmu og nú er stofufangelsi, verða leidd fyrir herrétt, sökuð um fjárhagslega glæpi gegn ríkinu. Þó enn hafi ekki verið gefin út opinber tilkynning um réttarhöldin, er álitið, að ákvörðun um þau hafi verið tekin, eftir yfirheyrslur yfir forsetanum fyrrverandi. Aðalákæran gegn henni er talin vera sú, að hún undirritaði tékka að upphæð sem svarar um 90 milljónir króna af almannafé til þess að greiða eigin skuldir. Hafði Peron raunar verið sökuð um þetta athæfi fyrir byltinguna af stjórnarandstöðunni, en sýknuð af hæstaréttardómara, sem sagði, að hún hefði gert það vegna mistaka i skrif- stofubákninu. Kissinger œtlaði að hœtta '73: Hafði látið flytja allt sitt í burtu — úr Hvíta húsinu, segja Bernstein og Woodward Að sögn bandaríska utan- ríkisráðuneytisins var Kiss- inger utanríkisráðherra kominn á fremsta hlunn með að segja af sér embætti árið 1973 og hafði hann látið flytja alla persónulega muni og skjöl úr Hvíta húsinu. Talsmaður ráðuneytisins, John Trattner, neitaði því hins vegar, að Kissinger hefði látið flytja ríkisleyndarmál í hús Nelsons varaforseta i New York ríki. Ákæran á hendur Kissinger, þess efnis, að hann hefði látið fjarlægja ríkisleyndarmál úr Hvíta húsinu, birtist fyrst í ný- útkominni bók þeirra Bob Woodwards og Karls Bernstein, sem hlotið hefur nafnið „Síðustu dagarnir”. Segir í bókinni, að Kissinger hefði verið áhvggjufullur um öryggi skjalanna í Hvíta hús- inu, er leið að lokum veru Nixons forseta þar. Segja ráðamenn, að Kissing- er, sem var sérstakur ráðunaut- ur Nixons um öryggismál, er hér var komið sögu, hafi nýlok- ið samningaumleitunum um frið í Vietnam, er hann íhugaði að segja af sér. Frakkland: Endurtekning atburðanna í maí 1968? — stúdentar og kennarar hóta verkfalli Stúdentaóeirðir í Frakklandi, sem ólgað hafa undir yfirborðinu í margar vikur, síðan ríkisstjórn- in lagði fram nýjar tillögur um menntamál, tóku á sig nýja mynd, er stúdentar og margir kennarar við háskóla um allt landið hafa hótað verkalli. Enn er ekki vitað, hversu margir hinna 800 þúsund stúd- enta muni hlýða kalli stúdenta- samtakanna, sem eru vinstri sinn- uð, en vaxandi óánægja meðal námsmanna hefur valdið ríkis- stjórninni miklum áhyggjum. Þótt óánægja með nýjar tillög- ur rikisstjórnarinnar um endur- bætur á fræðslukerfinu hafi verið orsök uppþota í fyrstu, er það nú viðurkennt meðal allra, sem að standa, að ótti námsmanna við vaxandi atvinnuleysi er megin- ástæðan. Öeirðir hafa enn verið á „friðsömu” stigi, þar sem mót- mælahópar stúdenta og lögreglu- menn hafa aðeins nokkrum sinnum mætzt í París og nokkrum öðrum stórborgum í Frakklandi. Margir landsmanna eru nú ótta- slegnir yfir þróun mála, því enn eru þeim í fersku minni stúdenta- óeirðirnar í maí 1968, er lömuðu allt athafnalíf í landinu og urðu De Gaulle næstum því að falli. „Meyjarfœðing" brezka aðalsins: „HANN ER RÉTTBORINN AÐALSMAÐUR" Níu brezkir aðalsmenn mæltu með þvi í gær, að mið- aldra maður, en móðir hans var „tæknilega” ennþá óspjölluð mey þegar hann fæddist, skyldi staðfestur sem réttborinn aðalsmaður og fengi að nalda umdeildum titli sínum sem slík- ur. Það var forréttindanefnd lávarðadeildar þingsins, sem komsl að þessari niðurstöðu eftir sex vikna umþóttunar- tima. Upphaf matsins er raktð allt aftur til byrjunar þriðja áratugs aldarinnar, þegar mikið skilnaðarhneyksli kom upp meðul brezka aðalsins. Lávarðadeildin tnun nú öll koma saman og taka ákvörðun i málinu. Sú ákvörðun verður siðan borin undir Elísabetu drottningu. Maðurinn, sem um ræðir — sagður fæddur af „tæknilega” óspjallaðri mey — er 54 ára gamall leikhússtjóri, Geoffrey Russell. Keppinautur hans um að erfa nafnbótina er hálf- bróðir hans, John Russell, sem er 25 ára. Hálfbræðurnir höfðu aldrei hitzt fyrr en við yfir- heyrslur hjá néfndinni. Geoffrey Russell er nú veru- lega nærri þvi að vera liiglega lalinn fjórði baróninn af Ampt- hill. Sigur í málinu veitir þó engin forréttindi önnur en þau að fá að kalla sig Ampthill lá- varð og taka sæti í lávarðadeild þingsins sem slíkur. Það var árið 1922 sem „Russell-barns” skilnaðarmálið var stöðugt á forsíðum brezku blaðanna. Þriðji baróninn af Ampthill sótti þá um skilnað við konu sína, hina fögru Christabel, á þeirri forsendu að hjónalíf þeirra væri ekki með öllu eðli- legt og að Christabel væri með barni annars manns. Chrislabel sór af sér hórdóm, en viðurkenndi að samlíf þeirra hjónanna væri öfullkomið. Hún greindi frá því, að sitthvað hefði þó gerzt á milli sín og eiginmanns sins og að afleið- ingin hefði orðið sú, að barnið kom undir. Áður en barnið fæddist úr- skurðuðu læknar, að hún væri enn óspjölluð, þar sem meyjarhaftið hefði aldrei verið slitið til fullnustu. Eftir nokkrar yfirheyrslur komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu, að Geoffrey væri ekki sonur eiginmannsins og skyldi þar af leiðandi ekki erfa nafnbótina. Nokkrum árum síðar, 1926. komst lávarðadeild þingsins hins vegar að annarri ntðurstöðu og Geoffrey var úr- skurðaður fjórði baróninn af Amptfiill. Það var svo nýlega að hálf- bróðirinn John Russell gerði kröfu til nafnbótarinnar.' Fyrst Maríu mev tókst það, — þvi þá ekki mér? Hin fagra Christa- bel og sonurinn Geoffre.v 1926.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.