Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. APRlL 1976. 8 íbúð í Þingholtunum stór- skemmd í skemmdarœði ,,Ef þú klárar ekki þín mál út af þessari íbúð munt þú hafa verra af.” Þetta var hótunin sem íbúðareigandi nokkur í Þingholtunum fékk í gegnum síma á fimmtudagskvöldið. Málavextir eru þeir að maður þessi, sem er trésmiður, hefur atvinnu af því aó kaupa gamlar íbúðir og illa farnar, gera þær upp og selja. Keypti hann þessa ibúð i ársbyrjun í gegnum fast- eignasala hér í borg af lög- fræðingi nokkrum. Seljandi gat ekki útvegað afsal af íbúðinni vegna skulda sem á henni hvíldu en lofaði að gera það fljótlega í janúar, enda yrði þá síðasta greiðsla af íbúðinni innt af hendi. Afhending afsals dregst Dróst afhending afsalsins þrátt fyrir að eigandinn væri stöðugt að ganga eftir því gegnum lögfræðing sinn sem hann hafði afhent peningaupp- hæðina fyrir síðustu greiðslu. Svo var það á fimmtudaginn var að fasteignasalinn, sem selt hafði íbúðina á sínum tíma, hringir og segir seljandann nú Svona var aðkoman í baðherberginu. v____ vilja ganga endanlega frá kaup- unum. Hafði þá lögfræðingur eigandans haldið austur á Nes- kaupstað og hugðist dvelja þar yfir helgina, svo útilokað var að nálgast greiðsluna. Tjáir eig- andinn fasteignasalanum hvernig málum þessum sé háttað og því geti ekki orðið neitt af greiðslu fyrr en eftir helgi. Sama kvöld, eða um níu- leytið, hringir svo síminn heima hjá íbúðareigandanum og fær hann þá hina ógnvekj- andi hótun sem fyrr var getið. Seinna að kvöldi fimmtudags- ins, eða um hálftólf þegar eigandinn er kominn upp í rúm, er enn hringt og segist maður i símanum nú endilega vilja sjá íbúðina því hann sé mikið að hugsa um kaup á henni. Segir eigandinn að hann komi alls ekki til að sýna íbúðina, það geti vel beðið. Skemmdarverk ó íbúðinni Líður nú föstudagurinn og um sexleytið síðdegis er hringt heim til fbúðareigandans. Er það eigandi verzlunar í. húsinu við hliðina sem hefur lager á hæðinni fyrir neðan marg- nefnda íbúð. Segir hann vatns- flaum mikinn hafa streymt úr ibúðinni og skemmt fyrir sér hluta lagersins. Þegar svo eigandinn kemur á staðinn sér hann hinar alvarlegustu skemmdir á ibúðinni. Skrúfað hafði verið frá öllum krönum í íbúðinni en pappír fyrst troðið í niðurföllin (fimmtudags- kvöldið hafði Hitaveitan lokað fyrir heita vatnið í húsinu svo mikið mildi var að þarna skyldi aðeins flóa kalt vatn), brotinn niður vaskur á baðinu, rist á veggklæðningar, sem nýbúið var að setja yfir gamlar og allar hellur á eldavélinni settar á hæsta straum (til allrar hamingju voru öryggin að elda- vélinni ekki í henni svo hún hitnaði ekki). Timburgólf er í húsinu öllu svo þar hefði getað farið illa ef eldavélin hefði náð að hitna að ráði. Var búinn að selja íbúðina Strax á föstudagskvöld Helgi Hóseasson trésmiður virðir fyrir sér rifna klæðninguna. Rist var á alla veggi íbúðarinnar. hringir íbúðareigandinn á rannsóknarlögregluna og kynnir henni málavexti, m.a. það að íbúðin hefði verið opnuð með lykli en ekki brotizt inn. Kom rannsóknarlögreglan á staðinn og leit á verksum- merki en tók hvorki myndir né athugaði fingraför. Kváðust þeir liðfáir 1 rannsóknarlög- reglunni og yrði hún að sinna fyrst alvarlegri málum en þess- um. í gær hafði lögreglan enn ekki gert mikið i málinu en von var á henni á þriðjudags- morgun samkvæmt góðum heimildum sem íbúðareigánd- inn hafði aflað sér. Var hann búinn að ganga frá sölu íbúðar- innar fyrir helgina en eftir þennan fyrirgang og skemmdir í íbúðinni hvarf fyrirhugaður kaupandi frá kaupunum þar sem aldrei væri að vita nema þeir hinir sömu óboðnu gestir, er verið höfðu þarna á ferðinni, kæmu aftur. Tilboð óskast í smíði á stálgrindarhúsi ásamt klæðningu, hurðum o.fl. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 3.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað 26. apríl 1976 kl. ll.f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BOHGAKTUNI 7 SÍMI 7.6844 ÓSKEMMTILEG NÆTURHEIMSÓKN Eiginmaðurinn, eiginkonan og tvö stálpuð börn þeirra voru nýgengin til náða í húsi einu við Blikanes á Arnarnesi skömmu eftir miðnættið á sunnudagskvöldið þegar eitt- hvert þrusk heyrðist innan úr stofunni. Húsbóndinn fór þá fram úr til að aðgæta hvað þar væri á seyði og sér þá þrjá menn, líklegast um tvítugt, bogra yfir skrifborði sínu. Spyr hann hvað þeir séu þar að vilja, bregður mönnúnum allmjög, segjast vera að leita einhvers vinar en stökkva þvínæst út um dyr sem liggja út í garðinn og hverfa út í myrkrið. Við eftirgrennslan kom í ljós að 5 þúsund kröna var saknað úr skrifborðinu auk buddu með skilríkjum frúarinnar. Talsvert hafði verið rótað í skúffum svo þarna var greinilega um peningaleit að ræða. Höfðu inn- brotsmenn komizt inn með því að spenna upp glugga. Ekki hefur enn tekizt að hafa uppi á hinum bíræfnu innbrois- mönnum en þeir, sem kynnu að hafa orðið varir við ókennilegar mannaferðir á Arnarnesi upp úr miðnæui a sunnudagskvöld, eru beðnir að láta lögregluna í Hafnarfirði vita. —BH BREYTÍNGAR A LOGUM UM ÆTTLEIÐINGU Leyfi til ættleiðingar verður nú aðeins veitt þeim sem er 25 ára að aldri hið minnsta. Hjón- um má þó veita slíkt leyfi þótt þau séu yngri en 25 ára, ef sérstaklega stendur á, þó svo að þau skulu vera 20 ára að minnsta kosti. Þetta er meðal breytinga, sem felast í stjórnar- frumvarpi um ættleiðingu, sem komið er fram á Alþingi. Horfið verður frá þeirri til- högun að ættleiðingarleyfi sé gefið út af dómsmálaráðherra í umboði forseta íslands og skal dómsmálaráðherra nú veita leyfið. Samþykki foreldra þarf til ættleiðingar ef barn er undir 18 ára. Hér hefur verið miðað við 20 ár að undanförnu. Nákvæm ákvæði eru um hvernig sam- þykkið skal úr garði gert. Heimilt er þó ef ..alveg sérstak- lega stendur á" að veita leyfi til ættleiðingar ef þarfir barns niæla eindregið með því þótt samþykki liggi ekki f.vrir enda fallist barnaverndarráð þá á þá skipun mála. —HH Wallys gallabuxur — Wallys gallabuxur — Wallys gallabuxur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.