Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 11
11 % DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDACDK Ll. APKÍI. 1976. „Rh.vlhm 23 Menningarstofnun Banda- rík.janna hefur staðið fyrir mörgum merkum listsýningum þann stutta tíma sem hún hefur ráðið yfir sýningarsal og nú býður stofnunin upp á list- viðburð sem ekki er af verri endanum: málverk, teikningar, grafík og kvikmyndir dada- listamannsins . Hans Richter, sem nú er nýlátinn 87 ára gam- all. Er þetta fyrsta sýning á verkuin Richters á Norðurlönd urn og er hún hingað komin fyrir tilstilli Frank Ponzi sem var mikill vinur listamannsins. Stendur hún til 23. apríl og eru á henni 19 mvndverk auk bóka og bæklinga um og eftir Richter. Expressjónísk byrjun Hans Richter var fæddur 1881 og hneigðist snemma til lista. Árið 1912 varð hann fyrir miklum áhrifum frá þýzkum express.jónistum gegnum ..Sturm" galleríió i Berlín, einkum Kandinsky, Jawlensky og Schmidt-Rottluf. Fyrstu mál- HANS RICHTER, DADA Um sýningu á verkum Hans Richter i Menningastofnun Bandaríkjanna verk hans eru frjálslega máluð og mjög í anda þessara lista- manna. Árið 1916 fór Richter til Ziirich i Sviss eri þar var nýopnaður samkomustaður dada-hreyfingarinnar „Kaba- rett Voltaire". Þjóðfélagsgagnrýni og eld- móður þeirrar hreyfingar var Richter mjög að skapi og tók hann af heilum hug þátt í starf- semi hennar, myndskreytti tímarit og sýndi málverk sín í dadagalleríinu. Richter skrifaði síðar skemmtilega bók um þessi dada-ár í Ztirich sem hann nefndi „Dada-Art and Anti- Art”. En Richter var fyrst og fremst aktífur þátttakandi og própagandisti fremur en frum- legur listamaður. Tréristur þær og teikningar, sem hann gerði fyrir ýmis dada-rit, bera mik- inn svip af hinum lífrænu formum samlanda hans, Ilans Arp, eóa þá að þau minna á Kandinsky. Á sýningunni í Menningarstofnuninni er að finna eitt verk frá þessum ár- um „Hendi" frá 1917. Samstarf við Eggeling Árið 1918 kynntist Richter sænska dadaistanum Viking Eggeling sem þegar var byrjaður að gera tilraunir með niðurröðun hálfgeómetrískra forma á langar ræmur. Richter sá þegar möguleika þessarar myndröðunar og saman könn- uðu þeir skynjun á formum í AÐALSTEINN INGÓLFSSON „Vibra tíma. Fyrsla myndræma Richters var „Prelude", gerð 1919, og má sjá nýlega teikn- ingu á meginþema þeirrar ræmu á sýningunni. Við þetta hefur stíll Richters gjörbreytzt í átt til þess sem Eggeling var að gera. Eggeling dó ungur árið 1925 og er ég hræddur um að hann hafi ekki fengið eins mikla viðurkenningu fyrir þessar formtilraunir eins og Richter. Kvikmyndir voru eðli- legt framhald þessara tilrauna og 1921 gerði hann fyrstu af- strakt kvikmynd listsögunnar, „Rhythm 21”. Byggist hún á leik með ferninga sem í sífellu breyta um stærð, tengjast og hverfa. Erfitt er að líta þá kvik- mynd ferskum augum i dag, þar sem myndmál hennar er orðið algengt í auglýsingatækni vorra tíma, en sjálfsagt hefur hún orðið mörgum mikil upplif- un er hún var fyrst sýnd. Formfesta Richter lagði alla tíð mikla áherzlu á gildi tilfinninganna og tilviljana í anda dada- hreyfingarinnar en á þessari kvikmynd og serígrafíunni, „Orchestration of colour” (nr. 4), sem grundvallast á svipaðri formfræði, sést að Richter fín- pússaði þær tilviljanir og hug- hrif uns þær nálguðust geó- metríska festu De Stijl stefn- unnar hollenzku. Nafn serígraf- íunnar gefur einnig til kynna áhuga Richters á tónlist og sam- vinnu tóns og forms. Milli 1923 og 1926 ritstýrði Richter.ásamt arkitektinum Mies van der Rohe, tímariti um listsköpun og 1927 gerði Richter súrrealíska fantasíu, „Draugar fyrir morg- Myndlist unverð” þar sem vinir og kunn- ingjar, þ.á m. tónskáldin Hinde- mith og Darius Milhaud, léku á als oddi. Frá 1927 og fram til 1940 virðist Richter hafa lagt mynd- list á hilluna, einhverra hluta vegna, og flyzt til Ameríku. Þar varð hann forstöðumaður kvik- myndastofnunar City College í New York árið 1943 og 1947 gerði hann sína lengstu og lík lega frægustu kvikmynd, „Dreams that money can buy” með aðstoð Max Ernst, Léger, Calders, Man Ray og fleiri stór- menna. PÓSÍtíf — negatíf Richter virðist snúa sér að myndlist aftur eftir síðara stríð og er bróðurpartur þessarar sýningar frá tímabilinu 1960—1975. Aðeins einu sinni, í olíu- myndinni „Gestures” frá 1960, lætur hann gamminn geisa upp á gamla og hressa dada-mátann, en vinpur annars með fínlegt samspil pósitífra og negatífra forma í akvatintu og pappa- lágmynd. Þetta gerir Richter af miklu öryggi og festu en vart af sama eldmóði og í eldri verk- um. Líklega er það lífsorka Richters og stöðug leit, fremur en verk hans, sem eiga eftir að hvetja yngri kynslóðir til dáða og kom hinn opni og lifandi persónuleiki hans vel í ljós í mynd þeirri sem CBS lét gera um Richter 85 ára. Þökk sé Frank Ponzi ogMenningarstofn- un Bandaríkjanna fyrir fram- takið. Þannig verður hálfgert verkfall hjá fjölda manns af því að sunnudagskosningarnar draga þennan dilk á eftir sér. Ef ég væri krafinn frekari sagna til sönnunar á þessu þá segi ég það eitt að ég ætla ekki að sanna neitt — það vita allir að þetta ér svona — á líkan hátt og við vitum að miklu meira er um t.d. smygl og framtalssvik en við getum sannað. Er )>essi vinnuóreiða þá óhjá- kvæmileg? Nei. siður en svo. Það stoðar lltið að tala um framfarir og vera maður sem skilur breytingar ef ekkert verður úr þegar á hólminn er komið. Gleyma alþingismenn að taka lillit iil breyttra hátta á nýjum tímum? Er það eitthvað sem á að slanda lil eilífðarnóns að hafa kosningar á sunnudegi? Þegar fyrsl var kosið á sunnudögum lók sér enginn fri á mánudegi, enda ekki um vökunóti að ræða á eliir Fleslir eiga nú l'rí á laugar- dögum og ekki þarf að vera limafrekl að k.jósa þvi að marg- lall auðveldara er að komasl á kjörslað nú en áður og menn geia þá vakað aðfaranólt sutiimdags með góðri samvisku Kjallarinn Gunnar Finnbogason þar sem ekki þarf að vinna næsla dag. Ilér má líka hugsa sér andóf kirkjunnar gegn kosningum á sunnudögum. Það er annað mál þótl kirkjan lial'i ekki risið upp gegn þvi fyrir- komulagi í upphafi þar sem hún skildi (og skilur) vel þá striingu lífsbarállu sem islend- ingar verða að hevja. Þá er og vert að minnast þess að hjá mörgurn öðrum þjóðum, ekki f.jarri okkur, er aldrei kosið á sunnudögum. Í tengslum við tilfærslu á kjördegi ætti þá einnig að hugsa um hvenær loka skal kjörstöðum. Það er leiðinda- siður, gamall arfur, að láta kosningar treinast langt fram eftir kvöldi. Kannski var ein- hver ástæða til þess þegar erfitt var að komast á kjörstað en það er ekki lengur. Þarna er enn eitt dæmi um sljóleika manns- ins þegar timarnir brevtast. Að minni hyggju a kosning- um að ljúka kl. 20 eða 21 að kvöldi.Allii sem viljageta lokið við að kjósa fyru þann tima. Suntir tala um að ungt fólk sé líflegra á kvöldin en morgnana — en þarna er líka gefin fyrir- mynd af hinum eldri — eða er ekki svo? Ef einhver er svo í vafa um að allir sem vilja kjósa geti það ekki þá er ósköp einfalt ráð til að komast fyrir þann leka að gjöra kosningar að borgaralegri sk.vldu. þ.e. að fara á kjörstað og skila kjörseðli. Sá sem ekki vill láta neina skoðun i ljós skilar auðu, sbr. þeir sent nú sit.ja heima. Við þetta fyrirkomulag vinnst miklu meira en í fljótu bragði virðist en það er þetta: ómenningarbragur kjördagsins þurrkast út. Vissulega geta stjórnmálaflokkarnir haft uppi áróður sem áður til kjördags. En þessi smölun og dilkadrátt- ur sérhvers manns á kjörstað minnir mig alltaf á skepnur og sláturhús. — Obeint er þetta líka peningaatriði því að allir vita að kosningadagurinn er dýr i rekstri stjórnmálaflokk- anna og þessir fjármunir koma frá fólkinu, bæði með heiðar- legu og miður heiðarlegu móti. Þá má og geta þess að stjórn- málaflokkarnir með samtrygg- ingu sinni hafa komið því svo fyrir að ekki greiða þeir sölu- skatt af starfsemi sinni þótt flestum sýnist það eðlilegast og eykur þetta á virðingarleysi fólks fvrir stjórnmálaflokkum. Eg get vart hugsað mér ömurlegra hlutskipti ungs fólks en sjá það þeytast og spreytast i kosningasmið.ju flokkanna á kjördag. Sá sem þannig vinnur við merkingar á fólki eftir stjórnmálaflokkum, skv. mis- jafnlega öruggum heimildum, elur með sér virðingarleysi fyrir samborguruin sinunt og skoðunum þeirra, lætur flokks- vald með áfergju hins óskeik- ula ráða geróum sínum, mænir upp á flokkinn eins og hundur á húsbónda. Hér verður.að breyta til og aflétta þessari ómenningu og hefja kjördaginn upp úr lág- kúru áróðurs og skjálfta valds- ins og setja hann á tind skyn- seminnar við fegurð dyggðar- innar. i eftirtölum þrem liðum er hægt að ná þessu merki: 1) Kosningar til alþingis og sveitarstjórna skulu fara fram á laugardegi. 2) Kjörstöðum skal lokað í síð- asta lagi kl. 21.00. 3) Það er borgaraleg skylda að fara á kjörstað og skila kjör- seðli. Ég óska að fá fram rök al- þingismanna gegn þessum til- lögum ef einhver eru. Ef engin haldbær rök koma fram tel ég inér bæði heimilt og skylt að lýsa yfir: Eg tek ekki til greina neitt sparnaðartal rikisvaldsins ef ekki verður undinn bráður bugur að koma á þeim breyting- unt sem hér hefur verið bent á. riki og sveit til heilla. Gunnar Finnbogason skólastjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.