Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 13.04.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 1976. róttir íþróttir Lincoln hefur skorað 100 mörk Lincoln City sigraði Stockport 3-0 í 4. dcildinni cnsku í gær og það á útivelli.Þar mcð varð Lincoln fyrst liða til að skora 100 mörk á leiktimabilinu — og það er í fyrsta skipti frá Ieiktímabilinu 1966-1967 sem lið skorar 100 mörk. Þá skoraði QPR 103 mörk, þegar liðið sigraði í 3. deild. Vann tvöfalt það vor — sigraði einnig í deildabikarnum. Lincoln hefur þegar unnið sér rétt í 3. dcild næsta kcppnistímahil — og 1952 skoraði lið félagsins 123 mörk. Lincoln City hefur leikið hér á landi — 1948. Southampton heldur í vonina að ná í sæti í 1. deild næsta keppnistímabil. í gær léku Dýrlingarnir á heimavelli við Chariton og unnu 3-2. Enski lands- liðsmaðurinn Mike Channon skoraði tvö af mörkum Southampion, en liðið er sem kunnugt er komið í úrslit bikar- keppninnar. Jim McCalliog skoraði 3ja mark iiðsins. Staða efstu liða í 2. deild Sunderland 38 21 8 9 59-33 50 Bristol City 39 18 14 7 57-33 50 Boiton 37 17 12 8 51-33 46 WBA 38 17 12 9 44-32 46 Southampton 38 19 7 12 72-46 45 Tékkar halda sínu striki Svíar liöfðu ekkert að gera i hendurnar á Tékkum á HM í íshokkey í Katowice í gær. Tckkar sigruðu með 3-1 og halda öruggri forustu í keppninni. Mesta athygli vakti, að Austur-Þýzkaland sigraði Bandarikin 2-1 — en áður hafði Pólland sigrað Austur-Þýzkaland 6-4. Sovétríkin sigruðu Finna 8-1 og Vestur- Þjóðverjar unnu Pólverja 5-3. Staðan í mótinu er nú þannig: Tékkar 3 3 0 0 25-1 6 Sovét 3 2 0 1 16-7 4 Pólland 4 2 0 2 15-25 4 USA 3 1 1 1 6-5 3 Finnland 3 1 1 1 9-13 3 Svíþjóð 3 1 0 2 5-6 2 V.-Þýzkal. 3 1 0 2 8-12 2 A.-Þýzkal. 4 1 0 3 6-21 2 Innanfélagsmót Víkings á skíðum verður haldið dagana 15.4-19.4 og verður keppt í svigi og stórsvigi í öllum aldursflokkum. Eins verður skíðaskáli félagsins opinn um páskana. Skikir aftur verðkiunum og hœttir þótttöku á NM — Ólga meðal júdómanna vegna vals keppenda ó Norðurlandamótið „Formaður Júdósambandsins vildi ekki taka við bikarnum aftur eftir landsliðsæfinguna í Armannshúsinu,” sagði Gunnar Guðmundsson Íslandsmeistari í Iéttmillivigt, þegar DB ræddi við hann í Njarðvíkunum í gærkvöld. , Að velja Halldór Guðbjörnsson, sem varð þriðji á nýafstöðnu islandsmóti sem keppanda númcr eitt á Norðurlandamótið er sama og svipta mig titlinum, en einhver tækninefnd eða stjórnin hefur verið að pukrast með þetta mál og ákvað að senda Halldór af því að hann hefur öðlast „svarta beltið” eins og það eitt nægði honum til Gunnar Guðmundsson —aðeins minjagripur um óíþróttamannslegar hvatir stjórnar júdósambandsins. Ljósmynd emm. árangurs eftir að hafa tapað bæði fyrir mér og Ómari Sigurðssyni.” Gunnar var mjög gramur yfir ákvörðun júdósambandsins, en sagði að liann og Ómar hefðu átt von á þessu. Stjórn sambandsins ætti erfitt með að sætta sig við að Halldór, goðið þeirra, væri fallið af stalh og tilgangurinn með að ota honum í efsta sætið væri sá, að þrjú efstu sætin í NM gæfu von um ferð á næstu Olympíuleika, þótt það hefði reyndar ekki komið skýrt fram. „Þessi verðlaunapeningur,” sagði Gunnar og lyfti gullinu, „er staðfesting á meistaratitlinum, sem einhver dularfull öfl hafa tekið af mér, en núna er hann aðeins minjapeningur um óiþróttamannsiegar hvatir júdósambandsins. Eg hef ekki Naumur sigur Por- tizan á Akranesi Partizan Bjelovar lék sinn þriðja og síðasta leik í Islands- hcimsókninni í gærkvöld og mætti þá gestgjöfum sínum — Val á Akranesi. Partizan sigraði Val, en naumt var það 21—20 eftir að Valsmenn höfðu haft góða forystu i hálfleik 13—10. Ahorfendur á Akranesi kunnu greinilega vel að meta framtak Valsmanna að hafa leikinn á Skaganum. Um 600 manns sáu leikinn og var stemmning góð. Jón Karlsson kom einna bezt út hjá Val — en eins var Bjarni drjúgur i horninu og skoraði skemmtileg mörk. Hjá Partizan bar að venju mest á fyrirliða þeirra — Horvat. Ýmsir leikmanna Vals hafa nú leikið tvo leiki á tveimur dögum og sá þriðji bætist við í kvöld, þegar liðið mætir FH í úrslitaleik bikarsins. Hvort það hefur áhrif á leik liðsins er ekki gott að segja um — en óneitanlega hefur þetta verió strangt hjá leikmönnum Vals undanfarna daga. Stórkallar íhringnum Ken Norton, sem er fyrsti áskorandi Muhammad Ali um heimsmeistaratitilinn í þunga- vigt í hnefaleikum — Joc Frazier annar og George Foreman þriðji — mun keppa við landa sinn Ron Stander 30. apríl, Keppnin verður 12 lotur í Landover í Maryland, en á sama móti mun Áli verja titil sinn gegn Jimmy Young. Ef Aii sigrar í þeim leik mun hann keppa við Evrópumeistar- ann Richard Dunn í Munchen 25. maí — en siðan mun hann snúa sér að Norton annað hvort í september eða október. Ken Norton hefur keppt í 35 leikjum og aðeins tapað þrisvar. George Foreman rotaði hann — en Norton sigraði Ali og kjálka- braut hann í keppni í Kaliforníu, en sex mánuðum síðar sigraði Ali Norton örugglega. Stander, sem er þritugur, hefur keppt 38 sinn- um. Unnið 28 leiki, en tapað átta. Tveir jafnir. Hann keppti við Frazier um heimsmeistaratitilinn 1972 og tapaði í fimmtu lotu. Ný Ijósatafla i Njarðvik í seinni leiknum við Portúgalina var tekin í notkun ný klukka — eða öllu heldur ljósatafla í íþróttahúsinu í Njarðvik sem sýnir bæði tinia og marka- eða stigatölu og fagna því áreiðanlega margir, ekki sízt þeir sem annazt hafa það verk-að ..handsetja” stöðuna i körfuknatt- leikjum og máttu stundum hafa sig alla við að vera nægilega handfljótir að stinga tölu- stöfunum í rammana. Reyndar hefur orðið nokkur bið á þvi að ljósataflan kæmi frá Iðntækni og það hefði verið vel þegið af hinum áhugasömu körfu- knattleiksunnendum þar syðra að fá hana fyrr en í seinasta leik vetrarins — en hún er þá alla vega komin á sinn stað og bíður haustsins og vonandi margra skgmmtilegra leikja á komandi árum. emm sagt mitt seinasta orð í þessum málum og ætla að reyna að ná fram rétti mínum eftir öðrum leiðum.” Þá hefur Gunnar hætt við þátt- töku á Norðurlandamótinu. -emm. Hlýtur FH einnig bikarinn? - Úrslitaleikimir i Laugardalshöll i kvöld íslandsmcistarar og núverandi bikarmeistarar FH verða í eldlín- unni í kvöld, þegar þeir mæta Val í úrslitaleik bikarkeppni HSÍ. FH hefur þegar tryggt sér rétt í Evrópukeppni meistaraliða en Hafnfirðingarnir eru staðráðnir í að halda titlinum og þannig vinna tvöfalt — verða íslands-og bikar- meistarar sama árið. Valsmenn eru engu síður stað- ráðnir i að hreppa titilinn og þannig hefna harma sinna á FH en svo virtist sem Valur stefndi örugglega í Íslandsmeistaratitil- inn framan af íslandsmótinu en góður endasprettur FH og eins slæm töp Valsmanna komu í veg fyrir það. Það verður því ekkert gefið eftir í kvöld — bæði liðin ætla sér sigur. A undan leik FH og Vals leika Armann og Fram til úrslita í kvennaflokki og það cr sama uppi á teningnum hjá Fram — liðið stefnir í tvöfalt og óneitaniega verður að telja Fram líklegri sigurvegara. Kvennaleikurinn verður fyrri leikur kvöldsins og hefst hann kl. 20. Stefna tekin i UEFA- úrslit i Ungverjalandi — Unglingalandsliðið i knattspyrnu leikur við Luxemborg ó morgun Flestir gera ráð fyrir að við höfum þegar tryggt okkur rétt í úrslitakeppnina í Ungverjalandi í sumar, þar sem við unnum leik- inn í Luxemburg, 1—0, en satt bezt sagt eru ísland og Luxem- burg með ákaflega svipuð lið og því getur allt gerzt. En við erum ákveðnir í að komast áfram, sögðu þeir Theódór Guðmunds- son og Lárus Loftsson, þjálfarar íslenzka unglingalandsliðsins, sem á morgun leikur fyrsta lands- leik íslands á árinu, síðari lcikinn gegn Luxemburg í Evrópukeppni unglingalandsliða. tsland á mjög góða möguleika á að komast í úrslit Evrópukeppn- innar í þriðja sinn og þegar hefur verið gengið frá vali á liðinu. Liðið sem stillt er upp er það sama og í leiknum i Luxemburg. 1. Jón Þorbjörnsson, Þrótti 2. Guðmundur Kjartansson. Val 3. Börkur Ingvarsson, KR 4. Ágúst Karlsson. Fylki 5. Róbert Agnarsson. Viking f.vrirliði 6. Huraldur Haraldsson, Viking 7. Albert Guðmunsdsson, Val 8. Valdimar Valdimarsson, UBK 9. Halldór Arason, Þrótti 10. Pétur Ormslev, Fram 11. Þorvaldur Þorvaldsson, Þrótti Varamenn verða Halldór Páls- son KR. Sigurður Björgvinsson ÍBK, Pétur Pétursson IA, Þorgils Arcson Viking og Stefán Stefáns- son Þrótti. Eins og kunnugt er hefur lands- liðsþjálfarinn Tony Knapp einnig tekið sæti i ungiingalandsliðs- nefndinni. Það kom frant hjá Tonv að hann vildi tengja lands- liðið og unglingalandsiiðið meir saman en verið hefur. Þá þannig, að unglingarnir tækju þátt í æfingum með landsliðjnu og kynntust leikskipulagi þess og eins landsliðsmönnunum sjálfum. Jú, unglingalandsliðspiltarnir kæmu til með að leika með tslandi — að minnsta kosti einhverjir þeirra. Eins hefur skapazt kjörið tæki- færi fvrir piltalið 14—16 ára — því hér verður Norðurlandamót pilta haldið í sumar og tsland mun frantvegis taka þátt í þessum Norðurlandamótum. h.halls

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.