Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 03.05.1976, Qupperneq 7

Dagblaðið - 03.05.1976, Qupperneq 7
DACBI.AÐIi). MANUDAC.UK 3. MAÍ 197«. 7 Bandarísku forkosningarnar íTexas: Yfírburðasígur Reagans yfír Ford - Carter em óstöðvandi Ronald Reagan skaut Ford forseta heldur betur ref fyrir rass í forkosningunum í Texas nú um helgina. Er öll atkvæöi höfðu verið talin, varð ljóst, að Reagan hafði. hlotið stuðning allra kjörmanna Texas-ríkis, 96 að tölu, og verður það að teljast auðmýkjandi ósigur fyrir Ford sem unnið hefur allar forkosningar repúblikana fram til þessa að undanskildum einum. Nú hefur Reagan tryggt sér atkvæði 232 kjörmanna, sem er aðeins 28 atkvæðum minna en Ford og má því ætla, að mjótt verði á mununum á flokksþinginu, þar eð Reagan er talinn sigurstranglegur í nokkrum þeirra forkosninga, sem nú fara í hönd. í herbúðum demókrata vann Jimmy Carter enn einn yfir- burðasigur yfir andstæðingum sínum og hlaut atkvæði 93 af 98 kjörmönnum frá Texas. Er það mun meira en einn þriðji hlutinn sem Carter hafði búizt við. Helzti andstæðingur hans var þingmaðurinn Lloyd Bent- sen, sem hafði ætlað sér að halda á flokksþingið með hópi „óháðra” kjörmanna frá Texas, fengi hann nægilegt fylgi. Sú staðreynd, að hann tryggði sér aðeins atkvæði 5 kjörmanna, setur hann nánast úr Ieik. Bentsen er því enn eitt fórnarlamb „breiðfylkingar” Carters, sem farið hefur eins og eldur í sinu að undanförnu. Óvæntur sigur hans i Pennsylvaníu og yfirlýsing Humphreys þess efnis, að hann muni ekki taka þátt í forkosningunum, ásamt því að Henry Jackson hefur dregið sig í hlé, hefur verulega ýtt undir sigurmöguleika Carters. Svo virðist sem Reagan hafi hlotið atkvæði nánast allra íhaldssamari repúblikana i fylkinu og slíkt er mikið áfall fyrir Ford, sem treyst hafði á stuðning þeirra afla. » Reagan hafði beðið rólegur eftir forkosningunum í Texas, og því hefur sigurinn án efa verið honum sætur. Hann hefur nú tryggt sér atkvæði 232 kjör- manna repúblikana á flokks- þinginu, aðeins 28 atkvæðum minna en Ford forseti hefur. Carter ynni í dag Fylgi Jimmy Carters hefur farið ört vaxandi undanfarna mánuði og hver mótframbjóð- andi hans á fætur öðrum hefur gefizt upp eða hætt þátttöku í forkosningunum. Fylgi hans meðal almennings yfirleitt er einnig mikið um þessar mundir og samkvæmt síðustu (lallup-skoðanakönnuninni, sem birt er í ný jasta hefti tima- ritsins Time, þar sem fólk var spurt að því, hvorn það myndi kjósa. ef kosningar væru nú, studdu um 48% Jimm.v Carter en um 36% atkvæða féllu í skaul Ford forseta. Flestir virðast nú ganga út frá þvi setn vísu, að Carter hljóti útncfningu sem forscta- cfni Demókrataflokksins á l'lokksþinginu, 12. júlí nk. Hvor verður sáttasemjari, Wilson eða John Vorster? Wilson, fyrr- um forsætisráð- hérra Bretlands, hefur langa reynslu í mái- efnum Afríku og þá sérstak- lega Ródesí u. Ekki vitað hvort lan Smith verður að fara frá áður en til raunverulegra viðrœðna kemur Harold Wilson, fyrrum for- sætisráðherra Bretlands, og John Vorster, forsætisráðherra Suður-Afríku, koma sterklega til greina sem sáttasemjarar í deilunni í Ródesiu, að sögn bandarískra embættismanna. Embættismenn þessir, sem eru í fylgd með Henry Kissinger og komu með honum til Nairobi í nótt, sögðu i viðtöl- um við fréttamenn, að það kæmi þeim ekki á óvart, að um það væri rætt í Bretlandi að Wilson gerðist sáttasemjari í deilunni milli hvítra og svartra Ródesíumanna. Bandaríkjastjórn á einnig að vera því fylgjandi, að einhver stuðningur komi frá Suður- Afríku við þær hugmyndir, sem komið hafa fram um að reyna að miðla málum í Ródesíu, þar eð flest ríki, sem afskipti hafa haft af málinu, hafa lýst yfir stuðningi við frelsishreyfingu blökkumanna og geta því naumast talizt heppileg sem sáttasemjarar. Enn hefur þvi ekki verið lýst yfir, hvort Ian Smith forsætis- ráðhera verði að hverfa frá völdum áður en til raunveru- legra viðræðna kemur, en leið- togar blökkumanna tortryggja hann verulega. John Vorster, forsætisráð- herra Suður- Afríku, hefur alltaf verið ákafur stuðn- ingsmaður „Apartheit”- stefnunnar. rafvirkjar! ”Rafvörur” býöur upp á mikið úrval efnis til raf- lagna, semsagt frá upp- hafi til enda. Ljósaperur í flestöllum stærðum, dyrabjöllur, raftæki og margt fleira. Rafvirkjar á staðnum. RAFVÖRUR Laugarnesvegur 52 Simi 86411

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.