Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. MAl 1976. 2 r ZETAN ER VOR ZÁLUHJÁLP Háaloftið — zkítt með þorzkinn og kazzann Þegar þezzar línur eru ritaöar, er enn ekki útzéö hvernig fer meö blezzaða elzku zetuna okkar á þingi. Þaö hlýtur þó að vera öllum heilvita mönnum ljózt, aö við getum ekki þrifizt í þezzu landi zetu- lauzt. Auðvitaö er enginn hljóðmiz- munur á ztöfunum tveimur, zetu og ezzi. En þar zem á að nota zetu vita þeir, zem gerzt vita, að orðið hefur málfræðileg breyting zem bendir til ákveðinz uppruna orðzinz og zamruna við ýmizz konar endingar og þezzháttar. Það hvað við er átt, ef þetta er zkrifað með Magnúzartorfa- aðferðinni. Zvona kozzaflenz zkapar óþolandi glundroða, zem ekki verður þolaður. Zama er að zegja um fjölmörg önnur orð, zvo zem hizt, mæzt og fluzt zem verða gerzamlega ózkiljan- leg og menningarfjandzamleg með Magnúzartorfa-aðferðinni. Það zkiptir engu máli, þótt zkólanemendum vorz landz verði ekki kennt nægilega vel að nota rétt mál og óbrenglað, bara ef nægilega vel verður fyrir því zéð að þeir kunni að zetia zetu á rétta ztaði. Það endizt golan, það er allz ekki nóg. Við verðum að geta þröngvað honum upp á aðra ef við eigum að hafa nokkra zálar- ró. Rökzemdin móti zetu zem heyrzt hefur hér á Háaloftinu er alveg fáránleg. Hún er zvona: Ég lærði að zkrifa zetu, og þezz vegna vil ég ekki zjá hana. Nei, blezzaðir landzfeðurnir á Alþinginu hafa alltaf vit fyrir okkur. Þegar áztand landzinz og ríkizkazzanz er zvona nokkurn veginn einz bágborið og það getur orðið, leggja þeir ofurkapp á að færa okkur frelz að verða einz og börn með zér- þarfir, og það er zvo zannarlega bara kerfinu að kenna. Það verður zeint lagt í of mikinn koztnað til þezz að uppræta það þjóðarmein zem zetuleyzið er. Þezzi endurmenntunarkoztn- aður getur bara bæzt við þezzar tíu-tuttugu milljónir, zem það koztar að endurprenta og zumpart endurzemja allar þær kennzlubækur, zem búið er að fordjarfa með þvi að prenta þær zetufríar. Það er einz með zetuna og znúðinn í zögunni um Kiðhúz, að hún er aldrei of- borguð. SIGURÐUR HREIÐAR HREIÐARSSON ráð og haldiði virkilega að þeir zéu einhverjir aznar? Nei, með lögum zkal land byggja og vei þeim, zem ekki fara að lögunum. Þetta hlýtur líka að létta til dæmiz ízlenzku- kennurum mjög alla yfirferð prófa zvo dæmi zé tekið. Það fer auðvitað enginn zómakær maður aðhylma yfir lögbrot zvo zem til dæmiz að leiðrétta zttla hlýtur að hafa afgerandi áhrif á ízlenzka tungu, talaða og zkrifaða, að þetta verði barið inn 1 hverz mannz hauz. Það er ennfremur öllum ljózt, að það er allz ekki zama hvort ritað er „þau hafa kyzt“ með lagi Jónazar frá Hriflu frá 1929 eða með lagi Magnúzar Torfa frá 1973. Þegar rætt er um zamdrátt tveggja perzóna, zem kannzki geta verið eða orðið elzkendur, er engan veginn ljózt hvað þau hafa verið að gera, þegar einhver zegir: „Ég veit þau hafa kyzt“. Þvt zíður er hægt að grynna I zkiptir engu máli, þótt aðeinz fá prózent þeirra, zem halda til zvokallaðz æðra námz hafi zetu zæmilega á valdi zínu og ennþá færri prózent þeirra, zem erfiðara eiga með grundvallar- atriði bóklegz námz, zem endar zvo með þvt, að þeir þora ekki einu zinni að zkrifa ömmu zinni zendibréf þó að mikið liggi við. Við, zem höfum lært að zkrifa zetu vitum bezt, hvíltk eftirzjá er í þezzum frábæra ztaf og viljum allz ekki zleppa honum. Það zkiptir engu máli, þótt við höfum formlegt leyfi til að nota hann meðan okkur andi zetuna heim og verja til þezz dýrmætum ttma, zem annarz hefði farið I lttilzverðari mál zvo zem einz og hvernig eigi að bjarga þjóðinni. Það verður aldrei of mikið að gert til þezz að zmeygja zetunni undir okkur aftur. Þeir, zem I zkólunum hefðu átt að fara í gegnum zetufræðin verða auðvitað að fá ókeypiz zetunámzkeið, já, meira að zegja á fullu kaupi, til þezz að vinna upp þann voða zem þeim hlýtur að vera búinn af því þeir fóru á miz við þezzi dázamlegu fræði. Ella hljóta þeir alla ttð Eg veit ekki hverzlagz það er, að ætlazt til þezz að þingmenn- irnir okkar, þezzir málznill- ingar, zem tala og zkrifa ázt- kæra ylhýra málið ævinlega fullkomlega hnökralauzt, zvo zérztök unun er á að heyra, meira að zegja með réttum áherzlum í hvtvetna og aldrei bregða fyrir zig banölum ttzku- orðum eða orðzkrtpum, fari að ráðfæra zig við þá menn, zem hafa zérmenntað zig í ízlenzku og hafa gert hana að æviztarfi ztnu. Við (eða að minnzta kozti zum okkar) kuzum þezza menn til þezz að fara með allt vort og ritgerðir, þar zem zeta er ekki notuð, heldur verður zlíkum málum umzvifalauzt vlzað til zakadómz, einz og hlýtur að vera rétt. I lokin vil ég zvo leggja til, að þeir alþingizmenn, zem ötulleg- azt hafa unnið að þvt að færa okkur zetuna aftur, verði zæmd- ir krozzum zvo ztórum, að þeir verði að ganga hoknir undir þeim, og helzt að krozzarnir verði vandlega feztir á þá, zvo alþjóð geti þegar í ztað þekkt þezza miklu garpa þar zem þeir fara og geti þá vottað þeim þá virðingu, zem þeir eiga zkilið. - OG EFTIR VORU DREGGJARNAR EINAR í KRUMMABER í V# j RÓSBERG G. SNÆDAL , SKRIFAR L\ J i p „Sjaldan er á botninum betra” segir máltækið. Það kemur þó ekki alltaf að sök, eins og eftirfarandi sögukorn sýnir. Saga þessi gerðist fyrir langa löngu, löngu áður en Rann- sóknarstofa Háskólans varð til, áður en menn vissu hvað meinatækni var og siðast en ekki síst: brú yfir Borgarfjörð! Páll hét maður eyfirskur, auknefndur „porri”. Páll porri komst vestur í Stykkishólm og dvaldi þar eitthvað. Ekki eru nein frægðarverk af honum sögð, a.m.k. ekki í lifanda ltfi, en þarna fyrir vestan sofnaði hann svefninum langa út frá fylliríi, að fortalið er. Hvorki þótti þó víndauða hans eða al- vörudauða bera að með sem eðlilegustum hætti og kom upp sá kvittur að apótekarinn sem með honum var á „túr”, mundi hafa byrlað porra eitur eða átt þátt í því að hann drykki ólyfj- an einhverja. Þó hafði jarðar- v——— förin farið fram þegar þessi orðrómur magnaðist að því marki að yfirvöld vöknuðu og hæfust handa. Var þá lík porra grafið upp og krufið, garnir og magi sett í eikarkút og brenni- víni hellt á allt saman. Þannig skyldu iðrin forvöruð, enda áttu þau langa leið fyrir hönd- um eins og hér verður nokkuð tíundað. Indriði, nefndur „lausa- maður”, var svo ráðinn til að fara með kútinn á bakinu suður til Reykjavíkur á fund land- læknis. Sú réttferðuga reisa gekk áfallalaust. Én landlæknir þóttist ekkert eitur finna í iðr- unum og hlaut þá Indriði að lamma sig vestur afturmeð kút- inn og innihald hans. Nokkru seinna, undir vetur, var hann þó aftur sendur út af örkinni — og nú ekki skemmra en til Akureyrar, til Eggerts Johnsens fjórðungslæknis. Dagleiðir hafði Indriði lausa- maður svo langar sem hann mátti og trekkti sig auðvitað beinustu leið svo sem frekast var hægt. Annars fara fáar sögur af ferðalagi hans og áföngum, enda slíkar ferðir ekkert einsdæmi I þann ttð. Þó er það vitað að hann gisti hjá prestinum í Hjarðarholti. Þar hengdi hann föggur sínar upp í bæjargöngin og uggði ekki að neinu. Morguninn eftir er hann árla uppi, vippar kútnum á bak sér og heldur áfram norður. En heíma í Hjarðarholti gerast þær breytingar skömmu eftir að Indriði er horfinn úr sjónmáli, að vinnumenn staðarins fara að sýna á sér glögg einkenni ölv- unar og viðhafa jafnvel nokkur drykkjulæti. Þóiti þetta furðu sæta heniiai.yrir, þar sem ekki var vitað til neinna vínfanga á staðnum. Við eftirgrennslan prests kom það upp úr kafinu, að vinnumenn höfðu fundið brennivínsfnyk af kút nætur- gestsins, farið að aðgæta þetta allt betur og gert sér síðan gott af innihaldinu, eða því sem flaut — og kært sig kollótta um hitt sem á botninum leyndist. Indriði gekk nú norður allar sveitir, allt til Akureyrar, og var skiljanlega feginn því hve kútholan var léttbær eftir að hann hafði vanist byrðinni. En þegar hann loks kemur á fund Eggerts læknis, finnast aðeins nokkrar uppþornaðar trefjar' eða slitur á botn> kútsins, einna líkastar þurrkuðum ána- möðkum — og vildi fjórðungs- læknir ekki snerta þetta eða nærri koma. Indriði skilaði svo sér og kútnum heim í Hólminn aftur á eðlilegum tíma. Féll rannsókn þar með niður — en Páll porri hlaut að fara iðralaus I gröf sína. Hefði hann þó kannski viljað segja líkt og draugurinn forðum: „Helltu út úr einum kút ofan í gröf mér búna." Af skiljanlegum ástæðum var ógerningur að verða við þeirri bón eftir gistinguna í Hjarðarholti.— /V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.