Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 10
10 frjálst, úháð dagblað 1’lM‘laiuli: Du^hlariiri hl . Krjimkvíi'iiulasl.iúi i: Svfimi K. Kyjólfsson. I<i!st.ióri: .Fóiuis Krisl jánsson. Króllastjöri: .lón Ifiruir I’óuirsson. Hiisijómailullliói: llaiikur llcluason. Aösioóarf'rt'iia- sljóri: Alli SUMiiarsson. Í|>róllir: Ilallur Simonarson. Iliimmn: .lóhanncs Kcykdal. Ilaiulril: Ásuriinur I’álsson Blaöamcnn: Anna Bjarnason. As«cir Tómasson. Bolli Ilcöinsson. Br«y*i Siuurösson. F.rna V. Inuólfsdóiiir. (iissur Simirösson. Hallnr Ilallsson. IId«i Pclursson. Kalrín Pálsdóllir. Olafur Jónsson, Omar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnlcifur Bjarnlcifsson. Björuvin Pálsson. Ka^nar Th. Si^urösson. (íjaldkcri: Uráinn l»orlcifsson. Drcifinuarsl jóri: Már IvM Ilalldórsson. Askriftar^jald 1000 kr. á mánuöi innanlands. t lausasölu 50 kr. cintakiö. Kitstjórn Siöumúla 12. sími 82522. auíl\sinuar. áskriftiro« afjirciösla hvcrholti 2^sími 27022. Sdninu ok umhrot: Da^hlaöiö hf, o« SU '.ndörsjn cn: hf.. Arnnila 5. Mynda-oj* plötuycrö: Ililmir hf.Tsiöumúla 12.1*1. ..luij: Arvákurhf.. Skcilunni 10. Kraftaverk Það er kraftaverk, að lýðræði hefur getað skotið rótum í ríki, sem var í hálfa öld undir einræðis- stjórn fasista. Nú hefur dregið úr ótta þeirra, sem í fyrra sögðu, að Portúgal yrði örugglega komm- únismanum að bráð. í nýafstöðn- um þingkosningum sannaði þjóðin, að hún er staðráðin í að tryggja lýðræðislega þróun. Kommúnistar hafa nú og munu sennilega lengi áfram hafa sterk ítök í verkalýðshreyf- ingu Portúgala. Mikið hefur verið gert úr hætt- unni á valdatöku þeirra, og um tíma nutu þeir stuðnings ráðamanna meðal herforingja. Þá herforingja dreymdi um „rautt“ ríki, einhvers konar alþýðuvöíd í skjóli hersins. Fyrirmyndin hefði í reynd vafalaust verið sótt austur fyrir járntjald. En sem betur fer voru þessir draumar að engu gerðir. Vitibornari herfor- ingjum var full alvara með loforðum um lýð- ræði og frjálsar kosningar. Þegar kjósendur fengu að leggja sitt til málanna, varð ekki vafi um boðskapinn. Þeir lýstu því yfir, án allra tvímæla, að þeir vildu, að lýðræðissinnaðir flokkar réðu ferðinni. Þetta var enn frekar tryggt í þingkosning- unum nú. Kommúnistar eru aöeins smáflokkar. Ef með þeim er talin svokölluð „portúgölsk lýðræðishreyfing”, sem var kommúnísk og bauð fram í fyrra, minnkaði fylgi kommúnista úr 16,7 af hundraði í kosningunum í fyrra niður í 14,6 af hundraði nú. Mesta breytingin í kosningunum var fylgis- aukning hægri manna, Miðdemókrataflokksins svonefnda. Hann jók fylgi sitt úr 7,7 af hundr- aði í 15,9 af hundraði. Jafnaðarmenn héldu forystunni og fengu 35,0 af hundraði atkvæða, töpuðu tæpum þremur af hundraði. Svonefndir Alþýðudemókratar, sem er miðflokkur, tapaði rúmum tveimur af hundraði, en varð næst- stærsti flokkurinn með 24 af hundraði at- kvæða. Sérfræðingar telja líklegt, að í Portúgal þró- ist á næstu árum tveggja flokka kerfi. Mið- demókratar fái fylgi flestra hægri manna og jafnaðarmenn flestra vinstri manna, en Alþýðudemókratar merjist á milli. Kommúnist- ar geta ekki gert sér vonir um mikinn frama, nema þá að upplausn vaxi í landinu, svo að þeir fengju færi á valdatöku í krafti vopna. Það er nú góðu heilli mjög ótrúlegt. Mikið veltur á afstöðu hersins. Nánustu vin- um kommúnista þar hefur verið ýtt til hliðar. Ólíklegt er, aó herinn snúist að nýju á sveif meó kommúnistum, og sennilegast, að þeir, sem helzt vildu endurreisa fasismann, muni ekki komast til áhrifa í hernum. Þótt að sjálfsögðu sé enn ekki fullsýnt, hvernig framvindan verður í Portúgal svo skömmu eftir langvinnt einræðistímabil, er langsennilegast; að herinn gegni því hlutverki í náinni framtíó að renna stoðum undir lýðræðið en seilist ekki til valda. Þróunin í Portúgal hefur sannarlega verið öllum vonum framar. _______DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. MAl 1976. Víðorsög talar upp úr svefni TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 36. argangur. Ritstjórar: Jakob Benediktsson. Sigfús Daðason. Reykjavik 1975. 392 bls. Einhver nýr lífsandi virðist allt í einu hafa færst í Tímarit Máls og menningar. Svo mikið er víst að mörg ár eru síðan út hefur komið tímanlega á nýju ári fyrsta hefti í nýjum árgangi ritsins. Þetta skeði nú samt á dögunum: út kom 1. hefti (af 4) árið 1976, tímasett í apríl. En árganginum 1975 var háttað með venjulegum hætti undan- farinna ára, seinni hluti hans, tvöfalt tímaritshefti, kom ekki út fyrr en snemma á þessu ári. Það er vonandi að þetta sé meira en bara lífsmark, að Tímaritið þurfi ekki héðan í frá að missa tíma sinn. Þótt Tímarit Máls og menn- ingar hafi stundum verið bág- lega statt á undanförnum árum hefur það þó sjaldan orðið með öllu ólesandi. Og árið ’75 held ég hafi verið með betra móti í ritinu, miðað við undanfarin ár. Þar er í öllu falli sitthvað um góðar og læsilegar greinar um margbreytileg efni. Eg nefni bara, eftir efnisyfirlitinu, grein Helga Hálfdanarsonar: Athugasemdir um fáein orð- tök, útvarpserindi Oskars Hall- dórssonar: Hvernig skal þá ljóð kveða, athuganir á ljóðformi Jóhannesar úr Kötlum.fyrirlest ur eftir Þorstein Gylfason: Er vit f vísindum? og útvarpser- indi eftir Þorstein Vilhjálms- son: Vistkreppa og samfélag, grein Þuriðar Kvaran með dásamlegu heiti: Þrotabú mannlegrar reynslu. Það má vonandi sjá á þessu að af ýmsu er að taka í ritinu, þótt ekki sé efnið allténd tilkomið á þess vegum. Annað er aftur á móti dálítið dularfullt af hverju verið er að birta það, svo sem eins óg eld- forn pólitísk samantekt eftir Þorleif H. Bjarnason: Ráð- herradagar Björns Jónssonar. Sú ritsmíð er varla til marks né vitnis um neitt annað en póli- tiskt hugarástand höfundar síns og hans félagsmanna í fornöld, og það hefur nú ekki verið mjög frýnilegt. Kannski einhverjum þyki það lærdóms- ríkt að frétta að pólitíska klikk- unin varð ekki uppfundin í gær. Atómskóld og önnur efni Líklega hefur Tímarit Máls og menningar aldrei með öllu misst status sem vettvangur fyrir nútímalegan, eftirtektar- verðan skáldskap. Það kann að vera eina tímarit í landinu um þessar mundir þar sem ungum höfundum gæti þótt eftirsóknarvert að fá inni með skáldskap sinn. I fyrra birtist eins og endranær margt af nýjum ljóðum og tvær smásög- ur þýddar, önnur eftir Thomas Mann, en hin eftir vestur- íslenskan höfund, W.D. Val- gardsson og heitir 1 Manitóba. Hún virðist ættuð úr háskóla, einhvers konar „creative work- shop”. Líklega er það eitthvað slíkt sem vantar hér á landi til að blöð og tímarit fái nýjar og nýtilegar sögur að birta. En ný ljóð má sem sé lesa hér eftir nýja og unga höfunda, eins og Bjarna Bernharð Bjarnason eða Stefán Snævarr, og uppkomna ráðsetta menn, eins og Ólaf Jóh. Sigurðsson og Stefán Hörð Grímsson, og svo höfunda sem liklega teljast þar í milli eins og Dagur Sigurðar- son. Stefán Hörður finnst mér stundum að sé „síðasta atóm- skáldið” og þar á ofan það mesta og besta af þeim öllum. Ég get því ekki stillt mig um að tilfæra hér ljóð hans frá í fyrra sem heitir Sagarhljóð: Viðarsög talar upp úr svefni og mælir fram bögur um samviskubitnar taugar sínar. Sá seki dregur ýsur á grunnum miðum. Viðarsög talar upp úr svefni um sakbitnar tennur. Og í fyrra bar svo við að í Tímaritinu birtist læsilegt er- lent efni í þýðingum, gömul grein eftir danska skáldið Thor- kild Björnvig: Ofnæmi i skynj- Nöf n eða ónef ni Ekkert sem manneskjan á. ekkert sem henni er gefið í lífinu. er henni eins samgróið eins og nafn hennar. Nafnið er afgerandi um blæinn sem hver og einn fær yfir sig og á. Nafnið fylgir okkur ævina á enda. Það og við sjálf erum eilt. Og nafnið fylgir okkur ekki aðeins ævina á enda, heldur heldur nafni okkar á lofti um ókomin ár eftir okkar dag, svo lengi sem heimildir varðveitast. Mannanöfnin eru mannaverk. Foreldrar taka mikla áb.vrgð á hendur að kveikja líf barnsins. Ábyrgðin sem fylgir þvi að velja barninu nafn er lika þung. Ætlunin er að rteða þá ábyrgð hér á eftir. Að heita tveimur nöfnum Svo virðist þegar barni er valið nafn. að annaðhvort er nafnið valið ..úti bláinn" eða barnið er látið heita eftir einhverjum eða i höfuðið á einhverjum, sem foreldrarnir meta svo mikils að vilja koma nafni hans upp. Þetta er hvorttveggja gott og gilt svo langt sem það nær. Málið vandast þegar foreldrarnir láta sér ekki nægja eitt nafn. Það er afarvand- meðfarið að gefa einum tvö nöfn. Það er svo vandmeðfarið að lang-langoftast er það verr gert en ógert. Það skal mikið til að nöfn eigi saman, hljómi saman, og auðvitað ráða vani, smekkvisi og vandfýsni hvað hyorjum finnst. Beri barn nöfn tveggja ætting.ja og fari svo að annað sé lagt til hliðar í daglegri notkun sem oftast mun vera. þá er þar með boðið heim óánægju vegna nafnsins sem víkur til hliðar. Þegar þannig fer er verr farið en heima setið. Þá fylgir tvínefnum annar annmarki sem allir þekkja. Það er ruglingurinn sem leiðir af tveimur nöfnum oft og einatt. Atvikin haga því oft svo að sumir þekkja eina manneskju undir fyrra nafni hcnnar. aðrir þekkja hana undir síðara nafninu og enn aðrir ef til vill undir báðum nöfnunum. Þetta getur haft óþægindi í för með sér og leiðindi. Loks verður að drepa á vandræðin sem tvö nöfn föóur valda þegar barn eða börn fara að kenna stg við hann. Ef faðirinn heitir Sigurður Hannes og er ætíð skrifaður og kallaður svo. hvað er þá til ráða? Nú eignast Sigurður Hannes dóttur. Hún er vatni ausin og gefið nafnið, nöfnin Þorgerður Elísa. Þá liggur ekkert beinna við en skrifa bles'sað barnið Þorgerði Elísu Sigurðar Hannesardóttur. Hugsum okkur að faðir hennar sé þjóðkunnur. Sé hún kölluð Sigurðardóttir þá áttar enginn ókunnugur sig á því hverra manna barnið er. Varla tæki öllu betra við, væri mærin kölluð Þorgerður Elísa Hannesardóttir. Nú hugsum við okkur að sami Sigurður Hannes eignist lika son. Sá sveinn hugsum við okkur að hljóti nöfnin Dag- finnur Már. Svo ekkert fari milli mála um faðernið ætti að nefna hann Dagfinn Má Sigurðar Hannesarson. Hins vegar má ætla að hann yrði skrifaður Dagfinnur Már Sig- urðarson. Að lokinni Keflavíkurgöngu - Það var óhugnanleg sjón, sem blasti við þeim veg- farendum, sem áttu leið um miðborg Reykjavíkur sl. laugar- dagskvöld þar sem safnazt höfðu saman milli 5 og 6 þúsund manns að lokinni svo- kallaðri Keflavíkurgöngu, svarnir andstæðingar lýðræðis og vestrænnar samvinnu, og höfðu uppi fyrri heit- strengingar um að gera ísland varnarlaust og koma því undir ógnarstjórn kommúnista. Sá fjöldi, sem safnazt hafði saman í miðborg Reykjavíkur sl. laugardagskvöld til þess að sýna hug sinn til þess stjórn- skipulags, sem við búum við, þ.e. mótmæla lýðræði og einstaklingsfrelsi, sýnir betur en nokkuð annað, hvers við megum vænta í framtíðinni og á hve skömmum tíma öfgaöflin geta virkjað hinn auðtrúa al- menning til ótrúlegustu hluta, jafnvel sjálfseyðingar, ef ötullega er að unnið. Og hér.á landi hefur sannar- lega ötullega verið að unnið af hinum ýmsu minnihluta hópum ofstækismanna, sem telja sér skylt að kollvarpa núverandi stjórnskipulagi, og mótstöðu hafa þessi öfl varla mætt að neinu mprki. Stjórnmálamenn þeir sem þó helzt hefur verið trúandi til að verja íslenzk borgaraleg réttindi, þ.á m. réttindi til sjálf- stæðs atvinnureksturs, hafa brugðizt skyldum sínum, og þeir hafa kvoðnað niður, hver um annan þveran, þegar á hefur reynt og tækifæri gefizt til að draga að fullu niður þær rauðu dulur, sem öfgamenn telja svo mikilvægar að hafa uppi í baráttu sinni fyrir nýju landi, „Sovét-Islandi”, einangr- uðu og kúguðu. Brjóstvörn lýðræðis og vest- rænnar samstöðu hér á landi hefur orðið fyrir miklum áföll- um á undanförnum árum. Margir þeirra helztu forystu- manna, sem áttu stóran þátt í stofnun lýðveldisins eru nú horfnir af sjónarsviðinu. Og með stuttu millibili hafa fleiri og fleiri þessara manna fallið úr leik með voveiflegum hætti, svo að allt virðist ætla að verða þeim öfgaöflum, sem vilja íslenzkt lýðræði feigt og afmá það, að vopni. Gott dæmi um það, hvernig stjórnmálamenn þeir, er treyst hefur verið til að gæta lýðræðis og frelsis hér á landi hafa kvoðnað niður fyrir minni- hlutahópi öfgaaflanna er þegar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.