Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 24
Yfirlýsing eftir NATO-fundinn í Osló í gœr: V Ekki stafkrókur um deilu Islendinga og Breto Fundi utanríkisráðherra NATO-ríkjanna lauk síðdegis í gær og i sameiginlegri yfirlýs- ingu, sem venja er að gefa út eftir hina árlegu fundi, var fátt nýtt af nálinni og athygli vekur að ekki er sérstaklega minnzt á deilu Islendinga og Breta í henni. Hins vegar er farið mörgum orðum um hættuna sem stafi af vaxandi vígbúnaði Sovétmanna og að nauðsyn sé á að aðildarþjóðir bandalagsins standi þétt saman um varnir gegn þeirri vá sem fyrir dyrum Áœtlanir Einars ekki rœddar „Það eru í gangi mismunandi útgáfur af þessum ummælum Einars og ég vii heizt ná sam- bandi við hann áður en ég út- tala mig um málið,” sagði Þórarinn Þórarinsson, for- maður utanríkismálanefndar, í viðtali við Dagblaðið. Sagði Þórarinn að fyrirætlan- ir ríkisst jórnarinnur hefðu ekki verið ræddar í utanríkis- málanefndinni, enda væri það ekki vaninn fyrr en eftir á. Hvort hann héldi að Einar tæki sendiherra tslands hjá bandalaginu með sér heim, ef engar viðræður yrðu hafnar, vildi Þórarinn ekki svara að svo komnu máli. — HP Styrkuraðaðild að NATO, segir Gylfi Þ. Gíslason „í baráttu okkar við Breta tel ég okkur hafa verið og vera styrkur að aðild okkar að Atiantshafsbandalaginu," sagði Gyifi Þ. Gíslastm í viðtali við Dagblaðið. „Auðvitað koma engar viðræður við Breta til greina á meðan brezkar frei- gátur eru við tsland.” Gylfi taldi hins vegar að ef Bretar kveddu freigáturnar á brott kfæmi til greina að eiga við þá viðræður „til þess að reyna að koma fyrir þá vitinu”. — HP „Hef litla trúóað samkomulag nóíst í Osló/# w segir Olafur Jóhannesson „Ég hef litla trú á því að hægt verði að komast að sam- komulagi þar enda þótt ein- hverjar viðræður kunni að eiga sér stað. Þetta er flóknara mál en svo.“ Þá hefur Einar látið hafa eftir sér, að sjálfstæðismenn ráði því hvort hér verði herstöð til frambúðar: „Ætli þeir ráði því nokkuð, nema þeir séu í meirihluta meðal þjóðarinnar," sagði Ölafur. „Ég held að kærleikur þjóðarinnar til NATO sé i miklu lágmarki um þessar mundir.“ -HP- sé. I yfirlýsingunni, sem er meira en 1500 orð, er lítillega fjallað um deilu Grikkja og Tyrkja um yfirráð yfir Kýpur, en eins og áður sagði er ekki sérstaklega fjallað um þau deilumál sem hvað mestan tíma hafa tekið við umræðurnar, landhelgisdeilu Islendinga og Breta. Þá var aðeins tæpt á mögu- leikanum á því að kommúnistar komist til valda á Italíu en það hafa Bandaríkjamenn litið illu auga. Umræður um það fóru að mestu fram á göngum. „Það var ekki ætlun mín,” sagði Einar Ágústsson við fréttamenn í gær eftir seinni fund þeirra Crosslands utan- ríkisráðherra, er hann var spurður að því hvort ein- hver niðurstaða hefði fengizt. Er þetta það eina sem haft var eftir ráðherra eftir fundina með brezka utanríkisráðherr- anum. Hann staðfesti þó að árangur hefði náðst undan- farna þrjá daga. Brezka útvarpið sagði í gær að Kissinger og Einar Ágústs- son hefðu hitzt lítillega eftir þann fund, en í gær átti Einar tvo fundi með Crossland þar sem landhelgismálið var að sjálfsögðu rætt. Ekki reyndist unnt að fá stað- fest hvað þeim hefði farið á milli og ráðamenn höfðu ekki fengið nákvæmar fréttir af gangi mála. Töluverð bjartsýni virtist þó ríkja um það að verulegur skriður kæmist á málið, en ekki voru allir þó á sama máli um það. Vitað er að James Callaghan kallaði flota- og sjávarút- vegsmálaráðherra sína á sinn fund í gær og þá var landhelgis- málið á dagskrá. — HP. Umferðar- slys í Kópavogi: BÍLLINN HENTIST ÚT AF VEGINUM 0G ENDASTAKKST „Þetta er nú það ónýtasta brak sem ég hef augum litið," varð lögreglumanni að orði er hann kom á slysstað í Kópavogi um klukkan hálfeitt í gærdag. Þar hafði Citroen-bifreið lent út af hraðbrautinni og velzt og endastungizt langt inn á túnið við stórbýlið Lund í Fossvogi. Sjónarvottar bera að Citroen-bifreiðinni hafi verið ekið með ofsahraða frá Hafnar- firði og í átt að Reykjavík. Er ökumaðurinn var staddur skammt frá brúnum í miðbæ Bifreiðin var mjög illa farin eins og sjá má á þessari mynd. Næsta furðulegt má það teljast að ökumaðurinn skyldi sleppa lifandi út úr brakinu (DB-mynd G eir). Kópavogs missti hann stjórn á bílnum með fyrrgreindum af- leiðingum. Sjónarvottarnir bera að bíllinn hafi farið tuttugu veltur út af veginum. Lögreglan telur þó með ólíkindum að hægt hafi verið að telja velturnar en þær hafi verið allmargar. Bíllinn er gjörónýtur eftir út- afkeyrsluna. Hurðir, vélarhlif og aðrir hlutir úr honum dreifðust yfir stórt svæði. Var hreinasta heppni að hann skyldi lenda á auðu svæði. Ökumaðurinn slapp með fótbrot og minni háttar skrámur. Læknar á Borgar- spítalanum töldu mestu mildi að hann skyldi ekki hafa farið verr. Hann hentist út úr bílnum nokkru áður en hann stöðvaðist og hefur það sennilega bjargað lífi hans. Kópavogslögreglan hefur grun um að ökumaður hafi verið ölvaður og hefur því farið fram á rannsókn þess. -AT- AÐKOMAN EKKITIL AÐ AUKA MATARLYST ..Þetta er aðkoman að mötuneytinu hjá okkur,“ sagði Steinberg Þórðarson hjá Miðfelli hf„ „og hún er vægast vagt óþrifaleg og ekki lyst- aukandi. 1 rigningartíð er þetta einn forarpollur og drullan rennur ínn á lóðina til okkar. Hér erum við með eitt fullkomnasta eldhús sinnar tegundar í einkaeign í Vestur- Evrópu og tilreiðum S00 máltiðir á dag, þar af kaupir borgin af okkur um 300. I eld- húsinu vinna 15 manns og við erum með fullkomið og gott loftræstikerfi sem við verðum að taka úr sambandi vegna ryksins sem berst inn á þurr- viðrisdögum. Það átti að vera búið að malbika hér í kring fyrir löngu en ekkert hefur ennþá bólað á framkvæmdum." DB-mynd Björgvin. Sóðaskapur í nágrenni við matstaði, þar sem hundruð manna matast daglega, verður varla afsakaður. Þessi mynd sýnir hvernig verður umhorfs ef vætir — ekki tekur betra við þegar þurrt er og hvasst. (DB-mynd) Srjálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 22. MAl 1976. Friðrik Olafsson tap- aði skSk sinni gegn heims- meistaranum larpov í loka- umferðinni S skSkmótinu í Hollandi. skSkin varð 60 leikir og stóð í 7 stundir Friðrik beytti Sikileyj- arvörn. Karpov telfdi r6- lega en Friðrik varð S að sækja til að eiga mögu- leika til sigurs í mótinu. í samtali við Db kvaðst Friðrik hafa farið of geyst í sakirnar, tapað tapað peði og petta peð hafi að lokum rSðið úrslitum. SkSk- in var þung og erfið al'lan timann. 1 hinni skSk lokaumferð- arinnair vann-Browne Timman og lokaúrslit urðu þvl: Karpov 4 vinninga* Bromve 3 vinningar Friðrik og Timman 2,5. Friðrik er vamtanlegur heim S mSnudaginn. -ASt BYGGINGARYÖR- UMST0LIÐ í EYJUM Hann er væntanlega að byggja sjálfur, þjófurinn sem fór inn í nýbyggingu í Vest- mannaeyjum aðfaranótt þriðjudagsins og lét greipar sópa. Ekki er vitað nákvæm- iega um verðmæti byggingar- varanna, sem hann hafði á brott með sér, en það nálgast 200.000 krónur að sögn lög- reglunnar I Vestmannaeyjum. Meðal þess sem stolið var voru rafmagnshandverkfæri ýmiss konar svo sem borvélar, slípivél, hjólsög, hnoðbyssur og ýmislegt fleira. Einnig hurfu um 20 þvingur, raf- magnskapall, heil málningar- tunna, gólfdúksrúlla, skápahöldur og margt fleira smávegis. Töluvert var af verkfærum til viðbótar en þau hafa sennilega ekki hentað þjófnum því að hann skildi þau eftir. Þjófnaður þessi átti sér stað í fjölbýlishúsi sem Breiðholt hf. er með í byggingu fyrir Vestmannaeyinga.— Lögreglan hefur enn ekki komizt á spor þjófsins, en segir að allt bendi til þess að þar hafi verið á ferðinni maður sem þekkti vel til staðhátta. -AT- Akureyri: w Oku ó steinvegg Þrennt var flutt á sjúkrahús á Akureyri í fyrrinótt eftir að bíll hafði lent á steinvegg við Kringlumýri 17 á Akureyri. Fólkið fékk allt að fara heim eftir að gert hafði verið að sárum þess. Bíllinn er mikið skemmdur eftir þessa ákeyrslu en þó ekki ónýtur. Fólkið var ekki ölvað er slysið átti sér stað. -AT‘ Bílþjófur handtekinn f yrir óvísanafals Hann lætur ekki staðar numið, Akureyringurinn sem kom til Reykjavíkur í fyrrinótt á stolnum bíl sem hann hafði fengið sér á Akranesi. I gærdag var hann handtekinn er hann var að reyna að selja þar 16.000 króna ávísun sem hann hafði fyllt út sjálfur á fremur tortryggilegan hátt. Af- greiðslufólkið var ekki á því að kaupa snepilinn af stráksa og kallaði lögregluna til. Að sögn lögreglunnar er þessi piltur fæddur árið 1957. Hann mun ekki lengur vera neinn aufúsugestur syðra og á að reyna að konta honum til heimahaganna á næstunni. -AT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.