Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUCAKDAGUK 22. MAÍ 1976. Það er betra að kunna skil á innihaldi í ölium þessum glösum og ílátum sem fyrirfinnast í Raunvisindastofnun Káskólans. Unnur stendur þarna við hlið Roy Morse prófessors, en hann verður hér í sex mánuði til þess að hjálpa til við uppbyggingu á matvælakennslu. Morse varð aldeilis fyrir barðinu á hve illa íslenzkar vörur eru merktar, þegar hann ætlaði að fá sér glas af því sem hann hélt að væri hreinn appelsínusafi. Það var dísæt leðja í giasinu hans. 15 N ■ ■ I því að fiskurinn sé hreinn og ómengaður, þegar hann fer á Bandaríkjamarkað, þar sem við seljum mikinn fisk. Þetta efni er hins vegar notað í margt annað og þið getið verið viss um að fosfórsýru er þrælað í mann í kóla-drykkjunum. Það er eins með þetta og margt annað að miklar deilur eru um hvort óhætt er að nota polyfos- föt eða ekki. Rannsóknir hafa sýnt að polyfosföt geta verið orsök fyrir nýrnaskemmdum. Þetta hefur komið í ljós við dýratilraunir. Áhrifin eru vit- anlega mismunandi eftir poly- fosfötum, magni og því hvaða dýrategund er notuð við til- raunirnar. Við erum nú að at- huga hvaða aðferðir séu beztar til þess að greina þetta.“ Björgvin Guðmundsson lífefnafræðingur vinnur við margs konar tilraunir. Roy Morse prófessor hissa ó hvað íslenzkar vörur eru illa merktor Nú kom þarna aðvífandi Roy Morse, bandarískur prófessor, matvælafræðingur við Fulger háskólann í New Jersey. Hann lagði pappíra á borðið hjá Sigmundi og það kom f ljós að þeir voru í sambandi við fyrirlestraferð, sem Sig- mundur er að fara í til Japan. En Islendingar hafa ýmislegt til hjartarannsókna að leggja og hefur Sigmundur skrifað margar greinar í þekkt tímarit i heiminum um þessi mál. „Það sem mér finnst ólíkast heimalandinu er vitanlega veðrið. Heima er nú orðið bæði heitt og rakt,” segir Roy Morse. „Og svo er það hraðinn. Hann er svo miklu minni hér á öllum sviðum. Mér líkar það mjög vel.” Roy Morse er hér til þess að hjálpa til við uppbyggingu á matvælafræðikennslu. Hann hefur orð á því að lambakjötið okkar sé alveg frábær matur, annars kaupi hann aðallega út- lendan mat. „Eg keypti mér ísl. appelsínusafa hér rétt eftir að ég kom. Ég setti hann auðvitað beint í glasið og saup á,” sagði Morse. „Þið getið ímyndað ykkur upplitið á mér, þegar þetta reyndist vera eitt- hvað dísætt. Það fyrsta er ég gætti að var þá nafnið á fram- leiðandanum utan á flöskunni, því ég ætlaði að skrifa honum. En viti menn. Ekkert nafn, ekk- ert heimilisfang og ekkert um hvað var yfirhöfuð [ flöskunni. Nema að þar stóð bara appel- sínusafi. Hvernig í veröldinni er þá hægt að vita hvað maður kaupir? Já, Roy Morse var mikið hissa á því hvað íslenzkar vörur eru illa merktar og spurðist fyrir um Neytendasamtökin hér. Það væri félagsskapur] sem væri mjög sterkur í Banda- rikjunum og hefði meðal ann- ars komið því til leiðar að teknar voru upp vörumerking- ar. Við urðum að fræða hann á því að Neytendasamtökin hér væru ákaflega fjárvana félags- skapur áhugafólks og því miður væri lítið hægt að gera án pen- inga. Að lokum litum við inn til Unnar Steingrímsdóttur líf- efnafræðings. Hún vinnur við rannsóknir á ákveðnum frumu- líffærum, er nefnast mito- kondriur. Þar fer fram orkubú- skapur frumanna.Orki r.,n sem losnar við efnaskipn er breytt í ákveðið orkuríkt efnasamband (ATP). Síðan getur fruman nýtt orkuna, sem þetta efni hefur að geyma. EVI Þetta efni, heparin, vann Björgvin úr lungum úr einum nautgrip. Ur þeim fékkst þelta lítilræði af þessu heparinlyfi sem notað er til þess að hindra blóðstorknun. I)B-m.vndir Bjarnleifur. s s / Auglýsing í samþykkt borgarstjórnar um umhverfi og útivist er áætlaö að koma uppýmisskonar leiktækjum (t.d. mini- golf) í skrúðgörðum eða á opnum ræktunarsvæðum borgarinnar. Þeir sem áhuga hafa á að koma upp og starfrækja slík skemmtitæki eru vin- samlegast beðnir að hafa samband við garðyrkjustjóra borgarinnar í Skúl- túni 2, 3. hæð. Sími: 18000. Borgarverkfrœðingurinn í Reykjavík. Skólavist í menntaskólum Umsóknarfrestur um skólavist í menntaskólum og menntadeildum næsta skólaár er til 10. júní nk. Allar umsóknir um menntaskólavist i Rcykjavík skulu sendar til Menntaskólans í Reykjavík, við Lækjargötu, en aðrar umsóknir til viðkomandi skóla. Tilskilin umsóknareyðublöð fást í gagnfræðastigsskólum og menntaskólum. Menntamólaráðuneytið 18. maí 1976. í Norrœna húsinu um helgina: Bókasafn — Sýning á listmunum úr tré — Stig Petters- son frá Svíþjóð. Sýningarsalir í kjaiiara — Yfirlitssýning á verkum Siri Derkert —Síðustu dagar, opið 14:00—22:00. (Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld) Samkomusalur. Kvikmyndasýning kl. 16:00 á sunnudag. Sýndar verða kvikmyndir frá Þelamörk i Noregi. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ Smurbrauðstofan BJORNINFM Njálsgötu 49 — Sími 15105

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.