Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1976. Si ijL IIV OLAFUR % JÖNSSON uninni, sem ekki er lakari á þessum stað fyrir það að hún kemur engan veginn heim við þá hugmynda- og fagurfræði sem annars mun i mestum hávegum höfð í Tímaritinu, og löng grein eftir franskan höfund, Jean-Marie Chauvier: Solsénitsín — pólitískt mat. Þar er til að dreifa einkar skyn- samlegu yfirliti og gagnrýni „frá vinstri” á málstað, hug- myndum og málflutningi Solsénitsíns — áreiðanlega hin nytsamlegasta lesning hverjum og einum sem vill mynda sér einhverja eigin skoðun á Solsé- nitsín-málinu, en þekkir það þá ekki nema upp úr Morgun- blaðinu, eða kannski bara síðustu viðtölum við eða yfirlýs- ingum eftir Solsénitsín sjálf- um, t.a.m. um lýðræðið á Spáni, eða málstað Islands í land- helgisdeilunni. Líka birtist í Tímaritinu í fyrra ágætis grein um Chile: Þess vegna varð Allende að deyja eftir Gabriel Garcia Marquez, hinn nafntogaða skáldsagnahöfund frá Kolum- bfu. En þegar hún kom á prent í ritinu seint á árinu 75 hafa verið liðin tvö ár, eða því sem næst, frá því að greinin birtist fyrst í New Statesman. Hér er komið eins glöggt dæmi og á verður kosið um erfiðleika tímarita hér hjá okkur að fylgj- ast með því sem í kringum þau gerist. Hitt er að visu bágt að sjá af hverju það þarf að taka tvö ár að koma tímabærri er- lendri blaðagrein á framfæri á íslensku. Karlinn og vísindakonan I nýja hefti Tímarits Máls og menningar er eins og endranær eitt og annað læsilegt efni, ný ljóð eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson, háskólafyrirlestur Halldórs Laxness frá í vetur um „kristni- réttarákvæði elstu”,og síðast en ekki síst deílugreni eftir Vé- stein Lúðvíksson: Mikil vís- indakona smfðar sér karldjöful. Vésteinn er hér að svara rit- gerð eftir Helgu Kress f Skírni í fyrra um „kvenlýsingar og raunsæi” f skáldsögu hans Gunnari og Kjartani, og má þegar af fyrirsögninni ráða hugarástand sem höfundur hefur ratað í út af þessu máli. En það held ég að langt sé sfðan umræður um bókmenntaleg efni hafa vakið aðra eins eftir- tekt og grein Helgu f vetur og síðan andsvör Vésteins þá daga og vikur sem liðnar eru sfðan Tímarit Máls og menningar kom út. Nú er ekkert ráðrúm hér (því miður?) t-il að fara náið út í málavexti f deilu þeirra Helgu Kress og Vésteins Lúðvfks- sonar. En ádeiluefni Helgu á Gunnar og Kjartan er f sem stystu máli það að sagan hlíti öllum viðteknum fordómum í kynferðis- og jafnréttismálum, borgaralegri siðaskoðun, um félagslega og persónulega hlut- verkaskiptingu kynjanna, þótt raunar sé slík afstaða i mótsögn við metnað og markmið verks- ins sem vfðtækrar þjóðfélags- lýsingar og ádeiiu. „Höf- undur gerir sér ekki grein fyrir að um stéttaskiptingu þjóðfélagsins verður ekki fjallað án kynskiptingar þess, og sú þjóðfélagsmynd sem hann gefur getur þvf ekki orðið annað en röng,” segir Helga. Nú er vandalitið að sýna fram á að Helga sækir sitt mál sumstaðar af meira kappi en forsjá. Hún einfaldar um of fyrir sér frásagnaraðferð verks- ins, og gerir sig sumstaðar seka um að ætla sögunni, eða sögu- manni, höfundinum i verkinu, skoðanir sem augljóslega eru persónanna, raunhæfar skoðanir og viðhorf á sfnum stað f persónu- og samfélagslýs- ingu sögunnar. En þótt sitthvað af dæmum Helgu falli meira og minna marklaust niður af þess- um sökum á það engan veginn við um alla gagnrýni hennar. Og ekki virðist mér það sann- færandi hjá Vésteini að frá- sagnaraðferð Gunnars og Kjart- ans sé í rauninni miklu flóknari og margræðari en Helga vill vera láta og við blasir við lestur sögunnar, og þar sé meira að segja undir niðri fólgin gagn- rýni á „karlræði” eins og það gengur og gerist í samfélagi okkar daga og sögunnar. Þess verður sem sé sárasjald- an, ef þá nokkurntíma, vart að sögumaður/höfundur taki af- stöðu gegn, gagnrýni eða vísi á bug kynferðislegum hleypi- dómum sögufólks, eða þá við- teknum siðaskoðunum eins og þær birtast i fari þess. Hitt er Kjallarinn Jótvarður Jökull Júlíusson Það eru svona nöfn sem freista fólks til að láta börn heit? tveimur nöfnum: Dagfinnur Már. Jahá. Það er smekklegt nafn, hugsar foreldrið. En svo eignast Dag- finnur Már dóttur og lætur hanu heila Gróu Halldóru. Þá heitir það blessað barn Gróa Halldóra Daglinns Másdóllir. Öll eru þess nöfn í betri nafna röó, alþekkt og algeng og flest alíslensk, eða mega heita að vera orðin það. Auðvelt væri að velja til dæmis tvínefni sem sýndu óþjálli og ósmekklegri útkomu, en það verður samt ekki gert hér. Þverl á móti kýs ég að benda á útkomunu þegar best gegnir lil að sýna að tvínefnin eru of vandmeðfarin og ættu ekki að eiga sér stað. Lög munu heimila að skíra börn Aveimur nöfnum, en banna þrjú nöfn. Samt eru þess dæmi, samanber nafnalista fermingarbarna, að fólk hér á landi heitir þremur nöfnum. Lítur út fyrir að foreldrar og prestar hafi lagst á eitt að sniðganga landslög í þessum tilfellum. Prestarnir. Já! Kannski er alveg út í hött að ætlast til og vonast eftir að þeir geti nokkru ráðið eða haft áhrif á foréldrana við nafnavalið. Hvorttveggja er, að næstum allir litu á það sem sletti- rekuskap afprestsins hálfu og hitt, að líklega hafa fáir prestar sig í að reyna að hlutast til um svo persónuleg mál eins og nafnavalið óneitanlega er. En samt sem áður: Það er ekki öðrum til að dreifa sem hafa möguleika á að hafa þarna áhrif til hins betra. Prestarnir eru þeir einu sem hafa tækifæri til að losa blessuð ung- börnin undan að bera þann kross sem ofhlaðið nafn er. Þó landsins lög bregðist ung- börnunum í því að vernda þau gegn þvi að verða að bera tvö nöfn levina á enda. þá eiga prestarnir ekki að bregðast sið- ferðilegri skyldu: Að benda foreldrum á hvað betur má fara. Sú var tíðin, að hverjum íslendingi dugði eitt nafn. Talið er að tekist hafi að grafast fyrir um það, hver varð fyrstur lil hér á landi að bera tvö nöfn að útlendum sið. Ekki á ég aðgang að heimildum um hvort fleiri börn eru skírð einu nafni eða tveimur á árinu sem er að líða. Hinsvegar hefi ég aðgættskrár yfir fermingarbörn í ár, börnin sem skírð voru fyrir um það bil 13 árum Skrárnar náðu vfir fermingarbörn tvær vorhelgar 1976. 974 börn alls. Af 466 piltum heita 235 einu nafni, en 231 heitir tveimur nöfnum Ekki munar miklu á stúlkum og piltum, því 278 heita einu nafni en 230 heita tveimur nöfnum eftir því sem þessar skrár greina. Þannig er þá komið nafna- smekk landsfólksins, að næstum annað hvert barn er látið heita Iveimur nöfnum. Hér er því greinilega ærin ástæða til að skera upp herör og vinna heilshugar að nýjum og betri siðum. einangninin hafin þingsályktunartillaga stjórn- málamanna úr „öllum flokk- um“ er borin fram á Alþingi, þess efnis að kalla sendiherra Islands hjá Atlants- hafsbandalaginu heim! Hvort sem þessi tillaga nær samþykki eða ekki, sýnir hún glöggt hvert stefnir. Sendiherrar Islands hjá erlendum ríkjum verða kallaðir heim, hver á eftir öðrum, stjórnmálasamband við Bret- land hefur þegar verið rofið, nú er það Atlantshafs- bandalagið, sem saman- stendur af öllum þeim vestrænu ríkjum, sem við höfum haft mest samskipti við, — og hver skyldi verða næsta krafa um stjórnmálaslit — auðvitað við Bandaríki Norður-Ameríku— og hún yrði auðfengin, nema hvað! Einangrun Islands er þegar hafin, og með stuðningi stjórnmálamanna úr öllum flokkum. Þótt ýmsir innan lýðræðis- aflanna láti enn allar viðvaranir og tilraunir til bylt- ingar hérlendis sem vind um eyru þjóta og slái fram barna- legum fullyrðingum eins og þeirri, að heimköllun íslenzka sendihr. hjá NATO sé „þörf áminning", er það staðreynd, að nú hafa málin snúizt á þann veg að íslenzku þjóðinni stafar nú, fyrst fy.ir alvöru, hætta af ýmsum öflum innlendum, sem áður hafa verið talin lítils megandi, vegna mannfæðar og fjárskorts, og allsendis óséð hvernig þeim málum lyktar. Það er því full ástæða fyrir þá fáu stjórnmálamenn, sem enn hafa fullan hug á að verja sjálfstæði þjóðarinnar að standa saman og láta misklíð, sem litlu máli skiptir fyrir framgang þjóðarheildarinnar, lönd og leið. Sá tími virðist nú nálgast óðfluga, og miklu hraðar en flesta hefði grunað, að sérhver Islendingur verður að gera það upp við sig, hvort hann lætur tilleiðast að vera hlutlaus eða það sem verra er að ljá aðstandendum Kefla- víkurgöngu lið, þeim er með ósvífnum hætti þröngva auðtrúa almenningi til að ganga undir rauðum fánum ásamt þeim islenzka til þess að sýna vilja sinn í verki um að játast undir einræðisstjórn, — eða hvort hann lætur skynsemina ráða í hita þeirra innanlandsmála, sem nú ber hæst og styður þá stjórnmála- menn, sem enn treysta sér til að standa eða falla með þeirri sjálfstæðisstefnu, sem Sjálf- stæðisflokkurinn einn flokka þó veigameira að í pesónusköp- un sögunnar er kvenfólk alltaf séð í sínu kynferðislega hlut- falli við karlmenn, ástkonur og eiginkonur og mæður, félagar karla ef vel lætur en í öllu falli rekkjunautar, en aldrei sem sjálfstæðir einstaklingar í lík- ingu við karlmenn. Nú væri þetta kannski bara raunsætt ef sagan væri alfarið séð og sögð frá sjónarhorni Kjartans eða Gunnars, litkuð þeirra hug og tilfinningum og skilningi. En sögumaður aðgreinir sig vand- lega frá persónum sínum, einn- ig Kjartani þótt sjónarhorn sög- unnar fylgi honum að lang- mestu leyti, og freistar þess að sjá og sýna hann í senn utan og innan. Og i þessu efni er engri gagnrýni hreyft. Það verður ekki annað séð en sagan gangi út frá viðteknu kyn- ferðislegu hlutverki konunnar sem gefnu, hennar eina hlut- verki í heimi verksins. Homo erectus Gunnar og Kjartan er þroska- saga ungs manns, segir frá leið hans til skilnings á samfélagi sínu og uppreisn gegn því, stefnu hans í þá átt að verða að lokum „uppréttur maður” eins og sagan kveður að orði. Þetta kallar Helga Kress „hugmynda- fræði karlmennskunnar”. Og ljóst er að sagan gerir engan veginn ráð fyrir að kvenfólk geti orðið „upprétt” með sama hætti og Kjartan kannski verður það. Sagan lýsir, gagn- rýnir og hafnar heimi og sam- félagi sem uppskipt er á milli „höfðingja” og „lýðsins” — þótt henni ljúki að sönnu með rómantískum flótta frá slíkum heimi og samfélagi frekar en Ættarnöfn Þar kennir nú fyrst margra grasa svo um munar, þegar komið er út á sjálfan akur ónefnanna, sem er alda samsafn ættarnafna á íslandi. Af umræddum skrám yfir fermingarbörn mátti ráða að 47 af 974 börnum væru skrifuð með ættarnafni, nærri 21. hvert barn, eða 5 af hverju hundraði frjálslega reiknað. Meðal ættarnafna eru snobbnöfn frá 18. öld ýmist í latínustíl eða dönskum stíl. Þá eru tilgerðar- og snobbnöfn frá öldinni sem leið. lika i lat- neskum og dönskum stíl. Ýms þessi nöfn líkjast mest tísku- flíkum frá þessum öldum, svo hreinræktuðu börn sins tíma eru þau. Meðal íslenskra ættarnafna eru allmörg frá fyrstu tugum þessarar aldar, mest í Lyng- blóm- og Laufkvist-tisku svía, nöfn sem hættir mjög til að fá á sig blæ væmni og tilgerðar þegar til lengdar lætur. Nöfn í þessum flokki gætu stundum hentað sem skirnarnöfn eitt og eitt, en, þau þurfa að geta vikið fyrir nýrri tísku á nýjum tímum. en ekki að verða dæmd til að vera steirtgervingar meðal lifandi nafna um aldur og ævi. hérlendis hefur líkindi til að framfylgja. íslendingar mega gjarnan hafa það hugfast, að í Austur- Evrópu voru það bændaflokkar þeirra landa, sem urðu til þess, óafvitandi, að greiða götu kommúnismans til valda. Og það er ekkert óskylt með þeim bændaflokkum og Framsóknar- flokknum íslenzka, sem hefur aldrei getað sett fram heillega stefnuskrá, hvað þá að hann hafi getað setið í ísl. ríkis- stjórn heilt kjörtímabil á undanförnum árum, vegna þess að þar er jarðvegurinn mýkstur fyrir græðlinga kommúnista og öfgaafla, enda kemur það glögglega í ljós um þessar mundir, þegar nokkrir vonbiðlar úrkula vonar um ráðherraembætti gera sitt ýtrasta til að slita stjórnarsam- starfi því sem nú er ríkjandi, þ.á m. með tillögum um að kalla heim sendiherra okkar er- lendis. Það er ódaunn í lofti, sem eiginlegri uppreisn gegn því. Og á þeim flótta er gott að ung ástfangin kona sé með í för. Þ6 svo Helga Kress hafi í meginatriðum rétt fyrir sér í gagnrýni sinni um Gunnar og Kjartan verður sagan að vísu ekki hótinu verri en ella fyrir það. Og ljóst er að Vésteinn Lúðvíksson á allskonar vörn í sínu máli. Hann gæti t.d. sagt sem svo að maðurinn sé því miður skaptur i kross, og konan sé og skuli vera karli sinum undirgefin. Lika gæti hann svarað þvi til, sem kannski væri sönnu næst, að Gunnar og Kjartan fjallaði mikið um önnur efni en kvenfrelsis- og kynferðismál, og hann hafi bara ósjálfrátt og umhugsunar- laust gengið út frá arfhelguð- um skilningi kvenna, kynlifs og ásta i sögunni. En óneitanlega er meinleg mótsögn í þvi fólgin að í og með gagnrýni sinni á stéttskiptingu höfðingja og lýðs skuli sagan þegjandi ganga út frá og gera ráð fyrir sem sjálfsögðum hlut annars konar stéttskiptingu yfirbjóðenda og undirgefinna, eftir kynferði, í þeirri heims- mynd sem þar er dregin upp. Sú afstaða kemur að vísu mæta- vel heim við rómantískan mannskilning sem er hreyfiafl sögunnar um Gunnar og Kjart- an þrátt fyrir raunsæisyfirskin á frásagnaraðferð hennar og umhverfislýsingum. Hvað um það: fyrir áhugafólk um bókmenntir, raunsæi í skáldskap, eða kvenfrelsismál I lífi og list, er sjálfsagt að kynna sér viðureign vísindakonu og karlskratta hennar í rithöf- undastétt, sem vonandi er ekki á enda kljáð með þessu and- svari Vésteins Lúðvíkssonar. Þá er meðal „ættarnafna” all- nokkur slæðingur hlálegri en önnur: Bjarnason, Einarsson, Gíslason. Jónsson og Sveins- son. Loks er yfirgripsmesti hópur ættarnafna, innfluttu nöfnin frá flestum þjóðum jarðarinnar. Tilkoma þeirra er i alla staði eðlileg, þó sjálf geti þau mörg hver ekki með nokkru lifandi móti aðlagast íslensku máli og séu dæmd til að verða þar óeðlileg um alla framtíð og þeim væri fyrir bestu að fá lausn í náð hjá næstu eða næstnæstu kynslóð. Sama máli gegnir re.vndar um ættarnöfnin öll upp til hópa Það heyrir til heilbrigðum íslenskum metnaði að fylgja nafnasiðnum sem þjóðin hefir haft allt frá dögum elstu sagna, að sérhver heiti einu nafni og kenni sig við móður eða föður' sem sonur þeirra eða dóttir eftir því sem við á. Hlutur mæðranna getur ráðið úrslitum, getur skipt sköpum. Hlutur prestanna í fræðslu og leiðsögn almenningi til handa er þungur á vogar- skálum. Þeirra er að benda á það sem betur má fara. Játvarður JökuII Júliusson Miðjanesi Reykhólahreppi. N Kjallarinn Geir R. Andersen leikur um íslenzkt sjálfstæði og stjórnarfar þessa dagana. Það þarf mikið átak og mikla sam- stöðu meðal þjóðarinnar til þess að þessi ódaunn verði ekki að nálykt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.