Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. MAl 1976. 7 \ ÆÐISGENGINN LOKASPRETTUR Á OLYMPÍUMÓTI — íslenzka sveitin hafði unnið 20 leiki — gert eitt jafntefli og tapað 17eftir39umferðir í Monte Carlo Monte Carlo, föstudag. Síöustu umferðirnar á Olym- píumótinu í bridge verða spilaðar i dag — og ef að líkum lætur verður keppnin um ólympíutitilinn meiri og harðari en nokkru sinni fyrr. Frakkland sigraði á fyrsta Ólympíumótinu 1960 —síðan Ítalía þrívegis, en þegar þetta er skrifað höfðu enn sex þjóðir möguleika til að sigra á mótinu. Spenna í hámarki. Framan af mótinu höfðu Svíar forustu — sigruðu í fjórum fyrstu leikjunum með hámarks- stigatölu, sem er met á sltku móti. Einnig unnu Svíarnir í níu fyrstu umferðunum — ann- að met þeirra þar. En svo fóru Svíar að dala um tíma. Sviss- lendingar náðu forustunni, en hefur gengið heldur illa að und- anförnu og eru nú án mögu- leika. Þá kom að Bretum að spretta úr spori og þegar mótið var rúmlega hálfnað höfðu Bretar náð 33ja stiga forskoti á aðra sveit. En þá kom að ís- lenzku sveitinni að klekkja á Bretum. Það var fyrsti tapleik- ur Breta — lítill þó 9-11 — frá því í fyrstu umferðunum, en setti brezku spilarana eitthvað úr skorðum. Þeir töpuðu nokkr- um leikjum eftir tapið við ísland — misstu niður allt for- skotið á stuttum tíma — en hresstust svo við aftur. ítalir náðu þá forustu — og voru komnir vel yfir um tíma, en misstu allt forskotið og meira til sl. fimmtudag. Þrír tapleikir þeirra í röð — þar á meðal þrír í mínus gegn Frakk- landi — settu óvænt strik i reikninginn. Italska sveitin virtist vera orðin mjög sterk, þegar líða tók á mótið — og það var fyrst og fremst frábær spilamennska þeirra Bella- donna og Vivaldi, sem átti þátt í því. Eftir tap Itala fyrir Banda- rlkjamönnum i heimsmeistara- keppninni, sem háð var hér í vikunni á undan Ólympíumót- inu í Monte Carlo, var stórt spurningarmerki við itölsku sveitina. Pietro Forquet, hinn fimmtugi bankastjóri frá Napolí, sem verið hefur einn fremsti spilari heims tvo síðustu áratugina, var ekki ánægður með þátt heimssam- bandsins í heldur ruglingslegu svindlmáli, sem sagt er að hafi átt sér stað á Ítalíu. Nafni hans var blandað í það mál aðeins vegna þess, að hann spilaði við Bianchi eitt sinn i heimsmeist- arakeppni. Það líkaði Forquet, einum heiðarlegasta og drengi- legasta keppnismanni í bridge gegnum árin, illa — það svo, að hann hélt heim til Italíu eftir heimsmeistarakeppnina í stað þess að spila áfram á Ólympíu- mótinu við Belladonna. Þetta kom ítölsku sveitinni í vissan vanda í fyrstu — en vel leystist úr málunum. Belladonna, sem nú er að nálgast sextugt og hefur verið konungur bridge- ins um langt árabil, stóð þá einn uppi. En síðan fór hann að spila við Antonio Vivaldi, sem mikla reynslu hefur á stórmót- um þó ungur sé að árum, og eftir nokkra byrjunarörðug- leika fóru þeir að spila frábær- lega vel saman — það svo, að á hinni miklu sigurgöngu ítölsku sveitarinnar eftir mitt mótið, spiluðu þeir nær alla leiki Ítalíu. Það hefur kannski verið of mikið — árin farin að segja til sín hjá Belladonna og nokk- urrar þreytu farið að gæta hjá honum. Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenzku sveitinni — en árangur þó eftir atvikum sæmi- legur. Þegar þetta er skrifað hefur sveitin spilað 38 leiki það var eftir 39 umferðir — ein yfirseta vegna þess að sveit Portúgals mætti ekki til leiks — og af þessum 38 leikjum hafði Island unnið 20 — gert eitt jafntefli, en tapað 17 leikj- um og vinningshlutfallið um 55%. Efsta sveitin í mótinu var þá með um 75% vinningshlut- fall. Við skulum nú líta á nokkur spil frá mótinu. 1 leik Islands og Filippseyja í 39. umferð kom þetta spil fyrir. Nobður ♦ 76 VÁD10765 010 + D543 Austur +A10852 VG83 OG5 + KG6 SUÐUR + K ^K942 OK762 +Á1087 A þetta spil fengu þeir Guð- mundur Pétursson og Karl Sigurhjartarson að spila þrjú hjörtu á spil n/s. Unnu þau og fengu 140. Á hinu borðinu spiluðu Ásmundur Pálsson og Hjalti Eliasson fjóra spaða á spil austurs-vesturs og unnu sex. í leik Italíu og Vestur- Þýzkalands var farið I fimm spaða á báðum borðum. ítalir unnu sex, en þegar Þjóðverjar spiluðu spilið var það doblað. Og sjö unnust. Hjarta kom út — trompað — spaðaás tekinn, kóngurinn féll, trompið tekið og siðan svínað fyrir tigulkóng. Þjóðverjarnir fengu því 1250 fyrir spilið og unnu 13 imp-stig á því. Hans Kreijns, Hollendingurinn snjalli, sem spilaði heima á Islandi fyrir um 15 árum, vekur alltaf mikla at- hygli við spilaborðið. Á Ölympíumótinu hér í Monte Carlo lenti hann í sex gröndum á spil suðurs. Vestur spilaði út spaða og austur tók á ásinn. Spilaói síðan spaðadrottningu. Vestub + DG943 <7 ekkert O ÁD9843 + 92 Norbur + enginn S>Á8532 O K7 + KG9542 Austur + ÁDG105 <7 10 01042 +D1073 SUÐUR + K973 KDG 0 ÁD98 + Á6 Hans þurfti ekki meira en að austur tók á spaðaásinn — eftir það var hann fljótur að renna heim tólf slögum. Hann drap spaðadrottningu með kóng — spilaði háspilum sín- um 1 hjarta. Fór síðan inn Vestur + 8642 V 9764 O G653 + 8 spilið tapaðist á báðum. Það er hægt að vinna sex hjörtu á ýmsan hátt — og er ekki sjálf- sagt að spreyta sig á því? I leik tslands og Hollands á Ólympíumótinu kom þetta spil fyrir. Vestur + 1093 VG3 O G10 + K97532 Norður + ÁKG4 V ÁD8 0 K93 + ÁD8 Austur +D75 V1074 0642 + G1064 SUÐUR + 862 V K9652 0 ÁD875 ♦ ekkert skrifar f ró Monte Carló á spil blinds á tlgulkóng og tók ás og áttu í hjartanu. Kreijns hafði kastað tveimur laufum úr blindum á tvo fyrstu slagina i spaða. Þá spiíaði hann tígli frá blindum og drap á drottning- una. Sviðið var sett og þegar Kreijns tók á tígulásinn var austur fastur í kastþrönginni, þar sem hann var með upphaf- lega alla spaðana yfir nlu suðurs — og laufadrottning- una. Hann valdi að kasta spaðanum — en Hollendingur- inn tók þá spaðanluna og siðan tvo hæstu í laufi.12 slagir. Þetta spil kom fyrir I 32. um- ferðinni, þegar Island spilaði við Grikkland og vann 19—1. Á báðum borðum varð lokasögnin þar sex hjörtu í norður — og Stefán Guðjohnsen var norður — og eftirað ég opnaði á tveimur laufum á spil suðurs runnum við I sjö hjörtu. Það er rétt að skýra þessa opnunar- sögn. Tvö laufin þýða ein- hverjir tveir fimmlitir, en ég á að vísu að eiga minnst tíu punkta. En staðan var hagstæð — við utan hættu, en hinir á hættu, svo ég opnaði á spilið þó punktinn vantaði. Nú, Stefán varð auðvitað mjög spenntur með sln miklu spil og sögnum lauk ekki fyrr en með sjö hjörtum eftir að hann hafði komizt að þvi, að ég átti fimmlit I báðum rauðu lit- unum — hjarta og tígli. Báðir litirnir „brotnuðu" svo hægt var að fá 14 slagi á spilið ef þess hefði þurft með. Simon UNGLINGALANDSLIÐIÐ í BRIDGE Unglingalandslið í Bridge Bridgesamband Islands sendir landslið til þátttöku i Evrópumeistaramóti unglinga, sem haldið verður í Lundi dagana 1.—8. ágúst nk. Lið var endanlega valið nýlega og er það skipað þessum mönnum: Sverrir Ármannsson, hann var i landsliði i unglingaflokki árið 1973. Félagi hans er: Sigurður Sverrisson, en hann var í landsliði unglinga árið 1974 Helgi Jónsson, hefur tvívegis verið í unglingalandsliði , árin 1974 og 1975. Félagi hans er: Helgi Sigurðsson, þetta er I fjórða sinn sem hann er i unglingalandsliði. Guðmundur P. Arnarson, var í landsliði í unglingaflokki 1975, en félagi hans er: Jón Baldursson, hann spilaði í landsliði unglinga árið 1974, en árið 1975 spilaði hann í lands- liði í opna flokknum (flokki fullorðinna). Páll Bergsson, er fyrirlilði liðs- ins, en hann sá einnig um val þess. Eins og sjá má af upptaln- ingu þessari, eru þetta reynslu- miklir spilarar, miðað við Sitjandi, talið frá vinstri: Sverrir Armannsson, Páll Bergsson, Helgi Jónsson, standandi: Helgi Sigurðsson, Jón Baldursson, Guðmundur P. Arnarson, Sigurður Sverrisson. aldur, en þeir eru allir fæddir á árunum 1952—1954. Rétt til þátttöku í Evrópumeistara- mótinu í ár hafa spilarar fædd- ir 1951 og síðar. Unglingastarfsemi í bridge er víða orðin mjög öflug, Sér- staklega þykir skipulag frænd- þjóða okkar, Dana Norðmanna og Svía, tij fyrirmyndar. Enn hefur ekki tekizt að skipuleggja starfsemi þessa hér á landi að neinu marki, sökum fjárskorts. Þ6 hefur Bridgesamband Islands sent landslið til keppni í unglingaflokki erlendis síðustu ár. Arið 1973 kepptu Islendingar í þessum flokki á Norðurlandamóti í Alaborg og í Osló árið 1975. A báðum þess- um mótum höfnuðu þeir í 4. sæti á undan Finnum. Fyrsta Evrópumót unglinga var háð árið 1968, og hafa síðan verið haldin annað hvert ár. Árið 1974 var mót þetta haldið í Kaupmannahöfn og náði tsland þar 12. sæti en 21 þjóð tók þátt í mótinu. Ástæða er til að halda að lið það, sem nú hefur verið skipað eigi möguleika á að ná betri árangri en ísland hefur áður náð í þessum flokki. Stjórn B.S.I.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.