Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAIKJARDAGUR 22. MAl 1976. yIMI' Framkvœmdaleysi við Þorlákshöfn: Grjótnáman við Þorlákshöfn. Þaðan á að taka 7—8000 tonn af grjðti og flytja á bílum til Eyrarbakka. Skrítin f jármálapólitík // — segir haf narstjórinn, Sigurður Jónsson „Nei, það fer víst minnst af þessu grjóti til okkar, heldur er það flutt á bílum til endurbóta á höfninni á Eyrarbakka,” sagði Sigurður Jónsson hafnar- stjóri í Þorlákshöfn er Dag- blaðið ræddi við hann um mikið grjótnám, sem nú fer fram skammt utan við kauptúnið. „Hitt er annað mál, að við hefðum ekkert á móti því að fá þetta grjót til viðbótar við hafnargarðinn okkar,” bætti hann við. Sigurður er mjög óánægður með þann gang mála, sem hefur verið á að fá hækkaðan garð- inn, sem skýlir höfninni við brimi í- suðaustan átt. í vetur börðust Þorlákshafnarbúar fyrir því að' fá þetta gert. Alþingismenn Suðurlands og fjárveitingarnefnd Alþingis komu og litu á aðstæður og lýstu sig samþykka því að eitthvað yrði að gera. „En við þurfum að fá þetta fyrir næsta vetur, en ekki eftir fimm eða sex ár,” sagði Sigurður. „Það hafa verið gerðar teikn- Viðlegukanturinn umdeildi. Myndin er tekin, þar sem fyrst var áætlaó að reisa aðstöðu fyrir Herjólf. Til að viðlegu- kanturinn verði öruggur þarf að hækka hann sem nemur hæðinni á enda hans. ingar af höfninni þannig að hún dygði næstu 100 árin. Þær framkvæmdir myndu kosta um 150 milljónir króna miðað við núgildandi verðlag. Jafnvel framkvæmdir upp á 40—60 milljónir myndu hjálpa okkur mikið. Því skýtur nokkuð skökku við, að til séu peningar til að flytja 7—8000 tonn af grjóti á vörubílum um 60 kíló- metra vegalengd. Hver bill tekur 10—12 tonn í hverri ferð svo að ferðirnar ves ða ekki undir 800. „Við unnum Eyrbekkingum alls góðs,” sagði Sigurður Jóns- son enn fremur, „en svona fjár- málapólitík er fyrir ofan okkar skilning og virðist engan veg- inn raunhæf.” Nýting viðlegu- kantsins lítil Fyrstu 76 daga ársins varð að loka viðlegubryggjunni í 33 daga samtals vegna veðurs. Auk þess liggur bryggjan undir skemmdum vegna brims. í vondum veðrum verða bátar frá Stokkseyri og Eyrarbakka að leita til Þorlákshafnar, en meðan höfnin þar er ekki ör- uggari en nú er, þá getur farið svo að plásslítið verði i höfn- inni. Aðstaða Herjólfs „Vegna þeirrar tregðu við að leyfa okkur að hækka viðlegu- kantinn varð að breyta þeim áætlunum, sem gerðar höfðu verið til móttöku nýju Vest- mannaeyjaferjunnar, Herj- ólfs,” sagði hafnarstjórinn. „Við reiknuðum með að hún legðist að skammt frá bryggj- unni, rétt hjá hafnarvigtinni. Íví varð hins vegar að breyta, ar eð slikt hefði ekki verið framkvæmanlegt vegna brims.” Nú er verið að reisa stálþil, þar sem Herjólfur á að leggjast að. Áætlað er að fram- kvæmdum þar verði lokið um mánaðamótin júlí-ágúst er skipið kemur til landsins. „Mér finnst fjarstæða að koma aðstöðu ferjunnar upp þar sem hún er nú,” sagði Sigurður. „Hún tekur pláss frá 12 bátum, —pláss sem við megum ekki missa, þar eð báta- flotinn hérna fer stækkandi, auk þess sem þróunin er sú, að bátarnir sjálfir stækka,” sagði hann að lokum. — ÁT — Unnið er að þvf að reisa stálþil fyrir Vestmannaeyjaferjuna Herjólf. Hafnarstjórinn segir hánn taka pláss frá 12 fiskibát- um. DB-myndir Björgvin Pálsson. Skagfirzka söngsveitin lœtur fró sér heyra ó tónleikum Sjötta starfsári Skagfirzku söngsveitarinnar er að ljúka um þessar mundir og af því tilefni mun sveitin halda tón- leika í Austurbæjarbíói laugar- daginn 22. maí kl. 15.00. Stjórnandi söngsveitarinnar frá upphafi hefur verið Snæ- björg Snæbjarnardóttir. Hefur hún í þeim efnum unnið ómet- anlegt starf því auk þess að stjórna sér hún um alla radd- þjálfun kórsins. Frú Sigríður Auðuns hefur einnig veriðein af styrktarstoðum söhgsveitar- innar og leikur hún undir hjá sveitinni á æfingum. Skagfirzka söngsveitin er að . mestu skipuð burtfluttum Skagfirðingum og sem fyrr segir hefur hún starfað í sex ár. Á þeim tíma hefur hún gefið út eina plötu, komið fram í sjón- varpi, auk þess að skemmta á skemmtunum Skagfirðinga- félagsins, fara í tónleikaferðir norður í land o.fl. Kórfélagar eru um 60. Á efnisskrá tónleikanna eru islenzk lög, þar af fjögur frum- flutt, auk þess sem flutt verða aríur og lög úr óperum. Kórinn mun koma fram í heild sinni, auk þess sem sérstakir karla- og kvennakórar syngja. Einsöngv- arar á tónleikunum veróa Þor- bergur Jósefsson, Hjálmtýr Hjálmtýsson og Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir en undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson. Auk tónleikanna á laugardag mun Skagfirzka söngsveitin halda tónleika í Bæjarbíói í Keflavik 29. maí nk. kl. 17.00. — JB — YFIR 70 HROSS OG FRÆGUSTU KNAPAR LANDSINS Á KAPP- REIÐUM GUSTSÁ KJÓAVÖLLUM Yfir 70 hross eru skráð til hinna árlegu kappreiða Hesta- mannafélagsins Gusts í Kópavogi á morgun. Kappreiðarnar verða á Kjóavöllum og hefjast kl. 14.30 með þátttöku margra snjöllustu knapa landsins. Meðal þeirra má nefna Ragnar Hinriksson, Sigur- björn Bárðarson, Jóhann Þor- steinsson og Aðalstein Aðalsteins- son. Keppt verður í: 300 metra stökki 250 metra folahlaupi 250 metra nýliðahlaupi 250 metra skeiði 1500 metra brokki. Þá fer fram fegurðartöltkeppni og góðhestasýning. Fjöldi kunnra hestamanna kemur við sögu þessara kappreiða á Kjóavöllum, bæði úr Gusti og öðrum félögum. Er ekki að efa að fjölmennt verður á Kjóavöllum á sunnudaginn en eins og ævinlega er það þó undir veðri komið. — BS K Tvær ungar hestaprinsessur úr Kópavogi i firmakeppni Gusts.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.