Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1976. 22 d Útvarp Sjónvarp Útvarpkl. 19,35 íkvöld: Sigvaldi Hjálmarsson Að hugsa hátt og lifa smátt — Hugleiðingar um hamingjuna „Þaö er eftirsóknarvert i Austurlöndum að lifa einföldu lífi, en ekki að sækjast eftir lífsgæðum,” sagði Sigvaldi Hjálmarsson í samtali við DB. Erindi hans nefnist að þessu sinni Hugleiðingar um hamingjuna og er á dagskrá útvárpsins kl. 19.35 1 kvöld. Hamingjan er það sem allir sækjast eftir og við Vesturlanda- búar erum flestir fastir i hinu svonefnda lífsgæðakapphlaupi. Hjá Austurlandabúum er þessu farið á allt annan veg. Hamingjan eins og við skilgreinum hana er ekki til. Hún er ekkert ákveðið, en með því að leitast við að full- komna sjálfan sig getur maðurinn nálgazt hana. Gautama Buddha sagði eitt sinn að til þess að maðurinn væri hamingjusamur þyrfti hann fæðu, fatnað, húsa- skjól og aðhlynningu I sjúkleika og elli. Hafi hann þetta ætti hann að geta orðið hamingjusamur. Það sem er eftirsóknarvert er að-hugsa hátt og lifa smátt, en við Vesturlandabúar hugsum smátt og lifum hátt. -KP Sjónvarp kl. 21,50 íkvöld: Hráskinnsleikur GAMANMYND SEM FEKK ÓSKARSVERÐLAUN FYRIR BEZTA AUKAHLUTVERKIÐ Það ætti engum að leiðast sem horfir á kvikmyndina í kvöld kl. 21.50 í sjónvarpinu, en hún nefnist Hráskinnsleikur 1 íslenzkri þýðingu Kristmanns Eiðssonar. Myndin fær þrjár og hálfa stjörnu í kvikmynda- handbókinni okkar. Einnig er þar að finna þær upplýsingar að Walter Matthau hafi fengið Öskarsverðlaunin fyrir bezta aukahlutverkið, svo því hlýtur að vera bærilega skilað. Kvikmyndatökumaður hjá sjónvarpinu, sem nefnist Harry Hinkle og er leikinn af Jack Lemmon verður fyrir smávægi- legu óhappi þegar hann er að mynda knattleik. Mágur hans, sem er lögfræðingur og Walter Matthau leikur er mjög fégráð- ugur. Hann fær nú Harry til að þykjast vera alveg fársjúkur til að hafa fé út úr trygginga- félaginu. Harry, sem dauðlang- ar í rauðan Mustang-bíl fellst á þetta. Hefst nú barátta þeirra félaga við að ná út peningunum og þar gengur á ýmsu. Leikstjóri myndarinnar er Billy Wilder og hún er gerð árið 1966. Það gengur misjafnlega að látast vera veikur og við sjáum hvernig Jack Lemmon tekst til i kvöld. Útvarpið í kvöld kl. 20/45: „Ég vildi bara verða bóndi" Viðtalsþóttur við Jón ó Þingeyrum „Jón bóndi var einn af siðustu nemendum Torfa kennara í Olafs- dal, sem var frægur fyrir margt,“ sagði Jónas Jónasson, sem er með viðtalsþátt við Jón Pálmason á Þingeyrum undir nafninu „Ég vildi bara verða bóndi.“ „Jón sigldi á sinum tíma til Danmerkur og var þar í tvö ár að vinna og stúdera á búgarði. Siðan kom hann heim til íslands í Skagafjörðinn og fór þá að slétta jörðina, en á þeim tíma elskuðu bændur þúfur sinar" sagði Jónas. Jón keypti jörðina Þingeyrar, en Sigurlaug Sæmundsdóttir arkítekt vann ásamt samstarfs- mönnum sínum til verðlauna við skipulag Þorlákshafnar. Jónas Jónasson verður með einn af sinum viðtalsþáttum i kvöid og ræðir við Jón bónda Pálmason á Þingeyrum, en það er eitt kunn- asta stórbýii í Húnaþingi. það er eitt kunnasta stórbýli í Húnaþingi. Þar var stofnað munkaklaustur árið 1133 og var staðurinn eitt af mestu mennta- setrum á Islandi um aldaraðir, þar sem ýmis fornrit voru skrifuð og enn eru varðveitt. Talið var að enginn bær á íslandi hafi verið jafnvel hýstur. A staðnum er mjög falleg og sérkennileg kirkja, hlaðin úr grjóti. Ásgeir Einarsson alþingismaður lét sækja grjótið i útveggina átta kílómetra leið yfir Hópið og flutti það á ís á vetrum. Jón er nú búinn að selja Þing- eyrar, en fær að búa þar svo lengi sem hann vill. Jónas er þekktur fyrir viðtö) sin, þar sem hann hefur staldraó við víðs vegar á landinu, siðast í Þorlákshöfn. Skipulagstillagan að Þorlákshöfn fékk verðlaun en ekki var farið eftir henni 1 sambandi við þá þætti má gjarnan geta þess að árið ’71 var efnt til samkeppni um skipulag sjávarkauptúna og nærliggjandi svæða. Tillagan um Þorlákshöfn og sveitirnar í kring hlaut verð- laun. Höfundar hennar voru Sigurlaug Sæmundsdóttir arkí- tekt ásamt tveim samstarfsmönn- um. „Jú við fengum verðlaun," sagði Sigurlaug, er við ræddum þetta við hana. „Dómnefndin mælti sérstaklega með því að skipulagstillaga okkar yrði lögð til grundvallar skipulagi I Þor- lákshöfn." „í stuttu máli felur tiilagan í sér aðlögun að aðstæðum í Þorlákshöfn, bæði frá náttúr- unnar hendi, byggðinni, sem fyrir er og fólkinu hélt Sigurlaug áfram. „Á þessum grundvelli þróuðum við eins konar byggða kerfi, sem byggist á sveigjanlegu skipulagi, bæði fyrir ibúðar- byggð, iðnað og miðbæjarstarf- semi. Miðbær var staðsettur við sjóinri í nánd hafnarinnar. Ný íbúðarhverfi og margvísleg, þjónustustarfsemi fyrir páu var í nánd við þá byggð, sem risin var. — Það hefur samt ekki verið talað við mig um að ég tæki að mér það verkfni að skipuleggja Þorlákshöfn. Eftir því sem ég hef frétt, tók skipulagsstjóri ríkisins verkið að sér. Hins vegar varð tillagan og hugmyndin að baki henni mér kveikja að nýrri hugmynd um lausn á vissu skipu lagsfræðilegu vandamáii í upp- byggingu borga almennt. Vísinda- sjðður Vestur-Þýzkalands hefur veitt styrk til rannsóknarverk- efnis um það og eftir að ég hef fullnumað mig í skipulagsfræð- um, mun ég vinna að því verkefni á vegum dr. Edwins von Böventers, hagfræðiprófessors við háskólann I Miinchen, en hann er sérfræðingur í svæða- vísindum með meiru. Það er einnig gaman að þvi að hann hefur komið hér til lands.“ Sigurlaug sagði okkur að prófessorinn hefði haft stutta við- dvöl hér í haust er leið og haldið fyrirlestur í Háskóla Islands. Hafði hann og umræðufund með mönnum, sem starfa við skipulag. Hann fékk þá áhuga á málefnum’ tslands. „Vil ég geta þess,“ sagði Sigur- laug „að hann mun halda fyrir- lestur í alþjóðlegu fyrirlestraráði um málefni sem snerta smásvæði, og mun hann taka tsland, sem annað af tveim dæmum máli sínu og kenningum til stuðnings. Fyrirlestur þessi verður haldinn Jón Pálmason sigldi á sinum tima til Danmerkur, vann þar og stúderaði á búgarði. við hagfræðideild háskólans i Siegen i Vestur-Þýzkalandi 1. júli Lsumar.“ Sigurlaug er nú á förum út, en mun koma aftur síðar I sumar. „Mun ég reyna eftir föngum að taka að mér og vinna við verkefni hér,“ sagði hún. EVI Sjónvarp í kvöld kl. 21,00: Svartur könnunarleiðangur LEITIN AÐ MIÐJU BRETLANDS Svartur könnunarleiðangur nefnist mynd sem er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 21.00. Þetta er leikin brezk mynd, er fjallar um leiðangur fjög- urra Afríkubúa til Englands. Myndin á að gerast nú á tímum og lýsir ferðalagi þessara svörtu landkönnuða um vatna- héruð Englands, en þeir eru að reyna að komast að miðju landsins. Til ferðalagsins nota þeir fljótabát eða pramma, sem er vel fallinn til þeirra nota á þessu svæði. í handriti mynd- arinnar, er að nokkru stuðzt við dagbækur ýmissa þekktra land- könnuða svo sem Livingstones o.fl., en að mestu er efnið þó ímyndað og eftirliking á ferðum hvitra landkönnuða til Afriku. Þýðandi og þulur í myndinni er Ellert Sigurbjörnsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.