Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 22.05.1976, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1976, ISRAELSMENN BJODA GÆZLUNNI FLUGVEL — minni en Fokker en þrefalt ódýrari og getur borið byssur og eldflaugar ísraelsmenn hafa sent Land- helgisgæzlunni tilboö um kaup á Arava 201 Stol-flugvél, en vélar þessar eru framleiddar af Israel Aircraft Industries. Vél þessa telja ísraelsmenn henta vel til gæzluflugs, auk þess sem hún hentar mjög vel til að lenda á minni flugvöllum landsins. Bjóða tsraelsmenn vélina til afhendingar á óvenju stuttum afgreiðslufresti, 45 dögum eftir undirritun samnings, en verð véla sem þessara eru rúmar 185 millj. króna með varahlutum til árs. Vélar þessar hafa rými fyrir 20 farþega i farþegaflugi en eru víða notaðar með lúxus- innréttingu. Einnig eru þær framleiddar með hríðskota- byssum og flugskeytum. Fokkervélar eins og Gæzlan hefur mestan hug á til gæzlustarfanna i 200 mílna fiskveiðilögsogunni kosta a.m.k. þrefalt á við israelsku flugvélina, enda eru þær allar minni í sniðum en Fokkerinn. Umboðsmaður fyrir Israel Aircraft Industries hér á landi er Gunnar H. Sigurgeirsson. -JBP- Tónaflóð á Raufarhöfn: Þrír kórar í vetur og tónleikar ídag Söngmennt hefur staðið í miklum blóma á Raufarhöfn í vetur og að undanförnu. Þrír ungir tónlistarmenn, þau Margrét Bóasdóttir sópransöngkona, Kjartan Öskarsson klarínettuleik- ari og Hrefna Unnur Eggerts- dóttir píanóleikari efna þannig til tónleika í Félagsheimilinu Hnit- björgum á Raufarhöfn í dag, laug- ardag kl. 17.00. Á efnisskránni eru sönglög eftir íslenzka og erlenda höfunda, verk fyrir klarfnettu og píanó eftir Saint Saéns og Pierné, verk fyrir píanó eftir Brahms og Debussy og verk fyrir sópran, klarínettu og píanó eftir Spohr og Schubert. Tónleikar þessir eru í eðlilegu framhaldi af þróttmiklu tónlistar- starfi sem farið hefur fram á Raufarhöfn i vetur, tveir kórar hafa starfað við skólann og kirkjukór Raufarhafnarkirkju hefur haldið sjálfstæða tónleika, auk þátttöku i kórakvöldi á Raufarhöfn sem haldið var í apríl sl. að tilhlutan Kirkjukórásam- bands Norður-Þingeyjarsýslu. Þótti sú samkoma takast einkar vel. Listafólkið mun halda tónleika í Skjólbrekku, Mývatnssveit, sunndaginn 23. þ.m. kl. 21 og í félagsheimilinu á Húsavík á þriðju dagskvöldið á sama tíma. — JFG/HP. Öldutúnskrakkar moX fÁHjioíLiim « m — —-— *~~~~ ■■■ w m w ■■■ waamw ■■■ Kór Öldut únsskóla efnir til tónleika á morgun (sunnudag) í Háteigskirkju kl. 5 siðdegis. Efnisskráin er fjölbre.vtt, m.a. verða frumflutt kórverk eftirdr. Ilallgrím Ilelgason. Pál P. Pálsson og norska tónskáldið Egil Hovland. Á föstudaginn (28.5.) heldut' kórinn i söngför til Noregs og tekur þátt i nor- ræna barnaköramötinu sem fer fram í Bergen. Stjörnandi kórsins er Egill Friðleifsson. ÓLAFUR ER HJÁ AÐALBÍLASÖLUNNI Þau leiðu mistök komu fyrir hjá okkur í síðasta laugardags- blaði að Ragnar Bjarnason var sagður hafa tyllt sér við borðið hjá Bílasölu Garðars, en hann er þarna að ræða stór bílaviðskipti við Ölaf Magnússon hjá Aðalbíla- sölunni v/Skúlagötu. — KL 160 nýstúdentar fró Tjarnarskólanum: DÚXINN ER EINS 0G FLEIRI ATVINNULAUS! Fyrir utan Háskólabíó hittum við dúx árgangsins f MT, sem út- skrifaðist núna, Friðrik Má Baldursson, að máli. Friðrik er sonur Baldurs Þor- steinssonar skógfræðings og Jóhönnu Friðriksdóttur kennara og er búsettur í Kópavogi. „Það er gott að þessu er lokið,“ sagði Friðrik er við spurðum hann um nýafstaðna þrekraun. „Maður finnur alltaf til fiðrings þegar á prófum stendur og ekki sízt núna er svo mikið er í húfi. Annars fengum við yfirleitt 5-6 daga á milli prófa í hverri grein svo maður reyndi sitt bezta,“ bætti hann við. Og árangurinn lét ekki standa á sér, en hvað er siðan framundan? „Eg er nú atvinnulaus sem stendur," sagði Friðrik, „en það rætist vonandi úr því. I haust stefni ég svo í Háskólann, í raun- vfsindadeildina, þar sem ég ætla að leggja stund á stærðfræði í framtíðinni.“ Og svo var hann þotinn enda mikið um að vera á slíkum merkisdegi, en við segjum til hamingju, Friðrik, með ágætan árangur. Ails voru það 160 stúdentar sem skelltu húfunum á kollinn á skólaslitum Menntaskólans við Tjörnina f Háskólabíói f gær. Skipting eftir deildum var þannig: Úr máladeild út- skrifuðust 63, náttúrufræðideild 57 og úr eðlisfræðideild 40, eða alls 160, eins og fyrr sagði. Hæstir yfir skólann urðu tveir piltar úr 3. bekk, Hannes Jónsson, náttúrufræðideild, og Tómas Jóhannesson, eðlisfræðideild, en þeir hlutu báðjr ágætiseinkunn, 9,2. Dúx yfir nýstúdentana varð Friðrik Már Baldursson, Kópa- vogi, úr eðlisfræðideild með 1. einkunn, 8.9. Rektor Menntaskólans við Tjörnina er Björn Bjarnason. -JB Strandamaður kom, só og sigraði í Hamrahliðinni: ISUMAR BUSKAPURINN, RAUNVÍSINDIN í HAUST Stefán Gíslason var hress og kátur er við tókum hann tali við skólaslitin í gær, en hann náði beztum árangri á stúdentsprófi af þeim nemendum sem braut- skráðust frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í gær. Stefán er frá Gröf, Ospaks- eyrarhreppi í Strandasýslu, sonur Gfsla Gíslasonar, sem þar býr, og Birgittu Stefánsdóttur. „Ég er búinn að vera hér f þrjú ár og lauk stúdentsprófi af náttúrusviði með 133 einingum," sagði Stefán. „Þetta stóð yfir f 10 daga hjá okkur þvf fyrirkomulagið er þannig hér að við tökum lokapróf eftir hverja önn í viðkomandi fagi, svo þetta var ekki meira álag en venjulega," sagði hann enn- fremur. Og Strandamaðurinn, sem kom, sá og sigraði, hvað skyldi hann ætla sér í framtíðinni? „Ég verð heima I sumar að vinna við búskapinn en í haust liggur leiðin f raunvísindadeild Háskólans," sagði Stefán að lokum. Og við samgleðjumst Stefáni og fjölskyldu hans, ásamt öðrum nýstúdentum úr Hamra- hlíðinni. -JB

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.