Dagblaðið - 08.06.1976, Page 1

Dagblaðið - 08.06.1976, Page 1
 2. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNÍ 1976 — 123. TBL. RITSTJÖRN SIÐUMULA 12, SÍMI 83322, AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. 0 1 A \ í í I \ I A '[ Hassmalið á Spáni: ^ STÚLKAN LÁTIN LAUS ÚR pj wmEI E I II — þriðjimaðurinn handtekinn hér heimaum helgina mm ll ■(# 11 ■ og úrskurðaður í allt að tuttugu daga gœzluvarðhald íslenzka stúlkan Matthildur Guúmundsdóttir, sem hand- tekin var á Algeciras á Spáni á laugardaginn í fyrri viku ásamt Matthíasi Einarssyni fyrir meint hasssmygl, var látin laus sl. föstudag. Hún fær þó ekki að fara úr Iandi þar suður frá fyrr en dómur er fallinn I málinu, og það verður ekki fyrr en eftir hálft ár, að sögn Guðrúnar Briand de Crevecoer, ræðismanns íslands í Malaga. Matthildur er nú á Torremolinos. Jafnframt hefur þriðji maðurinn, sem var með þeim Matthildi og Matthiasi í. hass- innkaupaförinni til Marokkó, verið hnepptur í allt að tuttugu daga gæzluvarðhald hér heima, en hann kom til landsins frá London á föstudagskvöldið, að sögn Ásgeirs Friðjónssonar, dómara í ávana- og fíkniefna- málum. Tveir íslenzkir löggæzlu- menn, þeir Kristján Péturs- son, deildarstjóri í tollgæzl- unni á Keflavíkurflugvelli, og Gísli Pálsson, lögreglumaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavik, eru nú- staddir á Spáni vegna þessa máls. Frétta- maður Dagblaðsins, sem var á Spáni vegna málsins um helgina, hafði samband við þá Kristján og Gísla þar suður frá en þeir vildu ekkert tjá sig um málið, það yrði gert hér heima þegar eitthvað lægi fyrir. Eins og DB hefur áður skýrt frá voru þau Matthildur og Matthías handtekin í Algeciras með 14.6 kg af hassi, sem fannst í dekkjum bílaleigu- bíls sem þau voru með. Þriðji maðurinn fór flugleiðis frá Marokkó til Malaga og komst þvi hjá handtöku á Spáni-. Matthías Einarsson situr enn í fangelsi i Algeciras og á yfir höfði sér að minnsta kosti sex ára fangelsisvist, að sögn Guðrúnar ræðismanns. -ÓV. Fréttamoður DB segirfrá því sem hann varð vísari í Algeciras núna um helgina — bls. 9 Fangelsið í Algeciras er rammgerð bygging — og þaðan fer enginn út fyrr en hann hefur afplónað sinn dóm. -DB-mynd: Ómar Valdimarsson. ✓ 3. skoðanakönnun Dagblaðsins: F/ERRIIN ÁÐUR VIUA VARNARLIÐ Færri en áður eru fylgj- andi áframhaldandi dvöl varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Þetta eru niður- stöður skoðanakönnunar Dagblaðsins. Aður var alltaf nokkur meirihluti og stundum mikill með varnarliðinu. Nú er svo komið, að varla má á milli sjá, hverjir eru fleiri, stuðningsmenn eða andstæð- ingar. Spurt var: Finnst þér, að bandariska herliðið eigi að vera áfram á Keflavíkur- flugvelli? Tæplega 44 af hundraði sögðu já við því, tæplega 42 af hundraði sögðu nei og tæplega 15 af hundraði voru óákveðnir. Varnarliðið átti meira fylgi úti á landi en í Reykja- vík. — HH Sjó bls. 12—13. r 1 S Fer hassgróðinn Þýðingarmestu íbandarískan forkosningarnar eða íslenzkan til þessa ríkissjóð? Sjá erlendar f réttir - BAKSÍÐA bls. 6-7 V ..........✓ v Tvœr stúlkur mikið slasaðar — ef tir bflveltu ú Höfðastrðnd Fólksbifreið frá Siglufirði valt á þjóðveginum við Höfðahóla á Höfðaströnd í Skagafirði um kl. 14 laugar- daginn fyrir hvítasunnu. Tvær stúlkur og tveir piltar frá Siglufirði voru í bílnum og voru þau á heimleið. Stúlkurnar eru mikið slasaðar og liggja á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, en piltarnir sluppu ómeiddir. Ekki er vitað með vissu um aðdraganda slyssins eða ástæður fyrir því. Bifreiðin valt fyrst á veginum, lenti síðan útaf og valt þar einnig. Einn hjólbarði bifreiðarinnar var sprunginn er að var komið, en ekki er ljóst hvQrt það gerðist áður en billinn valt eða síðar. Stúlkurnar hlutu báðar slæma höfuðáverka og önnur er auk þess viðbeinsbrotin. Þær eru ekki taldar í lífshættu. -ASt. Nýr háttur við einkunnagjöf: Hefur vakið athygli — og andmœli — sjá kjallaragrein Kristjáns Bersa Ólafssonar skólameistara - bls. 10-11 V / ^ Hótaði að fara með ýtu yfir réttarframkvœmdir — baksíða ( Meðalupplag Dagblaðsins í síðustu viku var 26.160 eintök. Upplag Dagblaðsins síðasta mánudag var 28.900 eintök.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.