Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 3
DAöBLAÐIÐ — ÞRID.JUDAGUR 8. .IIINt Raddir lesenda DEKKIN ÓNÝT OG ENGAR BÆTUR 3 venjulegur strigalagafjiildi undir sendibíla. En brátt fóru aö koma í ljós djúpar sprungur á köntum dekkjanna og setti bilstjórinn þá kappa í dekkin og lappaði upp á þau á annan hátt og gat meö herkjum notaö þau i 25 þúsund kílómetra akstur. Þá voru þau endanlega ónýt. Þar sem bílstjórinn hafði aldrei sett yfir þrjú tonn í bílinn og hugsaö eðlilega um dekkin, enda miklir peningar í húfi, fór hann á fund umboðsmannsins og tjáði honum afrdekkin væru gölluð. Umboðsmaðurinn sagði hins vegar að bíllinn væri of þungur fyrir þessi dekk, þrátt fyrir að þau væru sex strigalaga Bauð bílstjórinn þá upp á þá málamiðlun að fá tvö ný dekk fyrir hin fjögur en því neitaði umboðsmaðurinn einnig. Varð bílstjórinn því að kaupa fjögur ný dekk, þar sem ekki var hægt að sóla þessi vegna kant- skemmda, en bílstjórar gera það yfirleitt. Ný dekk kosta 15 til 20 þúsund krónur stykkið, svo tjónið er tilfinnanlegt, og koma engar bætur fyrir. Bilstjórinn kom með dekkin til okkar hér í Síðumúlann og sást þá greinilega, að kantar þeirra voru allir ónýtir þrátt fyrir að slitlag væri tals- vert eftir. Myndin sýnir er bíl- stjórinn rekur fingur I gegnum eina sprunguna,- Bílstjóri af Sendibílastöðinni kom og sagði farir sínar ekki sléttar: I f.vrrasumar keypti hann Benz sendiferðabíl norður á Akureyri og voru þá fjögur dekkin glæný, af Generalgerð, en þau dekk eru framleidd í Portúgal. Voru þau meiraaðsegja óvenju-verkleg og traustvekjandi i útliti og bjóst bílstjórinn við að þau dygðu jafnvel yfir 60 til 70 þúsund kílómetra en það er meðalnýting á dekkjum sent sendibílar nota. Dekkin voru sex strigalaga og er það Arons fjölg- or stöðugt Áhangendum Nokkrir félagar höfðu samband við blaðið: „Sífellt eru uppi háværari raddir um að nauðsynlegt sé að taka gjald fyrir aðstöðu NATO hér í Keflavík. Þeim sem fylgja Aron Guðbrandssyni að málum fjölgar stöðugt og við erum í þeim hópi. Norðmenn taka greiðslu, eins og fram hefur komið í grein eftir Mats Wibe Lund í Dag- blaðinu fyrir nokkuð löngu. Það er alveg óskiljanlegt að við Islendingar séum nokkuð merkilegri en þeir, nema síður væri. Þess vegna er það engin spurning um þjóðarstolt hvort gjald verði tekið eða ekki. Hvað erum við nema staurblankir og ósjálfbjarga? Við höfum ekki efni á því að vera að belgja okkur upp yfir engu. Gjaldið getum við notað til þess að byggja upp atvinnuvegi okkar gera vegi og flugvelli til að taka dæmi. Annars vantar svo margt að við vitum áreiðan- lega í hvað við getum notað þessar greiðslur. Eitt er samt Aron Guðbrandsson víst, það má ekki hleypa þessu út I efnahagslffið svo þetta verði verðbólgumyndandi. Aron, hann hefur hugmyndina og hann veit alveg hvað hann er að tala um. Hann er búinn að reyna að koma þessu inn í hausana á okkur en þeir eru örugglega mjög þykkir. Látum nú af þessari vitleysu og gerum eitthvað af viti, ekki veitir af.“ Hringið í síma 83322 milli kl. 13 og 75 eða skrifið ENGINN SVEFNFRIÐUR — vegna hóvaða úr bflskúrnum Hanna Ingvarsdóttir, hringdi: ,,Ég er eigandi kjallaraíbúðar við Mávahlíð. Hér við húsið er bílskúr sem er leigður út. Leigutakinn hefur sett upp einhvern iðnað, alla vega má heyra þvílíkan hávaða úr skúrnum, aö varla er líft fyrir mig í minni íbúð. Þessi hávaði er einnig á helgidögum svo ég hef ekki stundlegan frið. Ofan á þessa erfiðleika mína bætist svo það að ég er með sjúkling. Eins og títt er með sjúkt fólk þarf hann mikinn svefn en það er komið í veg fyrir það með þessum hávaða öllum úr bílskúrnum. Ég hefði frekar viljað leigja skúrinn sjálf en að hafa þetta yfir höfðinu alla daga. Það er erfitt fyrir fólk að standa á rétti sínum og kostar jafnvel mála- ferli. Það minnsta sem fólk getur gert er að segja sambýlis- fólki sínu þegar það gerir svona hluti. Það ætti jafnvel að ganga fyrir um leigu á bílskúrum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.