Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 9
DACBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNl 1976. 9 ,,Við sjáum á fólki hvort það er að smygla hassi, það ber það alltaf með sér," sagði senjór Pedró López, yfirtollvörður í spænsku hafnarborginni Algeciras, í samtali við frétta- mann DB þar á sunnudaginn. „Þegar íslendingarnir komu í land með ferjunni frá Ceuta 1 Marokkó gengust þau undir venjulega skoðun, en svo þótti okkur látbragð þeirra gefa til- efni til frekari leitar. Á endan- um fundum við 14 600 grömm í bíldekkjunum. Þau játuðu svo að segja strax — hvað á fólk annars að gera þegar maður hefur allt á borðinu fyrir framan sig?“ spurði senjór López og brosti prúðmannlega. Hann er stór maður og gildur, einn þeirra sem ekki borgar sig að þræta við. Daglegar handtökur — einn með 32 kg ,,Eftir að hassið var fundið og fyrstu skýrslur höfðu verið teknar af fólkinu," hélt López áfram, „var málið komið úr okkar höndum. Ef þið viljið fá frekari upplýsingar, þá verðið þið að snúa ykkur til lögregl- unnar." Að sögn yfirtollvarðarins gerist það nærri daglega í Algeciras, að ferðamenn frá Marokkó eru teknir með hass í fórum sínum eða í bíl. „1 morg- un," sagði hann, „tókum við til dæmis Hollending með 32 kíló af hassi. Það er óvenjulega mik- ið , margir eru með 15—20 kíló. Mest eru það Hollendingar, Bretar, Þjóðverjar og Banda- ríkjamenn, en þetta eru fyrstu íslendingarnir, sem við tök- um." Hagnaðurinn 18—23 milljónir Það var laugardaginn 29. maí, sem íslenzku ungmennin tvö voru handtekin i AÍgeciras. Þau höfðu farið með ferjunni Victoria til Ceuta í Marokkó daginn áður, ekið um borð í spænskum Fiat (sem þar heitir Seat) eins og fjöldi annarra ferðamanna. Eftir því sem næst verður komizt er gangverð á hasskílóinu í Marokkó sem svarar 18 þúsund íslenzkum krónum, þannig að þessi tæpu fimmtán kíló hafa kostað nærri 270 þúsund islenzkar krónur. Komið á götuna hér heima hef- ur verðgildið aukizt verulega eða upp í 18—23 milljónir króna. Daginn eftir, á laugar- deginum, var búið aö koma kaupunum í kring og þá héldu tvö þeirra aftur til Algeciras með ferjúnni, en þriðji maður- inn fór flugleiðis til Malaga á Spáni, þar sem hann ætlaði að bíða þeirra. Þau þrjú höfðu komið flugleiðis frá Kaup- mannahöfn til Malaga og voru með farmiða með járnbrautar- lest upp í gegnum Evrópu til Kaupmannahafnar aftur. Frósögn í spœnsku blaði En þegar var kominn þriðju- dagurinn 1. júní hafði ekkert spurzt til þeirra tveggja, sem ætluðu að koma með ferjunni. Félagi þeirra í Malaga var orð- inn heldur áhyggjufullur og sneri sér því til íslenzka konsúlsins þar, Guörúnar Briand de Crevecoer. „Þennan sama dag birtist í SUR, stærsta blaðinu hér í Malaga, frétt um að tveir Islendingar, Matthias Einars- son og Matthildur Guðmunds- dóttir, hefðu verið handteknirí Algeciras með 14600 grömm af hassi frá Marokkó," sagði Guðrún konsúll i samtali við Framhlið fangelsisins í Algeciras, þar sem íslenzki pilturinn situr nú í klefa með rúmlega tuttugu öðrum. — DB-myndir Ömar Valdi- marsson Hár múr er umhverfis fangeisið og þangað inn kemst ekki svo mikið sem einn geisli sólarinnar, sem sleikir veggi þess að utan- verðu. Von á kúlu í bakið Við gengum umhverfis fang- elsismúrana og tókum nokkrar myndir. Eftir skamma stund mátti sjá fyrir horn, að verðirn- ir voru horfnir úr sólskininu á fangelsiströppunum og inn í skuggann fyrir innan. Þetta tækifæri var ekki látið ónotað en þegar aðeins nokkrar myndir höfðu verið teknar kom einn vopnuðu varðanna út á tröppurnar. Myndavélin aftur fyrir bak, sá vopnaði sneri sér við og kallaði í félaga sína. Þegar. við gengum niður götuna, eigandi alveg eins von á því að fá kúlu í bakið, stóðu þeir þar þrír og bentu mikið á eftir okkur. Við fórum inn á krá í húsasundi og skelltum í okkur glasi af svalandi rauð- víni. Hjartslátturinn varð fljót- lega eðlilegur á ný. Stúlkan lútin laus — fœr ekki að fara úr landi Matthildur var látin laus úr fangelsinu laust eftir hádegi á föstudaginn þegar ljóst þótti, að hún hafði ekki átt annan hlut að máli en að þiggja far til Marokkó og aftur til Spánar. Henni var engu að síður gert að vera um kyrt á Spáni þar til dómur er fallinn í málinu — og að sögn Guðrúnar konsúls mun það ekki verða fyrr en eftir fimm eða sex mánuði. Um klukkan fjögur aðfara- nótt sl. laugardags bankaði Matthildur upp hjá einum fararstjóra Sunnu í Torre- molinos. Þá fyrst varð ljóst, að hún var laus úr haldi. Matt- hildur sagði fararstjóranum að hún hefði komtð á puttanum frá Algeciras tii Torremolinos og væri peningalaus að öðru leyti en þvi, að einn fangavarð- anna í Algeciras hefði gefið henni nokkra peseta um leið og hún gekk út í sólskinið, og skipaður lögfræðingur hennar einnig. og kunningja í Torremolinos lét Matthildur ekki sem verst af vistinni, en kvað matinn hafa verið hræðilegan. Hún var þó öllu betur sett en Matthías i fangelsinu, því hann er í klefa með tuttugu og fjórum öðrum og hefur ekki — frekar en hún hafði — annað til að sofa við á steingólfinu í illa lyktandi og sjóðheitum klefanum en gamla og óhreina ábreiðu. Klefafélag- ar Matthíasar eru af ýmsum þjóðernum, að sögn Guðrúnar konsúls, sem hitti hann þar stutta stund á laugardaginn. Sex úr og einn dagur til öryggis „Eg tel nærri útilokað að honum verði sleppt," sagði Guðrún í samtali við frétta- mann blaðsins. „Lágmarksrefs- ing fyrir brot af þessu tagi er sex ára fangelsi. Þá er það sex ár og einn dagur, þannig að tryggt sé að hann sitji örugg- lega út tímann. Það eina, sem hægt er að gera fyrir hann, er að útvega honum lögfræðing, og það hefur verið gert." Matthildur sagði i samtölum við islenzka ferðamenn á Spáni, að verst af öllu við fangelsis- vistina hefði verið málleysið. „Hún sagði mér að það hefði ekki verið fyrr en á síðasta degi, að hún fékk að tala við enskumælandi lögfræðing," sagði Verzlunarskólanemi einn, sem hitti hana í Torremolinos, fréttamanni blaðsins. íslenzka lögreglan á staðnum Tveir ísienzkir löggæzlu- menn, þeir Gisli Pálsson og Kristján Pétursson, eru nú í Torremolinos vegna þessa máls og höfðu þeir upp á Matthildi á sunnudagskvöldið. Þeir eru þögulir sem gröfin um fram- burð hennar og aðra þætti þeirrar rannsóknar, sem þeir annast nú þar suður frá. 25 í daunill- um klefa I fangelsinu var hún í klefa ásamt tveimur öðrum konum, sem sátu þar fyrir samskonar brot. í samtölum við gamla vini fréttamann DB þar á sunnudag- inn. „Ég gat því uppfrætt félaga þeirra um hvað hefði komið í veg fyrir að þau hittust á laugardeginum eins og um var talað. Þau væru lent í fang elsi og bæði bíll og hass gert upptækt, að því er sagði í blaðinu. Sama fréttin birtist aftur daginn eftir, þannig að maður þurfti ekki lengur vitn- anna við." Vopnaðir verðir við fangelsið Fangelsið í Algeciras stendur í útjaðri borgarinnar — hverrar íbúar telja um hundrað þúsund — rammgerð bygging, umgirt háum múr. Á tröppun- um eru einkennisklæddir verð- ir, vopnaðir skammbyssum, upp í fangelsinu, allavega virt- ist hann óaðskiljanlegur hluti þess. Fréttamaður kynnti sig sem ættingja íslenzka fangans, hvort ekki væri hægt að fá að hitta hann. Vörðurinn fletti upp á nafn- inu í stórri bók, jú, Einarsson, Matthías var fangi þarna. En fangelsisstjórinn var ekki við fyrr en á morgun, hann gæti því miður ekki veitt neina að- stoð. „No posible," sagði vörðurinn, „el directore" verður við „manana," á morgun. Síðan kom langnr orðaflaumur, handapat og bendingar með furðulegustu svipbrigðum. Svo var ræðunni lokið og afsakandi á svip rétti hann fram hendina í kveðju- skyni. „Þér verðið að skilja að ur, fararstjóra hjá Sunnu, spurði fréttamaðurinn hvort hann mætti taka myndir af verðinum og öðru því, sem gaf að líta þarna innan dyra. Eins og við var að búast var svarið neikvætt, þvi miður, no posible. Sólskinið virtist enn sterkara og hitinn enn þá meiri þegar út var komið. Fréttamaðurinn gekk yfir götuna til að taka mynd af fangelsinu. Vörðurinn á tröppunum dró þumalfingur niður eftir byssuólinni og veif- aði hinni hendinni. Það fór ekk- ert á milli mála, að þarria átti ekki taka myndir. Hafandi I huga það ráð í ferðamannapésa, að aldrei ætti að þræta við spænsku lögregluna, var bend- ingunni hlýtt umyrðalaust. Ferjan kemur frá Ceuta í Marokkó og spænsku Seat-bílarnir a>u á land — þar sem tollgæzlan fylgist sérstaklega með siðhærðum ungmennum. Mjög rækilega er leitað í öllum bíium, sem koma frá Marokkó. Ef vopnaðir tollverðirnir telja sig vita að viðkomandi ökumaður sé með ólöglegan varning meðferðis er ekki hætt fyrr en bíllinn hefur verið gjörsamiega rifinn í tætlur. sjálfvirkum rifflum og kylfum. Þeir vísuðu fréttamanni DB inn fyrir, eftir að stutt grein hafði verið gerð fyrir erindinu. Þar blöstu vió manni ramm- gerðar járngrindur en þar fyrir innan var breiður stigi niður í kjallara. Fyrir ofan grindurnar var letrað í steininn eitthvað um glæpi og refsingu, ef marka má síðasta orðið, „deliquentia." „No posible,“ sagði vörðurinn Fyrir innan aðra rimla sat maður i einkennisbúningi, gamall maður og skorpinn. Uann leit út fyrir uð hafa alizt ég er aðeins starfsmaður hér,“ sagði hann, „ég get ekki aðstoð- að yður þótt ég gjarnan vildi. Og um stúlkuna veit ég ekkert. Eftir að fangarnir fara héðan koma þeir okkur ekki við, þeir eru strikaður út úr bókunum." Mundaði byssuna þegar mynda- vélin súst Ilann rétti aftur fram hönd- ina og sagði að sér þætti leitt að geta ékkert aðstoðað. Með ómetanlegri aðstoð túlksins, Magnýjar K. Jónsdótt- sagði tollvörðurinn sem handtók w Islendingana tvo með 14,6 kg af hassi í hafnarborginni Algeciras, í samtali við f réttamann Dagblaðsins [ DagblaðiðáSpóni: ] „Lálbragð íslendinganra gaf tilefni til frekari leitar" N

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.