Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 15
D/H’.BLAÐIÐ — ÞKIÐJUDAC.UR 8. JUNÍ 1976. hefur þarna skorað sitt fyrra mark í leiknum gegn IA og fyrsta Stefánsson er of seinn til varnar _’;Jón Askelsson iiggur eftir en DB-mynd Bjarnieifur. iktar þegar afsigldu ÍA urunum ÍA í 1. deildinnl á laugardag, 6-1 Vals — hann gaf góðan bolta fyrir og Guðmundur Þorbjörns- son skallaði glæsilega í slána og inn, vel gert. Valsmenn voru ekkert á þeim buxunum að láta staðar numið — á 28. mínútu kom sjötta markið og enn glæsileg sóknariota. Albert Guðmunds- son vann boltann við miðju vallarins, lék á mann og gaf góðan bolta á Atla, og vörn Skagamanna opnaðist enn illa. Atli brunaði að marki Skaga- manna frá hægri og Davíó kom út á móti honum. í stað þess að skjóta gaf hann á Hermann, sem skoraði örugglega. Þarna sýndi Atli góðan leik og enga eigingirni og uppskar mark, 6—1. Eftir sjötta mark Valsmanna sóttu bæði lið og sköpuðu sér góð tækifæri, sem ekki nýttust og þvi stórsigur Vals, 6—1 Greinilegt er, að Valsmenn verða illstöðvanlegir í sumar Liðið hefur þegar náð þriggja stiga forystu en auðvitað er of snemmt að spá hvernig fer en byrjunin lofar Valsmönnum góðu. Skagamenn eru alls ekki eins sterkir og í fyrra og munar þar mest um fjarveru máttarstólp- anna Jóns Alfreðssonar og Jóhannesar Guö.jónssonar. Hin- rik Lárusson dæmdi leikinn ágætlega. —h.halls. Þrjú íslandsmet, en neðsta sœfíð — í sex landa keppninni í sundi í Cardiff Norðmenn sigruðu með mikl- um yfirburðum í átta- landakeppninni í sundi í Cardiff um heigina, hlutu 217 stig, en ísland varð i neðsta sæti með 57 stig. Arangur íslenzka sundfólks- ins var þó þokkalegur. Þrjú Íslandsmet voru sett. Sigurður Ólafsson, Ægi, varð 3ji í 200 m skriðsundi á 2:01.4 mín. — íslandsmet — og var það bezti árangurinn hjá íslendingi í keppninni. Gordon Downie, Skot- landi, sigraði í sundinu á 1:57.1 mín. Þá setti Sigurður íslandsmet í 400 m skriðsundi 4:18.5 mín. og varð fimmti. Vilborg Sverris- dóttir, SH, setti íslandsmet í 200 m skriðsundi á 2:16.7 mín. og varð sjöunda. Þar sigraði Lena Jenssen, Noregi, á 2:09.7 min. — en hún var kjörin bezta sundkona keppninnar. Setti norskt met í 100 m skriðsundi 58.5 sek., sem er frábær árangur. Norska sundfólkið hafði mikla yfirburði í keppninni og fjölmörg norsk met voru sett. Noregur hlaut 217 stig og sigraði anriað árið í röð. Skotland varð í öðru sæti með 158 stig. Síðan komu Spánn 153 stig, Belgía 151 stig, Wales 148 stig, Sviss 138 stig, ísrael 88 stig og Island rak lestina með 57 stig. Norðmenn náðu strax góðu for- skoti. Eftir fyrri daginn — 12 greinar — á laugardag höfðu þeir 106 stig, en Wales var í öðru sæti með 72 stig. Skotland og Spánn 70, Belgía og Sviss 65 stig, Israel 44 og Island 26. í allt sigraði norska sundfólkið í 10 greinum af 26. Hámark hjá þeim var sigur og Markamismunur — ekki hlutfall Markamismunur — ekki markahlutfali — mun gilda í framtiðinni í ensku knattspyrn- unni, þegar lið eru jöfn að stigum. Það var samþykkt á fundi deildaliðanna á föstudag i Lundúnum. Samþykkt einróma eftir að fellt hafði verið að gefa aukastig fyrir þrjú mörk í leik. Samþykkt var að fjögur neðstu liðin í 4. deiid héldu sætum sínum í deildakeppninni áfram. met Lenu Jenssen i 100 m skrið- sundinu fyrri daginn — og síðari daginn met norsku karlasveit^r- innar í 4x200 m skriðsundi. Sveit- in synti á 7:51.1 mín. langt innan við Olympíulágmarkið, sem er 7:53.2 mín. Af sigurvegurum í einstökum greinum má nefna, að McClatchey, Skotlandi, sigraði í 400 m fjórsundi karla á 4:38.5 mín. Waldman, Sviss, sigraði í 1500 m skriðsundi á 16:10.4 min. Wisloff, Noregi, sigraði i 200 m bringusundi karla á 2:25.0 mín., Downie, Skotlandi, í 100 m skrið- sundi á 54.9 sek. og Wisloff í 100 m bringusundi á 1:07.6 mín. Staðan í 1. deild Úrslit leikja helgannnar, 1. deild: Þróttur-FH 0-2 Valur-ÍA 6-1 ÍBK-UBK 1-2 Fram-FH 2-1 Úrsiitin í 2. deild: Haukar-Völsungur KA-Armann ÍBÍ-Selfoss ÍBV-Reynir 1-1 0-2 1-1 8-0 Eftir leiki helgarinnar er staðann í 1. deild: Valur KR Fram ÍA ÍBK UBK FH Víkingur Þróttur 0 0 16-4 6-3 5-6 4-7 9-7 4-5 4-8 2-3 2-9 nBK daprast heldur betur flugið 3 topleikir í röð — Breiðablik vann verðskuldaðan sigur í 1. deildinni í Keflavík fjórðungur var liðinn af hálf- leiknum, fékk Heiðar Breiðfjörð knöttinn langt fy.rir utan vítateig og skaut hörkuskoti, í bláhorn marksins, sem Þorsteinn réði ekki við. Fallegt mark sem bætti Keflvíkingum hefur heldur betur daprazt flugið i 1. deildinni. Eftir tvo sigra í upphafi móts hafa komið þrjú töp í röð, það seinasta fyrir Breiðabliki í Kefla- vík á laugardaginn. Liðið er núna líkast bilaðri tölvu, sem hægt er að setja dæmið í, en útkoman kemur ekki. James Craig er að reyna að fá meira spil í liðið, en leikmönnum hefur ekki tckizt að ná neinu valdi yfir því, auk þess sem sífelldar stöðubreytingar, meiðsli og greinileg þreyta hrjá liðið, — hvort sem að um ér að kenna of miklu álagi eða of lítilli þrekþjálfun. Með sama áfram- haldi hlýtur ÍBK — að verða nær botninum en toppnum í baráttunni í fyrstu deildinni í ár. Blikarnir áttu sigurinn fyllilega skilið í Keflavík. Þeir léku af skynsemi og yfirvegun og Þorsteinn Friðþjófsson þjálfari þeirra er greinilega að móta lið sem á vaxandi gengi að fagna i sumar, ef allt verður með felldu og honum gengur sér- staklega vel með lið sitt gegn ÍBK — en UBK sigraði þá einmitt í Litlu bikarkeppninni í vor. Annars var leikurinn fremur tíðindalítill, — sérstaklega fyrri hálfleikurinn. Bæði liðin þreifuðu fyrir sér og reyndu að lála knöttinn ganga, — þó um of fram miðjuna. Tækifæri voru fá. Ölafur Júlíusson átti eitt skot af löngu færi, sem bægt var í horn, en Blikarnir voru mun nær því að koma knettinum í netið. Ölafur Friðriksson átti mjög góða kollspyrnu af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf frá Heiðari Breiðfjörð. Einnig átti Þór Hreiðarsson hörkuskot á markið af löngu færi sem Þorsteinn varði með naumindum og Hinrik Þór-' hallsson endaði hálfleikinn með hörkuskoti í marksúlu og Blikarnir hófu þann seinni með svipuðum tilþrifum — knötturinn small aftur á marksúlunni. En lánið gat ekki leikið enda- laust við ÍBK. Þegar um stundar- að mestu léyti upp daufan fyrri hálfleik og sýndi að skotmenn eru enn til í íslenzkri knattspyrnu. Geysilegur fögnuður greip um sig meðal Blikana og þeir gátu fagnað aftur skömmu síðar, þegar Einar Þórhallsson skoraði, stórglæsilegt mark, með kollspyrnu úr aukaspyrnu, 2:0. Að sjálfsögðu kom markið eins og reiðarslag yfir Keflvíkinga en vonin um jöfnun kviknaði þegar Guðni Kjartansson, fór svipað að og Einar miðvörður kollegi hans í UBK og skoraði eftir hornspyrnu frá Ölafi Júlíussyni. ÍBK-liðið tók sem snöggvast kipp við markið, en féll fljótlega i sama viljaleysið og áður, svo'að úrslitin voru óve- fengjanlega sigur UBK, 2:1. Ef einn skal nefna öðrum fremur i UBK-liðinu, þá er Markhæstu leikmenn 1. deildar eru: Guðmundur Þorbjörnsson, Val 6 Hermann Gunnarsson, Val 6 Björn Pétursson, KR 3 Einn leikur fer fram í kvöld — þá leika KR og Víkingur. Utan Vals hefur Víkingur tapað fæstum stigum í 1. deild, en er þó í næst neðsta sæti 1. deildar. KR hefur hins vegar komið á óvart í sumar — er enn taplaust. Leikurinn hefst kl. 20. Einar Þórhallsson, þeirra máttarstoð, traustur varnarleik- maður, en hættulegur upp við mark andstæðinganfia, auk þess sem hann hefur mjög góð áhrif á félaga sína, þegar mesl á mæðir. Vignir Baldursson var mjög erfiður ÍBK-vörninni með góðum staðsetningum og hraða sínum. Hinrik Þórhallsson (sem ekki fannst í leikskránni) barðist eins og ljön, en Heiðar Breiðfjörð, var þó virkastur framherjanna og ógnaði sífellt með skothörku sinni. Guóni reyndi, ásamt Einari Gunnarssyni. að hvetja liðið til sigurs, en eins og áður er getið skorti bæði vilja og kraft, — hvað svo sem olli. Að vísu vantaði Gísla Torfason, sem var sjúkur og Kúnar Georgsson. sem tognaði þótt undarlegHnegi virðast í starfi línuvarðar yngri flokkanna fyrir nokkru — en liðið á samt að geta betur, þótt þeirra missi við. Dómari var Rafn Hjaltalín og gerði sínu hlutverki hin verstu skil. -emm. Matthías at- vinnumaður Ég er mjög ánægður með þá samninga sem ég gerði við sænska liðið Halmia — og þeir eru til eins og hálfs árs, sagði Matthías Hallgrímsson, landsliðs- maðurinn kunni í Skagaliðinu, þegar Dagbiaðið ræddi við hann í morgun. Matthías er nú orðinn atvinnumaður í knattspyrnu — fjórir íslendingar eru atvinnu- menn í knattspyrnu nú. Matthías brá sér til Svíþjóðar í síðustu viku til viðræðna við for- ráðamenn Ilalmia í Halmstad, en þeir höfðu mikið reynt að fá hann til sín eftir landsleik Noregs og íslands í Osló á dögunum. Hann kom heim um helgina — en fer aftur til Svíþjóðar eftir mánuð. Getur hann ekki leikið með ÍA- liðinu i íslandsmótinu vegna samningsins. — Ég get byrjað að leika með Halmía 3. ágúst — og ég mun jafnframt sem ég leik með liðinu í 2. deild stunda framhaldsnám i rafnámi. Þar er kveikjan að þessari ákvörðun minni að leika í Svíþjóð. Halmstad-liðið hyggur á stóra hluti í knattspyrnunni í Svíþjóð og hefur því tryggt sér erlenda leikmenn. Auk Matthíasar hefur John Smith frá Everton ráðizt til liðsins og von er á fleirum. Liðið hefur varla möguleika á að komast í 1. deild á þessuleiktíma- bili — en stefnt er að því á næsta. Keppnistímabilið stendur fram í desember. Þá fær Matthías jóla- frí, en verður að vera kominn til æfinga aftur um miðjan janúar 1977. — Það var gengið frá því í samningnum við Halmía að ég get leikið með íslenzka landsliðinu — ef landsliðsnefndin hefur hug á því að ég leiki með landsiiðinu. Þar er ekkert til fyrirstöðu, sagði Matthias að lokum. Hann hefur ieikið flesta landsleiki íslendinga í knattspyrnu. Skagaliðið hefur orðið fyrir miklu áfalli að missa þennan sókndjarfa framherja úr liði sínu að minnsta kosti næstu tvö árin. En slíkt hið sama hafa ÍBV, Valur og Víkingur mátt þola með Asgeir, Jóhannes og Guðgeir und- unfarin ár. HESTAMENN! Allt til reiðmennsku: m.a. ★ Hnakkar ★ beizli ★ skeifur ★ hóffjaðrir ★ hnykkingatengur ★ tannraspar ★ ormalyfsbyssur og margt margt fleira. Biðjið um m.vndalista. Póstsendum. utilif GLÆSIBÆ — simi 30350

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.