Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNÍ 1976. LISTAHÁTÍÐ N DRAUMURINN HANS ATLA sem aö lokum er sungin af hljómsveitinni. Verkið var vel leikið, sérlega af slagverks- mönnunum, sem höfðu nóg að gera. Skemmtileg byrjun á tón- leikahaldi Listahátíðarinnar. Forleikurinn að 3. þætti Lohengrin er kröftugt verk, sem víða er notað sem -„glans- númer” sinfóníuhljómsveita. Sinfóníuhljómsveit íslands lék af miklum glæsibrag undir sterkri stjórn Freemans, þó að stundum hafi hann slakað full mikið á. Unnur María Ingólfsdóttir var einleikarinn í hinum gull- fallega, en mjög svo erfiða fiðlukonsert Mendelssohns. Hverjir svo sem völdu þennan konsert til flutnings með Unni, gerðu henni óleik. Hún réði ekki fullkomlega við þetta erfiða verk, og þá aðallega sökum reynsluleysis, jafnvel eru þess dæmi, að reynslu- miklir og góðir spilarar eiga í erfiðleikum með þennan kons- ert. Unnur María hefur góða og mikla hæfileika, það duldist engum sem á hana hlýddu, hún hefur fallegan tón, góða tón- myndun, þótt tvígripin og átt- undirnar hafi verið dálitið loðnar hjá henni og leikur ákaf- lega létt og áferðarfallega. Margt gerði hún skínandi vel, og tókst henni best upp í hinum fallega 2. kafla. Stjórnandinn gætti ekki nógu vel að samræmi milli hljómsveitar og einleik- ara, og í 3. kafla dró hann, ef til vill með vilja, úr hraða þeim er Unnur María vildi hafa. Hljóm- sveitin lék all þokkalega, þó stundum væri hún of sterk, en það er á kostnað stjórnandans fremur en hljómsveitarinnar. Sinfónía Sjostakovítsj nr. 5 var með afbrigðum vel leikin af hljómsveitinni, og er leitt að eins og hún hefur verið góð í vetur, þá skuli Sinfóníuhljóm- sveit íslands ekki eiga stærri þátt í Listahátíð ’76. Stjórnand- inn, Paul Douglas Freeman, er liðlegur og góður stjórnandi, og var stjórn hans einna best í sinfóníu Sjostakovitsj, þar náði hann fram þeim mikla krafti og spennu sem í því verki er. Listahátíð: Sinfoníuhljomsveit íslands. tón- loikar í Háskólabíói 4.6. '76. Efnisskrá: A.H. Sveinsson: Flower Shower Wagner: Forleikur að 3. þætti Lohengrin. Mendelssohn: Fiðlukonsert Sjostakovitsj: Sinfónía nr. 5 Stjórnandi: Paul Douglas Freeman Einleikari: Unnur María Ingólfsdóttir. A þessum fyrstu tónleikum á Listahátíð ’76 gengu áheyrendur inn í draumskýrsl- una hans Atla, og sennilega án þess að átta sig á því. Eflaust hafa einhverjir haldið, að verið væri að stilla einhver tæki, því er gengið er í salinn, heyrast stöku tónar úr hátölurum Há- skólabíós, en engir hljóðfæra- leikarar eru á sviðinu. Atli Heimir Sveinsson samdi Flower Shower fyrir sinfóníu- hljómsveitina í Norrköping árið 1973 og tileinkaði það dr. Róbert A. Ottóssyni, en hann lézt áður en verkið var frum- flutt árið 1974. Flower Shower er skemmtilegt verk, alltaf eitthvað að gerast sem kemur á óvart. Má þakka það formleysi verksins, því ekki er hægt að geta sér til um hvað kemur næst. Byrjunin er leiðslu- kennd, tónarnir svífa um loftið, inn um eyru áheyrenda og skapa meö þeim þægilegt hugarástand, en á meðan tínast hljóðfæraleikararnir inn á sviðið einn af öðrum. Undir lok Flower Shower kemur samt besti hlutinn fyrir marga, þegar básúnan, og síðan hvert hljóðfærið af öðru, kemur með síendurtekna, grípandi laglínu, Unnur María Ingólfsdóttir, einleikarinn í fiðlukonsert Mendelssohns, hefur marga góða kosti sem fiðluleikari. Myndir: jkc. Paul Douglas Freeman er liðugur stjórnandi, sem stjórnaði af krafti i 5. sinfóníu Sjostakovítsj. William Walker er einn af þeim sem hafa lagt i leitina að hinum eina sanna tóni. þjónar honum best. Þær þjóðir, sem við köllum frumstæðar, nota röddina mikið til að öskra, væla, stynja og herma eftir hinum ýmsu hljóðum náttúr- unnar, en menningarþjóðirnar svokölluðu hafa löngum ein- beitt sér að leit að hinum eina sanna tóni. Þeir éru auðvitað ekki margir sem vilja leggja á sig margra ára nám og erfiði við slíka leit, enda er mannin- um misjafnlega gefnir hæfi- leikar til slíkra hluta. William Walker er einn af þeim sem hefur lagt upp í leit- ina miklu. Hann hefur átt gott forskot á ýmsa aðra, því að upp- lagi er rödd hans mikil og fög- ur. Hann hlýtur að vera nálægt hinum eina sanna tóni, hver svo sem hann er, því með rödd sinni, sterkri, hljómmikilli og iiárr; barytonrödd. sem heillar áheyrendur, hefur honum tekist að komast inn á gafl hjá Metropolitan-óperunni og þar stíga inn einungis afburða- söngvarar. Maðurinn sjálfur býður af sér góðan þokka, mjög sviðsvanur, eilíflega með bros á vör og syngur sig beint inn í hjörtu áheyrenda. Hann söng hvert lagið öðru betur, þó sér- staklega Erlkönig eftir Schu- bert og Prolog að óperunni I Pagliacci eftir Leoncavallo. Lögin úr amerísku söngleikjun- um fundust mér ekki eins til- komumikil og önnur iög efnis- skrárinnar, þótt þau væru skemmtilega sungin. Seinna aukalagið, úr Rakaranum í Sevilla, og allir þekkja sem ...figaro, figaro, figaro, vakti fá- dæma hrifningu, enda söng og lék William Walker það ein- staklega skemmtilega, svo ann- að eins hefur ekki sést hér áður. Undirleikarinn, Joan Dorneman, sem mér heyrðist hann kynna sem aðstoðar- stjórnanda Metropolitan- óperunnar lék vel undir söng Walkers, en var allsterk í mörg- um laganna. Lausarstöður Eftirtaldar stöður við embættiskattstjóraNorðurlands- umdæmiseystra.Akureyri, eru iausar til umsóknar. 1. Staða skrifstofustjóra. 2. Staða fulitrúa. 3. Staða háskólamenntaös fulltrúa við endurskoðun. Laun eru samkvæmt iaunakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir óskast sendar skattstjóranum í Norðurlandsumdæmi eystra, Hafnarstræti 95, Akureyri, fyrir I. júlí nk. og gefur hann allar nánari upplýsingar. Fj árm álaráðuney tið, 4. júní 1976. Styrkir til vísindanáms í Svíþjóð Sænsk stjórnvöid bjóða fram styrki handa íslendingum tii vísindalegs sérnáms í Sviþjóð. Boðnir eru fram fjórir styrkir til 9 eða 10 mánaða dvalar, en skipting í styrki tii skemmri tíma kemur einnig til greina. Gera má ráð fyrir að styrkfjárhæð verði a.m.k. 1.400 sænskar krónur á mánuði. Styrkirnir eru að öðru jöfnu ætiaðir til notkunar á háskólaárinu 1976-77. Umsóknir um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum prófskirteina og meðmælum, skal komið til menntamáia- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 1. júlí nk. — Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðune.vtið, 1. júní 1976. Tónleikar í Háskólabíói 5.6. '76. William Walker, baryton Joan Dorneman, píanó. Efnisskra: Lög eftir Torelli, Cavalli, Sarti, Lagrenzi, Schubert, Palasilhó, Fauró, Duparo, Leoncavallo, Verdi, Richard Cumming, og úr ameriskum söngleikjum. Frá upphafi hefur inaðurinn átt eitt hljóðfæri, röddina. Þetta mikla tjáningartæki hefur hann notað á ýmsan máta, allt eftir því hvernig hún Undirleikarinn Joan Dorne- man, Iek af miklu öryggi, en heist til miklum krafti. Myndir: jkc. SONG SIG BEINTINNI HJORTU AHEYRENDA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.