Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 7
MALLORCA DAGFLUG ÁSUNNUDÖGUM VERÐ FRA KR. 39.700,- Nú er Mallorka fjölsóttasta ferðamanna- paradís Evrópu. Meira en hundrað baðstrendur víðsvegar á ströndum hins undur fagra eylands. Náttúrufegurðin er stórbrotin há fjöll, þröngir firðir, bað- strendur með mjúkum sandi og hamra- borgir og klettar. Glaðvör höfuðborg fögur og ekta spönsk í útliti og raun. Mallorka er sannkölluð paradís, þangað vilja allir ólmir sem eitt sinn hafa þangað komizt. Islenzk skrifstofa Sunnu veitir farþegum öryggi og ómetanlega þjónustu. Þar er sjórinn, sólskinið og skemmtanalífið, eins og fólk vill hafa það, sannkölluð paradís, vetur, sumar, vor og haust. Sunna býður mikið úrval af góðum hótelum, og íbúðum í sérflokki svo sem TRIANON, ROYAL MAGALUF, PORTO- NOVA, HOTEL BARBADOS, GUADALUPE, HELIOS og LANCAST- ER: • Nokur sæti laus í 2ja og 3ja vikna ferðir eftirtalda daga: 13. júní, 4. og 25. júlí, 1. ágúst 12., 19 og 26. sept. 3, og 17. okt. NÝJUNG: BARNAGÆZLA COSTA DEL SOL DAGFLUG A LAUGARDÖGUM. Verð frá kr. 49.800.- Frábær aðstaða til hvíldar og skemmtunar í baðstrandabænum Torremolinos, vinsæl- ustu ferðamannaborginni á Costa del Sol, besta baðströnd suður Spánar. Sunna býður upp á hótel og íbúðir í sérflokki með loftkældum herbergum og nútíma þægindum sem koma sér vel í sumar- hitanum. Góð aðstaða til útivistar, sólbaðs og sunds við laugar og strönd. Torremolinos er miðstöð skemmtana- lífsins, verzlunar og viðskipta á Costa del Sol. Staður þar sem dagarnir, kvöldin og nóttin reynast allt of stutt til þess að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. íslenzkir starfsmenn Sunnu i Torre- molinos efna til fjölbreytilegra skemmti- og skoðunarferða um ströndina fögru, upp til fjallahéraðanna og Granada og sigla yfir Gíbraltarsund til heimsóknar í frábrugðinn heim og framandi þjóðlíf í Marokko. Fáein sæti laus í 2ja og 3ja vikna ferðir: 19. júní 10. og 31. júlí 14. og 21. ágúst 4., 11. 18. og 25. sept. 2. og 16. okt. KAUPMANNAHÖFN 1 OG 2JA VIKNA FERÐIR VERÐ FRA KR. 27.500,- (FLUGFAR OG GISTIKOSTNAÐUR). Ödýrar skemmtiferðir til hinnar glaðværu og sumarfögru borgar. Skrifstofa Sunnu í Kaupmannahöfn i skipulggur skemmti- og skoðunarferðir. Hægt er að velja um dvöl á einkaheimilum, hótelum og ' sumar- húsum v/ströndina. RÍNARLANDAFERDIR 0G SUMAR Í TÝRÓL Flogið til Kaupmannahafnar. Frá Höfn er ekið með þægilegum langferðabíl um hinar fögur borgir og skógivöxnu sveitir Danmerkur og Þýzkalands. Stanzað í Hamborg, Amersterdam og Bríissel en lengst dvalið við hina fögru og sögufrægu Rín. Þar ríkir líf og fjör, glaðværð og dans, sem engu er líkt. Siglt . er með skemmtiskipum um Rínarfljót framhjá Loreley og fleiri frægum stöðum. Farið er í ökuferðir um sveitir og héruð Rínar- byggða, þar sem náttúrufegurð er mikil. Síðustu daga ferðarinnar er dvalið í Kaup- mannahöfn, farið í stuttar skemmti- og skoðunarferðir, Tívolí, Lorrey, skroppið yfir til Svíþjóðar og ótal margt annað gert. NORÐURLANDAFERÐIR Ekið frá Kaupmannahöfn um Svíþjóð, Osló, Þelamörk, og norsku fjarða- byggðirnar, Harðangur og Sogn. Dvalið i Kaupmannahöfn í ferðalok. COSTA BRAVA SUNNUDAGSFLUG. VERÐ FRÁ KR. 54.800 (3ja vikna ferðir) SÉRSTAKLEGA ÓDÝRAR FJÖLSKYLDUFERÐIR M/DVÖL I ÍBUÐUM. Miðjarðarhafsströnd Spánar, frá stórborginni Barcelona að frönsku landa- mærunum er rómuð fyrir náttúrufegurð, ljúfar litlar baðstrendur, ósviknar ekta spánskar byggðir, fiskimannabæi og baðstrandarlíf. Lloret de Mar er af flestum talinn einn fegursti staðurinn á þessum slóðum. Lífsglaður baðstrandar- bær þar sem Sunna býður upp á beztu íbúðir sem til eru og hótel í mismunandi verðflokkum. tslenzkir starfsmenn Sunnu í Lloret de Mar skipuleggja skemmti- og skoðunar- ferðir á glaðværum kvöldstundum í þjóð- legar grísaveislur, í næturklúbba og hlöðuböll. Á sólfögrum sumardögum er farið í skemmtisiglingar með ströndinni fögru, ekið úm byggðir til Frakklands og suður til Barcelona, stærstu borgar við Miðjarðarhaf, eða til nálægra Pyrenea- fjalla og dvergríkisins Andorra, þar sem allar lúxusvörur eru tollfrjálsar, eins og í Hong-Kong og á Kanaríeyjum. Nokkur sæti laus í eftirtaldar ferðir: 13. júní . 4. og 25. júlí 15. ágúst 5. og 26. sept. og leikskóli fyrir börn Sunnufarþega undir stjórn íslenzkrar f óstru ó C0STA DEL SOL og COSTA BRAVA ÞVÍ ER SLEGIÐ FÖSTU, HVERGIMEIRA FYRIR FERÐAPENINGANA 0G DAGFLUG AÐ AUKI ■lllliliMHHIHIiHilíHHiliWilil'IHiHI I DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 8. JtJNÍ 1976. Nú dregur til úrslita: Þýðingarmestv forkosningar til þessa í Bandaríkjunum Ford Bandaríkjaforseti og Jimmy Carter börðust hat- rammlega í kosningabaráttunni í Ohio í gær, kvöldið fyrir for- kosningarnar sem draga kunna til úrslita um það, hver verður forsetaframbjóðandi, bæði hjá demókrötum og repúblikönum. Báðir höfðu ákveðið að beita kröftum sínum mest í Ohio- fylki þar eð þeir eru hvorugir taldir geta farið með sigur af hólmi í Kaliforníu. Vilja þeir þá reyna að sigra með sem mestum mun mótframbjóðend- ur sina í Ohio og New Jersey til þess að tryggja sér sem flesta kjörmenn í þessum fjölmennu fylkjum og má þá telja víst hverjir verða frambjóðendurn- ir við forsetakjörið sjálft, sem fram fer í nóvember. AIls eru kjörmennirnir 54(1 fyrir demókrata og 331 fyrir repúblikana. C0NC0RDEí ERFIÐLEIKUM Hljóðfrá Concorde þota frá væru menn alveg vissir í sinni flugfélaginu Air France, varð sök, var ekki talið rétt að hætta að snúa við á. flugi sinu til á neitt og urðu farþegarnir Washington frá París vegna sem voru 74 að tölu, að skipta þess, að sprunga mun hafa um vél á De Gaulle flugvelli komið í einn gluggann í flug- Varð af þessu eins klukku- stjórnarklefanum. Þótt ekki tima töf fyrir fólkið. Þar eð Carter er talinn tapa forkosningunum í Kalifornlu hefur hann einbeitt sér að Ohio og New Jersey-fylkjum í kosningabarátt- unni að undanförnu. Hann er nú talinn geta tryggt sér nægilega marga kjörmenn til þess að hljóta útncfningu á flokksþingi demó- krata í fyrstu umferð. Ford Bandarikjaforseti hefur barizt af mikilli hörku fyrir þvi að hljóta útnefningu flokks sins i forsetakjöri. Reagan, sem verið hefur heizti keppinautur hans að undanförnu, hefur gengið heldur erfiðlega síðustu vikur, en þó er hann talinn vinna öruggan sigur í Kali- forníu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.