Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 8
Á skytterfi í Krísuvík — en öll of ung Lönrc'Kluþ.jónar, sem voru i i’l'tirlitsferð um Krísuvik á laufíarciaginn. óku fram á f.jögur unKinenni, sem lágu sofandi í bíl sínum þar á veginum. Er farið var aö grennslast nánar um þau og ferðir þeirra, kont i ljós að þau voru með ólöglegan riffil i farangri sínum. Ungmennin, þrír piltar og ein stúlka — öll undir tvítugu — höfðu skroppið á skytterí yfir helgina. Þar sem þau eru öll of ung til að hafa byssu- leyfi, var riffillinn gerður upptækur. -ÁT- Stolið úr ólœstu húsi í Mosf ellssveit Rétt innan við 20.000 krónum var stolið úr ólæstu íbúðarhúsi í Mosfellssveit aðfaranótt sunnudagsins. Enginn varð var við þjófinn eða þjófana, og hjón, sem lágu sofandi í næsta herbergi urðu heldur einskis vör. Lögreglan hefur enn ekki haft upp á sökudólgnum, en stöðugt er unnið að rannsókn málsins. Ronnsóknastofnun landbúnaðarins byggirúr torfi Rannsóknastofnun land- búnaðarins á Keldnaholti hefur nú fengið leyfi Byggingarnefndar Reykja- vikurborgar til að byggja hrútakofa úr torfi og stein- steypu. Nefndin samþykkti þessa framkvæmd á fundi sinum 26. maí sl. Kofinn á að vera 43,2 fermetrar að stærð og 106 rúmmetrar. Gjald greitt fyrir leyfið er upp á 1240 krónur. Bygging þessi stendur í sambandi við rannsókna- störf stofnunarinnar. -G.S. í eldamennsku um hánótt: Urðu að flýja út á svalir vegna mikillar reykjarbrœlu Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt að húsi við Rjúpufell aðfaranótt laugardagsins. Þar var mikil reykjarbræla, en er nánar var að gáö kom i ljós að hún stafaði frá potti, sem stóð þar á eldavél. Tvennt var í íbúðinni. Það var flutt á slysadeild eftir að búið var að slökkva í pottinum. Fólkið hafði orðið að flýja út á svalir íbúðarinnar, er brælan var sem mest og var orðið nokkuð máttfarið af reykeitr- un. — ÁT—■ Vaktmaður póst- hússins kom í veg fyrir innbrot Tveir menn gerðu tilraun til að brjótast inn í verzlunina Ilmvötn í Hafnarstræti aðfara- nótt laugardagsins. Þeir brutu rúðu í verzluninni, en fóru af einhverjum ástæðum ekki inn. Siöan fóru þeir bak við húsin og komust þar inn í geymslu- skúr, þar sem þeir voru hand- teknir. Það var vaktmaður á pósthúsinu sem >til ferða mannanna og gerði lög- reglunni viövart. — Mennirnir voru báðir iilvaðir og fengu að gista fangageymslur liig- reglunnar. -ÁT- DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNl 1976. » ............... 1,1 ' ^ Ys og þys á Þingvöllum, — talsverð ölvun unglinga — Erfiðleikum bundið að seðja hungur sitt í Hótel Valhöll Mjög erilsamt var á þjóðvegum Árnessýslu um hvítasunnuhelgina og þá sér- staklega á Þingvöllum og þar í nágrenninu. Talið er að milli tvö og þrjú þúsund manns hafi safnazt saman á tjaldsvæðinu á Þing- völlum þegar mest var. Helzt voru það unglingar sem þar héldu upp á hátíðina og að sögn lögreglunnar fylgdu því mikil ölvun og annir. A hvítasunnu- dag myndaðist svo mikið umferðaröngþveiti á staðnum þegar fólk þyrptist þangað síðdegis, en hafði lítið upp úr krafsinu annað en rigningu og rok. Um helgina var frekar lítið um óhöpp en þó urðu tvær bíl- veltur á staðnum og var þar ölvun í spilinu í báðum til- fellum. Öllu alvarlegra slys varð við Skeiðavegamót aðfara- nótt sunnudagsins, þegar bíll valt og gjöreyðilagðist. Ökumaður mun hafa slasazt alvarlega en farþegar sluppu með minni meiðsli. Eitthvað virðast þjónustu- fyrirtæki Þingvalla hafa verið lítið undirbúin undir þennan eril, sem sumir líktu við verzlunarmannahelgina. Voru margir orðnir sársvangir af 'að bíða eftir veitingunum, þegar það tók upp undir tvo tíma að fá afgreitt smurt brauð og kaffi í veitingasal Hótel Valhallar. Hreinlætisaðstaðanbrást einnig og þegar verst Iét var aðeins eitt salerni opið fyrir allan þann mannfjölda, sem safnaðist í Hótel Valhöll síðdegis á hvítasunnudag. -JB- Skýrsla lœknaróðs loks komin vestur: Eftir árs gœzluvarðhald hefst málflutningur Skýrsla læknaráðs um geðheilsu unga mannsins úr Ölafsvík, sem varð öðrum manni að bana í verbúðum vestur í Ólafsvík, lá á borði Jóns Magnússonar, héraðs- dómara í Stykkishólmi þegar fréttamenn DB heimsóttu Jón núna fyrir helgina. Jón kvað réttarhöld í málinu mundu fara fram núna eftir helgina. Munnlegur mál- flutningur gat ekki farið fram fyrr en nú vegna þess að skýrslan um geðrannsókn lá ekki fyrir. Á meðan hefur ungi pilturinn, 18 ára gamall, setið i gæzluvarðhaldi í rúmt ár, fyrst á Skólavörðustíg 9 og síðan að Litla Hrauni. -JBP- Jón Magnússon, fulltrúi sýslumanns í Stykkishólmi med skýrslu læknaráðs fyrir framan sig. (DB-mynd Árni Páll Jóhannsson). STUNDUM SÉST HANN, STUNDUM EKKI Finnskur töframaður „trillar" í Norrœna húsinu „Simsalabim” og eggið var horfið en í staðinn kominn lítill hamstur. Vaaá, sögðu krakk- arnir og störðu full undrunar á kúnstirnar. Þetta var hluti sýningar töframannsins Solmu Mákela í Norræna húsinu í gær, en hann er hér staddur á vegum Lista- hátíðar 1976. — Ég hreifst af þessu strax sem skóladrengur, sagði galdra- maðurinn í viðtali við DB, og hef fengizt við þetta sem atvinnu síðan á stríðsárun- um eða í 35 ár. Auk þess hef ég skrifað bækur og greinar um sjónhverfingar og ferðazt víða um heim í sambandi við at- vinnu mína. Þetta er mikil skemmtun, jafnt fyrir töfra- manninn sem áhorfendur og það grípur mann eins konar árátta þegar farið er út í þetta. — Ég er mjög hrifinn af Is- landi og vonast til að sjá sem mest þessa tíu daga sem ég dvelst hér. Sjáið þið bara fjöllin hérna í kring, sagði hann og benti á Esjuna sem er okkur Reykvíkingum frekar hvers- dagslegt fyrirbæri. „Hreint og beint stórkostlegt!” í anddyri Norræna hússins er sýning á veggspjöldum fjöl- leikahúsa, sem er hluti af heljarstóru safni í eigu lista- mannsins. Þetta er talið eitt merkasta safn sinnar tegundar í Evrópu og eru sumar mynd- irnar ævagamlar. Solmu Mákelá mun skemmta gestum Norræna hússins aftur um næstu helgi og er ekki að efa aö marga fýsir að sjá hann leika kúnstir sínar, en töfra- menn eru mjög sjaldséð fyrir- bæri hérlendis. — JB — Hér er forstöðumaður Norræna hússins, Mai-Britt Imnander, að aðstoða töframanninn við töfrabrögðin. TVEIR BANDARIKJAMENN SLASAÐIR EFTIR VELTUIKJ0SINNI — sjónarvotti og lögreglunni ber ekki saman um slysið Lögreglunni í Hafnarfirði barst laust fyrir klukkan niu í gærkvöld tilkynning um að Rúðubrot í Landsbankanum Vegfarandi í Austurstræti, væntanlega ölvaður, gerði sér litið fyrir um klukkan 3 aðfaranótt laugardagsins og mölvaði rúðu í Landsbanka- húsinu. Þelta gerði hann með þvi að kasta flösku í rúöuna. A nóttunni eru tveir vakt- menn i Landsbankanum. Þeir tilk.vnntu lögreglunni þegar um verknaðinn. Maöurinn hefur enn ekki náðst. -AT- Bronco jeppi hefði lent út af veginum skammt frá Eyri í Kjós. 1 bílnum voru þrír menn, tveir Bandaríkjamenn af Kefla- víkurflugvelli og einn Þjóðverji sem er hér í fríi. Erásögnum sjónarvotts og lögreglunnar ber ekki alveg saman um. hvernig slvsið átti sér stað. Að sögn lögreglunnar ók Bandarik.jamaður bilnum. en eigandi bílsins einnig banda- rískur var í aftursæti og Þjóðverjinn i framsæti. Bíl- stjórinn segist hafa verið á mátulegri ferð, bíllinn hafi lent í slæmu hvarfi á veginum og við það hafi hann misst stjórn á honum. Sjónarvottur, sem ræddi við Þjóðverjann segir aftur á móti að Þjóðverjinn hafi ekið, hann hafi lent úti í kanti í lausamöt og misst bílinn út af. Þjóðverjinn ber að hann hafi verið óvanur að aka Bronco og því ekki- kunnað al- mennilega að fara með bilinn. Bandaríkjamennirnir meiddust báðir nokkuð í þessu slysi. Sá, sem var í aftursætinu hryggbrotnaði, en hinn axlar- brotnaði. Þjóðverjinn slapp hins vegar svo til ómeiddur, nema hvað hann kvartaði um innvortis sársauka á slysstað. Mennirnir höfðu verið á Akureyri um helgina. Þeir tóku Þjöðverjann upp í er þeir fóru þaðan. og eftir því. sent hann segir Iétu þeir hann keyra, en byrjðu báðir að drekka í bilnum. Lögreglan segir hins vegar að annar Bandaríkja- maðurinn hafi verið ölvaður, en báðir hinir ódrukknir. -ÁT- Innbrotí Rafveituna við Elliðaár Þeir höfðu lítið upp úr krafsínu, mennirnir, sem völs- uðu um eignir Rafveitunnar við Elliðaár um helgina. Að- faranótt laugardagsins var farið inn í vélasal Rafveitunn- ar í gegnum rúðu, sem var brotin þá. Þar var ekkert að hafa, svo að skemmdarvarg- arnir fóru tómhentir þaðan. Nóttina eftir var síóan farið inn í Félagsheimili Rafveit- unnar. sem stendur við Raf- veituveg. Þar var sömuleiðis brotin rúða. Engu var stolið úr Félagsheimilinu. en nokkur glös brotin.-svo og stóll og loft- ljós. Lögreglan hefur enn ekki haft upp á skemmdavörgun- uni. —ÁT—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.