Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1976. 6 Vinstri menn stöðva tramrás Sýrlendinga Liðsmenn vinstri sinna í Beirút segjast nú hafa stöðvað framrás sýrlenzkra hermanna að borginni og eins brotið á bak aftur sprengjuárásir Sýrlend- inga á hafnarborgina Sidon, skammt suður af höfuð- borginni. Talsmaður samtaka Palestínumanna, sem eru mjög andvígir þátttöku Sýrlendinga í innanríkismálum Líbana, segir að herdeildir Sýrlendinga hafi stöðvazt við hernaðarlega mikilvæg gatnamót á leiðinni til höfuðborgarinnar, eftir að hafa orðið fyrir mikilli skotárás Palestinumanna. Alls segir tals- maðurinn Sýrlendinga hafa verið á um 100 skriðdrekum og brynvörðum bifreiðum. Eiga bardagar þar að hafa verið mjög harðir og stóðu enn yfir, er síðast fréttist. Sovétmenn hafa ásakað vest- rænar þjóðir um að kynda undir átökum við Miðjarðarhaf og segja að þessir blóðugu at- burðir séu tilraunir heims- valdasinna til þess að koma í veg fyrir framrás samtaka Palestínumanna. Segir í fréttum frá Moskvu, að Yasser Arafat, leiðtogi samtaka Palestínumanna hafi þegar beðið Sovétmenn og Júgóslava um aðstoð, en enn er ekki vitað í hvaða formi sú aðstoð verður. Vinstri menn segjast nú hafa stöðvað framrás meira en 100 skriðdreka og brynvarðra bifreiða Sýrlendinga skammt frá Beirút. La Coruna: FRAMHLUTINN A FLOTI Björgunarsérfræðingum tókst að koma framhluta risa- olíuskipsins Urquiola á flot um helgina. Eins og kunnugt er strandaði skipið skammt undan La Coruna á Norður- Spáni og meirihluti olíufarms þess fór í sjóinn. Framhlutinn, en í honum eru flestir tankarnir, var dreg- inn í sérstaka þurrkví í grenndinni, en þar munu sér- fræðingar sem kannað hafa or- Bflasalon við Vitatorg Sími 12500 Malibu árg. ’73, 1750 þús. — Nova árg. ’70, 1 millj. — Peugcot árg. ’73 1250 þús. — Nova árg. ’73, 1400 þús. — Comet árg. ’74, 1600 þús. — Morris Marina árg. ’74, 850 þús. Sunbeam 1500 árg. ’73 700 þús. — Bronco Ranger árg. ’74 2 millj. — Austin Mini árg. ’74, 590 þús. — Fíat 131 árg. ’76. 1400.000.00. Óskum eftir bílum á söluskrá Öskum eftir Mazda 818, útb. 1 millj. Óskum eftir Range Rover árg. 74-75. sakir slyssins, athuga skemmd- irnar. Risaolíuskipið, sem var hlaðið 110 þúsund tonnum af svartolíu, er það strandaði, brotnaði í tvennt um helgina og var þá hægt að koma bönd- um á framhiutann. Segja björgunarsérfræðing- arnir, að lítil von sé til þess, að hægt verði að bjarga aftur- hluta skipsins, sem er mjög illa farinn. ATH. Aðeisss erfá !<! afgreiðs!n næstu daga. Tryggið ykkur bví strax cinn íöfravagn. Munið aftaní franskan bíl aðeins franskt hjölhýsi og auðvitað Casita. Casita fer sigurför um allan heim. Heildverzlunin HallbjörnJ. Hjartarson h/f Skagaströnd — Sími 95-4629 Atokiii Vio iuituamu.Ti ’töSuii.- bique og Ródesíu fara sífellt harðnandi og verða æ mann- skæðari. Hér má sjá hermenn úr öryggissveitum landsins kanna vegsummerki eftir jarð- sprengju, sem varð tveimur að bana fyrir skömmu. CASITA HÉR - ÞAR, JÁ ALLS STAÐAR Frönsk fellihýsi og tjaklvagnar Örfáir vagnar vœntanlegir nœstu daga STJ0RNMALAFL0KKAR LEYFÐIRANY Sérstakar umræður á spænska þinginu munu greiða fyrir því að lýðræðislegum stjórnarháttum verði komið á á Spáni eftir meira en fjögurra áratuga einræðisstjórn Frankós. Nú er búizt við því, að þingið (Cortes) samþykki lagafrum- varp, sem Karl Spánarkonung- ur hefur lagt fram, en þar er gert ráð fyrir því að stjórnmála- flokkar verði leyfðir á ný en þeir voru bannaðir eftir að Frankó komst til valda árið 1939. Flokkar kommúnista, stjórn- leysingja og aðskilnaðarsinna verða þó bannaðir ef þeir falla undir það ákvæði frumvarpsins sem bannar byltingarsinnaða stjórnmálaflokka. Frumvarp þetta er talið verða samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, nema ef vera skyldi atkvæðum róttækra hægri manna, sem halda vilja í einsflokkakerfi það, er hefur viðgengizt svo lengi í landinu. Angóla: Dauðadóma krafizt í máli málaliðanna 13 Maialiöarnir eru flestir ungir að árum, eins og sjá má á þessum, sem voru meðal hinna heppnu: Komust heim til Bretlands. Fyrir hinum biasir alvaran við og jafnvel dauðinn. Spánn: Vegna mikillar eftir- spurnar viða erlendis, hefur verksmiðjan ekki undan að framleiða, og þar af leiðandi verður það takmarkað sem við getum boðið afþessum vinsœlu vögnum íár Casita hjólhýsið er frainúrskarandi glæsilegur vagn. Þú þarft aðeins að taka i cinn takka, eitt handtak og þá smellur upp úr þesAari kerru sem þú sérð hér, hið glæsilegasta hjólhýsi ekki bara meðplastdúk í hliðum, heldur raunvoifulegum veggjum. plastklæddum, sem sagt fullkomið. Innbúi þessara vagna ætlum við ekki að reyna að lysa. eða þeim glæsibrag sem þar ríkir því okkur myndi skorta orð til þess. Ródesía: Jarðsprengja drepurþrjá Saksóknarar i Angóla munu að öllum líkindum krefjast þess að málaliðar þeir, sem þar eru í haldi verði teknir af lífi, að sögn eins af verjendum þeirra, lögfræðingsins Robert Cesner. Málaliðarnir, sem eru 13 að tölu, voru handdteknir í borg- arastyrjöldinni í Angóla og eru frá Bretlandi, Irlandi og Banda ríkjunum. Að sögn lögfræðings- ins hefur réttur sá er þeir verða leiddir fyrir vaid til þess að dæma þá til dauða ,,og allt þar fyrir neðan” eins og lögfræð- ingurinn komst að orði. Réttarhöldin áttu að hefjast f dag, en hefur verið frestað þar til á fimmtudag til þess að lög- fræðingarnir hafi meiri tíma til þess að undirbúa málflutning- inn. Að sögn talsmanns öryggis- sveita Ródesíu lét kona og dætur hennar tvær lífið i gær, er jarðsprengja sprakk skammt frá þeim. Tala látinna í sívax- andi skærum milli hvítra og þeldökkra í landinu er nú komin upp í fimm á síðustu tveim dögúm. Atburður þessi varð skammt frá þorpinu Chipinga við austurlandamæri Ródesíu og Mosambique, en þar hafa átök- in alla tíð verið hvað römmust og er talið að skæruliðar hafi bækistöðvar handan landamær- anna. Erlendar fréttir REUTER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.