Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 10
10 MMBUWB Srjálst, úháð dagblað Útgefandi Dagblaðióhf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjóri: Atli Steinarsson. lþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Asgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Bragi Sígurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, (íissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Birgisdóttir. Katrin Pálsdóttir, Kristín Lýðsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson. C.jaldkeri: hráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar. áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2. sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf. Ármúla 5. Mynda-og pliitugerð: Hilmirhf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 19. Þeir frusu inni Allt fram til síðustu daga hafa menn haft ærnar ástæður til að vantreysta ríkisstjórninni í land- helgismálinu. Lengst af var fram- ganga hennar loðmulluleg og náði lágmarki í sneypulegri sendiferð Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra frá London með hrak- smánarlegt tilboð af hálfu Breta. Sumpart hefur þó ríkisstjórnin verið höfð fyrir rangri sök. Hinn ákafi áróður Morgun- blaðsins og Vísis fyrir samningum endurómaði ekki skoðanir stjórnarinnar, heldur aðeins eins eða tveggja ráðherra innan hennar. Hinir ráð- herrarnir stungu við fótum, þótt hljótt færi. Uppkastið, sem nýlega kom frá ráðherra- fundi Atlantshafsbandalagsins, studdi í öllum helztu atriðum grunsemdir manna um fram- göngu ríkisstjórnarinnar. Andstæðingar þess áttu auðvelt með að tæta það í sig, enda gerði það hvorki ráð fyrir einhliða rétti íslendinga að sex mánuðunum liðnum né ráð fyrir varanlegu gildi bókunar sex hjá Efnahagsbandalaginu. Straumhvörf urðu hins vegar í málinu á fundum Einars Ágústssonar utanríkisráðherra og Matthíasar Bjarnasonar sjávarútvegsráð- herra í Osló með Crosland, utanríkisráðherra Breta. Þar náðist helmingurinn af því, sem vantaði í uppkastið. Varanlegt gildi bókunar sex náði að vísu ekki fram að ganga. Enviður- kenndur var einhliða réttur íslendinga til 200 mílna fiskveiðilögsögu eftir 1. desember í ár. Til þessa hafði meirihluti þjóðarinnar verið andvígur samningum við Breta. En þetta sneristgersamlegaivið þegar síðustu lagfæring- arnar komu í ljós. Almannarómur sagði, að býtin við Breta væru orðin tiltölulega sann- gjörn. Enn eru að vísu margir, sem eru svo reiðir Bretum fyrir framkomu þeirra á miðunum, að þeir vilja ekki einu sinni gera hagstæðan samn- ing við slíka dólga. En þessar tilfinningar dofna eftir því sem þorskastríðið gleymist og þá verður þjóðin fullkomlega sátt við hinn nýja bráðabirgðasamning. Stjórnarandstaðan hefur misreiknað sig herfilega á þessum straumhvörfum. Enda var hún ekki á móti samningum við Breta efnis þeirra vegna, heldur vegna þess, að hún var andvíg ríkisstjórninni. Þegar efni samningsins var svo loks orðið þolanlegt, þá fraus stjórnar- andstaðan inni án þess að gæta aó sér. Daginn eftir að hinn endanlegi samningur var birtur voru Þjóðviljinn og Alþýðublaðið að bölsótast út í efnisatriði uppkastsins., Það var eins og blöðin vildu hvciKi ne gæiu trúað því, að þessi efnisatriði höfðu gerbreytzt. Stjórnarandstöðunni tókst að draga alþýðu- samtökin í landinu með sér út á hinn hála ís. Þar fjaraði barátta þeirra út við lítinn oróstír. En pálminn var í höndum þeirra, scm ailan tímann höfðu veitt ríkisstjórninni strangt aðhald, en vissu, hvenær það aðhald hafði borið nægilegan árangur. I)A(íHI.Aí)H) — MOO.IIJDAOUK K. .JUNt 197fi. Njósnamálið í V-Þýzkalandi: Helga Berger — Mata Hari nútímans Mata Hari var hollenzk dansmær sem i fyrri heims- styrjöldinni var dæmd og tekin af lífi í París sem njósnari Þjóðverja. Hún var tælandi nektardans- mey en ekki sérlega góður njósnari, þrátt fyrir það orð sem fer af henni. Frægð hennar og dýrðarljóminn, sem leikur um nafn hennar, er ekki hvað minnst einmitt vegna Mata Hari þess, þ.e. nafnsins sjálfs. í dag liggur við að nafnið Mata Hari sé samnefnari fyrir alla kvenlega njósnara. En í dag eru kven- njósnararnir ekki baðaðir sterkum ljósum skemmtana- iðnaðarins, heldur eru þeir í skrifstofum ráðuneyta víðs vegar um heiminn. Það hefur meðal annars í för með sér að þær ná miklu betri árangri í starfi sínu en Mata Hari sjálfri gat látið sig dreyma um. Dæmi um þetta er hið fyrsta af nýlegum njósnamálum sem upp hafa komið i Vestur- Þýzkalandi. Málið er lang- stærsta njósnamálið, sem þar hefur komið upp, síðan upp komst að Giinther Guillaume, hægri hönd Willy Brandts kanslara, hafði um árabil verið njósnari AustuivÞjóðverja. Það mál kostaði kanslarann embættið. Ein af 30 þúsund Höfuðpersónan í þessu máli er Helga nokkur Berger, 35 ára gamall ritari í stjórnarráðinu í Bonn. Hún er ekki nærri eins falleg og Mata Hari en hún er ljka betur klædd og miklu betri njósnari Austur-Þjóðverja. Að auki var hún nákvæmur og öruggur ritari. En Helga Berger er samt ekki nema aðeins ein af liðlega þrjátíu þúsund konum, sei.i gegna ritarastörfum hjá vestur-þýzka ríkinu. Hún er ekki sú fyrsta sem kemst upp um að hafi njósnað árum saman. Meðal eldri dæma er til dæmis Leonore Sútterlin sem hengdi sig í fangaklefa sínum þegar upp komst að maður hennar hafði kvænzt mörgum öðrum konum, er höfðu aðgang að ríkisleyndar- málum. samkvæmt beinni skipun frá sovézku leyni- þjónustunni. Einnig má nefna Irene Schulz, sem stal kjarn- orkuleyndarmálum, Irmgard Römer og margar fleiri. Vestur-þýzka gagnnjósna- þjónustan er þeirrar skoðunar að af um þad bil sautján þúsund sovézkum og austur- þýzkum njósnurum i Vestur- Þýzkalandi séu ekki færri en 2500 konur. Það er því ekki ólíklegt að í óteljandi skrif- stofum víðsvegar um landið séu ritararnir önnum kafnir við að ljósmynda ríkisleyndarntál. Undir smásjá í 10 mánuði Helga Bergar var handtekin eftir að fylgzt hafði verið rækilega með henni í tiu mánuði. Menn gerðu sér vonir um að hafa einnig hendur í hári yfirmanns hennar sem á fag- máli er kallaður „Fúhrungs- offizier" en það mistókst. Sá maður hvarf skyndilega sporlaust þegar böndin fóru að berast að Helgu og er hans nú leitað af alþjóðalögreglunni Interpool. Hann segist vera list- málari og innanhússarkitekt, heita Klaus W<öhlerog{:eta fært „sönnur" á þaó með ný- sjálenzku vegabréfi. Með Helgu Berger var færður til yfírheyrslu náinn vinur hennar um margra ára skeið, sjötugur ambassador, Heinrich Böx, sem m.a. hafði gegnt störfum í Osló og Varsjá. Hann var látinn laus eftir að hafa verið yfirheyrður en liggur enn undir grun — og þar með hefur málið fengið á sig blæ sem gefur til kynna að umfang þess nálgist Guillaume- málið. Helga Berger fæddist í Rínar- bænum Pirmasens og ætlaði áður fyrr að verða flugfreyja í París. Hún var ritari Böx þegar hann var formaður vestur- þýzku sendinefndarinnar til Póllands þegar pólsk- vestur-þýzku griða- samningarnir voru gerðir á sínum tíma. Hann var einnig formaður mikilvægrar verzlunarsendinefndar til Pól- lands. Helga Berger Ástkona sendiherrans Á sama tíma var það sem Helga gerðist njósnari fyrir austurblökkina eftir að þeirra menn komust að því að sendi- herrann hélt við einkaritara sinn. Samband Helgu og Böx sendiherra hélt áfram eftir að þau sneru aftur til Bonn en þá var Ilelga m.a. um tíma ritari Sigismund von Braun (bróður Werners eldflaugasér- fræðings) ráðherra. Sem slík hafði hún aðgang að fjölda ríkisleyndarmála. Ekki skemmdi fyrir árangri Helgu í starfi að eftir að Böx hætti störfum fyrir aldurs sakir varð hann ' formaður utanríkis- nefndar CDU, Kristilega demökrataflokksin1'. Það er því ekki að .ndra, þótt þetta njósnamál sé etns og dínamit i kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í Vestur-Þýzkalandi í haust. „Þið eruð ekkert betri...“ Böx og flokki hans sýndist rétt að ekki sé vegið hart að honum því Sósíaldemókrata- flokkur Brandts líður enn fyrir Guillaume-málið og það dæmi sannar að mál af þessu tagi geta komið upp hvar og hvenær sem er. Böx neitar að hafa misnotað þær upplýsingar, sem Helga Berger útvegaði frá utanríkis- ráðuneytinu, í þágu stjórnar- andstöðunnar og hann þvertók fyrir að hann hefði nokkuð með njósnir að gera fyrir erlend ríki. Böx neitar einnig að hafa staðið í ástarsambandi við Helgu Berger. Sú neitun er harla létt- væg miðað við hljóðritanir af símtölum hans við Helgu um margra mánaða skeið, skýrslur leyniþjónustumanna sem fylgzt hafa með stefnumótum þeirra og gerðum og bréf sem fannst í íbúð hennar, en það byrjar með orðunum: „Elskan mín." Neitaði þrátt fyrir borðliggjandi sannanir í fyrstu neitaði Ilelga Berger öllum ásökunum — og meira að segja þó fyrir framan hana lægju margar ljósmyndir af hennl á fundum með austan- tjaldsnjósnurum, „yfir- boðurum" hennar þar sem þeir tóku við stolnum og ljós- mynduðum ríkisleyndarmálum. Niðurbrotin systir hennar heimsótti hana í fangelsið. Eftir það fór Helga að verða samvinnuþýðari — raunar svo mjög að þýzk blöö gera að því skóna að um meiriháttar upp- ljóstranir muni verða. Berger- málið er þeirra Geirfinnsmál. Talið er að Helga sé hættulegri njósnari en Gúnther Guillaume sem Austur- Þjóðverjar reyna þó að fá látinn lausan í skiptum fyrir fjörutíu vestur-þýzka njósnara, sem sitja í fangelsum austan megin. Þegar só pólski fór að tala Það var í rauninni ekki vestur-þýzka leyniþjónustan sem kom upp um Helgu Berger heldur fékk hún ábendingu frá erlendum leyniþjónustumanni — líklega brezkum — sem hafði þær frá pólskum land- flóttanjósnara. Þessar upplýsingar hafa einnig leitt til þess að hátt- settur starfsmaður leyni- þjónustunnar Bundesnachrich- tendienst, Júrgen von Alten — sem gegndi því starfi að rannsaka njósnaskýrslur — var settur af. Einnig var í Hamborg austur-þýzkur njósnari sem trúlega hefur fundið jörðina brenna undir fótum sér, og gaf sig fram við yíirvöld og af- henti þeim dulmáisbækur sínar og fleiri plögg. Heinrich Böx Góð dóttír — góður njósnari Þetta njósnamál, sem talið er vera eitthvert umfangsmesta njósnamál er upp hefur komið í V-Þýzkalandi, teygir arma sína stöðugt í allar áttir. 1 því sam- bandi skiptir hreint ekki svo litlu máli að í haust verða almennar kosningar. Faðir Helgu er orðinn sjötugur og kominn á eftirlaun. Hann segir: „Helga mín var alltaf góð dóttir, ég skil þetta ekki." Helga var einnig góður njósnari — einn hættulegasti þeirra sem sitja við skrifborðin í stjórnarskrifstofunum í Bonn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.