Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 8. JUNl 1976. . Söltuð grósleppuhrogn Kaupum söltuð grásleppuhrogn hæsta verði. Kynnið yður okkar skilmála áður en þér seljið annars staðar. Höfum 30 ára reynslu í sölu grá- sleppuhrogna. Hafið samband við Sverri Þóroddsson eða Friðrik Björnsson. Þóroddur E. Jónsson Tryggvagötu 10 — Box 611 — Sími 11747. Kvenskór Verðkr. 3.570.- Litir: Brúnt — svart (GERVIEFNI) Laugavegi 59 sími 16850. Miðbæjarmarkaði —sími 19494. SKERUM SVAMPINN alveg eins og þér óskió. svamp, mjúkan svamp, lóttan svamp eóa þungan. líka, ef þér óskiö -og þér sparió stórfé. DUGGUVOGI 8 SÍMI 8 /■ 3. skoðanakönnun Dagblaðsins: Finnst þér, að bandaríska herliðið eigi að vera áf ram á Keflavikurflugvelli? „Þeir gera ekkert af sér, greyin" „Já, og láta þá borga nógu mikið fyrir það. “(Kona á Reykjavíkursvœðinu). „Ég er því fylgjandi, að liðið sé hér, þótt það sé gagnslítið fyrir okkur. “(Karl á Akureyri). „Ég skrifaði undir hjá Vörðu landi en hef skipt um skoðun síðan. “(Karl á Reykjavíkursvœðinu). „Það hefur ekkert hér að gera eins og nú er. Þeir hjálpa okkur ekki, gagnstœtt því, sem ég hefði vœnzt.“ (Kona á Akranesi). „Það er verst, að hér skuli þurfa að vera erlent herlið.“ (Kona í sveit). „Það er svo sem gott að hafa þá, ef einhverjir eiga að vera.“ (Kona á ísafirði). „Ef herinn fer, þá koma Rússarnir og þá býð ég ekki í ástandið.'“ (Kona á Reykjavíkursvœðinu). „Björgunarmenn varnarliðsins hafa bjargað fjölda- mörgum íslenzkummannslífum. Þeir hafa yfir að ráða útbúnaði til þess, sem við höfum ekki efni á.“(Kona á Reykjavíkursvœðinu). „Ef við erum í NATO, verðum við að láta eitthvað í té.“ (Karl á Reykjavíkursvœðinu). „Þeir gera ekkert af sér þarna, greyin, veita okkur bara öryggi.“ (Kona á Reykjavíkursvœðinu). „Ég sé ekki, að við höfum nokkurn skapaðan hlut að gera við Ameríkana.“ (Kona í Ytri-Njarðvíkum). Þetta eru nokkur dæmi um svör fólks í skoðanakönnun Dagblaðsins um afstöðu til varnarliðsins. . Spurt var: Finnst þér, að bandaríska nerliðið eigi að vera áfram á Keflavíkurflugvelli? Hringt var í 300 manns og voru 150 karlar og 150 konur, helmingur á Reykjavíkur- svæðinu og helmingur úti á landi. Hringt var í númer á ákveðnum stöðum i opnu í símaskránni. Slík könnun á að sýna afstöðu fólks, svo að ekki skakki nema nokkrum pró- sentum. Álíka margir með og móti Úrslitin urðu, að mjög svipaður fjöldi var með og móti varnarliðinu. Stuðningsmenn þess mörðu það, svo að munaði tveimur af hundraði en það nægir að okkar dómi ekki til að fullyrða megi, að þeir séu í meirihluta. Hins vegar er óhætt að slá því föstu, að litlu muni á fylgi stuðningsmanna og and- stæðinga herstöðvarinnar, þegar á landið allt er litið. Stuðningur við varnarliðið var lítið eitt meiri úti á landi en á Reykjavíkursvæðinu. Hlut- föllin voru nær alveg eins hjá konum og körlum, en eins og oft vill verða í skoðana- könnunum voru mun fleiri konur óákveðnar. Stuðningur við varnar- liðið hefur minnkað Niðurstöður þessarar skoðanakönnunar má bera saman við niðurstöður kannana Vísis, sem gerðar voru fyrrum með svipuðum hætti og kannanir Dagblaðsins nú. I ljós kemur, að mun fleiri voru áður fyrr fylgjandi dvöl bandaríska herliðsins. I könnun Vísis um varnarliðið árið 1968 voru til dæmis 57 af hundraði með og 33 af hundraði á móti. 1 könnun Vísis árið 1970 voru 40 af hundraði með og 33 af hundraði á móti og í könnun Vísis árið 1971 voru 53 af hundraði með og 26,5 af hundraði á móti. Eftir það minnkaði munurinn nokkuð en þó fór aldrei svo, að augljós meirihluti væri ekki fylgjandi áframhaldandi dvöl varnar- liðsins hér. Niðurstöður þessarar könnunar Dagblaðsins eru því merkilegar, því að þær eru hinar fyrstu í skoðanakönnun, sem nær til alls landsins og mark er á takandi, þar sem ekki er greinilegur meirihluti fylgj- andi dvöl varnarliðsins. Ótti við Rússa Ekki þarf að fara í grafgötur um, að áhrifa landhelgis- málsins gætir mjög í þessum úrslitum. I vaxandi mæli voru landsmenn ósáttir við varnar- liðið, sem hafðist ekki að, meðan Bretar beittu okkur her- valdi. Annars gætti óttans við Rússana verulega f athuga- semdum margra. Fólk sagði sem svo, að færi bandarfski herinn mundu Sovétmenn brátt koma. Nokkrir tóku fram að iáta ætti Bandaríkjamenn borga fyrir aðstöðuna hér. Þá gætu þeir verið. Andstæðingar hersins tóku margir fram, að hann hefði aldrei átt að koma eða vera farinn fyrir löngu“ og sitthvað f þeim dúr. Nokkur brögð voru að því, að fólk segðist nú vera orðið and- A f immtudag veröur dregiö i B. f lokki. 9.450 vinningar aö fjárhæö 1S3.930.ooo.oo, Á morgun er siöasti endurnýjunardagurinn. 6. flokkur: 9 á 1.000.000 kr. 9.000.000 kr. 9 - 500.000 — 4.500.000 — 9 - 200.000 — 1.800.000 — 342 - 50.000 — 17.100.000 — 9.063 - 10.000 — 90.630.000 — 9.432 123.030.000 kr. Aukavinningar: 10 á 50.000 kr. 900.000 — 9.450 123.930.000.00 k J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.