Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 08.06.1976, Blaðsíða 19
DAiiBLAtMf) — t’KItUUDACIIR S. .IlJNf 1976. 19 \ Nýjar gerðir af borðstofuborðum og stólum Viðartegundir tekk og palesander. Matra sófasettið vekur athygli. Verð ótrúlega hagstætt. Fylgist með nýjungum í hús- gagnagerð, lítið við hjá okkur. ®Húsgagnaverslun Reykjavíkur BRAUTARHOLTI 2 SIMI 11940 sem feróast gerir hún um miðjan júní jafnvel f.vrr ef heitt er í veðri og seinna ef kalt er. Það tekur víurnar eina viku að verða að möðkum og þá skriða þeir beint niður í rótina, þar sem þeir lifa góðu lifi til hrellingar f.vrir okkur garðyrkjumenn sem sjáum kálið okkar ekkert stækka þrátt fyrir natni við , allan undirbúning. Það eru heldur ekki bara kálplönturnar sem kálflugan hefur hinar mestu mætur á, rófan er af sömu ætt og þær, krossablóma- ættinni og hver kannast ekki við maðkétnar rófur. Salat er hins vegar ekkert sælgæti i augum flugunnar og það lætur hún því í friði. En sem betur fer eru ráð vió þessu. Sölufélag garðyrkjumanna selur eitur sem vinnur á kálmaðkinum og sjálfsagt er fyrir ræktunar- menn að fá sér slíkt. Til Kulusuk fljúgum viö 5 sinnum í viku meö Fokker Friendship skrúfuþotum okkar. Feröirnar til Kulusuk, sem er á austur- strönd Grænlands, eru eins dags skoðunarferðir, lagt er af staö frá Reykja- vikurflugvelli, aö morgni og komið aftur aö kvöldi. í tengslum viö feröirnar til Kulusuk bjóöum viö einnig 4 og 5 daga ferðir til Angmagssalik, þar sem dvalið er á hinu nýja hóteli Angmagssalik. Til Narssarssuaq, sem liggur sunnarlega á vesturströnd Grænlands, er flogiö 4 sinnum í viku frá Keflavíkurflugvelli meö þotum félaganna eöa SAS. Flestir þeir sem fara til Narssarssuaq dvelja þar nokkra daga, en kostur gefst á lengri dvöl ef vill. í Narssarssuaq er gott hótel meö tilheyrandi þægindum, og óhætt er aö fullyrða aö enginn verður svikinn af þeim skoöunarferöum til nærliggjandi staöa, sem i boöi eru. í Grænlandi er stórkostleg nátturufegurð, og sérkennilegt mannlíf, þar er aö finna samfélagshætti löngu liðins tíma. Þeir sem fara til Grænlands í sumar munu örugglega eiga góöa ferö. FLUCFÉLAC LOFTlEIOIfí ÍSLAJVDS Petuníur (tóbakshornin) eru ákaflega duglegar að blómstra og bera alla vega litla blómknappa. Annar óvinur kemur lika fljótt til sögunnar en það er arfinn. Gunnar sagði okkur að það væri um að gera að skafa hann eða raka um leið og hann fer að stinga upp kollinum og nær að mynda þétt teppi. Það skal gert i sólskini og þurrki, því að þá visnar hann strax og deyr. Annars er hann lifseigur og í rigningu skýtur hann bara niður rótum aftur, nema auðvitað að hann sé hreinlega reyttur. Stjúpmœðurnar alltaf einna vinsœlastar Svo að við snúum okkur aðeins að sumarblómunum, þá sagði Gunnar að stjúpmæður væru alltaf einna vinsælastar. Þær kosta 45 kr., eins og flest sumarblómanna. Þá eiga petuníur, sem fengið hafa hið íslenzka heiti tóbakshorn vaxandi vinsældum að fagna. Tóbakshornið er ákaflega viljugt að blómstra og gerir það í öllum regnbogans litum. Sum blómin eru meira að segja tvílit. Hún blómstrar líka fram eftir öllu sumri. Þetta blóm er selt í pottum og kostar 200 kr. Dalíur er líka afar vinsælar. Til eru minni blóm sem sáð hefur verið til hér og kosta 250 kr. og innfluttir laukar sem komið hefur verið til frá því í febrúarbyrjun og kosta 600 kr. og risadalíur sem verða 50-75 sm að hæð og bera afar skraut- lega blómknappa. Auk sumarblómanna eru svo óteljandi tegundir af fjölærum jurtum. Gullhnappar á 250 kr., hófsóley, útlent afbrigði sem er ofkrýnt og ber margfalt blóm öfugt við það íslenzka, á 400 kr. Fjölærar jurtir kosta frá 150 kr. upp í 400 kr., en algengt verð er 2-300 kr. Ymiss konar steinplöntur tilheyra fjölæru jurtunum og kaupir fólk mikið af þeim í steinabeð sem margir búa til af mikilli snilld. En nú er bara að hefjast handa við garðræktina. Garður- inn þarf ekki að vera mjög stór. Jafnvel svalirnar gætu dugað. Fátt finnst börnum líka eins gaman og að vasast i mold og fylgjast með því að sjá blómin stækka frá degi til dags og nýja og nýja blómknappa myndast. -EVI. Góóa feró tíl Grænlands f gróðrastöðvunum gefur að líta bióm ofuurtir stærðum og tegundum. Verðið er líka misjafnt. -DB-myndir Bjarnleifur. öllum mögulegum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.