Dagblaðið - 08.06.1976, Side 18

Dagblaðið - 08.06.1976, Side 18
DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1976. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚN#7 SÍMI 26844 Smurbrauðstofan B«JÖRIMÍIMIM Njálsgötu 49 — Sími 15105 NÝ BÍLASALA Bilakaup er ný bílasala með nýja þjónustu. Næg bíla- stæði. Vinsamlegast hafið samband við okkur ef þér þurfið að selja eða kaupa. Opið einnig á laugardögum. Revnið nvja söluþjónustu. Bílakaup, Höfðatúni 4, sími 10356. BILAKAUP IIIII l l »l I l I í;í rrniTúiiii i i~i. ;TTi MiTi..iLiTTi.túIn5ÍiÍai | HÖFÐATÚNI 4 - SÍMI 10356 Hús til sölu á Hornafirði Kauptilhoð óskast í húseignina Skólabrú 1, (Brekku- gerði), Ilöfn. Hornafirði, ásamt 400 fermetra leigulóð. Brunahótamat hússins kr. 3.555.000.00. Húsið vcrður til sýnis þeim er þess óska þriðjudaginn 8. júni nk. kl. 5-7 e.h. og eru tilboðseyðublöð afhent á staðnum. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11.00 f.h. föstudaginn 18. júní nk. Gunnar Vernharðsson með litlu dótturdóttur sina Lilju Björk. Við sijáum þau með risadaiíu og tóbakshorn. Þeir eru margir sem leggja leið sína í gróðrarstöðvarnar þessa dagana og kaupa sér blóm og ýmiss konar kálplöntur til þess að setja í garðinn hjá sér. En það er með þetta eins og annað, ekki er sama hvernig menn bera sig til við hlutina. Það má drekkja plöntunum i of miklu vatni, ef maður er alltof viljugur að vökva. Og maður getur haldið blessuðum blómunum í svelti með því að gefa of lítinn áburð. Það er sem sagt allt bezt í hófi með þetta eins og annað, með þeirri undantekningu þó, að það er aldrei gert of mikið af því að koma arfanum fyrir kattarnef. Til þess aó fá upplýsingar um þessa tegund af garðrækt lögðum við Bjarnleifur leið okkar upp i gróðrastöðina í Grænuhlíð í Fossvoginum sem 'flestir Reykvíkingar kannast við. „Ætli ég sé ekki búinn að vera hér í ein 25 ár,“ sagði Gunnar Vernharðsson eigandi Grænuhlíðar. „Það hefur nú verið nokkuð jöfn sala hjá mér í gegnum árin, en gróðra- stöðvunum er alltaf að fjölga, því að ræktun hjá fólki verður auðvitað méiri og meiri.“ Fyrst verður að undirbúa jarðveginn Gunnar sagði okkur að fyrst og fremst þyrfti vitanlega að undirbúa jarðveginn vel,plægja ogmylja moldina. Bezt væri að blanda saman við hana húsdýraáburði, sérstaklega í nýja garða. Hæfilegt væri að setja svo sem einar hjólbörur í hverja 4-5 fermetra. Þegar notaður er blandaður garðá- burður eru 25 kíló notuð á hverja eitthundrað fermetra. Aburðinum er blandað saman við moldina eftir að búið er að plægja. Það þarf að hafa nógu langt bil ó milli plantna Kál og rófur eru venjulega settar niður í byrjun eða viku af júní. Gæta þarf þess að nógu langt sé á milli plantna. Til dæmis má ekkisetja blómkáls- hausa niður með minna millibili en 35-45 sm. Bezt er að það séu 50 sm millibil á milli plantna á alla vegu. Annars hindrar plássleysið blaðvöxtinn og hausarnir verða litlir og kyrkingslegir. Það sama gildir um hvítkálið. Gunnar sagði að ekki væri það atriði að blóm- kálsplantan væri há. Þá væri hætta á að hún væri of mikið spíruð og upp kæmu dverg- hausar. Hvítkálsplöntur mega hins vegar vera tiltölulega stærri þegar þeim er endur- plantað. Þegar við fáum kálplönturnar frá gróðra- stöðvunum, þá eru þær búnar að vera í uppeldi síðan snemma í apríl þegar þeim er sáð. Síðan eru þær teknar upp ein og ein og plantað í uppeldisreiti, sem varðir eru með plastgluggum. Þeir eru svo teknir af til þess að viðra plönturnar og vökva en síðustu vikuna áður en við fáum þær í hendur er búið að herða þær þannig að óhætt er að planta þeim í garðinn. Gœta skal sín fyrir óvinunum — flugunni og arfanum ■ En það er ekki nóg að vera búinn að setja niður. Nú kemur tími óvinarins. kálflugunnar, sem er lík húsflugunni í útliti. Hennar uppáhaldsstaður til þess að vía á er við stöngul kálplantnanna en ekki á blöðin eins og margir halda. Þetta ÚTBOÐ------------------------ Hveragerðishreppur óskar eftir tilboðum í undirbyggingu gatna og lagningu holræsa. Útboðsgögn verða afhent á skrif- stofu Hveragerðishrepps og Verk- fræðistofunni Fjarhitun hf. Álftamýri 9, Reykjavík, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hverageróishrepps þriðjudaginn 22. júní kl. 14.00. Þessi kona er ao Kaupa blóm á leiði mannsins síns. |Gróðrarstöðin i Grænuhlíð stingur í stúf við stórborgar- braginn í Revkjavík. Gunnar verður að huga vel að rófunum á meðan verið er að ala þær upp. Þess betri verða þær þegar þær fara niður í garða Reykvíkinga. KAL 0G BLOM r * — hvernig vœri að reyna sig ofurlítið við garðyrkjuna? -

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.