Dagblaðið - 08.06.1976, Síða 11

Dagblaðið - 08.06.1976, Síða 11
& LISTAHÁTÍÐ DAGBLAÐIÐ — ÞRIÐJUDAGUR 8. JÚNÍ 1976. KOMI) GISELU MAY ÞANKAR VEGNA Gisela May, þessi syngjandi leikkona, þessi talandi og leik- andi söngkona, það er ekki ónýtt að fá hana hingað til íslands á Listahátíð. Margir hafa kallað hana fremsta í sinni grein, túlkari söngvanna eftir Brecht og tónskáldin sem höfðu nánasta samvinnu við hann: Kurt Weill, Paul Dessau og Hanns Eisler. Ég þekki aðeins list hennar af hljómplötum, mér finnst ég þekki hana, þó ég hafi hana aldrei augum litið. Rödd hennar er margbreytileg, og hlýðir blæbrigðaríku geði og vitsmunum í þjónustu þeirra smiða máls og tóna sem vildu vekja fólkið til íhugunar um hlutskipti sitt, eyða því and- varaieysi sem auðveldar helstefnuöflunum leikinn undir hverju merki sem þaú sigla. Brecht stefndi ekki að því að töfra og sefja, hann vildi vekja hugsun, gagnrýni. Gera manninn virkan og spyrjandi. Það reynir á vitsmuni þess sem vill túlka slíkt skáld sem Brecht var og byggja á aðferðum hans þannig að ekki verði kreddur og dautt form heldur þjóni hinu lifandi lífi; síbreytilegu og varanlegu í senn. meðan varir. Sjálfur var Breeht fullur af andstæðum sem iðulega sprengdu af sér kenningar hans og starfsfræði þeirrar leiklistar sem hann vakti; enda var hann þrotlaust að endurskoða í sam- ræmi við þá hugsun að endan- legt svar sé ekki til, allt byggist á díalektíkinni, sagði Brecht sjálfur. Halldór Laxness sagði mér að hann hefði spurt Brecht eftir endanlegum texta ein- hvers af verkum hans. Hann er ekki til, svaraði Brecht. Brecht virðist hafa haft ein- stakt lag á því að frjóvga þá sem unnu með honum og virkja ‘kraftana að sameiginlegu húsfrömuðar. Frá 1961 hefur hún verið starfandi við Berliner Ensemble. Þá var Brecht látinn en ekkja hans, Helen Weigel, hafði tekið við stjórninni. Nú ríkir í Berliner Ensemble hinn snjalli leikstjóri Pintzaka sem á ýmsa góða vini meðal íslenzkra leikhúsmanna. Sé Brecht rétt túlkaður á hann aldrei að vera leiðinlegur né virðast einhæfur. En hann krefst frjórrar hugsunar og snerpu, hugvits. Meðal áhrifaríkustu leiksýn- inga sem ég hef séð eru einmitt á verkum eftir Brecht svo sem sýningin á Arturo Ui undir stjórn Jean Vilar í TPN leik- húsinu í París á dögum Alsír- stríðsins þar sem Vilar beindi örvunum að stjórnvöldum þess tíma og hnitmiðaði sýninguna að ástandi sem þá ríkti á svo magnaðan hátt að við saman- burð fölnaði sjálfur Strehler og sýning hans á sama vérki í Piecolo Teatro í Mílanó, og var það þó enginn smákarl. Eg sá eina sýningu í Berliner Ensemble að Brecht látnum sem var Coriolan eftir Shake- speare í endurskoðun og ný- sköpun Brechts. Það var verk sem Brecht hafði hafið að vinna 1951 en entist ekki aldur til að ljúka því, hann ætlaði aðalhlut- verkið Ernst Busch, hinum ógleymanlega túlkanda Galileo Galilei eftir Brecht. Coriolan var frumsýndur 1964 með Ekkehard Schall í samnefndu hlutverki og Helenu Weigel að hluta í hlutverki Volumniu móður hershöfðingjans. Sú sýn- ing hafði mjög sterk áhrif á mig, ekki sízt vegna þess hve margþættir vitsmunir voru samanstilltir og virkir í einum farvegi. Af tilviljun kynntist ég einum aðalleikaranum, Bruno Carstens sem sagði mér frá Thor Vilhjálmsson starfsháttum þar, hinum ítar- legu umræðum sem fóru fram meðal starfsfólksins að hverri einustu sýningu lokinni, þeirri sívakandi leit. Og því láni fagn- aði ég að hitta Helenu Weigel sem túlkaði Mutter Courage á leiksviði heima og úti um heim og í kvikmynd svo ekki firnist. Með döprum hugrenningum gengum við A1 Copley út úr leikhúsi í New York og eigr- uðum um Greenwich Village að lokinni sýningu sem var helguð sköpunarstarfi fornvinar Brechts og samstarfsmanns Kurt Weill tónskáldi Túskild- ingsóperunnar og fleiri verka Brechts. Fyrri hálfleikur var helgaður því sem Weill vann á árunum með Brecht, heillandi og örvandi; seinnihlutinn sorg- legur því þar var það sem Weill vann í útlegð í Ameríku fyrir glamurbólin þar, fánýtt og erindislaust, til að deyja ekki úr hungri. Gisela May beitir frábærlega agaðri rödd sinni hvort sem er í tali eða söng eða sönglan þannig að hún vekur i senn hugsun og tilfinningar og tjáir háð, reiði, glettni eða harm, ýmist hrjúf, jafnvel gróf, eða viðkvæm og ljúf, sterk eða veik eins og lífið er í senn; hún lætur söngva Brechts og tón- skálda hans koma okkur við, vekja okkur, — lifa. Thor Vilhjálmsson marki, eða ætti ég að segja í einum farvegi. Það má sjá af verkum tónskáldanna sem ég nefndi áðan sem með honum unnu. Og eitt þeirra mun hafa uppgötvað einstaka hæfileika Giselu May til að flytja mein- ingarfulla söngva svo erindin kæmust til skila; það var Hanns Eisler sem ungur var eftirlætis- nemandi Schönbergs, og gerðist í útlegðinni handgenginn Brecht og síðan vinur hans og samstarfsmaður ævilangt. Áður hafði Gisela May lengi starfað við Deutsches Theater sem eitt sinn var svo tengt nafni Max Reinhardts, þess snjalla leik- Gisela May. ' ” .... Um hlutfallseinkunnir Prófum er nýlokið í skðlum landsins og eins og^síundum áður hafa sprottiö upp umræður um framkvæmd sam- ræmdra prófa í gagn- fræðaskólum, þ.e. landsprófs miðskóla og samræmds gagn- fræðaprófs. Það sem einkum hefur vakið athygli — og and- mæli — er sá nýi háttur sem hafður var núna á einkunna- gjöf á þessum prófum. í stað þess að miða einkunn nemenda beint við tiltekið hlutfall réttra svara í hverju prófi fyrir sig var núna gefin hlutfallsleg einkunn, miðuð við heildarárangur prófsins á öllu landinu. Ákveðin hundraðstala réttra svara gefur því ekki endilega sömu einkunn í öllum prófgreinum, heldur var einkunnadreifingin miðuð við að meðaleinkunn verði sem næst 5,0 og ákveðinn hundraðshluti próftaka fái hverja einkunn fyrir sig. 1 heild er einkunnastiginn á þessa leið: 0 og 10: 1% hvoraeinkunn 1 og 9: 3% hvora einkunn 2 og 8: 7% hvora einkunn 3 og 7: 12% hvora einkunn 4 og 8: 17% hvora einkunn 5: 20% Þetta hafa sumið kallað ómannesk julegt og vélrænt einkunnakerfi og fullyrl að niðurstöður fengnar á þennan hátt hljóti að vera rangar. Að sjálfsögðu getur verið umdeilanlegt, hvort rétt hafi verið að taka upp einkunnagjöf af þessu tagi, en hins vegar held ég að niðurstöður hennar séu í sjálfu sér ekki rangari en aðrar prófaniðurstöður. Þær segja hins vegar ekki nákvæmlega sama hlut. Þær gera enga tilraun til að segja hversu hátt hlutfall af náms- skrárkröfum nemandinn hefur tileinkað sér, heldur segja aðeins hver staða hans er borið saman við aðra nemendur á sama námsstigi. Það eru ekki síður gagnlegar upplýsingar en þær sem einkunnir gefnar eftir gömlu aðferðinni löngum hafa veitt, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að sveiflur á þyngdarstigi prófa hafa oft verið nokkrar milli ára í sömu námsgrein og þyngdarstig prófa jafnframt verið mis- munandi eftir námsgreinum, en þetta hefur að sjálfsögðu haft áhrif á útkomuna. Einn meginkostur hlutfallslegrar einkunnagjafar er nefnilega sá að hann eyöir þessum mun og þær tölur sem fram koma verða sambærilegri milli ára og milli námsgreina. í rauninni er málinu þannig varið að ef próf, sem lagt er fyrir heilan árgang nemenda. er svo úr garði gert að það mæli raunverulega getu allra nemenda sem undir prófið ganga, líka þeirra allra bestu og allra lökustu í hópnum, má gera ráð fyrir aó dreifing einkunna á prófinu verði mjög áþekk, hvor aðferðin við einkunnagjöf sem notuð er. Ef prófið hins vegar mælir ekki eða mælir illa einhvern umtals- verðan hluta nemendahópsins má búast við nokkru m'sræmi milli aðferðanna, og það mis- ræmi getur að sjálfsögðu verið á hvorn veginn sem vera skal og getur einnig verið mismikið eftir því hvar er á einkunna- stiganum. Hins vegar er engan veginn gefið að útkoman sem fæst með eldri aðferðinni sé í þessum tilvikum réttari eða manneskjulegri en sú sem fæst með hlutfallsaðferðinni, heldur má alveg eins segja að hlutfalls- aðferðin verði þarna til að leiðrétta skekkjur, sem annars hefðu komið fram sem af- leiðing gallaðs prófs. Að mínu viti er það gerð prófsins, áreiðanleiki þess sem mælitæki, sem skiptir meira máli en eftir hvaða aðferð einkunnir eru gefnar fyrir prófið. En auðvitað verða menn að vita hvaða aðferð er notuð og kunna að lesa úr tölunum. Ég hygg að sumt af þeirri gagnrýni sem upp hefur komið síðustu daga i garð hlutfalls- einkunnanna stafi af þvi að menn hafi ekki gert sér ljóst hvaða munur er á þeim og einkunnum gefnum eftir gömlu aðferðinni og haldi því að þær veiti aðrar upplýsingar en þær raunverulega veita. Þetta er í sjálfu sér ekkert óeðlilegur misskilningur, því að kynning á hinni nýju einkunnagjöf hefur áreiðanlega verið ónóg bæði í skólunum sjálfum og úti á með- al almennings. Og ekki bætir það úr að notaðar eru áfram sömu tölur og áður var gert, en bara í annarri merkingu eins og þegar hefur komið fram. Með því sem hér að framan segir er ég ekki að halda því fram að hlutfallseinkunnagjöf sé endilega betri eða réttlátari, þegar á allar hliðar málsins er litið, en einkunnagjöf sem tekur mið af hlutfalli af náms- skrárkröfum. Ég segi aðeins að hún hafi ákveðna kosti, aðallega þá þann að með henni er hægt að leiðrétta óheppilegar afleiðingar of léttra eða of þungra eða á annan hátt rangt uppbyggðra eða gallaðra prófa. Og meðan gölluð pröf eru ekki úr sögunni, jafnvel árviss viðburður i einhverjum námsgreinum, gæti ég trúað að hlutfallseinkunnir bættu úr meira misrétti en þær sköpuðu. Hins vegar held ég að þetta gæti snúist við el' próf yrðu að jafnaði svo örugg Kjallarinn Krístján Bersi Ólafsson mælitæki að þetta leið- réttingarhlutverk yrði óþarft. Ef hlutfallseinkunnir eru notaðar til að ákvarða um réttindi til framhaldsnáms eða starfa er með því verið að beita fjöldatakmörkun, numerus clausus, en í sjálfu sér ekki viðmiðun við eitthvert tiltekið kunnáttu- eða þekkingarstig. Ég teldi æskilegra og eðlilegra að miða fremur við hið síðar- nefnda en það er að sjálfsögðu því aðeins hægt að prófin verði betri og öruggari mælitæki en þau hafa stundum verið. Og meðan svo er ekki hygg ég að hlutfallaaðferðin sé þrátt fyrir allt heppilegri. Kristján Bersi Olafsson skólastjóri. *

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.