Dagblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JUNl 1976 i Sannleikurinn — svar Halldóru Ástvaldsdóttur við skrifum forstöðukonu Laufósborgar Halldóra Ástvaldsdóttir skrifar: „Ég skrifaði lesendabréf í Dagblaðið þann 10. maí þar sem ég greindi frá misnotkun for- stöðukonu dagheimilisins að Laufásborg á valdi sínu. Þar benti ég á að forstöðukonan hefði sagt upp einni Sóknar- stúlkunni og ráðið í hennar stað móður sína. Einnig hafði mér verið sagt upp störfum, ég vissi ekki hvers vegna. Og eins og ég sagði í lesendabréfinu, „til þess að fyrirbyggja að annað eins geti átt sér stað, þá birti ég þetta, svo annar ættingi lendi ekki á launaskrá þessa dag- heimilis." Forstöðukonan svaraði þessu bréfi mínu að sjálfsögðu. Þar sem hún í lok bréfs síns vændi mig um að flýja af landi brott vegna bréfs míns þá vildi ég þó að seint sé koma eftirfarandi á framfæri. En betra seint en aldrei. Eg hafði unnið lengst þeirra Sóknarstúlkna á Laufásborg. Ég hafði ekki skipt mér af störfum forstöðukonunnar eins og skilja mátti af skrifum forstöðukonunnar. Varðandi það atriði forstöðukonunnar að o&f*. Æ/ysciS ' ivc3. si<£/e Cýét&ítí’/ciH' ,"■???? ' ÆC&tCjr&f'Ocry Íct/Cd/ c&c&C ^í-csrrt**tZcS£/á/ /i/£/Ctcf~ cy^*/ci c&ctZC/iirT'C , (/C'jrico <x&y&Cc+ry. cjáy ^/O *>r?y 0^ 'c' ^s/c/g s/c 'e?/f<cf(? a/ a<f. 'Éxy y3.já/a/C-7és&oy^U/C • ^ /*/?& trtpa/Cyáy-ááff. Dulbúin tóbaksauglýsing er sagna beztur konan — er sagt var upp — hafi hringt og sagt upp störfum. vil ég segja að því var alveg öfugt farið. Þá segir forstöðukonan að þau meðmæli er hún hafi gefið mér hafi einungis sagt hve lengi ég hafi unnið á Laufás- borg og eins hvernig ég hafi mætt til vinnu. Síðan sakar hún mig um yfirgangsskap, ekki hafi verið hægt að vinna með mér og eins að barn hafi verið tekið af deildinni vegna vonzku minnar. Þarna eins og vlðar fer hún með ósannindi. Til að staðfesta meðmælin er ég fékk séndi ég hér ljósrit af þeim. Þau hljóða svo: HSS skrifar: „Ég rak augun í þessa auglýs- ingu í einu dagblaðinu nú fyrir skömmu. Þetta á að vera aug- lýsing frá tízkuverzlun en ekki get ég séð annað en þar sé verið að auglýsa eitthvað fleira. Þetta er sígarettuauglýsing og ekkert annað. Ég hefði nú haldið að þær væru bannaðar. Ætli tóbaksframleiðendur séu farnir að nota einhverja nýja aðferð til að auglýsa vöru sína? Mér finnst þetta ekki hægt. Það eru unglingarnir sem þessar auglýsingar höfða til. Svona fyrirmynd fyrir þá er mjög óæskileg og að troða þessu svona inn er alveg ófyrir- gefanlegt. Þessi tízkuvöruverzlun er ekkert ein á báti hvað þetta snertir. Ég man ekki betur en hann Meyvant á Eiði hafi bent á eina miður skemmtilega fyrir nokkru. Þar var verið að skjóta niður fólk með vélbyssum. Vil ég því beina þeirri áskorun til viðkomandi manna að hafa fyrirmyndina skárri í auglýsingum sínum.“ Reykjavík 28. aprll 1976. Fr. Halidóra Ástvaldsdóttir, Njálsgötu 4 a,Reykjavík. Halldóra hefur unnið hér í Laufásborg um 2ja ára skeið, fyrst í eldhúsi og þvottahúsi en síðan á 5 ára deild heimilisins og verið yfir deildinni vegna skorts á fóstrum. Hún er reglusöm og stundvís 1 hvívetna. Mér er óhætt að fullyrða að hún er prýðisstarfs- kraftur. Virðingarfyllst Kristbjörg Steingrímsd. forstöðukona Laufásborgar. Auðvitað er erfitt að svara fullyrðingum eins og forstöðu- konan hafði í frammi en ég tel að meðmælabréfið tali sínu „Rjóður nœturhiminn" ógœt! BH Grindavík hringdi: „Ég var meðal þeirra er fóru á dansleik í Festi þegar hljómsveitin Red sky at night kom fram í fyrsta skipti á íslandi. Hljómsveitin kom fram ásamt íslenzku hljómsveitunum Paradís og Laufinu. Nú hefur talsvert verið kvartað undan lélegum flutningi Red sky at night — Þetta tel ég alveg út í hött, mér fannst hljómsveitin standa sig mjög vel. Flutningur hljóm- sveitarinnar var í alla staði mjög góður — tæki hennar alveg jafnvel stillt og hjá hinum „grúppunum.'1 Við þurfum ekki að bera kviðboga fyrir innflutningi hljómsveita sem Red sky at night og ég vona að fleiri slíkar fylgi í kjölfarið." máli og að minnsta kosti sanni að forstöðukonan fór með rangt mál. Ég veit ekki betur en milli mín og barna þeirra er á deildinni voru hafi alltaf verið gott samkomulag. Forstöðu- konan segir að hvorki for- stöðukonur né fóstrur hafi getao unnið með mér á deildinni. Hvða fóstrur? Það voru engar fóstrur á deildinni, á því tímabili sem hún starfaði. Loks sagði forstöðukonan að ég hafi flúið af hólmi. Ég er manneskja til að standa fyrir mínu máli og geri hér með. Forstöðukonan hefði átt að hafa sannleikann að leiðarljósi í skrifum slnum. En þvi var ekki að heilsa, það sannar að hún er starfi sínu alls ekki vaxin.“ Hvar í f rumskógi íslenzkrar menn- ingar finnast slíkir óheyrendur? Tónlistaraðdáandi skrifar: „Ég hafði talið mig með af- i)rigðum taugasterkan mann þar lil að ég horfði á sjónvarpið sl. miðvikudagskvöld nánar tiltekið á Kjallarann. Hvar í frumskógi íslenzkrar menningar var hægt að finna þessa harhara, sem áttu að heita áheyrendur. Þeir komu ekki fram sem áheyrendur, heldur sem uingangendur. Fyrst í stað stökk mér aðeins föðurlegt bros á vör er ég horfði á þessi ráðvilllu ungmenni rölta um og fylla upp sjónvarpsskerminn. Þau hafa ekki smakkað kók í langan V- tíma hugsaði ég er ég fylgdist með pilagrímsferðum þeirra að kókbirgðunum. Það var litið hægt að horfa á annað. Þegar ferðirnar voru orðnar hrein ástríða hvarf glott mitt og viðbjóðslegur pirringur færðist um mig allan. Með óskemmtilegu hugarfari horfði ég á fólkið blaðra hvert upp í annað milli þess sem það sótti kók á borðin. Það skipti engu máli hvort verið var að spila á meðan. Nei, nei, það er svo gaman að vera í góðra vina hópi og tala saman.... Hverju skiptir það þá. þótt fólk sitji í miðjum sjónvarpssal og tvö vesalings trió séu að reyna að troða tónlist sinni á milli blaðursins í fólki. Hégómi!! Ó, þér foreldrar sem hafið vanrækt skyldur yðar við uppeldi þessara ungmenna. Það kvað vera erfitt að kenna gömlum hundi að sitja, en það Úr þættinum Kjallarinn. Trióið Við þrjú. er varla erfiðara að kenna kenjóttum krakka að halda kjafti og hætta kókþambi. Þegar þau i ofanálag hafa verið sett i hlutverk hins siðvanda áhorfanda í sjónvarpsþætti.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.