Dagblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 24
[ Fyrst var hlegið að hugmyndinni, — ] Nú er úthofsrœkju- veiðitogari í undirbúningi „Þaö hefur eiginlega verið hlegið að þessari hugmynd minni þar til núna,“ sa'gði Snorri Snorrason skipstjóri og útgerðarmaður á Dalvík f viðtali við DB í gær, en hann hefur látið teikna fyrir sig veiðiskip til úthafsrækjuveiða, en þær hafa lítið sem ekkert verið stundaðar hér til þessa. Teikningarnar voru unnar í Skotlandi að færeyskri fyrir- mynd og á skipið að verða 35 metra langt og mælast um 300 tonn. Frystitæki eiga að vera um borð og stendur til að heilfrysta rækjuna. Ef allt gengur eins og Snorri hefur fyrirhugað, verður skrokkur skipsins smiðaður í Liverpool, en frágangur unninn í Slippstöðinni á Akureyri. Unnt verður að frysta allt að 12 tonnum um borð á sólarhring og er rúm fyrir 150 tonn í geymslu. Fyrir þann afla fengjust nú um 45 milljónir ■ króna. Skv. útreikningum Snorra nægir þó að veiða tvö tonn á sólarhring til að grundvöllur sé fyrir þess- ari útgerð. Snorri hyggst veiða rækjuna fyrir Norðurlandi á 30 til 100 mílna fjarlægð frá landi og geta veiðiferðirnar orðið mánuður á lengd. Er hann fullviss þess að nægileg rækja sé fyrir skipið og byggir þá vissu m.a. á tilraunum sínum á Sæþóri EA, sem hann mun selja upp i byggingu skrokksins á nýja skipinu. Snorra hefur gengið þokkalega að fjármagna fyrirtækið og að útvega tilskilin leyfi þar til nú undir það síðasta, að staðfesting á ríkis- ábyrgð er einhvers staðar föst í kerfinu. Hann hefur fengið hana munnlega en vantar nauðsynlega tilskilda pappíra, sem ekki hafa fengizt í tvo mánuði. Því má bæta við að Hafrannsóknastofnunin hefur gert tilraunir með djúprækjuveiðar víða um- hverfis landið og hafa þær víða lofað góðu. Þar sem tiltölulega lítinn sérbúnað þarf til þessara veiða, miðað við venjuleg veiðiskip svo sem nótabáta, kunna að skapast verkefni fyrir þá við rækjuveiðar á milli loðnuvertíðanna. — ef ni í noffcun hér nú uppfylla kröfur markaðskindanna en eru ekki nógu góð Hún sagði að stöðugt þyrfti að vera á varðbergi gagnvart þessum breytingum, en nú sem stæði uppfylltu litarefni í notkun hér sett skilyrði í markaðslöndunum. Útflutningur unninna og litaðra grásleppuhrogna héðan nemur aðeins örfáum prósentum heildarfram- leiðslunnar hér, afgangurinn fer saltaður í tunnum til fullvinnslu ytra en alls eru 60 til 80 prósent allra grásleppuhrogna á heims- markaðnum framleidd hér. Að lokum sagðist hún ekki Þessi var að vinna við að skilja grásleppuhrogn vestur í Stykkishólmi. Hann og félagi hans stunda grásleppuveiðar og ganga síðan frá hrognununum í tunnur. (DB-mynd Árni Páll) Litunarvandamál grásleppuhrogna: Verið að reyna nýtt ef ni hér „Við erum með tvo löglega liti í notkun nú en þar sem okkur líkar ekki nægilega vel við þá erum við að hefja tilraunir með þriðja litinn, sem kemur erlendis' frá,“ sagði Matthildur Steinsdóttir hjá Sölustofnun lagmetis í viðtali við DB í gær, vegna ört hertra reglna um litunarefni grásleppuhrogna. Svíar hafa t.d. bannað þau litarefni, sm dönsk fyrirtæki nota einkum til litunar hrogna fyrir Svíþjóðarmarkað, frá og með næstu áramótum. Að sögn Matthildar eru litarefnin sett saman úr mörgum efnum og kemur af og til fyrir að eitt efnanna er einhvers staðar bannað og þá er uppskriftin þar með ónýt. vera meira uggandi nú en áður um að unnt verði að standast kröfur markaðslandanna um litarefni, hinsvegar væru þessar breytingar kostnaðar- samar og kynnu að koma eitt- hvað út í verðlagið. -G.S. Hitastigið í Víti hefur snarhœkkað Svo virðist sem hitastig vatnsins í gígnum Víti í Öskju hafi hækkað verulega að undanförnu. Maður nokkur sem nýlega var á ferð um Öræfin, fyrstur manna á þessu sumri kom til byggða í gær og sagði þá að ómögulegt væri að baða sig í vatninu, .sem venjulega er ekki nema snarpheitt. Kvaðst hann ekki ntuna til þess, að svo hefði verið og taldi, að hitastigið væri nú um 60 gráður. „Þetta kemur mér ekki á óvart,“ sagði Eysteinn Tryggva- son hjá Raunvísindastofnun Háskólans í viðtali við Dagblaðið. „Það er alltaf heldur vatnslítið i gígnum að vori til, en ég hef sjálfur ekki verið á ferðalagi þarna svona snemma árs. Hins vegar er vitað, að yfirborð Öskjuvatns fer hækkandi allt sumarið og hitastig verður heldur lægra við það. Hæð yfirborðs gígsins er talið vera i samræmi við það og þvi er svona heitt þarna nú,“ sagði Eysteinn ennfremur. -HP. NÚ ÞYNGIST LAUNAUMSLAGIÐ! — 8,83% launahœkkun um nœstu mónaðamót Vísitala framfærslukostnað- ar reyndist 578,64 stig hinn 1. júní sl. samkvæmt útreikningi Hagstofunnar. Nemur þessi hækkun 2,67% umfram „rauða strikið", sem kveðið var á um í hinum almennu kjarasamning- um frá 28. febrúar sl. Sam- kvæmt ákvæðum hans þýðir þetta 8,83% launahækkun frá og með 1. júlí næstkomandi. t áðurgreindum kjarasamn- ingum var gert ráð fyrir 6% áfangahækkun hinn 1. júlí. Þegar 2,67% hækkunin er reiknuð ofan á laun eftir 6% hækkunina, reynist hún því verða 8,83% eins og fyrr segir. — BS — Palli „sendur í sveitina": FÆR HANN EKKIKAUPHÆKKUN? Fóik á öllum aldri hefur haft samband við Dagblaðið og spurzt fyrir um það hvers vegna vinur vor Palli í barna- tíma sjónvarpsins er hættur að koma fram þar. Hefur það heyrzt, að hann hafi ekki hlotið nægilega umbun fyrir vinnu sina, og hefur fólk verið að undrast það, hvort ekki væri hægt að borga smávegis meira fyrir ágætt skemmtiatriði eins og Palli er, í stað þess að „senda hann i sveit" eins og nú hefur verið gert. „Palli fór snemma í sveitina í ár," sagði Kristín Pálsdóttir, dagskrárgerðarmaður í viðtali við Dagblaðið. „F.vrirhugað er að hann komi aftur með haustinu og höfum við átt viðræður saman um það mál. Það er því ekki tími til þess að segja neitt ákveðið hvað verður," sagði Kristín ennfremur. — HP frfálst, úháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 9. JUNl 1976 Stúlkur í steininn fyrir inn- brot í nótt Þeir urðu að vonum nokkuð undrandi lögreglumennirnir sem kl. 1.54 í nótt voru sendir að Verzluninni Sólu að Lauga- vegi 54 vegna innbrots þar. Þar voru fyrir þrjár stúlkur, sem voru allar handteknar vegna meintrar innbrots- tilraunar. Það heyrir til undantekninga að kvenfólk sé tékið við slíka iðju. En þarna voru á ferð herskáar valkyrkjur. Gistu þær í fanga- geymslum í nótt og málið fer til frekari rannsóknar. Nokkuð er um innbrot nú og þjófnaði. Brotizt var inn í bakari að Leifsgötu 32 og stolið sælgæti. Þá hafði lögreglan afskipti af tveimur telpum sem staðnar voru að hnupli í Hagkaup um lokun í gær og rétt fyrir kl. 8 f morgun var tilkynnt um þjófnað hjá Vöruleiðum. öll þessi mál eru í rannsókn. -ASt. Byssumaður við Elliðaórnar — ífullu leyfi Skothveuir glumdu við Elliðaárnar 1 gær. Fregnin var ekki lengi að berast lögreglunni. Var hart brugðið við að vonum. í ljós kom að þarna var ,,löglegur“ maður með byssu sfna. Hefur hann sótt um þann starfa að fæla svartfugl frá Elliðaánum. Hefur fuglinn sótt mikið þangað, þvf þar er nú mikið um niðurgönguseiði sem Elliðaármenn hafa sett f árnar til laxaræktar. Gerir fuglinn mikinn usla í þessari ræktun, sé honum ekkis stuggað frá. -ASt. Álfta- hreiður þurfti lög- reglu- verndar við Hrekkjabragð var hann kallaður í bókum lögreglunnar í Árbæ, ljótur leikur unglinga, sem athygli lögreglunnar var valun á kl. 22.58 í gærkvöld. Var þar reynt að hrekja álftir af hreiðri sínu, sem fuglarnir eiga í hólma ofan Árbæjarstífl- unnar. Sáu lögreglumenn um að koma á friði þarna í sveita-' vininni. Lögreglan í Arbæ er ekki óvön afskiptum af dýrum, en fuglavernd er þó sjaldgæft fyrirbæri þar. Eltingaleikur við hross er algengastur. Attu lögreglumennirnir 1 slfkum leik við 5 hross f gær f Breiðholti, Árbæ og á Sogavegi. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.