Dagblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 9. JUNl 1976 SMSBIABW frfálst, úháð dagblað Útíiefandi Daiiblartirt hf. F. amkvæmdastjóri: Svcinn H. Fvjólfsson. Hitstjóri Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón JíiiKÍr l’étursson. Hitstjórnarfulltrúi: Haukur Holnason. Aðstortarfrétta- stjóri: Atli Stoinarsson. lþróttir: Ilallur Simonarson. Iiönnun: Jóhannes Heykdal. Handrit ÁsKrímur Pálsson. Bla^amenn: Anna Bjarnason. Ásueir Tómasson. Braui Siuurrtsson. Frna V. Intfólfsdóttir. (•issur Siuurösson. Ilallur Hallsson, llelui Pétursson. Jóhanna Biruisdóttir. Katrin Pálsdóttir. Kristin Lýösdóttir. Olafur Jónsson. Omar Valdimarsson. Ljósmyndir: Arni Páll Jóhannsson. Bjarnleifur Bjarnleifsson. B jör.uvin Pálsson. Hajinar Th. Siuurösson. Cjalilkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifinuarst.jóri: Már F. M. Halldórsson. Askriftarujald 1000 kr. á mánurti innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakirt. Kitstjórn Síóumúla 12. sími 83322, au«lýsinuar. áskriftir og afsreirtsla Þverholti 2. simi 27022. Setninu oj» umhrot: Daublartió hf. oj> Steindórsprent hf. Ármúla 5. Mynda-of> plötuuerrt: Hilmirhf. Sirtumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. Sóparar á Vellinum? Engu máli skiptir, hvort margir eða fáir íslendingar gerast sóparar á Keflavíkurflugvelli, þegar rætt er um, að íslendingar leysi Bandaríkjamenn af á ýmsum sviðum. Hins vegar skiptir máli, hversu margir íslendingar taka við flóknum tækniverkefnum og stjórnunarstörfum á vegum herstöðvarinnar. Röng er sú trú, að íslendingar séu úti að aka í hermálum. Starfsmenn Landhelgisgæzlunnar hafa undanfarna mánuöi verið á þriðja þrepi sínu í taugastríðsskóla þorskastríðanna. Starfs- menn Flugmálastjórnar hafa um langan aldur gætt flugsins yfir Norður-Atlantshafi með miklum sóma. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Almannavarna fá hér á landi meiri tækifæri til raunhæfrar þjálfunar en hermenn margra annarra landa fá á því sviði. Störf hins svonefnda ,,varnarliðs“ eru fyrst og fremst tæknilegs eðlis. Veigamesti þáttur þess er að fylgjast með allri óvenjulegri umferð í lofti, á sjó og neðansjávar á íslandssvæðinu. Með hæfilegri tæknilegri þjálfun gætu starfs- menn Flugmálastjórnar og Landhelgisgæzlu hæglega annast þetta eftirlit, bæði sjálft flugið og stjórnun þess úr landi. Þannig gætum við aflað okkur aukinnar tæknilegrar þekkingar, sem síðan hefði óbein áhrif á þróun efnahagsmála, þar sem tækniþekkingin er mikilvægasta auðlind iðn- ríkja heimsins. Þannig gætum við aflað okkur her- fræðilegrar þekkingar og aukið sjálfstæði okkar um leið. Svisslendingar og Svíar geta kennt okkur, að án slíkrar þekkingar verða þjóðir ævinlega annars flokks þjóðir. Þannig gætum vió líka aukið tekjur þjóðarinnar, þar sem innlendir starfsmenn mundu greiða skatta og gjöld til innlendra yfirvalda. Eins og er hafa opinberir aðilar engar slíkar tekjur af hinum erlendu hátekju- mönnum, sem annast herstööina. Sérfræðingar Atlantshafsbandalagsins og bandaríska hermálaráðuneytisins munu hér eftir sem hingað til reyna að telja okkur trú um, að ekki sé unnt að láta Íslendinga yfirtaka hin mikilvægu störfin á þessum sviðum. Þeir vilja vitanlega halda íslendingum niðri og við eigum ekki að taka mark á þeim. Við skulum heldur leita ráða hjá stofnunum, sem ekki hafa hagsmuna að gæta. í síðustu viku var hér í leiðara Dagblaðsins haldið fram, að bandaríski flotinn og þarlendir starfsmenn hans á Keflavíkurflugvelli ættu í rauninni að greiða tolla, söluskatt, tekjuskatta og útsvar til íslenzkra stjórnvalda. Ennfremur væri þátttaka flotans í byggingu flugstöðvar þar syðra óeðlilega lítil. Og loks kæmi til greina, að hið svonefnda ,,varnarlið“ reisti varaflugvöll á Egilsstöðum og tæki þátt í varan- legri vegagerö hér á landi. Þetta var byggt á þeirri skoðun, að herstöðin væri fyrst og fremst fyrir Bandaríkin, næst fyrir Atlantshafsbandalagið og aðeins í þriðja lagi fyrir varnir íslands. Við þurfum aó sækja fram á tveimur sviðum í senn. í fyrsta lagi þurfum við að ná nýjum samningum um breytta fjármögnun her- stöðvarinnar. ()g í öðru lagi þurfum við að ná nýjum samningum um, að ísland yfirtaki smám saman á vegum Atlantshafsbandalagsins þá starfsemi, sem nú er á Keflavíkurflugvelli. Menn hafa komizt Kissinger er að tapa tíu ára pókerspili Þaó eru ekki allir í hinni nýju Afríku sem hafa látiö blekkjast af töfralækninum Henry Kissinger, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Með eða án rússneskra áhrifa hafa afrískir stjórnmálamenn komizt að því aó Kissinger er hættulegur maöur. Hann talar tveim tungum. Kissinger sagði nýlega á ferðlagi sínu um Afríku að Bandaríkjamenn hefðu samúð með málstað frels;shreyfinga blökkumanna þar. Geta menn treyst þeirri fullyrðingu? Varla. Og þá hvers vegna ekki? Vegna þess að eftir því sem tímar hafa liðið hefur það orðið æ erfiðara að treysta orðum utanríkisráðherrans. Hann hefur fallið í gryfju sem umvafin er efasemdum um það að hægt sé að taka hann alvar- lega. Og hann hefur skjalfest að hann er tvöfaldur njósnari. Á leiðinni út Þessu hafa margir komizt að. Þar á meðal Rússarnir. Eins Arabar, Israelsmenn, Hvítá húsið, utanríkisráðuneytið, bandaríska þingið, báðir aða,l- stjórnmálaflokkarnir og nú s*ðast er röðin komin að nokkrum áhrifamiklum stjórn- málamönnum i Afríku. Röðin er komin að Kissinger. Nýjar uppljóstranir Það versta fyrir hann er það að fólk er almennt að venjast þvi að hann einn á ekki lengur að stjórna gangi utanríkismála Bandaríkjamanna. Dag eftir" dag flytja fjöl- miðlar í Bandaríkjunum frásagnir af tvöföldum leik hans sem haft gætu alvarlegar afleiðingar í för með sér og um sjálfsánægjulegan feril hans. Nú síðast var það hinn áhrifamikli Gyðingur Aron Latham í tímaritinu New York sem fært hefur sönnur á það að Kissinger sé að syngja sitt síðasta vers. Greinilegt er að hann hefur lagt út rangt spil í þessu tíu ára gamla pókerspili. Ekki sannleikurinn Aron Latham og margir aðrir Gyðingar og einnig þeir sem ekki eru af þeim kynstofni sem kynnt hafa sér stöðu Banda- ríkjanna í alþjóðamálum, hafa fært sönnur á að á ferðum sínum um löndin fyrir botni Miðjarðarhafs hafi Kissinger margoft gengið svo langt að hinir stríðandi aðilar, ísrael og Arabalöndin héldu að hann og Bandaríkin væru bandamenn þeirra. Hann beinlínis laug, eða lét það kyrrt liggja að segja allan sannleikann um samningaað- ferðir sínar. Eftir stríðið við Yom Kipur kallaði Golda Meir hann „Metternich“ vitandi það að" Kissingerhefurallatíð haft mik- ið dálæti á þeim austurríska stjórnmálamanni. Metternich bjó til hugtakið Stjórnmála- legt jafnvægi. Kissinger stal því. Samningamaðurinn Hann reyndi að skapa jafnvægi í stjórnmálum í Miðausturlöndum, milli Hvita hússins og þingsins, milli hauka og dúfna í Banda- ríkjunum og milli valdhafa og hinna frjálslyndu bandarísku dagblaða. Upp á síðkastið hefur hann brotið þessa meginkenningu sína. Hann hefur varað þjóðir Vestur-Evrópu við að taka við kommúnistum í ríkisstjórnir og hann hefur varað Sovétmenn Ekki er vist aö Kissinger verði fagnað eins mikið í framtíðinni eins og verið hefur. Forystumenn annarra rikja hafa komizt að því. að hann er oft tvöfaldur i roðinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.