Dagblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 7
D.V5BLAÐ1Ð — MIÐVIKUDA(JUR 9. JUNÍ 1976 7 Lokaumferð forkosninganna í gœr: Ford og Carter útnefndir í fyrstu umferðá flokks- þingunum Ford Bandaríkjaforseti og fyrrum ríkisstjóri Georgíu, Jimmy Carter virtust snemma i morgun hafa unnið glæsilega sigra í forkosningunum, sem geta fært þeim útnefningu flokksþinganna sem forseta- frambjóóendur í fyrstu umferð. Talning var langt komin í Ohio-ríki og þar var augljóst, að Ford og Carter höfðu tryggt sér sigur. í New Jersey fylki, þar sem kosið var um hvern einstakan kjörmann, en ekki alla eða engan, eins og í hinum fylkjunum tveimur, Ohio og Kaliforníu hafði Ford tryggt sér a.m.k. 60 af 67 kjörmönnum repúblikana. Carter átti greinilega mestu fylgi að fagna í New Jersey, en sumir kjörmanna géta reynzt honum þungir í skauti þar eð þeir hafa lýst yfir stuðningi við Humphrey og Jerry Brown. Kjörstöðum var lokað klukkan þrjú í nótt að íslenzkum tíma í Kaliforníu og var því talning skammt á veg komin. Þá spáði NBC sjónvarpsstöðin því aðeins nokkrum mínútum eftir að kjörstöðum hafði verið lokað, að Jerry Brown myndi sigra þar hjá demókrötum, en forverí hans í embætti ríkisstjóra, Reagan myndi sigra hjá repú- blikönum. Fréttaskýrendur töldu, að Carter myndi ekki ganga eins vel í New Jersey og búizt hafði verið við, en honum gekk mun betur í Ohio en menn höfðu þorað að vona og hafði tryggt sér a.m.k. 80 kjörmenn í Kaliforníu, sem þýðir, að hann er nú mjög nálægt því marki að tryggja sér fylgi 1505 kjörmanna, sem nægilegt er til þess að hann hljóti útnefningu flokksþingsins. Því hélt hann a.m.k fram i viðtali við blaða- menn í Atlanta. Sagði hann þar ennfremur að hann væri alls ekki sár þó að honum hefði ekki gengið vel í New Jers- ey og lét í það skína, að hann ætti „leynda stuðnings- menn" meðal þeirra kjörmanna, sem enn hafa ekki gert upp hug sinn þar. Jimmy Carter sagði blaðamönnunum, að honum hefði tekizt það, sem hann hefði ætlað sér í forkosningunum, — að tryggja sér 1200-1300 kjörmenn. Sá er næstur kemur Carter í kapphlaupinu um útnefningu í forkosningunum er Morris Udall, sem aðeins hefur um 350 kjörmenn. Hann hefur nú lýst því yfir, að hann sé að berjast i orrustu, sem ekki sé hægt að vinna, og hyggst hann draga sig til baka, enda getur hann ekki tryggt sér fleiri kjörmenn. Eftir er þá að sjá, hverjum stuðningsmenn hans koma til með að fylgja á flokks- þinginu. Ford Bandaríkjaforseti fagnar nú sigri eftir að hafa skotið Reagan, helzta mótframbjóðanda sínum, ref fyrir rass. Eru ummæli Reagans þess efnis, að Bandaríkjamenn ættu að senda herlið til Ródesíu til þess að miðla þar málum, talin hafa orðið honum dýrkeypt. Carter hefur einnig bætt verulega við sig fylgi, enda þótt honum hafi gengið töluvert erfiðlega í New Jersey. Mikil sigurvíma ríkti í her- búðum stuðningsmanna Fords forseta og þar voru menn sagðir mjög kátir. Þar eru því nú gerðir skórnir, að hann muni hljóta útnefningu í fyrstu umferð, en fylgistap Reagan hefur verið mikið að undan- förnu, eftir að hann hélt því fram í sjónvarpsviðtali nú um helgina, að réttast væri að Bandaríkjamenn sendu herlið til Ródesíu til þess að miðla málum. Erlendar fréttir REUTER FINNSK STÚLKA KJÖRIN „MISS EVRÓPA 1976" Riitta Vaisanen frá Finnlandi varð hlutskörpust í fegurðarsamkeppni evrópskra kvenna á eyjunni Rhodos fyrir árið 1976 nú um helgina: Ungfrú Sviss, Isabell Wiawahair varð númer tvö, ungfrú Holland, Lucie Visser, þriðja, ungfrú Grikkland, Melina Michailidou, fjórða og ungfrú Skotland, Marie Kirk- wood varð fimmta. Stúlkur frá 22 Evrópulönd- um slógust um titilinn Ungfrú Evrópa í Riddarakastalanum fræga frá miðöldum, sem þarna er. Ungfrú Noregur og ungfrú Kýpur voru meðal þeirra sjö, er lengst náðu i keppninni. Ulrike Meinhof við handtökuna f.vrir rúmum fjórum árum. Baader-Meinhof réttarhöldin: KRAFIZT VITNALEIÐSLA UM STARFSEMICIA í VESTUR-ÞÝZKALANDI — við aðra líkskoðun Ulrike Meinhof komu í Ijós áverkar Að sögn eins verjanda þeirra sem eftir lifa af Baader-Meinhof samtökunum, Heinz Heldmann, sagði í yfirlýsingu við réttar- höldin í Stuttgart, að læknir sá, er gert hefði seinni líkskoðun á frú Meinhof, hefði fundið þess merki, að hún hefði orðið fyrir líkamlegu ofbeldi áður en hún lézt. Ulrika Meinhof fannst sem kunnugt er hengd í klefa sínum I síðasta mánuði. Eins hefur lögræðingurinn krafizt þess, að til verði kallaðir fimm menn frá Bandaríkjunum og Bretlandi til þess að bera vitni um starfsemi bandarísku leyniþjónustunnar í Vestur- Þýzkalandi. Nöfn mannanna hafa ekki verið birt opinberlega enn þá. Þáttur leyniþjónustunnar á að vera tengdur birgðum sem geymdar voru í Vestur- Þýzkalandi og notast áttu í styrj- öldinni í Víetnam. Elizabeth Ray skrífar bók um ástalíf þing- mannanna í Washington — útkomu bókarínnar flýtt um tvo mánuði Elizabeth Ray, sem segir að bandariski þingmaðurinn Wayne Hays hafi greitt sér laun úr ríkiskassanum fyrir að vera hjákona hans, mun síðar í þessum mánuði senda frá sér skáldsögu um svefnherbergislíf stjórnmálamanna í Washing- ton. Talsmaður Dell-bókaút- gáfufyrirtækisins i New York skýrði frá því um helgina, að fyrirtækiö byggist við að bókin — sem ber titilinn „The Washington Fringe Benefit" — seljist i allt að sjö milljónum eintaka. Upphaflega stóð til að bókin kæmi út í ágúst. Elizabeth Ray kom af stað miklum umræðum og deilum í Washington fyrir nokkru þegar hún sagðist hafa þegið laun úr ríkissjóði fyrir að veita Hays þingmanni blíðu sína. Hays, sem er valdamikill demókrati frá Ohio, hefur játað að hafa staðið i „nánu" sam- bandi við ungfrú Ray, sem er 33 árá, en hann neitar þvi að hafa greitt henni fjórtán þúsund dala árslaun úr ríkissjóði fyrir það eitt að vera honum til reiðu í myrkum svefnherbergjunt. Hin greiðvikna Elizabeth Ray

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.