Dagblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNl 1976 — segir lesandi, sem fagnar banni KKl um á erlenda körfuknattleiksmenn Því er það vart skiljanlegt, að íþróttahreyfingin skuli vega svo að kýnstofni okkar. Svo virðist sem að innflutningi blökkumanna standi skammsýnir menn til þess eins að tæla fólk á leiki. íþrótt sem þarf að grípa til slíkra örþrifa- ráða á ekki rétt á sér hér heima á Fróni. Jimmv Rogers leikmaður með Ármanni í vetur í 1. deild körfuknattleiksins. Islenzka þjóðin á fullan rétt á, og raunar er gild ástæða fyrir því, að í stjórnarskrána verði sett grein sem kveði á um verndun -íslenzka kyn- stofnsins." Helgi skrifar: „Húrra fyrir körfuknattleiks- mönnum. Þeir hafa lagt bann við innflutningi negra í íslenzkan körfuknattleik. Vonandi verður það til þess að erlendir leik- menn verði ekki fluttir inn af Raddir lesenda íþróttahreyfingunni, til þess eins að auglýsa upp íþrótt. Menn verða að skilja það í eitt skipti fyrir öll að það er gjörræði gegn íslenzku þjóðerni að flytja inn fólk af ólíkum þjóðernum. Það er þjóðinni stórhættulegt og getur riðið þjóðerni okkar að fullu. Það á að vera öllum ljóst að baráttuþrek íslenzku þjóðarinnar er vegna sam- eiginlegs uppruna. Og hann gerir þjóðina að einni fjölskyldu þegar á reynir. Spurning dagsins Finnst þér ástœða til þess nú að takmarka veiðar íslenzkra fiskiskipa? Kristinn Ólafsson: Það er erfitt að eiga við þetta mál. Mér finnst samningar nokkuð góð lausn á inálinu en það kemur ekki til mála að skerða hlut okkar og leggja einhverjum hluta togaranna. * w« Karl ögmundsson trcsmiður: Nei, alls ekki. Við hefðum alls ekki átt að semja við Breta enda enginn fiskur til að semja um. Úr leikhúsi þjóðarinnar: W SETUUÐIÐ A ÞINGI OG FLEIRI BISKUPAR Lárus Agúst Gíslason: Við fengum betri samninga en við gátum búizt við og Bretar veiða ekki eins mikið nú og þeir gerðu áður. Þess vegna held ég að óþarfi sé að skerða afla íslenzkra skipa eóa leggja einhverjum þeirra. Ilaraldur Guðnason skrifar: ,,Það vakti athygli alþjóðar, er einörð kona að vestan kvaddi þingheim (án saknaðar?) og sagði við það tækifæri, að Alþingi væri stærsta leikhús þjóðarinnar. Þetta þóttu stór orð, en ný- lokið þing hefur skotið stoðum undir þetta álit varaþing- mannsins fyrrverandi. Sjónvarpið gerði þingmönn- um þann ógreiða að opna leik- húsið öllum landslýð. Þá lék dómsmálaráðherrann aðalhlut- verkið og Ragnhildur forseti varð að gjalti er ráðherrann, lærifaðir hennar, braut þing- reglur með ósæmilegu orð- bragði. Oft hefur forsetabjöllu verið hringt af minna tilefni. Nokkru áður en þing þetta var sent heim — frá ýmsum skástu málunum óafgreiddum — móktu þingmenn heila nótt yfir z-þrasi. Stafsetningar- breytingin orkaði mjög tvi- mælis, en þessi hringlanda- háttur er nú verri hinni fyrri villu, t.d. upplýst, að það kosti 10—20 millj. kr. að setja Z í kennslubækur á ný. En hvað munar ríkissjóð, á kúpunni, um slíka smámuni? Þegar setuliðsmenn komast i z-haminn næst ætti að prófa háttvirta þingm. t stafsetning- arreglunum frá 1929. Athöfnin fari fram á Alþingi og verði sjónvarpað. Á síðustu (og verstu) dögum þings kom til „skoðunar” að bæta við um 30 í embættis- mannakerfið — sumum þó í áföngum. Einn hinna tilvonandi er nýr biskup, Hólabiskup, með aðsetri á Akureyri og skriú stofuliði við hæfi. Mundi þá væntanlegt Hólabiskupsdæmi ná frá Helkunduheiði og Skora- vikurbjargi á Langanesi að Hrútafjarðará, aðrar heiðar, íjoii og öyggoir falli undir Skál- holtsbiskup, með aðsetri i Reykjavík. Á þessu biskupsmáli eru ann- markar. Hólabiskup yrði einskonar undirbiskup, því í frv. segir: „Skálholtsbiskup er fulltrúi íslenzku þjóðkirkj- unnar út á við gagnvart erlendum kirkjum, kirkjudeild- um og kirkjusamböndum”. En Skálholtsbiskup í Reykjavík getur falið Hólabiskupi að koma fram erlendis. Ekki er trúlegt að norðlend- ingar uni þessari skipan máia. Hinsvegar eru stórir ann- markar á því, að báðir bisk- uparnir væru gerðir jafnir að virðingu. Skálholtsbiskup yrði þá ekki lengur „Biskupinn yfir íslandi” eins og hann er nú titlaður, heldur einungis Herra (með stórum staf). Slíku mundum við sunnanmenn ekki una.— Málinu má bjarga með góðum vilja. Biskupar verði þrír. Sá þriðji verði Odda- biskup. Á Hólum er bænda- skóli, í Odda verður bændaskóli (a.m.k. á pappírnum), frægur sögustaður og menntasetur til forna. Þar bjó Sæmundur fróði, scra Arngrimur og fleiri góðir menn. Enn má nefna, að Oddi er í Iljóli Rangárhverfis, sem vegur þungt i málinu. Oddabiskup ætti að búa í Helluþorpi. 1 Odda bjó eitt sinn fjölkunn- ugur maður og kannski svífur andi hans enn yfir Oddaflóðum. Er því sjálfgefið. að Oddabiskup hafi á sinni könnu útrekstur drýsla, sem verða að sögn a> ágengari. Djöfladýrkun hefur rutt sér mikið til rúms á okkar parli heimskringlunnar, að sögn kunnugra, enda tengd dultrú samkv. sömu lu-imild. Og þá er ekki á góðu von Benedikt Blöndal ýtustjóri: Eg er á móti því að einhverjum skipum verði lagt eða aflinn tak- markaður. Þessir samningar við Breta eru alveg út í hött, við eigum að hafa þessa fáu fiska fyrir okkur. Jón Finnur Ölafsson rafvirki: Það kemur hreint ekki til rnála og á aldrei að gera nema í algjörri neyð. Þessi samningur við Bretana er ekki nógu góður. Eysteinn Þorvaldsson meiinta- skólakennari: Það verður að gera einhverjar ráðstafanir að dómi fiskifræðinga Það er þvi hart að þessutn fáu fiskútn skuli hafa verið ráðstai'að til Breta.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.