Dagblaðið - 09.06.1976, Síða 14

Dagblaðið - 09.06.1976, Síða 14
U DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1976 íslenzkt popp á Listahátíð í gœrkvöld: Þorír nokkur nema /l/legas að segja að Jónas Hallgrímsson hali dáið ór sýfilis? Paradís rak lestina í skraut- legum ljósum og glæsilegum og litríkum fatnaði. Með miklum hávaða fór hljómsveitin létt í gegnum nokkur lög af væntanlegri LP-plötu og klykkti út með gufumekki á sviðsgólfinu og sápukúlum baðandi magnara- stæðuna. Öll lögin voru með enskum textum. hléi að allt saman hefði verið samið sérstaklega fyrir Listahátíð. Spilverkið komst mjög vel frá sínu, en óneitanlega dró leikritið nokkuð athyglina frá tónlistinni og röddunum óviðjafn- anlegu. Gylfi Ægisson var næstur og söng tvö lög ,,Helgarfrí“ og „Minning um mann “ með lítillegri aðstoð tveggja Spilverks- manna. Gylfi er einstaklega „sympatísk“ manngerð — en honum tókst ekki að fá áheyrendur til að taka hressilega undir í viðlaginu í síðasta laginu. Ekki vildum við syngja með, miklu skemmtilegra er að heyra Gylfa syngja sjálfan. Þar á eftir kom Megas, sem söng nokkur lög, gömul og ný, m.a. kvæði um Jónas Hallgrims- son, þar sem segir að hann hafi dáið úr sýfilis. Fleiri listamenn á þessari Listahátíð eiga ekki eftir að halda þessu fram að sinni, því þorum við að lofa. Megas var að vanda nokkuð óskýr í framburði og það kann að valda því að ýmist telur fólk hann stórsnjallan eða kolómögulegan. Við teljum hann ekki kolómögulegan. PARADÍS: Gufumökkur, skrautleg klæði, ljósadýrð og sapukuiur gerou pati nijomsveitarinnar skemmtilegan auk pess sem sviðsfram- koma liðsmanna hennar var lífleg, eins og myndin ber með sér. Björgvin fór á kostum. Hljómburður var góður — eins og hjá Spilverkinu, Gylfa og Megasi — og Björgvin Gíslason gitarleikari fór á kostum. Önnur íslenzk hljómsveit hefði ekki getað gert það, sem Paradís gerði í gærkvöld, hvað þá að einhver hefði getað leikið eftir þátt Spilverksins. Það var vel til fundið að bjóða þeim Gylfa og Megasi að koma fram á þessum tónleikum. Þar með fékkst allt það markverðasta, sem er að gerast í íslenzkri dægurtónlist. Þokkabótarmaðurinn Eg II Þor- leifsson lék „sálina", annað aðal- hiutverkið i sviðsetningu þáttar Spilverks þjóðanna. auk óvæntra gesta á hljómleikunum, Gylfa Ægissyni og Megasi. Það var Spilverkið, sem hóf tónleikana aðeins þremur mínútum á eftir áætlun með sérlega vel unninni dagskrá, en hélt sig aö mestu á bak við tjald úr gasefni. Fyrir framan þar á sviðinu fór fram dramatískur sjónleikur í samræmi við það, sem sungið var á íslenzku. Ekkert af því, sem Spilverkið var með hafði heyrzt áður — og ólyginn sagði í SPILVERK ÞJÓÐANNA þakkar fyrir sig og sína í Háskólabíói í gærkvóldi. Þar flutti flokkurinn nýja dagskrá, nær samfellda, falinn á bak.við tjald á meðan sálin álli við líkama sinn á sviðinu. Að tjaldabaki að tónleikum loknum var Hrafn Gunnlaugs- son, framkvæmdastjóri Lista- hátíðarinnar, sammála: „Með Gylfa buðum við upp á sjómanna- lögin, með Megasi upp á það, sem menntafólk hefur kannski mestan áhuga á, með Paradís upp á ballrokkið og með Spilverkinu upp á vísnatónlist þess. Mér sýnist þetta hafa átt að geta fallið öllum í geð,“ sagði hann. Framkvæmd þessara hljóm- leika var góð og vist er, að margir menn hafa fátæklegra hugmynda- flug en Hrafn Gunnlaugsson. Spilverkinu, Gylfa Ægissyni, Megasi og Paradís ber að þakka fyrir góða kvöldstund — og Agli Bachmann fyrir að gera sviðið „elegant", svo notuð séu hans eigin orð. Helgi Pétursson var kynnir og sagði þrællúmskan brandara, sem undirritaður er ekki farinn að skilja enn. -ÓV. Islenzku popptónleikarnir á Listahátið 1976 í Háskólabíói í gærkvöldi voru geysivel heppnaðir. Rúmlega þúsund áheyrendur fögnuðu þar vel Spilverki þjóðanna og Paradís MEGAS: „Komdu og skoðaðu í kistuna mína... komdu og sjáðu hve ég orðinn er nár...“ Ljósmyndir: Árni Páll

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.