Dagblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 9
D.V MBLAÐH) — MIÐYIKUDACUH 9 .IUNt 197fi Launaði greiðann með þjófnaði Meóal . þeirra mörgu sem brugðu sér til Þingvalla í góða veðrinu á annan hvítasunnudag var miðaldra kona frá Reykjavík sem þangað hélt í fylgd karl- manns. Þar eystra urðu á vegi þeirra fjórir menn, sem urðu síðan samferða þeim í baeinn í bíl þejrra. Er til Reykjavíkur var komið fóru hjúin inn með náung- unum sem þau höfðu tekið upp í, Lyktaði þeirri samveru með því að konan varð þess vör að stolið hafði verið úr veski hennar um 3000 krónum. Kærði hún til lögreglunnar. Við rannsókn fund- ust peningarnir í fórum eins fjór- menninganna. 1 ljós kom einnig að sá hinn sami hafði stolið af öðrum félaga sínum 1500 krónum. __________________—ASt. Brauzt inn og stal hjá kunningjafólki Brotizt var inn í íbúð í Ingólfsstræti í gærkvöldi um áttaleytið. Var þaðan stolið útvarpstæki og kassettu- tæki. Við athugun kom í Ijós að þarna var á ferð utan- bæjarmaður, sem þekkti nokkuð til á innbrotsstað. Hafði lögreglan hendur í hári hans og hlaut hann gist- ingu í fangageymslum. —ASt. Misritun Sú misritun varð í grein Thors Vilhjá.imssonar rit- höfundar í þ.iðjudagsblaðinu. að nafn leikstjórans Pintzka kom rangt út. -HH. 9 ARNARFLUG K0MIÐ í L0FTIÐ TR0ÐFULL VÉL TIL SPÁNAR „Við fljúgum auðvitað fyrir hvern sem er, en í sumar verðum við að mestu í ferðum fyrir Sunnu og svo fyrir þýzka aðila,“ sagði Friðrik Sigfússon, einn starfsmanrfa Arnarflugs, en flugvél þeirra fór fyrstu flugferðina sl. laugardag. „Það má því segja, að þetta sé framhald á Air Viking, en við höfum kannski augastað á fleiri möguleikum.“ Sagði Friðrik að enn hefði ekki verið tekin ákvörðun um það hvort önnur þota flugfélagsins yrði færð til skoð- unar, en sú, sem nú er í förum fyrir flugfélagið, hefur verið í skoðun og endurnýjun í Dublin að undanförnu. Hefur sætum verið fækkað um tvær raðir til þess að auka fótarýmið, en nú tekur þotan 171 farþega. „Við verðum með fastar ferðir til Dilsseldorf á laugar- dögum, en þá flytjum við ein- göngu þýzka ferðamenn,“ sagði Friðrik ennfremur. „Er það fyrir margar ferðaskrifstofur í Þýzkalandi en einn umboðsaðili skiptir síóan við okkur." Ahöfnin í fyrsta flugi Arnarflugs: Guðbjörg Loni Kristjánsdóttir, Sigurlaug Andrésdóttir, Marit Daviðsdóttir yfirflugfreyja, Sigrún Benediktsdóttir, Stefán Bjarnason flugvélstjóri, Önundur .lóhannsson aðstoðarflugmaður og Arngrímur Jóhannsson flugstjóri. Þessi með riffiiinn tilheyrir spænsku flugvallarlögreglunni. Þess ntá einnig geta, að i athugun er flug með pílagríma í Afríku, en Air Viking flaug töluvert fyrir þá aðila undir lokin. „Enn er ekki hægt að segja neitt ákveðið um það, en málið er í athugun," sagði Friðrik að lokum. -HP. Samningurinn við Mikla norrœna ritsímafélagið: Forsendan að afkastagetan sé nœgileg Islendingar hafa ekki lögsögu yfir samningi ríkisins við Mikla norræna ritsimafélag- ið hf., að því er segir í 11. grein samningsins. Segir þar, að á- greiningur skuli „lagður fyrir gerðardóm í samræmi við á- kvæði alþjóðafjarskipta- samningsins,“ náist ekki sam- komulag með beinum um- leitunum samningsaðila. í sjöundu grein samningsins er tekið fram, að Mikla norræna ritsímafélagið hf. hafi einkarétt á allri sæsíma- og radíófjarskiptaþjónustu á milli Islands og útlanda. 1 fyrstu málgrein 7. greinar segir einnig: „Forsenda þessa ákvæðis er sú, að afkastageta strengjanna sé nægjanleg og unnt sé að tengja þá viðkomandi stað eða að nauðsynleg aukning hugsan- lega með tvöföldun strengja, verði komið á innan sann- gjarnra tímamarka.“ Dagblaðið hefur fengið óstaðfesta þýðingu samgöngu- ráðuneytisins á samningi ríkis- stjórnarinnar og Mikla norræna ritsímafélagsins hf., sem undirritaður var í Kaup- mannahöfn 19. janúar 1960 og Reykjavík 26. janúar 1960. Þessi þýðing ráðuneytisins á samningnum fer hér á eftir: „SAMNINGUR milli RÍKISSTJÖRNAR ÍSLANDS og MIKLA NORRÆNA RITSÍMAFÉLAGSINS H/F varðandi landtak, rekstur o.s.frv. á tilteknum neðansjávar fjar- skiptastrengjum. Með skírskotun til þess, að neðansjávar ritsímastrengur sá, er Mikla norræna ritsíma- félagið h/f í Kaupmannahöfn (hér á eftir kallað félagið) lagði milli íslands, Færeyja og Stóra-Bretlands árið 1906, mun verða leystur af hólmi af nýjum fjölrása neðansjávar fjarskiptastreng (hér eftir nefndur SCOTICE), sem hafi landtak í Vestmannaeyjum og sem hvað gerð strengsins og eignaraðild snertir er í samræmi við samning, sem gerður hefur verið milli póst- og simamálastjórna Islands, Danmerkur og Stóra-Bretlands annars vegar og félagsins hins vegar, og með skírskotun til þess, að félagið hefur tekið að sér að leggja fjölrása neðansjávar fjarskiptastreng milli Islands (Vestmannaeyja) og Grænlands og — í samvinnu við Canadian Overseas Tele- communication Corporation — milli Grænlands og Kanada (hér á eftir nefndur ICECAN), og með skírskotun til þess, að samningur mun verða gerður milli póst- og símamálastjórna íslands, Danmerkur og Stóra Bretlands, Canadian Overseas Telecommunication Corpo- ration og félagsins um afnot af SCOTICE og ICÉCAN, gerir póst- og símamála- ráðherra fyrir hönd ríkis- stjórnar tslands annars vegar og félagið hins vegar með sér eftirfarandi samning: 1. Félaginu er veitt leyfi til að leggja sæstrengi þá, sem nefndir voru hér að framan og tengjast við land í Vestmanna- eyjum með jarðsímastreng við slmstöðina þar, en þaðan sér rikisstjórnin um að tengja strengina við íslenska fjar- skiptakerfið í Reykjavík. 2. Ríkisstjórnin annast rekstur strengjanna á íslandi og ber kostnað af honum. 3. Ríkisstjórnin og félagið munu sameiginlega og í sam- vinnu við þá aðila, er standa að SCOTICE og ICECAN, leggja sig fram um að halda uppi fyrsta flokks þjónustu á kerfinu. Félagið er skuldbundið til — íslandi að kostnaðarlausu — að sjá svo um, að sæstrengir og jarðstrengir að símstöðinni í Vestmannaeyjum, sem fjallað er um í þessum samningi, séu í góðu og öruggu rekstursá- standi, og verði bilun eða slit á strengjunum, að gera þá, svo fljótt sem unnt er, ráðstafanir til að úr verði bætt. Ríkis- stjórnin á enga kröfu til skaðabóta vegna hugsanlegs tekjumissis eða tekjurýrnunar, er stafa kann af bilun eða slitum á strengjunum. Rikisstjórnin mun á eigin kostnað sjá um að samband strengjanna við íslenska fjar- skiptakerfið sé í góðu og öruggu rekstursástandi, og mun gera ráðstafanir til þess að bæta fljótt úr truflunum og slitum. Félagið á enga kröfu til skaðabóta vegna hugsanlegs tekjumissis eða tekjurýrnunar, er hlýst af völdum truflunar eða slita á þessum samböndum. 4. ’Fjarskiptastarfsemi félagsins er skattfrjáls á tslandi og félagið er undan- þegið öllum tollum og öðrum gjöldum af strengjum og öðru efni, sem notað er I stofnbúnað, rekstur eða til viðhalds. 5. Gjöld fyrir afnot strengjanna skulu ákveðin í sérstökum samningi. Breyting á gjöldunum krefst samkomulags milli ríkisstjórnarinnar og félagsins. 6. Ríkisstjórnin ábyrgist, að tekjur félagsins af hinum leigðu rásum í SCOTICE verði ekki minni en 469.440 gullfrankar á ári fyrstu tíu árin eftir að útleiga rása 1 strengnum til Alþjóðaflugmála- stofnunarinnar hefst. 7. Meðan þessi samningur er í gildi mun ekki verða sett á stofn né haldið uppi neins konar sæsíma- eða radíofjar- skipta þjónustu, 1 samekppni við SCOTICE eða ICECAN á sviði fasts fjarskiptasambands milli íslands og útlanda. Forsenda þessa ákvæðis er sú, að afkastageta strengjanna sé nægjanleg og unnt sé að tengja þá viðkomandi stað eða að nauðsynleg aukning hugsan- lega með tvöföldun strengja, verði komið á innan sann- gjarnra tímamarka. Undanþegin þessu ákvæði eru þó radíósambönd, þar sem eingöngu hernaðarleg viðskipti fara fram milli herstöðva, enda sé slíks talin þörf af hernaðar- legum ástæðum, og einnig eftirlits- og þjónustusambönd milli sérstakra stöðva, er starfa saman, svo sem Lóranstöðvar o.þ.h., og ennfremur radíósam- bönd milli Islands og af- skekktra staða, t.d. á Grænlandi, I Norður-Noregi eða o.þ.u.l., sem ekki er unnt að ná sambandi við um strengina á hagkvæman hátt, enda sé um að ræða viðskipti, sem aðeins hafa óverulega fjárhags- þýðingu fyrir rekstur strengjanna. 8. Samningur þessi öðlast gildi við undirritun hans og gildir þangað til ríkisstjórnin eða félagið scgir honum upp með minnst tveggja ára fyrirvara frá 31. desembver 1985 eða síðar. 9. Leyfi það, sem ríkisstjórnir tslands og Danmerkur veittu félaginu hinn 31. júli 1926 til reksturs ritsímastrengs þess, sem fram að þessu hefur verið notaður til fjarskipta milli Islands, Færeyja og Stóra- Bretlands, fellur úr gildi sam- tímis því að SCOTICE verður tekinn í notkun, og ritsímaþjón- ustan flyst yfir á þann streng. Að því loknu er félaginu frjálst að ráðstafa gamla strengnum. 10. Félagið getur því aðeins framselt réttindi sin samkvæmt samningi þessum til annarra, að rikisstjórnin veiti samþykki til þess. Slíkt samþykki er einnig nauðsynlegt, ef félagið óskar að skipta um þjóðerni. 11. Agreiningur, sem risa kann um túlkun þessa samnings og um atriði er varða framkvæmd hans, o. fl„ sem ekki verður leystur með beinum samkomu- lagsumleitunum samningsaðila, skal lagður fyrir gerðardóm í samræmi við ákvæði alþjóða- fjarskiptasamningsins. 12. Samningur þessi er undir- ritaður í tveimur eintökum, og heldur ríkisstjórnin og félagið hvor einu. Reykjavík, hinn 26. jan. 1960 (sign) Ingólfur Jónsson Stimpill: Póst- og símamálaráðherra. Kaupmannahöfn, 19. jan. 1960 Stimpill: Det Store Nordiske Telegraf- Selskap (Aktieselskab) (sign.) Bent Suenson. N.E. Holmblad." -OV.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.