Dagblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUH 9. JUNÍ 1976 Líbanon: Líbýumenn reyna að stöðva bardagana Abdel Salem Jalloud, kvöld frá Damaskus, að sögn með forsætisráðhérra Líbýu reynir í stuðningsyfirlýsingar Assads Beirút í dag að vinna fylgi við Sýrlandsforseta og Arafats vopnahlé i átökum sýrlenzkra Palestínuarabaleiðtoga í poka- Fundir og tilmæli víða að hafa enn ekki megnað að stöðva bardagana I og umhverfis Beirút. hermanna og bandamanna horninu. Sýrlendingar hafa nú hótað að beita öllum sfnum styrk 1 bardögunum. Palestínuaraba og líbanskra vinstrimanna vegna innrásar Sýr- Undanfarna þrjá daga hafa lendinga í Líbanon. verið harðir bardagar innrásar- mannanna. Sýrlendingar hafa fjölda skriðdreka. lagsins í Kairo er haldinn til að Jalloud kom til Beirút í gær- hersins og bandalags vinstri- notið stuðnings flughers og mikils Skyndifundur Arababanda- reyna að finna lausn á vandanum. Olían íNorðursjónum: FÁ NORÐMENN FÍMM BILLJÓNIR íSINN HLUT Á NÆSTA ÁRI? Hið ríkisrekna olíufyrirtæki Norðmanna, Statoil, seldi hráolíu og hreinsaðar olíuafurðir fyrir tæpa 14 milljarða ísl. króna á síðastliðnu ári, samkvæmt árs- skýrslum. Um einn fjórðungur þessa magns var útflutningsvara. Reikningarnir sýna að tapið á ársrekstrinum hefur orðið um tveir og hálfur milljarður, þar með er heildartapið frá því að framkvæmdir hófust orðið tæpir fjórir milljarðar. Eignir fyrir- tækisins eru taldar vera um 54 milljarðar samkvæmt árs uppgjöri en þar af hefur fyrirtækið fengið fé, sem nemur 23 og hálfum milljarði frá ríkinu og opinberum sjóðum. Afganginn hefur orðið að taka að láni erlendis. Rúmlega 34 milljarðar króna fóru til fjárfestingar á síðastliðnu ári til uppbyggingar olíuborunar- svæða Statfjord og Frigg í Norðursjónum, og um sjö milljarðar fóru til þess að reisa olíuhreinsunarstöðina við Rafnes í suð-austur Noregi. Þá segir í skýrslunni, að augljóst sé, að oliu- fyrirtæki Norðmanna muni nú þurfa að veita mun meira af fjár- magni sínu í aukna fjárfestingu. Þetta hefur í för með sér, að olíuframleiðslutæki og flutninga- tæki fyrir olíusvæðin munu kosta fyrirtækið um 450 milljarða króna, þó er það háð þeim flutningatækjum sem valin verða. Hagnaðurinn af þessum fjár- festingum getur orðið um fimm billjónir króna, enda þótt ekki sé fjallað sérstaklega um gróða- möguleika af öllum þessum fram- kvæmdum í ársskýrslunni. Þá er rætt um það, að stórauka þurfi vinnukraft við fram- kvæmdirnar til þess að hægt sé að ljúka þeim á tilsettum tíma. Richard Burton vill kvœnast í snatri Elizabeth Taylor sagði í New York í morgun, að hún vildi ekkert gera til að koma í veg fyrir að fyrrum eiginmaður hennar, leikarinn Richard Burton, gæti gengið að eiga fyrirsætuna Suzie Hunt. Taylor bætti því við, að hún hefði meira að segja í hyggju að gefa Burton og Suzie fjölskyldu- snekkjuna i brúðkaupsgjöf. Burton, sem nú er fimmtug- ur, og Suzie, 22 árum yngri en hann, eiginkona brezks kapp- akstursmanns, eru nú á Haiti, þar sem þau hyggjast fá skilnað frá mökum sínum i snarhasti. Samkvæmt fréttum frá Haiti hefur Burton þó enn ekki getað gengið að eiga Suzie sína, því skriflegt samþykki Liz Taylor vantar. Hún lýsti því yfir, eins og fyrr segir, að ekkert væri því til fyrirstöðu að siík yfirlýsing fengist. 'Richard Burton og nýja kærastan, Suzie Hunt Olíuborun við Grœnland hefst í þessarí viku Olíuleit við Grænland hefst á næstu dögum þegar eitt bezt útbúna olíuborunarskip heims, „Pelican," kemur i dag til fyrir- hugaðs ieitarstaðar 120 km út af Syðri-Straumfirði á vestur- strönd Grænlands. Það er dansk-fransk-kanadíska fyrir- tækið TGA-Grepco, sem annast olíuleitina. Búizt er við að olíuborunin að þessu sinni standi í um tvo mánuði. Upphaflega var ætlun- in að hún hæfist fyrir mánuði en vegna óvenju mikils hafíss á þessum slóðum var henni frestað. TGA-Grepco er hið eina af tuttugu félögum, sem hefur fengið leyfi til olíuleitar við Grænland í ár. Félagið er rekið af fyrirtækinu Total Grönland Olie, sem er í franskri eigu. Nokkur önnur fyrirtæki hafa í hyggju að hefja olíuborun við Grænland á næsta ári en fæst félaganna hafa enn ákveðið hvenær hafizt verður handa. Menn gera sér nú vonir um, að þegar þessum tilraunabor- unum lýkur eftir tvo mánuði liggi endanlega fyrir, hvort olía «eða jarðgas finnst á grænlenzka landgrunninu. Sérfræðingar telja að 50% líkur séu á því að olía eða gas finnist við Græniand. Borun verður mjög erfið vegna lofts- lagsins. Finnist það mikil olía eða gas, að vinnsla borgi sig, bíður annað og meira vandamál úrlausnar hvernig á að koma því í land. GILDIDANMERKUR FYRIR CIA FíR MJÖG VAXANDI — segir Philip Agee, fyrrum erindreki bandarísku leyniþjónustunnar Mikilvægi Danmerkur fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA er helzt í því fólgið, að dönsk verkalýðsfélög og stjórnmála- flokkar geta verið notaðir til að koma peningum til and- kommúnískra samtaka og hreyfinga í sunnanverðri Evrópu. Að auki er hægt að skipuleggja pólitískar samúðaraðgerðir frá Danmörku, svo eitthvað sé nefnt. Þannig fórust Philip Agee, fyrrum erindreka CIA orð er hann hélt fuiííi með dönskum biaða- og fréttamönnum í Kaupmánna- höfn um helgina. Umræðuefni fundarins var starfsemi núverandi sendinefndar CIA í Danmörku. Philip Agee er í Danmörku í boði Sosialistisk Kulturfront, sem þessa dagana heldur „200 ára afmælishátíð USA” í Valbyparken. Ásamt blaðamanni frá danska blaðinu Information fór Agee yfir lista um starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Kaup- mannahöfn. Með samanburði á þeim listum við opinberar banda- rískar uppsláttarbækur, varð niðurstaðan sú, að sjö af þeim tuttugu og sjö nöfnum, sem á listanum voru, gátu verið erindrekar CIA. Agee gat örugglega sagt um einn mann, Edward J. Gotchef, að hann væri starfsmaður CIA. En eftir að korpið er í tízku að fletta ofan af CIA-mönnum víðsvegar um Evrópu, hefur bandaríska utanríkisþjónustan brugðið á það ráð að láta ekki lengur í té lista yfir sendiráðsstarfsmenn. Inforination segir þó, að með útilokunaraðferðinni og notkun eldri starfsmannaskráa hafi verið hægt að komast bærilega af. Blaðið birti í fyrra lista yfir CIA-menn í Danmörku. Þrír þeirra, sem þa voru nefndir, voru einnig nefndir nú, þeir William J. Mulligan, John C. Baxter og Joseph E. Fortier III., sem veitir forstöðu þeirri deild sendiráðsins er annast baráttuna gegn ávana- og fíkniefnadreifingu, sem er meðal nýjustu starfssviða CIA. „Norður-Evrópa hefur öðlazt aukið gildi fyrir Bandaríkin í takt við stjórnmálaþróunina í sunnan- verðri Evrópu,” sagði Agee á blaðamannafundinum í Kaup- mannahöfn. „Sterk aðstaða í löndum á borð við Danmörku og Svíþjóð á að bæta upp tapið í suðri. Nýi sendiherrann í Dan- mörku, John Gunther Dean. er gott dæmi um þessa þróun. Hann er mjög vel menntaður og hefur dvalizt langtímum í löndum, þar sem starfsemi CIA hefur verið veruleg. Hvers vegna skyldi maður á borð við hann vera sendur til Danmerkur?" .u.. sVÍVVÍÍÍÍÍ tflliMV Yfirkomin af vonbrigðum tók móðir 18 ára gamallar stúlku í borginni Dieppe í Frakklandi sig til nú um helgina og skaut dótturina til bana eftir að hafa komizt að því að stúlkan var ófrísk, áður en hún hafði gengið í hjónaband. Móðirin skýrði frá því í bréfi, að hún gæti alls ekki þolað þá tilhugsun, að dóttir hennar væri ófrísk, áður en hún gengi í hjónaband síðar gimmmma Mmf Im mmrnmmm mriiimm iii iriiiíii í þessum mánuði. Síðan reyridi hún að fremja sjálfs- morð, en særði sig aðeins litillega. Konan dvelst nú á geð- veikrahæli. I

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.