Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 09.06.1976, Qupperneq 1

Dagblaðið - 09.06.1976, Qupperneq 1
íriálst úháð daghlað RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SlMI 27022. 2. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 9. JUNÍ 1976 — 124. TBL. Sparisjóður Kópavogs var opnaður með lykli, sem pjofarnir höfðu stolið frá sparisjóðsstjóranum. Þeir komust ekki inn í fjárhirzlurnar. DB-myndir Björgvin. Sjóntap vegna neyzlu ó ólyfjan ,,Það væri ekki fjarri lagi að segja að hingað kæmu um tíu tilfelli árlega," sagði starfs- maður augndeildar Landakots- spítalans er innt var eftir því hversu algeng blinda af völdum drykkju væri. Þeir sem leggjast inn í þessu ástandi munu í yfirgnæfandi mæli vera svokallaðir „rónar“. Þeir leggja sér til munns vökva eins og hárspíra og rakspíra svo nokkuð sé nefnt. Þá koma þarna nokkur tré- spíratilfelli en metanólið mun vera afar skaðlegt. Starfsmaðurinn benti á að ekki væri alveg rétt að kalla þetta blindu þar sem að menn héldu ratsjóninni. Það væri les- sjónin, það er að segja skarp- asta sjónin sem færi varanlega við slíka eitrun. Augndeildin gæti ekki hjálpað þessi fólki nema að því leyti að reyna að venja það af drykkjunni og gefa því rétta fæðu. Vannæring gerði það að verkum að fólkið hefði lítinn sem engan viðnámsþrótt. — BA — Þaðer stétta- skipting ó íslandi — sjá kjallaragrein bls.10-11 Yel heppnaðir popptónleikar m áListahátíð ígœrkvöldi — bls. 14 Launapok- inn þyngist um mánaða- mótin — baksíða Brotizt spari sjóð Jósafat Líndal var mættur i Sparisjóðinn laust fyrir klukkan niu í morgun. Hann vildi ekkcrt frekar en aðrir um málið segja. Stórinnbrot voru framin í Kópa- vogi í nótí', — annað í Sparisjóð Kópavogs við Digranesveg 10, hitt í tbúðarhúsið að Hraunbraut 24. Þjófarnir höfðu þann háttinn á við innbrotið í Sparisjóðinn að þeir stálu lyklum sparisjóðs- stjórans Jósafats Líndal á heimili hans og fóru síðan inn í húsið. Fjárhirzlur Sparisjóðsins eru óhreyfðar, en töíuvert af lausafé var stolið. Einnig voru skemmdir unnar. Þjófarnir lögðu einnig leið sína í tannlæknastofu og sjúkra- samlag Kópavogs, sem er í sama húsi og Sparisjóðurinn. Ekki er vitað hverju var stolið þaðan. Á Hraunbraut 24 reistu þjófarnir stiga upp við vegg og fóru þar inn um glugga. í húsinu voru talsverðir fjármunir, en Dagblaðinu tókst ekki að fá upp- gefið hve miklu var stolið þaðan. Rannsóknarlögreglan í Kópa- vogi hefur rannsókn þessa máls með höndum. Þórður Þórðarson rannsóknarlögreglumaður vildi ekkert láta eftir sér hafa í sam- bandi við þetta mál í morgun. Spurningum Dagblaðsins svaraði hann með því einu, að hann hefði ekkert um málið að segja. Inn- brotin virðast því vera á mjög viðkvæmu stigi þessa stundina. — AT — A Hraunbraut 24 reistu þjófarnir stiga og fóru síðan inn um glugga á húsinu. ^ 4. skoðqnakönnun Dqgblaðsins:‘~*^ GENGI NATO HEFUR MINNKAÐ Mun færri en áður vilja, að Island sé áfram í Atlantshafs- bandalaginu. Samt er greinileg- ur meirihluti enn fylgjandi aðild íslands að bandalaginu. Þetta urðu niðurstöður skoð- anakönnunar Dagblaðsins. Rúmlega 45 af hundraði vilja að ísland sé áfram í NATO. 31 af hundraði er því andvígur, og tæplega 24 af hverjum hundrað eru óákveðnir. Aðildin að NATO á mun minna fylgi meðal kvenna en karla. Aðalorsök minnkandi áhuga Islendinga á NATO er vafalaust sú, að mörgum þótti bandalagið gera lítið til að hjálpa Islendingum í land- helgismálinu. Skoðanakönnunin var gerð, áður en samið var um land- helgismálið. — HH Sjá bls. 15 Olíuborun við Grœn- land hefst í þessari viku — erl. f réttir bls. 6 œs&m Vaxandi mikilvœgi Danmerkur fyrirCIA — erl. fréttir bls. 6 - 7 igssffism

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.