Dagblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 09.06.1976, Blaðsíða 23
23 nÁCiBTiADTÐ — iVnnVIKTJDAGUH 9. Jl'TNt 1976 Utvarp Sjónvarp „Hver andskotinn, eru þeir að fara að endursýna þennan þátt,“ sagði Valgeir Guðjóns- son, einn af meðlimum Spil- verks þjóðanna er DB ræddi við hann um sjónvarpsþátt Spil- verksins er var fyrst á dag- skránni 6. september í fyrra — tveimur dögum áður en Dag- blaðið kom fyrst út. Þátturinn verður endursýndur í kvöld kl. 22.T0. „Þessi þáttur er ákaflega hrár og tekinn upp beint," hélt Valgeir áfram. „Hann gefur í rauninni enga mynd af Spil- verkinu eins og það er nú þar sem við vorum ekki orðin hljómsveit á þessum tíma. Þessi þáttur var gerður áður en upp- taka á LP plötunni okkar hófst svo að þetta er eiginlega ekki að marka.“ I þessum þætti flytur Spil- verk þjóðanna nokkur lög sem síðar lentu á plötunni. Þar á meðal eru Plant No Trees, Ice- laiidic Cowboy, Lazy Dasy og fleiri. Auk þeirra Valgeirs Guðjóns- sonar, Sigurðar Bjólu Garðars- sonar og Egils Ölafssonar bregður fyrir ýmsu fólki á meðan á þættinum stendur. Það eru aðallega meðlimir Líkams og heilsuræktarfélags- ins Hlyns. Einnig sést söngkona Spilverksins, Sigrún Hjálmtýs- dóttir á skjánum. Hún var þó ekki gengin í hljómsveitina á þessum tíma, heidur sýndi hún aðeins nokkrar leikfimiæf- ingar. Er þetta samtal við Valgeir fór fram vann Spilverkið af kappi að æfingum á því efni sem það bauð fólki upp á í Háskólabíói í gærkvöldi. Það næsta, sem er á döfinni, er upp- taka nýrrar plötu. —ÁT— ALVERK FYRIR ALLA EFTIR ÞEKKTA ERLENDA LISTAMENN SJÓN ER SÖGU RÍKARI öOftA HUSIÐ LAUGAVEGI178. SPILVERK ÞJÖÐANNA. I þættinum f kvöld gefur á að hlýða nokkur af lögunum, sem síðar lentu á plötu hijómsveitarinnar. DB-mynd: Kagnar Th. Sigurðsson. Útvarp í kvöld kl. 20,20: Endurminningarfrá Laugarvatni Margra lands- þekktra manna minnzt Sölutjöld 17. júní Þeim aðilum, sem hyggjast setja upp sölutjöld á þjóðhátíðardaginn 17. júní nk., ber að hafa skilað umsóknum sínum fyrir 12. júní nk. á skrifstofu borgarverkfræðings, Skúlatúni 2,3. h. Umsóknareyðublöð liggja frammi á sama stað. Þjóðhátíðarnefnd. K Agúst Vigfússon kennari segir frá Laugarvalnsskóia í kvöld. DB-mynd: Björgvin. Ágúst telur að Laugavatns- skóli hafi verið hin merkasta stofnun og kvaðst eiga þaðan hinar ljúfustu endurminning- ar. Allir gamlir Laugvetningar eru hvattir til að hlusta á þátt- inn. Agúst Vigfússon er Dalamaður að uppruna en kennari að mennt og vann hann við það starf í Bolungarvík í um 20 ár og síðan í Kársnes- skóla. Hann vinnur nú sem dyravörður í Háskólabiói. Sumarvakan er á dagskrá útvarps f kvöld kl. 20.20, en þar mun Agúst Vigfússon flytja endurminningar sínar frá Laugavatnsskóla. Ágúst segir í þætti þessum frá veru sinni á skólanum árin 1930—31. Skólinn var þá ný- byrjaður að starfa og Bjarni Bjarnason nýtekinn við skóla- stjórn. Ágúst minnist kennara skólans, þeirra Guðna Ólafs- sonar frá Sörlastöðum, Guðmundar Gislasonar, síðar skólastjóra á Reykjum í Hrúta- firði og sr. Kristins Stefáns- sonar síðar skólastjóra í Reyk- holti. Þá verður minnzt á nokkra nemendur skólans þennan vetur sem síðar urðu þjóðkunnir menn, svo sem rit- höfundana Stefán Jónss., og Guðmund Daníelsson, svo og Pál Þorsteinsson, alþing- ismann. Ágúst talar einnig örlítið um skólastarfsemina, kennslufyrirkomulagið og skólabraginn. ^ Sjónvarp Miðvikudagur 9.júní 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Bílaleigan. Þýskur myndaflokkur. Tilræöi viö ástargyðjuna. Þýðandi Bríet Héðinsdóttir. 21.05 Karlakórinn Svanir. Karlakórinn Svanir frá Akranesi syngur undir stjórn Hauks Guðlaugssonar. Undir- leikari Fríða Lárusdóttir. Stjórn upp- töku Tage Ammendrup. 21.25 Læknisaögerö án uppskuröar. Þýsk fræðslumynd um nútímatækni við læknisaðgerðir. Þýðandi Auður Gests- dóttir. Þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.10 Spilverk þjóðanna. Félagarnir Val- geir Guðjónsson, Egill Ólafsson og Sigurður Bjóla fremja eigin tónsmið með aðstoð ýmissa vina ogvanda- manna. Tónlist þessa kalla þeir há- fjallatónlist. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. Áður á dagskrá 6. septem- ber 1975. 22.30 Dagskrárlok. Utvarp Miðvikudagur 9« * * . jum 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Myndin af Dorían Gray" eftir Oscar Wilde Valdimar Lárusson les þýðingu Sigurðar Einars- sonar (10 ). 15.00 Miödegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 17.00 Lagiö mitt Anne-Marie Markan kynnir óskalög barna innan tólf ára aldurs. 17.30 „Eitihvaö til aó lifa fyrír" eftir Victor E. Frankl. llólmfríður Gunnarsdóttir les þýji.'.gf. sina á bók eftir austur- riskun gcðlækni vö). 18.00 Tónleil.ar. Tilk> nningar. 18.45 Veðurfregnir r-ags:- : á kvöhlsins 19.00 Fróttir. r.éiu.^uk.. Tiikyniungar. 19.35 Túnblómin okkar. Ingimai' Oskars- son nátlúrufriVÓin,.* u flyturerimii. 20.00 Einsöngur . úivarpssal: H reinn Líndal syngui lög eflir Sigvalda Kaldalóns, Pál ísólfsson, Emil Thoroddsen og Karl O. Runólfsson. Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanó. 20.20 Sumarvaka. a. í Laugarvatnsskóla veturinn 1930. Agúst Vigfússon kenn- ari segir frá. I;. Störin syngur llerdis Þorvaldsdóttir leikkoná les ljóð eftir (iuðmund Frímann. c. Tveir a ferö um Tungu og Hlíð Halldór Pétursson flytur frásöguþátt: fyrri hluta. d. Kór- söngur Kaimm-rkörinn syngur. Söng- stjóri: Kut I. Magnússon. 21.30 Útvarpssoyan: „Síðasta freistingin" eftir Nikos Kazantzakis. Sigurður A. Magnússor. þ\<'m:i’ Kristins Björnssonar (37). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðlllfregnir. Kvöldsagan: „Hækk- andi stjarna" eftir Jón Trausta Sigriðlir Seliiöth les (2). 22.45 Djassþattur Jóns Múla Ai nasonai’. 23.30 Fréllir. Dagskrárlok. Sjónvarp kl. 22,10: Spilverk þjóðanna: ÞESSI ÞÁTTUR GEFUR ENGA MYND AF SPILVERKINU EINS 0G ÞAÐ ER NÚNA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.