Dagblaðið - 14.07.1976, Page 7

Dagblaðið - 14.07.1976, Page 7
DAGBI.AÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 14. JULÍ 1976. 7 Olympíuleikarnir: TAIWAN AKVEÐUR í DAG HVORT ÞAÐ VCRÐIMEÐ Olympíunefnd Taiwan mun í dag taka ákvöröun um þaö, hvort lið eyjarinnar muni keppa á Olympíulei'kunum eöa halda heim eftir að Kanada- stjórn neitaöi liðinu að keppa undir nafni Lýðveldisins Kína. Forseti Alþjóðaolympíu- nefndarinnar, Killanin lávarð- ur, sagði í gær, að ákveðið hefði verið að bjóða Taiwan að keppa nafnlausu á leikunum. Það myndi skapa vandamál, til dæmis, hvaða þjóðsöng og fána landið ætti þá að nota. Taiwan hefði því verið boóið að nota olympíufánann sem þjóðfána og lofsöng leikanna í stað þjóð- söngs. Killanin lávarður bauð Taiwan að keppa undir fána Olympíu- leikanna og að nota lofsöng leikanna. ANDREOTTIREYNIR AÐ MYNDA STJÓRN Giovanni Leone forseti italíu I tók þessa ákvörðun eftir stuttai I reyna að berja saman ríkisstjórn fól í fyrrakvöld Andreotti fyrr- viðræður við Andreotti. á Ítalíu eftir þingkosningarnar í verandi fjármálaráðherra að Fjármálaráðherrann fyrrver- síðasta mánuði. Talið er að hans mynda nýja ríkisstjórn. Forsetinn | andi verður fyrsti maðurinn til að I bíði erfitt verkefni. Heimsmet í rabarbararœkt Kaare Johansen frá Sande- fjord í Noregi fann þennan risarabarbara í garðinum hjá mömmu sinni um daginn. Hann er ekki alveg viss um að þetta sé stærsti rabarbari i heimi, en telur að hann nálgist metið. Kaare, sem er 11 ára gamall,, er ekki viss um, hvað hann á að gera við rabarbarann. Stilk- urinn er allt of grófur til matar, svo að ekki er víst annað ráð en að henda risan- um. Árásin á Entebbe: Tillaga um fordœmingu nœr ekki fram að ganga Ölíklegt er talið, að Samtök Afríkuþjóða fái stuðning við fordæmingartillögu sína gegn ísrael innan Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna. Þá er tillaga Bandaríkjanna og Bretlands um fordæmingu flugrána yfir- leitt og hvatning til allra ríkja heims um að herða eftirlit sitt Callaghan tekvr í dag ákvörðan um Ugandamálið James Callaghan forsætis- ráðherra Breta mun í dag til- kynna í brezka þinginu, hvort ríkisstjórnin ráðgeri að hefja aðgerðir til að forða þeim 500 Bretum frá Uganda, sem nú eru eftir. Almennt er búizt við að sambúð Bretlands og Uganda muni kólna heldur betur vegna meints morðs á Dóru Bloch. Það var þingmaður Verka- mannaflokksins, Roberts að nafni, sem bar upp fyrirspurn við forsætisráðherrann hvað stjórnin hygðist gera. Svar Callaghans í dag verður það fyrsta, sem brezk stjórnvöld láta opinberlega frá sér fara eftir að fyrsta séndifulltrúa Breta i Uganda var vísað úr landi í fyrri viku. Brezku dagblöðin sögðu frá því í gær, að Callaghan væri þegar búinn að ákveða að senda flugvélar frá brezka hernum til að ná í Bretana 500. Anthony Crosland utanríkisráðherra kom til Bretlands i gær af fundi í Brússel til að vera Calla>:‘ " til ráðgjafar um, til hvaðj ráða skuli grípa vegna Uganuamáls- ins. Mikil pressa hefur verið á brezku sl.jórnina l'rá stjórnar- andstiiðunni að slíla öllu sam- bandi við IJganda. með slíku talin eiga sömu örlög fyrir höndum, ekki nægilegt atkvæðamagn. Fulltrúar Panama, sem komnir eru í oddastöðu, hafa látið það boð út ganga, gegnum talsmann sinn, Jorge Ulueca, að þeir muni sitja hjá við at- Callaghan gefur í dag úl f.vrslu yfirlýsingu brezku stjórnar- innar nm llganda siðan sendi- fulllriianum var vísaö úr landi. kvæðagreiðslu um báðar tillög- urnar. Að sögn heimildarmanna er talið, að fjarvera fulltrúa Japans muni verða til þess, að tillaga Afríkuríkja muni ekki fá nægilegt atkvæðamagn alls níu talsins. Ástsjákir Frakkar kvœnast rámensk- um Tímar kraftaverkanna virðást svo sannarlega ekki vera liðnir — alla vega ekki fyrir 20 ást- sjúka Frakka, sem hafa lent í þeirri sjálfheldu að verða endi- lega að kvænast rúmenskum konum. Kynni Frakkanna og rúmensku kvennanna hafa yfir- Ieitt hafizt, er fransararnir heimsóttu Rúmeníu í sumar- leyfum sínum. Er franski utanríkisráðherr- ann, Jean Sauvagnargues, var í heimsókn í Búkarest í síðasta mánuði gerði hann vandræði Frakkanna og heitkvenna þeirra að umræðuefni. Rúm- enska ríkisstjórnin virðist hafa tekið málaleitan ráðherrans bæði fljótt og vel, þar eð málið er nú komið á rekspöl. Allmargir Frakkar bíða nú Ieyfis til að fá að kvænast kær- ustum sínum, út um allan heim. A meðan þeir bíða, hrósa þeir happi, sem voru svo heppnir að fara í sumarleyfum til Rúmeniu og næla sér í kven- mann þar. Auglýsing Evrópuráðið býður fram styrki til framhaldsnáms starfandi og verðandi iðnskólakennara á árinu 1977. Styrkirnir eru fólgnir í greiðslu fargjalda milli landa og dvalarkostnaðar (húsnæði og fæði) á styrktímanum, sem getur orðið einn til sex mánuðir. Umsækjendur skulu helst vera á aldrinum 26—50 ára og hafa stundað kennslu vió iðnskóla eða leiðbeiningar- störf hjá iðnfyrirtæki í a.m.k. þrjú ár. Sérstök umsóknare.vðublöð fást í menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Ujnsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 15. september 1976. Menntamálaráðuneytið, 13. júlí 1976. IANCAR ÞIC Tll MALL0RCA? fíRDASKRIFSTOFAN SUNNA LÆKJARGÖTU 2, SÍMI16400 Brottför 25/7 Nokkur sœti laus. Hœgt að velja um dvöl í 1, 2 eða 3 vikur. Glœsileg hótel og íbúðir. Notið tœkifœrið og pantið strax, þar sem aðeins er um fá laus pláss að rœða. Dagflug á sunnudögum

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.