Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 14.07.1976, Qupperneq 10

Dagblaðið - 14.07.1976, Qupperneq 10
DACBLAÐIÐ — MIÐVIKUDAGUR 14. JÚLt 1976. JO WMBIABW frfálst, úhád dagblað JtKOfandi DaKbladidhf. 'ramkvænulastjóri: Svoinn H. Kyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. 'róttastjóri: Jón Birjíir I’ótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Ilaukur Heljíason. Aðstoðarfrótta- itjóri. Atli Stoinarsson. Iþróttir: Ilallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Roykdal. Handrit iSKi ímur Pálsson. Uaðamonn: Anna Bjarnason, Asjjoir Tómasson. BoiKlind AsKoirsdóttir. BraK> SÍKUrðsson. :rna V. Ingólfsdóttir. Cíissur SÍKurðsson. Hallur Hallsson. HoIkí Pótursson, Jóhanna Birjíis- itóttir. Katrín Pálsdóttir. Krislin Lýðsdóttir. Ólafur Jónsson. Omar Vahlimarsson. Ljósmyndir: rni Páll Jóhannsson. Bjarnloifur Bjarnloifsson. Björj>vin Pálsson. Rannar Th. Sijjurðsson (ijaldkori: Þráinn Þorloifsson. DroifinKarstjóri: Márfc.M. Halldórsson. ÁskriftarKjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Pitstjórn Síðumúla 12. sími 8JJ22. auKlýsinKar, áskriftir ok afKioiðsla Þvorholti 2. sími 27022. SotninK ok umbrot: DaKblaðið hf. oj> Stoindórspront hf.. Armúla 5. Pfynda-OK plötuKorð: Hilmirhf.. Síðumúla 12. Prontun: Arvakur hf.. Skoifunni 19. Gefíð langt nef Stjórnmálamenn allra flokka beita klækjum, sem þeir telja hafa sannað gildi sitt gagnvart kjósend- um. Þeir álíta það hafa komið í ljós í kosningum, að þorri manna fari að trúa, að svart sé hvítt, sé það endurtekið nógu oft. Þannig birta málgögn þeirra flokka, sem stóðu að vinstri stjórninni, annað veifið greinar um, að þjóðin standi í þakkarskuld við þá ríkisstjórn fyrir sérstaklega aðdáunarverða uppbyggingu togaraflotans. Gefið er í skyn, að flokkar vinstri stjórnarinnar verðskuldi góðan stuðning fólks í þorpum og bæjum fyrir vikið. Þetta er gert, þótt fram hafi komið óyggj- andi, að skuttogaraæðið voru einhver mestu mistök í ríkisstjórn. Miklum hluta af því fé, sem varið var til kaupa á skuttogurum, hefði betur verið varið til byggingar iðnfyrirtækja. Með einföldum tölum hefur verið sýnt fram á hér í Dagblaðinu, að fyrir andvirði nokkurra skuttogara hefði mátt reisa nokkrar meiriháttar verksmiðjur. Þessum verksmiðjum hefði mátt dreifa um landið, ef ástæða hefði verið talin til að styrkja sérstaklega atvinnulíf á ákveðnum stöðum. Hér er því ekki um að ræða spurninguna um, hvort kaupa hefði átt togara eða láta fólk ganga atvinnulaust ella, þótt sú skýring henti bezt aðstandendum vinstri stjórnarinnar. Góð ríkis- stjórn hefði haft hemil á skuttogarakaupunum en stuðlað að byggingu iðnfyrirtækja. Togarakaupin eru rædd í grein Davíðs Ólafs- sonar bankastjóra í síðasta hefti Fjármála- tíðinda. Eftir að hafa lýst hinni miklu fjár- munamyndun í togarakaupum segír Davíð: „Eins og kom fram í íölunum um fjármuna- myndunina, sem nefndar voru áóan, þá var greinilegt, að hér var skotið langt yfir markið. Hér var það ríkisvaldið, sem markaði ótvírætt stefnuna, og er raunar gott dæmi um það, hversu stórar skyssurnar geta orðið, þegar sterkt miðstjórnarvald ræður ferðinni. Þegar á árinu 1972 munu hafa legið fyrir upplýsingar um það, að fiskistofnarnir væru í mikilli hættu og knýjandi nauðsyn væri á því að draga úr sókninni. Þrátt fyrir þetta var haldið áfram að ýta undir stórlega aukna togarasmíði...“ ,,Við stöndum því frammi fyrir því nú að hafa byggt of stóran flota þannig að jafnvel eðlileg endurnýjun þessa flota er of mikil miðað við stærð fiskistofnanna, sem veiða á,“ segir Davíð síðar í greininni. í hita skuttogaraæðisins var unnt að fá ríkis- ábyrgð fyrir áttatíu af hundraði af kaupverði skipanna og auk þess lán úr Byggðasjóði fyrir fimm af hundraði. Þá voru eftir fimmtán af hundraði fyrir eigandann að leggja fram, en sú upphæð eða mikill hluti hennar fékkst oft einnig að láni hjá sjóðum og viðskiptaaðilum. Mönnum var ýtt út í að kaupa skuttogara. Svipaðar upplýsingar og fram koma hjá l'avíð Ólafssyni hafa aðrir sérfræðingar lagt á I oröið. Engu að síður telja stjórnmálamenn að í 1 \ssu máli sem öðrum sé unnt að ,,gefa vísinda- t önnum langt nef.“ Fólk fáist til að trúa, að svart sé hvítt, ef það mdurtekið nógu oft. r HVAÐ SEGJA ÞEIR UM HELZTU HEIMSMÁLIN? Talið er líklegt, að ekki verði miklar breytingar á stefnu Bandaríkjastjórnar í utanríkis- málum, ef Jimmy Carter verður kjörinn forseti f^emur en Ronald Reagan, ef marka má kosningaræður þeirra beggja. En eina von Henry Kiss- ingers að halda embætti, ef hann yfirleitt vill það, er að Ford verði áfram forseti. Carter, sem nú er öruggur með að hljóta útnefningu Demókrataflokksins og talinn mjög sigurstranglegur í forseta- kosningum í nóvember, lýsti því yfir í blaðaviðtali fyrir nokkrum mánuðum, að hann myndi fara fram á það við Kiss- inger, að hann tæki að sér sér- stök verkefni, t.d. áframhald viðræðnanna við Sovétmenn um afvopnun eða friðarumleit- anir fyrir botni Miðjarðarhafs. En hann lýsti því einnig ein- dregið yfir, að hann myndi ekki vilja hafa Kissinger áfram sem utanríkisráðherra. Reagan hefur hins vegar gert Kissinger og utanríkismál Bandaríkjanna að stærsta skot- marki sinu og ásakar Kissinger fyrir linkind gagnvart Sovét- mönnum og að hann vilji láta Panama-skurð af hendi til Panamabúa. Ford forseti hefur sagt, að hann muni biðja Kissinger að halda áfram í embætti, enda þótt Kissinger hafi lýst þvi yfir, að hann vilji helzt losna um áramótin. Þá verður hann búinn að vera átta ár í ríkis- stjórn. Ef litið er á ummæli Carters um utanríkismál er hins vegar ljóst, að litlar breytingar eru boðaðar á stefnunni, að því undanskildu að hann hefur gagnrýnt „einmenningsstefnu" Kissingers. í ræðu, sem hann hélt í New York fyrir skömmu, fjallaði hann mest um það mál sem hvað helzt er álitið geta bætt sambúð ríkja heimsins, alþjóð- lega efnahagssamvinnu. Mælti hann mjög með henni. Reagan hefur haldið sér við „einfaldari" mál, eins og Panamaskurðinn og valdajafn- vægi gagnvart Rússum á her- gagnasviðinu. Hann hefur sagt, að hann muni aldrei láta það gerast, áð Bandaríkjamenn verði næst- stærsta hervaldið, og hefur boðað mun ákveðnari stefnu gagnvart Rússum. Hefur það orðið til þess að Ford forseti hefur hætt, a.m.k. á meðan á kosningabaráttunni stendur, að nota orðið ,,detente“ Ef einstök mál eru tekin til athugunar eru skoðanir fram- bjóðendanna þessar: Um utanríkisráðherrann: Ford vill hafa Kissinger áfram. Búizt er við að Carter muni velja einhvern sem hefur reynslu af stjórnarstörf- um í Washington og hefur Cyrus Vance fyrrum aðstoðar- varnarmálaráðherra verið nefndur í því sambandi. Reagan vill einnig breyta til og hefur fyrrum varnarmálaráð- herrann, James Schlesinger, verið talinn líklegur. Hann hefur svipaðar skoðanir á Sovétmönnum og Reagan. Carter vill heldur ekki að sérstök miðstöð utanríkismála verði í Hvíta húsinu, eins og varð er Kissinger tók við embætti sem sérstakur ráðgjafi Nixons um utanríkismál árið 1969. Hefur hann uppi hug- myndir að fá iil þess starfa Zbignew Brzezinski, prófessor við Colombíuháskóla. Afvopnunarráðstefnan: Ford og Carter vilja báðir reyna að ná gagnkvæmum samningum við Sovétmenn um bann við notkun kjarnorku- vopna. Reagan hefur neitað því að hann sé fylgjandi slíku samkomulagi og styður ákaft fyrirætlanir um smiði B-1 sprengjuflugvélanna, Trodent kjarnorkukafbátsins og smíði nýrrar gerðar eldflauga. Um sambandið við bandamenn: Carter hefur hvatt til og vill auka þá stefnu Fordstjórnar- innar að eiga sem nánust við- skipti við bandamenn þjóðar- innar. Hann segir, að ráð- stefnur og stórir fundir geri ekki nærri þvi eins mikið gagn og náið samband, byggt á löngu samstarfi. Reagan hefur ekki fjallað mikið um þetta efni í ræðum sínum, en hann hefur sagt, að Bandaríkjamenn megi ekki láta Sovétmenn, þriðja heiminn eða nokkurn annan „ýta okkur til og frá.“ Um Miðausturlönd: Allir frambjóðendurnir eru sérstakir stuðningsmenn ísraelsmanna í baráttunni fyrir tilverurétti sínum. Carter vill auka umsvif Bandarikjamanna þar, en vill ekki senda þangað herlið. Reagan hefur hrósað Nixon fyrir að hafa veikt stöðu V / V0NLEYSI Ennþá er ekki farið að bera mikið á vonleysi hjá fólki al- mennt. Þó má heyra á tali manna, að margir eru von- sviknir. Loforðin voru svo mörg. Dýrtíðina átti að stöðva. Verðbólgan átti að minnka. Rautt strik var dregið og þar átti allt að stöðvast. Efndirnar, hvar eru þær? Á hvert mánnsbarn eru skuldir erlendis fyrir 3—400.000 krónur. Hvernig á að greiða þetta? — um það er lítið hugsað, en okkur er sagt, að íþróttahúsið í Vestmanna- eyjum kosti 360 milljónir og hafi verið tekið lán erlendis tii þess að koma þvi upp. Húsið er innflutt. Þá voru auglýsingar um að efla íslenskan iðnað ekki farnar að birtast-í sjónvarpi né útvarpi. „Erfiðleikarnir bjarga okkur,“ sagði aldraður bóndi við mig fyrir nokkrum árum. Vissulega verður það þan.nig. Enda þótt í dag ríki vonleysi hjá alltof mörgum, þá koma nýir tímar og vonandi nýir menn, sem taka málin öðrum tökum. Án sparnaðar er þetta allt vonlaust og þess vegna er og verður fyrsta boðorðið I þeirri baráttu, sem framundan er — sparnaður á öllum Kjallarinn Gísli Sigurbjörnsson sviðum. við höfum bókstaflega ekki ráð á mörgu því, sem ráðist er í a'ð framkvæma fyrir- hyggjulítið.jafnvel fyrirhyggju- laust. Við gerum kröfur um allt milli himins og jarðar — meiri fri, styttri vinnudag, meira kaup, fleiri dagheimili, börn helst á dagvistunarstofnanir, gamla fólkið verðum við að losna við á elliheimili, hjúkr- unarheimili eða sjúkrahús. Um kostnaðinn af þessu öllu varðar okkur ekkert, en 34%,liðlega þó, af ríkisútgjöldum fara í tryggingakostnað og heil- brigðismál. Læknarnir eru meðal tekjuhæstu manna ís- lendinga. Nú er farið i alvöru að tala um feimnismálið mikla. Samn- inginn um afnot Keflavíkur- flugvallar. Nýju fötin keisar- ans. — Einn okkar snjöllu fjár- málamanna, Aron Guðbrands- son, hefur margsinnis í ræðu og riti undanfarin ár bent á, að sjálfsagt sé að fá greiðslur fyrir þann samning. Nú eru menn aó vakna í þessu efni — erfiðleik- arnir munu bjarga okkur. sagði bóndinn. Gísli Sigurbjörnsson forstjóri.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.